Rétt eða rangt

Lið Fljótsdalshéraðs í sjónvarpsþættinum Útsvar.Lið Fljótsdalshéraðs tapaði sem kunnugt er fyrir liði Kópavogs í lokaþætti Útsvars sl. föstudag. Munaði fimm stigum á liðunum. En margir velta nú fyrir sér hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá dómaranum að gefa rangt fyrir svar Héraðsbúa við spurningu um berserkina Halla og Leikni sem hraunið á Snæfellsnesi er kennt við.

Það skiptir engu máli hvort dómarinn gaf rétt eða rangt í keppninni.  Til að svona keppni standi undir nafni verður dómarinn að hafa allsherjarvald og hans úrskurður á að gilda, hvort sem hann er réttur eða rangur.  Enda hefur lið Fljótsdalshéraðs ákveðið að gera ekkert í málinu og er því þar með lokið.


mbl.is Var Víga-Styrs saga rétt svar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Alltaf gaman að útsvar.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.3.2009 kl. 17:45

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Það voru vonbrigði að Héraðsbúar skyldu ekki vinna en við hérna á hjara veraldar verðum víst að sætta okkur við það.

Þau eru svaka flott og ég vona að þau keppi aftur að ári.

Verð nú að segja þér að Þorsteinn er sonur Ágústu á Refstað í Vopnafirð en hún er kunn vegna pistla í útvarpi.  Stefán var einnig alinn upp hér á Vopnafirði en foreldrar hans voru búsett hér til fjölda ára. Þannig að við Vopnfirðingar eigum helminginn í liðinu og við erum stolt af þeim.

Mér finnst virkilega gaman af Útsvari því það er svo mikil léttleiki yfir flestum. Fyndið með strákinn frá Selfossi. Hann var sko ekki sáttur að tapa en þar munaði mjóu og þau hefðu getað fellt Héraðsbúa út að mér minnir. 

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Útsvar er skemmtilegur þáttur.  En þetta atriði með strákinn frá Selfossi var örugglega í "Gettu betur", sem er keppni framhaldsskólanna.

Jakob Falur Kristinsson, 17.3.2009 kl. 08:38

4 identicon

Nei hann keppti fyrir hönd Árborg í Útsvari drengurinn sá.

Karl Jón Jónsson 17.3.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband