Vandamál

Mynd 405279 Ríflega þriðjungur fólks á aldrinum 18-35 ára er þeirrar skoðunar að hátt húsnæðis- og leiguverð sé helsta vandamálið sem mæti ungu fólki sem er að flytja að heiman og stofna fjölskyldu.

Ég vorkenni því fólki sem þarf að reiða sig á húsaleigumarkaðinn og skil ekki hvernig fólk fer að til að geta þessa háu húsaleigu.

Ég hef skrifað um það áður að nú standa milli 3,000-4.000 íbúðir auðar á höfuðborgarsvæðinu og flestar tilbúnar.  Ríkið og Reykjavíkurborg ættu að stofna félag og kaupa allar þessar íbúðir og leigja út á hóflegu verði.  Svona aðgerð myndi bæði bjarga byggingaraðilum og leysa vandamálið á leigumarkaðinum. Ef allur þessi fjöldi íbúða kæmi inn á leigumarkaðinn myndi húsaleiga lækka mikið og verða viðráðanleg fyrir flesta.


mbl.is Kreppir að fjárhag unga fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Satt er það, en þá myndi húsnæðisverð lækka og það vilja braskararnir ekki.

Villi Asgeirsson, 22.9.2008 kl. 10:37

2 identicon

Þetta er bara sama þróun og allstaðar annarstaðar í heiminum. Ef að fólk vill ódýrari húsnæði getur það bara flutt til keflavíkur eða selfoss eða eitthvað.

Ríkið á ekkert með það að gera að standa í húsalegu, þetta myndi hrinda því af stað að einkaaðilar sem eru með húsnæði í leigu myndu þurfa að lækka verðið. Húsnæðisverð myndi lækka og mjög mikið af húsnæðum yrðu yfirveðsett sem gerði það að verkum að fólk gæti ekki selt fyrr en búið að að greiða lánið niður.

Arnar Geir Kárason 22.9.2008 kl. 11:53

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála Arnari.

Villi Asgeirsson, 22.9.2008 kl. 12:07

4 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Þá ættu leigumiðlarar að vera aðeins samkeppnishæfari gagnvart hvorum öðrum því oft á tíðum er leiguverð allt of hátt. Ekki nema atvinnurekendur vilji verðtryggja launin okkar og þá mega menn sáttir una...

;)

Garðar Valur Hallfreðsson, 22.9.2008 kl. 12:22

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Allar þessa íbúðir standa auðar af því enginn hefur efni á að kaupa þær.  Í dag er líka mikið af húsnæði yfirveðsett og bæði þær og auðu íbúðirnar lenda að lokum sem eign bankanna, sem verða þá að selja þær á útsöluverði.  Ef ríkið og borginn kæmu með mikið af íbúðum inn á leigumarkaðinn þá lækkar auðvita öll húsaleiga, líka hjá einkaaðilum.

Jakob Falur Kristinsson, 22.9.2008 kl. 12:27

6 identicon

Ríkið ætti frekar að sjá hag sinn í því að nota þessar íbúðir sem félagsíbúðir eða námsmanna íbúðir.

En ég stend fastur á því að ríkis láti almennaleigumarkaðinn vera.

Arnar Geir Kárason 22.9.2008 kl. 12:36

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það mætti að sjálfsögðu skoða það líka en þá eru þetta um leið orðnar leiguíbúðir.  Ég skil ekki af hverju hinn almenni leigumarkaður ætti ekki að þola samkeppni.  Þá er eitthvað að hjá þeim markaði.

Jakob Falur Kristinsson, 22.9.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband