Nýtt framboð

Herbert Sveinbjörnsson. Kynnt verður nýtt framboðið á blaðamannafundi í vikunni, að því er fram kemur í tilkynningu og þar verður skýrt frá því hvernig framboðinu verður háttað og kynnt helstu stefnumál.

Þetta er tímaskekkja nú á að breyta stjórnarskránni og gera landið allt að einu kjördæmi og taka upp einstaklingskjör.  Þar sem allir sem hafa kosningarétt væru í framboði.  Stórauka völd forsetans og hann veldi síðan fólk í ríkisstjórn og væri það fólk sem ekki sæti á Alþingi.  Það hefur sýnt sig að svona lítil framboð ná yfirleitt litlum árangri og ef þau fá mann á þing er hann algerlega áhrifalaus.


mbl.is Borgarahreyfingin býður fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Við viljum einmitt breyta stjórnarskránni, breyta kjördæmunum og þá að öllum líkindum þannig að landið verði eitt kjördæmi og að tekið verði upp persónukjör.

Neddi, 23.2.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég var ekki að ræða um að halda öllu óbreyttu heldur þvert á móti gera róttækar breytingar.  Hins vegar fá yfirleitt svona ný framboð frekar lítið fylgi.  Það er oft sagt að ef þú getur ekki sigrað óvin þinn skaltu berjast fyrir breytingum innan hans liðs.

Jakob Falur Kristinsson, 23.2.2009 kl. 17:36

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jakob, gangi þér vel að draga úr völdum flokkanna með því að beita þér innan þeirra. Þú hlýtur að vera mjög þolinmóður maður!

Sigurður Hrellir, 23.2.2009 kl. 18:32

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég er mjög þolinmóður maður Sigurður.

Jakob Falur Kristinsson, 23.2.2009 kl. 23:23

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jakob, það er á stefnuskrá FF að gera landið að einu kjördæmi.

Sigurður Þórðarson, 24.2.2009 kl. 09:01

6 identicon

Þetta er ósköp venjuelgur flokkur. Ef þetta fólk hefði í alvöru einhvern áhuga á lýðræði, þá hefði það haldið sig við það markmið Lýðveldisbyltingarinnar að leggja hreyfinguna niður þegar stjórnkerfisbreytingar væru í höfn. Þetta er bara ein valdaklíkan enn.

Eva Hauksdóttir 24.2.2009 kl. 10:31

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mér er fullkunnugt um það Sigurður að stefna Frjálslynda flokksins er að landið verði eitt kjördæmi.  Ég er sammála Evu að þetta er bara ein valdaklíkan í viðbót og nóg er nú fyrir.  Hinsvegar lýst mér best á að þegar landið verður orðið eitt kjördæmi, þá leggi hver flokkur fram lista með 63 nöfnum og kjósandi velur 5-10 af þeim lista sem hann ætlar að kjósa.  Aftur á móti höfum við ekkert að gera með 63 þingmenn.  Það ætti að fækka þeim í 33 og best væri að völd forsetans yrðu aukin og hann hefði vald til að skipa ríkisstjórn og þá yrði valið fólk með sérþekkingu á hverju sviði en ekki þingmenn.  Þá gæti framkvæmdavaldið ekki valtað yfir þingið eins og nú er.  Ríkisstjórnin sem svona væri skipuð yrði að vanda mjög til allra frumvarpa sem lögð eru fyrir þingið ef þau ættu að fást samþykkt.  En í dag er það þannig að ríkisstjórn sem hefur meirihluta á Alþingi getur látið sín frumvörp bruna í gegn án þess að þingmenn átti sig á hvað þeir eru að samþykkja.  Besta dæmið um þetta er að þegar banna átti vændi á Íslandi þá var klaufaskapurinn svo mikill að það var óvart lögleitt.

Jakob Falur Kristinsson, 24.2.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband