Mannréttindi

Mynd 474380Íslendingar telja mannréttindi afar mikilvæg en 69% í könnun Capacent Gallup töldu mannréttindi verð mikilla fórna og áhættu. Aðeins rúm 4% töldu mannréttindi ekki verð fórna og áhættu.

Ég er nú á þeirri skoðun að ríkisstjórn Íslands sé ekki þessu sammála, því það fólk sem þar situr telur allt í lagi að traðka aðeins á mannréttindum ef íslendingar eiga í hlut (kvótakerfið). 

Hinsvegar fordæma þau slíkt hjá öðrum þjóðum.


mbl.is Íslendingar telja mannréttindi verð fórna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Já, þeim finnst auðveldara að sjá flísina hjá öðrum en bjálkann hjá sjálfum sér.

Marta Gunnarsdóttir, 3.8.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Búnir að sitja of lengi við völd þessir kallar, gera orðið ekkert nema fitna því þeir hafa það svo voða voða gott. Sjáið bara Geir H. Haarde, þessi landeyða er örugglega búinn að bæta á sig 30kg frá því hann var síðast hækkaður í tign af Dabba kóngi. Bara ef launaumslagið mitt hefði nú fitnað jafn mikið á sama tímabili...

Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2008 kl. 12:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeim veitist auðveld að dæma aðra, þannig er mannskepnan oft.  Kveðj

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2008 kl. 12:52

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sannála ykkur öllum.

Jakob Falur Kristinsson, 3.8.2008 kl. 13:26

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Jakob. Gaman að þú vilt tjá þig um mannréttindi hérna á blogginu þínu...Þú segist vera vera stuðningsmaður Frjálslyndra sem flokka mannréttindi eftir því sem mér slylst eftir þjóðfélagsstiganum, Þeir sem mest hefur verið brotið á og eru orðnir langtleiddir af neyslu eiga ekki upp á pallborðið hjá ykkur einöngu þeir sem átt hafa með sjávarútveg að gera eru þeir einu sem að ykkar mati eiga að njóta mannréttinda.

Núna vil ég spyrja þig??? Hvað er mannréttindabrot???

Er það mannréttindabrot ef álitsnefnd mannréttindarnefndar Sameinuðu þjóðanna hefur kveðið upp úrskurð að viðkomandi þjóð hafi brotið mannréttindi á þegnum sínum varðandi atvinnufrelsi og er það mannréttindabrot að íslenskir stjórnmálamenn líta í hina áttina þegar kemur að slilltu réttarkarfi Landans...Hvað með DÓMSMORÐ? Er dómsmorð mannréttindabrot sem stjórnvöld eru skyld til að taka á ...Eða eiga stjórnvöld bara að þegja þegar alvarleg mannréttindabrot koma út úr skápnum.

Ég býst ekki við miklu eða gáfulegu svari við þessari spurningum mínum þar sem mér skylst að þú ætlir þér frama innan stjórnmálamanna.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 3.8.2008 kl. 13:33

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Guðrún, þú hefur greinilega ekki lesið stefnuskrá Frjálslynda Flokksins, í þeim flokki eru mannréttindi ekki flokkuð eftir þjóðfélagsstiganum.  Hins vegar hefur flokkurinn ekki viljað að allt sé galopið fyrir hvern sem er að flytja hingað.  Við viljum kanna bakgrunn hvers og eins og hefði það verið betur gert.  Hingað eru komnar heilu glæpaklíkurnar og út úr landinu streyma margir gámar, sem eru fullir af þýfi úr innbrotum, og flestir þessir gámar eru sendir til Eystrasaltsríkjanna.  Auðvitað eru það mannréttindabrot þegar atvinnufrelsi manna er skert með lögum.  Það sama á við dómsmorð ef stjórnvöld taka ekki á því.  Frjálslyndi Flokkurinn hefur ALDREI varið það að stjórnvöld litu framhjá mannréttindabrotum, heldur þvert á móti hefur flokkurinn gagnrýnt stjórnvöld fyrir að taka ekki á þeim málum.  Kannski finnst þér svar mitt ekki gáfulegt en ég reyni mitt besta.  Hvar hefur það komið fram að ég ætli mér frama í stjórnmálum.  Nefndu dæmi ef þú getur fundið það, en það getur þú ekki því slíkt er ekki til.

Jakob Falur Kristinsson, 3.8.2008 kl. 14:00

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Æ ég gleymdi að svara einni spurningunni þinni Guðrún, en þú spyrð; "Hvað eru mannréttindabrot?" Mannréttindabrot er þegar brotin er réttur á einhverjum sem stjórnarskráin hefur veitt viðkomandi.  Svo vil ég líka bæta við að þú ferð með rangt mál þegar þú segir: "Þeir sem mest hefur verið brotið á og eru orðnir langleiddir af neyslu eigi ekki upp á pallborðið hjá okkur#, eingöngu þeir sem hafa með sjávarútveg að gera, þeir einir eiga að njóta mannréttinda"  Þarna ert þú nú að skjóta þig illilega í fótinn, því þetta er ekki rétt heldur lygi og áróður.  Minn flokkur hefur aldrei neitað nokkrum manni um aðstoð hver sem fortíðin hjá viðkomandi er.  En það þarf að leita eftir aðstoðinni.  Við blöndum okkur ekki inn í einkalíf fólks óbeðnin.

Jakob Falur Kristinsson, 3.8.2008 kl. 14:16

8 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Það er alltaf erfitt að taka mark á svona könnun og skilja niðurstöðurnar þegar þú færð ekki spuringuna nákvæmlega eins og hún var orðuð og svörin sem voru í boði. Þetta var greinilega ekki opin spurning heldur talin upp ákveðin valin svör, ábyggilega ekki færri en 10 svör sem fólk hefur þurft að raða niður eftir mikilvægi, kannski búið að svara 15-20 sp um annað málefni og orðið þreytt. Síðan fær það umrædda sp sem ábyggilega hefur þótt erfið og svarað í fljótheitum hjá þeim sem það gerðu, stressað, kannski út í loftið og jafnvel fundist það vera búið að eyða of miklum tíma í þetta. 70% var alltaf lágmarkssvörun til þess að niðurstaða könnunar þætti marktæk, og líklega hefur þjóðarpúlsinn verið inní vagninum sem er ansi langur og fjölbreyttur oftast nær og úrtakið yfirleitt 1200 manns. En það er ekkert sem segir okkur hver svarprósentan var aðeins hversu mörg prósent af svarendum tiltók þetta eða hitt. 

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 3.8.2008 kl. 15:44

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Rétt hjá þér Tara ef könnun er t.d. 1200 manns og svarhlutfall 50%þá svara 600 og síðan eru einhverjir óákveðnir t.d. 10% og þá eru eftir 540 og 70% af þeim svara á ákveðin hátt eða 378.  Eiga þá 378 manns að vera skoðun 300 þúsund manna þjóðar.  Þetta er rugl og aftur rugl.

Jakob Falur Kristinsson, 3.8.2008 kl. 15:57

10 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Mér datt svona í hug Jakob að koma með þessar athugasemdir mínar inn á bloggið þitt vegna þess að skrifaðir athugasemd inn á mitt en ég hef verið að skrifa um mál 214, Geirfinnsmálið það gamla og þreytta mál sem enginn stjórnmálamaður er því hugrekki haldinn að hann taki loksins á málinu og landi því...Nei stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir eru taka ekki á alvarlegum málum eða vilja neitt með það hafa eða láta bendla sig við hvernig er farið með FÓLK hérna á landi.

Einu mannréttindi sem Frjálslyndiflokkurinn talar um er stuldur á auðlyndinni sem er alvarlegt mál og á að leyðrétta núna strax. En það þarf líka að taka á fleiri málum og ekki hlaupa í burt af vettvangi þegar þrengir að.

Já Jakob ég bjóst ekki við betra svari frá þér en ég fékk.

Það eru margir Guðnarnir á Íslandi!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 3.8.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband