Nýtt Ísland

Ég er með hugmynd að nýju Íslandi sem fælust í eftirfarandi aðgerðum;

1.   Stjórnarskránni breytt þannig að forsetinn fengi aukinn völd og hann veldi síðan ríkisstjórn og væru ráðherrar utan þings.  Ráðherrar verði aldrei fleiri en 7.

2.   Þingmönnum verði fækkað í 33 og störf aðstoðarmanna þeirra lögð niður og einnig störf aðstoðarmanna ráðherra.

3.   Öll fríðindi ráðherra yrðu tekin burt. ráðherrar yrðu að sætta sig við að aka eigin bifreið til og frá vinnu, eins og aðrir launþegar.  Einnig hætti ríkið að greiða flokkunum ákveðna fjárhæð á hverju ári.

4.   Hámarkslaun á Íslandi yrðu aldrei meiri en ein milljón á mánuði.  Þeir sem færu yfir það yrðu skattlagðir um 95% af þeirri upphæð sem væri umfram.

5.   Hætt verði að eyða peningum í rannsókn á orsökum bankahrunsins.  Þetta er búið og gert og ástæðulaust að eyða stórfé til þess eins að kannski væri hægt að sakfella einhvern.

6.   Hætt verði við byggingu tólistarhússins

7.   Allar aflaheimildir verði innkallaðar og tvöfaldaðar og ríkið leigi þær síðan út gegn 10% af aflaverðmæti.  Þetta gæti skapað hátt í 10 þúsund störf og leigutekjur ríkisins yrðu um 10 milljarðar til biðbótar þeim sköttum sem öll þessi störf myndu skila í ríkissjóð.  Þar með væri atvinnuleysi útrýmt, sem sparaði ríkinu mikið fé.  Þetta myndi þýða það að leigutekjur sem nú renna í vasa einkaaðila færu til ríkisins.  Ekki þurfti að greiða núverandi handhöfum aflaheimilda bætur, þar sem útgerðin fengi aukin kvóta og auknar tekjur.

8.    Öllum vegaframkvæmdum yrði frestað í 2-3 ár.

9.    Sinfóníuhljómsveitin yrði lögð niður og rekstur RÚV skertur um 50%

10.   Sendum úr landi alla erlenda fanga sem eru á Litla-Hrauni.

11.   Lögleiðum hass og marijúana og spörum þannig stórfé, við tollgæslu og eftirlit.

12.   Leggjum niður embætti Ríkislögreglustjóra og þau störf sem þar hafa verið unnin færist til Lögreglustjórans í Reykjavík. 

13.   Frestum byggingu á nýju sjúkrahúsi í Reykjavík og leyfum læknum sem starfa á ríkisspítölum að reka jafnframt eigin læknastofur, sem myndi létta verulega á spítölunum.

14.   Fiskistofa skal lögð niður og verkefni hennar færð undir sjávarútvegsráðuneytið.

15.   Allar eftirlitsstofnanir á vegum ríkisins verði lagðar niður og verkefni þeirra boðin út til einkaaðila.

16.   Byggja strax álver í Helguvík og á Bakka við Húsavík.

17.   Stórauka hvalveiðar.  Veiða a.m.k. 500 hrefnur og 1.000 stórhveli.

Með þessu gætum við sparað nokkra tugi ef ekki hundruð milljarða og ríkissjóður yrði rekinn hallalaust.  Með þessum aðgerðum yrðum við fljót að vinna okkur út úr kreppunni sem Ísland er nú í.  Þegar ástandið lagast getum við farið að huga að framkvæmdum á ný.  Nýtum öll tækifæri til að spara peninga hjá ríkinu.

         

 

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband