Sjálfstæðisflokkurinn

Ég vakna ekki á morgnana með þann draum efst í huga að fella ríkisstjórnina,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á opnum fundi í Valhöll í gær.

Bjarni var þarna að ásaka ríkisstjórnina um að gera ekkert í efnahagsmálum þjóðarinnar, ræða bara um Icesave.  En er ekki lausn á Icesave-málinu hluti af lausn efnahagsmálum þjóðarinnar?  Það var skrýtið að hlusta á málflutning Bjarna á Alþingi í gær í umræðum um Icesave-málið, hann viðurkenndi að vísu að ríkisstjórn Geirs H. Haarde, hefði skrifað undir samkomulag við Breta og Hollendinga um að fara EKKI með þetta mál fyrir alþjóðadómstóla heldur leysa það með samningum, þar sem mikil hætta væri á að Ísland tapaði málinu og þá værum við í enn verri stöðu.  Davíð Oddsson skrifaði undir þetta skjal fyrir hönd Seðlabanka Íslands.  Þar var miðað við að Bretar og Hollendingar lánuðu Íslandi fyrir þessum greiðslum og átti lánið að vera til 10 ára með 6,7% vöxtum og afborgunarlaust fyrstu þrjú árin.  Nú telur þessi sami Bjarni að fara eigi með málið fyrir dómstóla og alls ekki semja.  Þegar rifjuð voru upp orð hans þegar Alþingi samþykkti þetta skjal í nóvember 2008, sagði Bjarni að eftir að þetta skjal hefði verið samið og sent Bretum og Hollendingum, þá hefði verið ákveðið að núllstilla umræðuna og þar með hefði þetta skjal ekkert gildi haft lengur, ekki kom fram hjá honum hvort Bretar og Hollendingar voru samþykkir þessari núllstillingu.  Þann samning sem núverandi fjármálaráðherra var að leggja fram á Alþingi er að lánið verði til 15 ára og með mögulegri framlengingu 5 ár í senn.  Vextir eru 5,5% og lánið er afborgunarlaust fyrstu 7 árin og afborganir bundnar við hagvöxt á Íslandi.  Ennfremur eru í samningnum endurskoðunarákvæði, sem hægt er að grípa til ef Ísland óskar þess.  Þetta telur Bjarni Benediktsson slæman samning en var þó búinn að samþykkja enn verri samning fyrir nokkrum mánuðum.  Hvernig á að vera hægt að taka mark á svona málflutningi.  Þótt Bjarni reyni allt sem hann getur að þræta fyrir fyrri afstöðu sína er hún til í skjölum Alþingis. 

Það væri kannski best að núllstilla Icesave-skuldina og borga ekkert.


mbl.is „Viljum að hlutirnir séu í lagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband