150 ára fangelsi

Nú krefjast bandarísk stjórnvöld þess að kaupsýslumaðurinn Bernard Madoff verði dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir stórfeld fjársvik.  En talið er að hann hafi svikið út tugi milljarða dala, þá er dómstóll búinn að úrskurða að 170 milljörðum dala eignum hans skuli gerðar upptækar.

Hvað ætli manngreyið verði gamall þegar hann lýkur sinni afplánun?


mbl.is Krefjast 150 ára fangelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jakob, í USA hefur enginn samúð með féflettum/fjárglæpamönnum sem stela og svíka ekki bara ríka, heldur einnig venjulegt launafólk sem setur einhverjar fáeina dollara til hliðar með von um að eiga eitthvað smáræði í ellinni.  Hvaða máli skiftir það hversu gamall þessi þjófur verður þegar afplánun hans lýkur?

Við hér á Fróni mættum taka kanann okkur til fyrirmyndar hvað þetta varðar og hætta þessari aumingjadýrkunn á hvítflibbakrimmum/útrásarvíkingum.  Því þegar á öllu er á botninn hvolft þá eru þetta bara ruslarapakk, gráðugir sjálftökumenn og ótíndir þjófar en bara í fínni fötum heldur en  td. greyið Lalli Jóns sem nýverið fékk 10 mán. dóm fyrir misheppnaða innbrotstilraun

Halli 27.6.2009 kl. 22:02

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já við gætum margt af þessu lært.

Jakob Falur Kristinsson, 28.6.2009 kl. 14:17

3 identicon

Madoff dæmdur í 150 ára fangelsisvist

mynd

Fjársvikarinn Bernhard Madoff var í dag dæmur í 150 ára fangelsisvist eins og raunar var viðbúið.

Fjársvikamál Madoffs er eitt það stærsta sinnar tegundar á Wall Street, en hann var ákærður fyrir að hafa dregið að sér allt að 50 milljarða dollara með svikum á tuttugu ára tímabili.

Madoff rak umfangsmikla fjársvikamillu og beitti svokölluðu Ponzi-svindli til að ná fé út úr viðskiptavinum sínum en það felst í því að greiða fjárfestum arð með fé sem aðrir fjárfestar höfðu lagt til fyrirtækis hans.

Talið er að um sé að ræða stærsta fjársvikamál þeirrar tegundar sem nokkurn tímann hefur komist upp um í heiminum.

halli 29.6.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband