Mikill stjórmálamaður

Steingrímur J. Sigfússon er sennilega einn mesti stjórnmálamaður sem Ísland hefur átt í nokkra áratugi.  Hann gengur í þau mál sem honum eru falinn af fullum krafti og er óhræddur að taka nauðsynlegar ákvarðanir. þótt það sé óvinsælt.  Hann getur flutt blaðalaust þrumandi ræður og er svo vel gefinn að þótt hann tali blaðalaust virðist hann getað flett í huganum ræðunni fram og til baka.  Hann er fastur fyrir og gefur aldrei neitt eftir þótt reynt sé að þjarma að honum.  Hann á létt með að færa rök fyrir sínu máli.  Það er einmitt svona menn sem Ísland þarf á að halda þegar kreppir að.  Af formönnum flokkann kemst engin með tærnar þar sem Steingrímur hefur hælanna, nema helst Jóhanna Sigurðadóttir.  Við hlið hans virkar formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sem lítil barbe-dúkka, slíkur er munurinn.  Í öllum þeim erfiðleikum sem Ísland er í núna geta engir leitt Ísland í gegnum kreppuna, nema þau Steingrímur og Jóhanna.  Það er auðvelt að stjórna í góðæri og reynir lítið á ráðherra en í kreppu reynir fyrst á hæfileika manna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Steingrímur bar ábyrgð á að skipa algerlega vanhæfan samningamann í Icesave nefndina og setti hann raunar yfir hana. Afleiðingin var hroðalegt klúður sem ríkisstjórnin samþykkti en hluti af VG kom sem betur fer í veg fyrir að færi í gegn.

Steingrímur kemur flott fyrir og er besti ræðumaðurinn á þingi en hann er spilltur samtryggingastjónmálamaður. Hann studdi eftiorlaunafrumvarpið og  hann hefur alltaf staðið með kvótakerfinu. 

Sigurður Þórðarson, 17.10.2009 kl. 17:19

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það kom auðvitað í hlut Steingríms að skipa samninganefndina vegna Ivesave, þar sem hann er fjármálaráðherra.  Hvort sú skipun var góð eða slæm, get ég ekki dæmt um frekar en þú.  Það studdu allir formenn þeirra stjórnmálaflokka, sem þá voru á Alþingi  Eftirlaunafrumvarpið og ef hann spilltu vegna þess þá eru allir þingmenn spilltir og ber að víkja.  Steingrímur kom ekki nálægt setningu kvótakerfisins og styður það ekki.

Jakob Falur Kristinsson, 18.10.2009 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband