Endurskinsmerki

Lögreglumenn við eftirlitsstörf hafa tekið eftir því að undanförnu að mörg börn, og raunar fullorðnir einnig, eru á ferðinni án endurskinsmerkja. Eykur það hættu á umferðarslysum þegar svartasta skammdegið skellur á. Því þykir lögreglu mikilvægt að minna á mikilvægi merkjanna.

Þetta er óafsakanlegt kæruleysi hjá foreldrum barna og ekki er hægt að afsaka þetta með peningaleysi, því endurskinsmerkin fást frítt hjá öllum tryggingafélögum og á bensínstöðvum.


mbl.is Mörg börn án endurskinsmerkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Sæll Jakob. Takk fyrir að láta þér umferðaröryggi varða. 

En að þínum orðum, og fréttamannsins og orðum yfirvalda : 

Það er enn óafsaklenglegri kæruleysi að aka um á ökutæki sem vitað er að drepur og meiðir fjölda manns á hverju ári, tugir drepnir árlega bara á Íslandi, og samt ekki aka eftir aðstæðum. Samt aka eins og hámarkshraði sé lágmarkshraði, án þess að taka tillit til þess að myrkur hefur skollið á, að krakkar gamalmenni og aðrir sé  að sjálfsögðu á ferli án endurskins  og svo framvegis.  

Raunhæft á hver beri sök í umferðarslysum virðist skorta í okkar samfélögum. 

Morten Lange, 22.10.2009 kl. 11:25

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er nú eitt kæruleysið í viðbót hvernig margir ökumenn haga sér í umferðinni, einnig er það mikið kæruleysi, hvað mörg ökutæki eru í umferðinni, sem ekki hafa verið skoðuð á réttum tíma.

Jakob Falur Kristinsson, 23.10.2009 kl. 03:47

3 Smámynd: Morten Lange

Sammála þessu.  Er ekki frá því samt að hegðun ökumanna gagnvart gangandi og hjólandi fólk sem það mætir hafi batnað undanfarið.  Eitt sem hefur versnað er hversu mikið er lagt á gangstéttum og stígum. Stundum er fólk á hjólastólum og með barnavagn eða hjóleiðamenn með kerrur þvingað út á götu og sett í hættu. ( Að hjóla á götu á fyrirsjáanlegan máta - í anda Hjólafærnis - er þvert á móti verið hættuminna að öllu jöfnu en að þjóta af gangstétt og svo yfir götur. Gildir það  hvort sem þar er gangbraut eður ei. )

Morten Lange, 23.10.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband