Örfirirsey

Uppbygging í Örfirisey mun ekki fara af stað fyrr en að lokinni hugmyndasamkeppni um heildarmynd hafnarsvæðisins allt frá tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, er formaður undirbúningshópsins og að hans mati er mikilvægt að fara að fá niðurstöðu varðandi framtíðarskipulag svæðisins. „Ég lagði fram þessa tillögu um að farið yrði fram í þessa hugmyndasamkeppni og stjórn Faxaflóahafna samþykkti þá hugmynd. Við bindum vonir við að það takist að klára þessa hugmyndavinnu fyrri hluta næsta árs. Uppbygging á þessu svæði mun taka alllangan tíma, það er verið að horfa til framtíðar og þess vegna er mikilvægt að framtíð svæðisins fari að skýrast.“ Fjárfesting vel á fjórða milljarð Fjárfestingarfélögin Lindberg og Gómur hafa á undanförnum árum keypt upp eignir úti í Örfirisey fyrir vel á fjórða milljarð króna. Félögin hafa fyrst og fremst keypt upp eignir við Fiskislóð, Hólmaslóð og Eyjaslóð. Samtals má áætla að lóðir í eigu félaganna séu hartnær fjórir hektarar. Ólafur Garðarsson hæstaréttarlögmaður sem er einn eigenda beggja félaganna segir að þar á bæ séu menn alveg rólegir þó að enn sé óljóst með hvaða hætti uppbyggingu á svæðinu verður háttað. „Við gerðum okkur grein fyrir því að þessi uppbygging myndi ekki skella á einn, tveir og þrír. Örfirisey þarf að skipuleggja sem heild, það verður bara gert einu sinni og það þarf að vanda til verka.“ Á nú endanlega að afmá allt í Reykjavík sem tengist fiskveiðum og fiskvinnslu. Er virkilega orðinn svona mikill skortur á landsvæði í Reykjavík að nauðsynlegt er að taka nær alla Örfirisey undir íbúðabyggð. Víða um borgina má sjá heilu hverfin með hálfbyggðum húsum og þau sem eru búinn seljast ekki og stendur því nokkur þúsund íbúðir auðar í Reykjavík og nágrenni. Ég hélt að Örfirisey væri fullbyggð af atvinnuhúsnæði og ætla menn bara að rífa öll þau hús, sem mörg eru nýlegt, til að geta byggt íbúðarblokkir.  Þetta er rugl og vitleysa og sóun á fjármunum.  Því er spáð að með hlýnun jarðar muni árið 2020 vatnsborð í Reykjavík hafa hækkað um tvo metra.  Þá yrði stór hluti af Örfyrirey komin undir sjó og væntanlegar bygginga umflotnar af sjó.  Þetta á kannski að vera Feneyjar norðursins.
mbl.is Vonast eftir stórfelldri uppbyggingu í Örfirisey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Get ekki annað en verið sammála þér, fatta bara ekki þessa áráttu að vilja byggja þar sem ekki er gert ráð fyrir að byggt sé t.d. allar þessar landfyllingar, út í Örfirisey, Reykjavikurhöfnin að verða ónýt, Sundagarðar, Holtagarðar, Sundabakki þar ætti bara að klára að fylla alla leið út í Viðey, varað er við hlýnun jarðar sem og hækkandi sjávarborðs því er þetta alveg með ólíkindum,  Reykjavík á til svo mikið landsvæði að hún gæti hæglega gefið úngu folki lóðir svona til að reyna að heimta til baka það sem flust hefur á brott, enda tilhvers að rukka fyrir allt, nóg eru gatnagerðar og sambærileg þjónustugjöld fyrir flest okkar

Jón Snæbjörnsson, 10.9.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ætli þetta endi ekki með því að öll höfnin verður fyllt upp til að fá byggingarland.

Jakob Falur Kristinsson, 10.9.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband