Fækkun banka

Mynd 475314 Eigendur Glitnis og Byrs sparisjóðs hafa komist að samkomulagi um að hefja formlegar viðræður um sameiningu bankanna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður það tilkynnt til Kauphallar Íslands í dag. Óformlegar undirbúningsviðræður hafa staðið yfir og var meðal annars beðið eftir samþykki Fjármálaeftirlitsins til að breyta Byr í hlutafélag. Það fékkst á föstudaginn.

Þeim fækkar stöðugt sparisjóðunum og á eftir að fækka meira.  Það er af hinu góða að taka til í bankakerfinu.  En það getur líka haft neikvæð áhrif sérstaklega á landsbyggðinni.  Sparisjóður Vestfirðinga varð til þegar allir sparisjóðir á Vestfjörðum sameinuðust fyrir nokkrum árum og var með útibú á öllum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum.  Síðast liðið haust sameinaðist þessi sparisjóður, Sparisjóðnum í Keflavík og þá var tilkynnt að allt yrði óbreytt fyrir vestan.  En nú þegar Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 10,5 milljörðum fyrstu sex mánuði þessa árs, þá á að grípa til hagræðingar í rekstri.  Hvar er svo byrjað að hagræða? Auðvitað á Vestfjörðum og nú hefur verið tilkynnt um lokun útibúa á Tálknafirði og Bíldudal en báðir þessir staðir standa höllum fæti hvað atvinnu varðar.  Fólk á þessum stöðum batt miklar vonir við að fá hinn sterka Sparisjóð Keflavíkur til sín, en hann byrjar sína starfsemi þar með lokun útibúa í stað þess að efla atvinnulíf á þessum stöðum, dregur hann úr því þar sem þeir fáu sem þarna unnu missa sína atvinnu.  Ekki veit ég hvað kostaði að reka þessi tvö útibú en er þó öruggur um að þessi sparnaður er sáralítill miðað við 10,5 milljarða tap á hálfu ári.  Nú verða íbúar á þessum tveimur stöðum að sækja alla sína bankaþjónustu til Patreksfjarðar og fara yfir tvo erfiða fjallvegi ef þeir eru svo heppnir að eiga bíl.  Þetta er mikil afturför fyrir íbúa á þessum stöðum og breytir engu fyrir Sparisjóðinn í Keflavík.  Hitt vekur líka furðu að ekki á að loka útibúinu á Ísafirði þótt þar séu tveir aðrir bankar, bæði Landsbankinn og Glitnir.  Nei það er valinn sá kostur að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.  Síðan er spurning hvað verður um póstafgreiðslu á þessum stöðum, leggst hún kannski af líka, en póstafgreiðslur voru í báðum þessum útibúum.


mbl.is Byr sameinast Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband