Fundur á Austurvelli

Nú stendur yfir fundur á Austurvelli á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna og er að mótmæla hvað lítið hefur verið gert til að bjarga heimilum í landinu frá gjaldþroti.  Stöðugt fjölgar á fundinum en þar verða ræðuhöld og tónlistarflutningur Bubba Morteins og hljómsveitar hans EGÓ.

Þessi fundur er mjög skiljanlegur því ríkisstjórnin hefur akkúrat ekkert gert til að bjarga heimilum í landinu.  Nú munu vera komnir hátt í 20 þúsund manns á vanskilaskrá og dagblöðin eru full af uppboðsauglýsingum, sem er nokkuð undarlegt því ríkisstjórnin var búinn að setja lög sem banna uppboð á heimilum fólks fram í september.  En eitt hvað sambandsleysi virðist vera þarna á milli og svo þar víst að fara í gegnum eitthvað ákveðið ferli til að fá slíka frestun.

En hvert slíkt ferli er veit enginn.


mbl.is Leiðréttingu, ekki ölmusu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Það er til skammar hvað fáir mættu á þennan fund.

Ef ég væri ekki úti á landi hefði ég mætt.

Virkilega dapurlegt hvað fólk er augljóslega sátt við að þurfa að borga bankahrunið úr eigin vasa.

ThoR-E, 23.5.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þú segir „Þessi fundur er mjög skiljanlegur því ríkisstjórnin hefur akkúrat ekkert gert til að bjarga heimilum í landinu.“ Það segir hve mikið þú ert í takt við raunveruleikann.

Ólafur Guðmundsson, 23.5.2009 kl. 17:54

3 identicon

Ég mætti á þennan fund. Ég vona að það verði annar fundur bráðlega. Ég ætla líka að mæta þá. Heimili landsins verða að sýna samstöðu og Hagsmunasamtök Heimilanna eru að búa til vettvang til þess.

Ég vil hvetja alla til að mæta og fólk til að skrá sig í Hagsmunasamtök Heimilanna. Það kostar ekkert að skrá sig og það er gert á heimasíðu þeirra: http://www.heimilin.is.

Baráttukveðjur,

Kristinn

Kristinn 23.5.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband