Íslensku bankarnir

Nú er nánast útlánastopp hjá flestum bönkum og sparisjóðum, þrátt fyrir að þeir eigi allir nægjanlegt lausafé.  Skýringin á þessu er sú að á undanförnum árum hafa þessar fjármálastofnanir tekið mikið af lánum erlendis sem falla á gjaldaga á næstu tólf mánuðum eða lengur.  Þessi lán munu hafa verið tekin til að fjármagna útrásina miklu.  En nú þegar harðnar á dalnum eru óskynsamlegar ákvarðanir stjórnenda fjármálafyrirtækja, sem langaði til að vera stóra karla erlendis látið bitna á viðskiptavinum.  Svona ástand getur aldrei varað lengi, því ekkert fyrirtæki getur gengið eðlilega nema hafa öruggan aðgang að rekstrarfé, sama hvort það er lítið eða stórt.

Ég hélt að vaxtatekjur af eðlilegum útlánum væri tekjulind bankanna,það stenst engin banki að hætta að lána og taka bara við innlánum, en þannig er staðan í dag.  Bankarnir bera líka mikla ábyrgð á þenslunni undafarin ár.  Þeir ruddust inná íbúðalánamarkaðinn með látum og buðu 100% lán.  Þeir veittu fólki miklar yfirdráttarheimildir lánuðu 100% vegna bifreiðakaup og kaup á öllu mögulegu, það má segja að fólki væri smalað inní bankana til að taka lán.  Kaup á eftirfarandi hlutum voru fjármögnuð 100% af bönkunum: Bílar,tjaldvagnar, fellihýsi,hjólhýsi, mótorhjól, ferðalög erlendis, reiðhjól, íbúðir og jafnvel barnavagnar.  Svo fengu allir kreditkort og máttu nota að vild.  Síðan bættu þeir um betur og komu með svokölluð veltukort sem voru kreditkort en munurinn á þeim og venjulegum kreditkortum var sá að við komandi réði sjálfur hvað hann greiddi mikið af sinni úttekt á gjalddaga.  Þessi kort voru fljót að spóla upp á sig milljóna króna skuldum, enda var enginn maður blankur.  Það var hægt að veita sér allt sem hugurinn girntist.  Þeir kærðu Íbúðalánasjóð til eftirlitsdómstóls EFTA til að knýja á að hann yrði lagður niður.  En núna er fyrirvaralaust skellt í lás og algert útlánastopp.

Nú eru bankarnir að skríða til ríkisins til að fá aðstoð Íbúðarlánasjóðs og hefur ríkið ákveðið að Íbúðalánasjóður láni bönkunum alla þá upphæð sem þeir höfðu lánað til íbúðakaupa og er þar um nokkra tugi milljarða að ræða.

Sjóðurinn sem bankarnir vildu feigan er nú að bjarga því að  þeir fari ekki á hausinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband