Verslunarmannahelgin

Þá er hún runnin upp verslunarmannahelgin, og fólk hefur utanfarna daga verið að undirbúa brottför úr sinni heimabyggð til að fara á einhverja útihátíðina og að sjálfsögðu vel nestað af víni og bjór.  Þegar komið er á áfangastað er byrjað að koma því fyrir sem gista á í þessa daga sem eru ýmist tjöld, hjól,eða fellihýsi og þeir alflottustu eru komnir á húsbíla.  Síðan er farið að drekka og eftir því sem meira er drukkið þeim mun betur upplifir fólk útihátíðanna, skipulögð skemmti atriði fara að stórum hluta framhjá flestum mótsgestum.  Flestir enda að lokum á þeim stað, sem á að sofa á, en aðrir eru heppnir og hafa náð sér í bólfélaga af hinu kyninu og gista því á öðrum stað en til var ætlast.  Síðan vakna flestir morguninn eftir skelþunnir og heilsa slæm.  Þá er bara að fá sér nokkra bjóra og sterka snafsa og lífið fer að brosa á ný.  Svona gengur þetta í nokkra daga drukkið og sofnað og vaknað aftur til að drekka aðeins meira.  Svo er vaknað upp á mánudegi við þá hörmulegu staðreynd að helgin er búin og fram undan er að koma sér heim aftur.  Nú er ekki lengur hægt að fá sér afréttara hjá þeim sem eiga eftir að aka heim og mánudagurinn verður að einum hræðilegum þynnku-degi.  Síðan er öllu pakkað saman og bílarnir hlaðnir á ný og lagt af stað heim á leið.  Þá uppgötva margir að allur maturinn sem var keyptu fyrir hátíðina er nær ósnertur. Það tekur svona meðalmann um 18-20 tíma að jafna sig eftir svona fyllirí en þeir sem yngri eru ná sér fyrr.  Því miður fara of margir of fljótt af stað, sumir eru heppnir og komast heim, á meðan aðrir lenda í lögreglunni og missa bílprófið.  En allir enda að lokum heima og kvíða næsta degi sem er vinnudagur hjá flestum.  Þá er bara að tilkynna veikindi og liggja í rúminu, því flestir eru dauðþreyttir eftir helgina.  Að ári liðnu er sami leikurinn endurtekin aftur.

Ekki dettur mér í hug að gagnrýna fólk sem fer á þessar úthátíðir.  Ég tók fulla þátt í þessu sjálfur á mínum yngri árum en þá var hátíðin í Húsafelli sú allra flottasta.  Eins eftir að ég eignaðist fjölskyldu fór ég oftast eitthvað um þessa helgi og var þá búinn að eignast tjaldvagn.  Í dag hugsa ég oft um hvernig mínum börnum hefur liðið að fara í svona útilegur og horfa upp á foreldrana vera að drekka áfengi og ég yfirleitt alltaf blindfullur.  Þau hafa örugglega ekki notið þess að fara með okkur hjónunum.  En um það atriði hugsa fáir í dag. 

Ég ætla að lokum að vona að flestir komist heim heilir  á líkama og sál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hafdís Bjarnadóttir

Ég er ein af þeim sem aldrei hafa farið á útihátíð en heyrt mikið um þær og ekkert langað á þær .

Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 2.8.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvað er að þér kona góð.  Langar þig ekki á nokkurra daga fyllirí í nafni skemmtunar?

Jakob Falur Kristinsson, 2.8.2008 kl. 18:11

3 Smámynd: Guðrún Hafdís Bjarnadóttir

Onei það langar mig ekki , ég er kannski bara orðin of gömul 

Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 2.8.2008 kl. 18:51

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það geta allir drukkið sig blindfulla og hefur ekkert með aldur að gera.

Jakob Falur Kristinsson, 3.8.2008 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband