Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Meirihluti þeirra sem tóku þátt skoðanakönnun Fréttablaðsins vill að ríkisstjórnin segi upp samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 58% segja upp samningnum en 42% sögðust andvíg uppsögn hans.  Þetta mun hafa verið 800 manna úrtak og svarhlutfall tæp 80% þannig að um 640 manns svöruðu og 58% af þeim eru um 320 manns.  því segir þessi könnun nú lítið um afstöðu allra landsmanna.

Það sem er merkilegt við þessa frétt að 65% Sjálfstæðismanna vilja segja þessum samningi upp.  En það var einmitt ríkisstjórn Geirs H. Haarde. sem óskaði eftir þessum samningi.  En fólk er fljótt að gleyma og kannski man enginn lengur eftir Geir H. Haarde. Ég held að það væri nú að fara úr öskunni í eldinn, að rjúka nú til og segja upp þessum samningi.  Loksins þegar hann er farinn að vinna með okkur en ekki á móti eins og var áður. 


mbl.is Meirihluti vill segja upp samningi við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Hver var hann, var hann í vinstri grænum :)

Sigurður Helgason, 17.10.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hvers vegna var ekki gefin kostur á að svara "endurskoða AGA áætlun"

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 10:50

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

AGS átti þetta að vera.

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 10:50

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það hefur verið upplýst að stutt é í að AGS endurskoði sína áætlun og þá verður það birt.  Það er ekki hægt að birta endurskoða áætlun AGS, fyrr en hún hefur verið framkvæmd.

Jakob Falur Kristinsson, 18.10.2009 kl. 06:42

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakob,

Ég hef ekki orðað þetta nógu nákvæmlega.  Við þurfum að endursemja heildarprógrammið á þeim forsendum að við höfum nú sótt um EB aðild.  t.d. að fara einu ári hægar í niðurskurðinn.

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.10.2009 kl. 08:45

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég held að í upprunalega samningnum að hann á að vera í stöðugri endurskoðun.  Niðurskurðurinn er ekki að beiðni sjóðsins, heldur til þess að minnka hallann á ríkissjóði, sem er nauðsynlegt til að hægt sé að reka þjóðfélagið á eðlilegan hátt.

Jakob Falur Kristinsson, 18.10.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband