Frjálslyndi flokkurinn

Mikið þykir mér leitt hvernig komið er fyrir hjá mínum ágæta flokki.  Fólk virðist ekki skilja um hvað stjórnmál snúast.  Þannig segir Þóra Guðmundsdóttir fyrrverandi formaður kjördæmisráðs flokksins í Reykjavík Suður í Fréttablaðinu í dag;  "Frá fyrsta degi var litið á okkur sem vildum búa til stóran og öflugan flokk, sem óvini af Vestfjarðaklíkunni.  Klíkan vildi bara að flokkurinn væri lítill klúbbur sem reddaði örfáum vinum vinnu og því fór sem fór.  Við gáfumst bara upp."  Einnig sagði sig úr flokknum  Tryggvi Agnarsson kollegi Þóru í Reykjavík norður.  ásamt varaformönnum og riturum ráðanna.  Þóra fullyrðir að óstjórn ríki í yfirstjórn flokksins og spilling og einkavinavæðing ráði þar ríkjum.  Hún segir að á nýlegum miðstjórnarafundi hafi komið fram að Guðjón Arnar Kristjánsson væri kvótaeigandi.  Þetta held ég að sé mikill misskilningur hjá Þóru, það er Kristján sonur Guðjóns sem er útgerðarmaður á Ísafirði og á kvóta.  Þóra segir að margir sem hafi sagt sig úr flokknum á síðustu vikum stefni á að stofna nýjan flokk.  Þetta er nú meira andskotans kjaftæðið og greinilegt að þetta fólk er heilaþvegið af Jóni Magnússyni.  Ég held að þetta lið ætti bara að elta Jón í Sjálfstæðisflokkinn og spara sér að stofna nýjan flokk.  Öllu bulli um einhverja Vestfjarðaklíku vísa ég út í hafsauga.  En það sem þetta fólk verður að átta sig á að flokkurinn hefur frá stofnun verið sterkastur á Vestfjörðum og mun verða það áfram.  Sannleikurinn er hinsvegar sá að fólk í Reykjavík vildi efla flokkinn á kostnað landsbyggðarinnar en tókst ekki.

En mest varð ég hissa þegar Kristinn H. Gunnarsson sagði sig úr flokknum og sagði ástæðuna vera eftirfarandi;   "Mér fannst vera orðið fullreynt að mér tækist að ná fram breytingum á flokknum og í forustusveit og trúnaðarbrestur hafi orðið á milli hans og forustu flokksins."  Ég hafði heyrt af miklum deilum á milli Kristins og Jóns Magnússonar en nú er Jón farinn úr flokknum og ætlar Kristinn kannski að elta hann í Sjálfstæðisflokkinn svo þeir geti haldið áfram að rífast.  Hitt er líka fyrir neðan allar hellur og vanvirðing við kjósendur þegar þingmenn hætta í ákveðnum flokki og ætla að sitja áfram á Alþingi.  Þeir eiga að hafa þann manndóm að bera að segja hreinlega af sér þingmennsku svo varamenn geti komið í staðinn.

Ég tek heilshugar undir þau orð Guðjóns Arnars Kristjánssonar um að maður kemur í manns stað og nú ætlar Magnús Þór Hafsteinsson að gefa kost á sér í 2. sætið í Norðvesturkjördæmi í stað Kristins og verða það góð skipti.  Þessi flótti úr flokknum er ekkert annað en kjarkleysi og minnir mest á rottur sem flýja sökkvandi skip.  Í stað þess að berjast fyrir sínu innan flokksins þá er kjarkurinn ekki meiri en komið hefur í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband