Ekkert að á Íslandi

Alþingi var sett í gær og á víst að standa í tvær vikur, en þá verður gert hlé til 1. október og hefst þá nýtt þing.  Fyrsta málið á dagskrá var ræða Geirs H. Haarde, forsætisráherra um efnahagsmálin á Íslandi.  Geir var einnig í viðtali á Stöð2 og RÚV um þetta sama málefni.  Megin boðskapur í ræðu Geirs var að ná verðbólgunni niður, en hún mælist núna 14,5% og svo kallaði hann eftir nýrri þjóðarsátt um stöðugleika og við hinir óbreyttu íbúar eigum að taka á okkur kjaraskerðingu og vera sátt við hækkanir á eldsneyti, matvælum ofl.  Honum var einnig tíðrætt um að nýta okkar náttúruauðlindir og framleiða meira og meira til að rétta af viðskiptahallan.  Ríkisstjórnin er að auka gjaldeyrisforðann og taka 30 milljarða lán til þess.

Ég er sammála Geir í því að við eigum að framleiða meira og nýta okkar náttúruauðlindir, en það er ekki sama hvað er gert.  Ef við ætlum að auka raforkuframleiðslu og fá fleiri álver þá bjargar það ekki neinu.  Að vísu minnkar viðskipahallinn vegna aukins útflutnings á áli, en álframleiðslan skilur ekki nem um 20% af veltu eftir í landinu 80% fara erlendis.  En við eigum fleiri auðlindir en þær sem framleiða raforku.

Við eigum stóra auðlind sem er fiskurinn í sjónum og ef við færum nú með þorskkvótann í 250 þúsund tonn næstu þrjú árin og bönnuðum loðnu-síld- og kolmunaveiðar nema til manneldis, yrði það gífurleg innspýting í okkar hagkerfi.  Þegar álfyrirtækin skilja eftir í landinu 20% af veltu þá skilur sjávarútvegurinn eftir 80% af veltu.  Við værum ekki að taka neina áhættu þótt við færum með þorskkvótann í 250 þúsund tonn.  Því miðað við óbreytt ástand í efnahagsmálum verður Ísland gjaldþrota og til hver að vera að friða fisk fyrir aðrar þjóðir.  Með þessu yrði viðskiptahallinn fljótur að hverfa og lítil hætta á atvinnuleysi.

Í viðtalinu á RÚV sagði Geir að við ættum ekki að tala um kreppu, heldur væru þetta smá erfiðleikar og mikið af þeim myndi lagast af sjálfum sér og engin ástæða til að örvænta, verðbólgan sél of mikil og þegar honum var bent á að verðbólga á Íslandi vær hæst á Norðurlöndum, þá svaraði Geir því til að hún hefði hækkað líka á öðrum Norðurlöndum.  Hvað svo sem það eigi að bæta ástandið á Íslandi.

Ég man ekki hvor bræðranna Illugi eða Hrafn Jökulssynir, sem skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir stuttu og sagði þar: "Fram til þessa hefur Geir H. Haarde ekki mátt sjá sandhrúgu án þess að stinga höfðinu í hana og nú er Ingibjörg Sólrún farin að gera það sama.".

.Það sjá það auðvitað allir að ríkisstjórn sem hefur ekki viðurkennt vandamálið er ófær um að leysa það, því verður að treysta á stjórnarandstöðuna.  Ráðherrarnir sitja bara rólegir í sínum stólum og bíða eftir að vandamálið leysist sjálft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband