Afskriftir

Það virðist engin takmörk sett hvað leggja á miklar birgðar á íslenska þjóð.  Þegar Íslandsbanki tók besta tilboðinu í Árvakur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins sem var frá félaginu Þórsmörk en það félag er í eigu nokkurra auðmanna á Íslandi, þá var upplýst að bankinn þyrfti að afskrifa einn milljarð.  En nú hefur verið upplýst að Íslandsbanki hf. og Nýi Landsbankinn munu afskrifa tæpa þrjá milljarða af skuldum Árvakurs.  Samt var þetta talið vera besta tilboðið.  Ástralski fjárfestirinn sem líka gerði tilboð er mjög ósáttur og telur sitt tilboð hafa verið betra.  Þar sem þessar afskriftir lenda á skattgreiðendum finnst mér það vera lámarkskrafa að Íslandsbankinn upplýsi um bæði þessi tilboð.  Sérstaklega þegar það var fullyrt að allt þetta söluferli ætti að vera gegnsætt.  Ég bara spyr hvað réttlætir að skattgreiðendur þurfi að greiða þrjá milljarða til að nokkrir auðmenn geti eignast dagblað?  Í þessum hópi eru nokkrir útgerðamenn og handhafar mikilla veiðiheimilda.  Getur verið að þær veiðiheimildir í eigu þjóðarinnar séu nú notaðar sem veð til að fá lán í svona brask.  Hvernig má það vera að allt í lagi er að afskrifa þrjá milljarða til að bjarga Árvakri hf. á meðan bankarnir eru að bjóða upp íbúðir hjá fólki og hirða af því bifreiðar og gera fólk gjaldþrota.  Árvakur hf. var gjaldþrota og var það bara ekki allt í lagi og réttast hefði verið að taka félagið til gjaldþrotaskipta.  Þetta er ekkert nema pólitísk ákvörðun því Sjálfstæðisflokkurinn þurfti nauðsynlega á þessu blaði að halda nú þegar prófkjör og kosningar eru að nálgast.  Þannig að það virðist ekkert lát vera á spillingunni hér á landi, nema síður sé.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband