Árás

Fimm ára gömul stúlka var um hádegi í gær stungin í brjóstið með eggvopni á heimili sínu, í Suðurgötu í Reykjanesbæ. 22 ára gömul kona var handtekin litlu síðar grunuð um árásina. Lagið var örstutt frá hjarta og lifur stúlkunnar og fór blaðið framhjá öllum stórum æðum. Miðað við aðstæður heilsast stúlkunni vel, samkvæmt upplýsingum læknis.

Hún var heppin þessi unga stúlka að ekki fór verr, því konan hefði auðveldlega geta drepið hana.  Hvað varðar líðan stúlkunnar er sagt að henni líði vel miðað við aðstæður.  Svona yfirlýsingar frá læknir segja mjög lítið um líðan þessarar ungu stúlku, því þetta er hægt að túlka á svo margan hátt.

En hvað varðar konuna sem stóð að árásinni er bara eitt orð KEXRUGLUÐ.


mbl.is Árásin án nokkurar viðvörunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru skelfilegar fréttir og ég vona innilega að litla stúlkan fái fullan bata. Jafnframt vonast ég til þess að árásarkonan verði dæmd til langrar fangavistar, það er ekki hægt að finna nokkrar málsbætur þeim sem ræsðst svona á saklaust barn.

Guðrún 28.9.2009 kl. 09:23

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er þér innilega sammála.

Jakob Falur Kristinsson, 28.9.2009 kl. 10:23

3 identicon

Er manneskju sem gerir svona lagað við bjargandi. Það að stinga 5 ára gamalt barn það ætti að vera til sér neyðarlög fyrir svona fólk... Þetta er manneskja samt á líklega aldrei eftir að fúnkera í venjulegu samfélagi ég meina þrátt fyrir að hafa verið full/dópuð (það er ekki komið fram) þá hefur hún sér enga málsbætur, ég vill ekki að manneskja sem getur gert svona labbi laus um götur bæjarins. Og ég MUN verða ógeðslega reiður ÞEGAR hún fær 5 ára dóm og sleppur eftir 2,5 ár... :(

Fannar 28.9.2009 kl. 12:19

4 identicon

Ég hef enga samúð með þessari konu...vona innilega að hún rotni í helvíti!!

Diddi 28.9.2009 kl. 13:18

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Diddi, talaðu við Steingrím J. hann er að skipuleggja ferðir til Helvítis.

Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband