Eignaskattur

Taka á aftur upp sanngjarna eignaskatta. Þetta er ein ályktananna sem samþykktar voru á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, VG, um síðustu helgi.

Ég er ánægður með þessa ályktun og vonandi verður hún framkvæmd sem fyrst.  Þessi skattur var nú lengi til staðar á Íslandi og ekki stór hluti af venjulegu launafólki þurfti að greiða hann.  En í dag þegar auðmenn Íslands eiga orðið nokkra milljarða þá er rökrétt að skattleggja þá.


mbl.is Vinstri græn vilja eignaskatta á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sangjarn eignaskattur hvað er það nú eiginlega? Skattur á tveggja herbergja íbúð sem er skuldsett. Þannig var það áður enn skatturinn var lagður niður. Það verður venjulegt launafólk og eldri borgarar sem borga, látið ekki blekkjast.

haukur gunnarsson 26.3.2009 kl. 08:46

2 identicon

Að eignaskattur bitni ekki á launafólki og sé leið til að skattleggja auðmenn Íslands sem eiga nokkra milljarða!!!! Þvílík og önnur eins vitleysa.

Eignarskattarnar þegar þeir voru teknir voru skattar sem einmitt bitnuðu hvað mest á launafólki og öldruðum, sem áttu ekkert nema íbúðina sína og bíl. Það voru ekki auðmennirnir sem voru að borga þetta og mönnum skal ekki detta í hug að þeir komi til með að borga þessa skatta í takt við eignir sínar. Á þessum tíma voru auðmennirnir að borga verkakvennaútsvar og engan eignarskatt.

Skoðaðu bara söguna og segðu mér svo að til sé "réttlátur" eignarskattur sem leggst aðallega á launafólk og sem reiknast á eignir sem launafólk er búið að borga skatta af í formi tekjuskatts.

Það er svo sem eftir vinstri grænum að detta ekkert annað í hug í þessum efnahagsvanda en að láta okkur launafólkið enn og aftur borga brúsann með enn frekar skattlagningu og þá af eignum okkar sem við höfum verið að skrapa saman fyrir í mörg ár eftir að vera búin að borga alla skatta og skyldur af til ríkisins.

Ef þetta er kosningamál vinstri grænna þá ættu menn að fara að skoða hug sinn alvarlega umhvar þeir setja atkvæði sitt í næstu kosningum.

Sigurður Geirsson 26.3.2009 kl. 09:31

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það hefur ALDREIverið þannig á Íslandi að þeir sem áttu mjög skuldsetta tveggja herbergja íbúð, greiddu eignaskatt.  Það er verið að tala um að skattleggja þá sem mest eiga.  Venjulegt launafólk mun ekki þurfa að greiða eignaskatt.

Jakob Falur Kristinsson, 26.3.2009 kl. 10:24

4 identicon

Hver er sanngirnin í því að láta fólk, sem hefur verið forsjált og borgað niður lán með sínum lágu launum, greiða eignaskatt? 

Eldri borgarar sem eru ekki með neitt nema lélegan lífeyrissjóð sem tekjur þurfa að borga mest af þessum skatti.  Þetta fólk býr í skuldlausum eignum í dag og þarf því að greiða mest af þessum skatti.  Er það sanngjarnt!

Ég fór í dýrt nám til þess að geta haft hærri tekjur til þess að geta greitt hraðar niður það húsnæði sem ég bý í og búið í haginn fyrir elliárin, en nei, mér skal refsað fyrir það með aukinni skattheimtu.

Það er segin saga að þeir sem ekki borga neinn tekjuskatt í dag af því þeir hafa svo lág laun og eiga ekkert finnst ekkert eðlilegra en að aðrir borgi meira fyrir þá.  Aðrir eigi að leggja meira til samfélagsins.  Er það sanngjarnt?

Ef fólk vill að hinir raunverulegu auðmenn (víkingarnir) borgi meira til samfélagsins þá ætti að skattleggja þá sérstaklega en ekki þá sem hafa unnið eins og annað fólk og lagt á sig ýmislegt til þess að hafa betri lífsgæði.

jss 26.3.2009 kl. 10:42

5 identicon

Eignarskattur er eignir mínus skuldir.
Hann bitnar því verst á fólki sem er skynsamt og greiðir niður skuldir sínar og allra verst á t.d. eldriborgurum sem eiga skuldlausar eignir en þyggja svo lágan lífeyri eða lífeyrissjóð.
Auðmenn fara auðveldlega framhjá eignarskatti og hafa alltaf gert enda er flest sem þeir eiga skuldsett uppfyrir haus.

Gunnar Valur 26.3.2009 kl. 11:05

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er ekki illa statt fólk sem á miklar skuldlausar eignir, það er líka verið að ræða um að taka tillit til tekna fólks.  Þannig að gamalt fólk á ellilífeyrir mun ekkert greiða.

Jakob Falur Kristinsson, 26.3.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband