Skuldir ríkissjóðs

Skuldir ríkissjóðs á næsta ári verða um 136% af landsframleiðslu sem þýðir að þær verða tæplega 2.000 milljarðar. Ýmislegt getur haft áhrif á hvernig þessar skuldir þróast.

Þetta þýðir að hver íslendingur skuldar 6,3 milljónir.  Ég veit ekki hvað það gæti verið sem hefði áhrif á hvernig þessar skuldir þróast.  Skuld er skuld og hún þróast ekkert nema að á hana bætast vextir.  Hvernig á síðan að greiða allar þessar skuldir veit enginn í dag og ekki líst mér á hugmyndir fjármálaráðherra um að velta þessu öllu yfir á almennt launafólk og hækka staðgreiðsluhlutfallið í 50% án þess að nokkur hækkun verði á persónuafslættinum.  Steingrímur J. sagði í fréttum í gær að þótt við færum með staðgreiðsluna í 50% værum við samt með lægri skattaprósentu en ýmis önnur lönd.  Það verður ekkert léttara fyrir íslenskt launafólk að greiða 50% staðgreiðslu þótt hún kunni að vera hærri annars staðar.  Svangt barn í Afríku verður ekkert saddara þótt annað barn sé svangara í Asíu.


mbl.is Hver einstaklingur skuldar 6,3 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Seygðu Skattagrími J það. Skattagrímur vill að við borgun 50% í skatt án þess að hafa fært vísitöluna aftur fyrir sig. Tökum sem dæmi þú ert með 300 þúsund karl á mánuði og þarft að greiða staðgreiðsla 50% 150 þúsund karl + lífeyrisjóði +verkalýðsfélag eða annað starfsmannafélag og starfsmannasjóði og ættir eftir samtals útborgun 120 þúsund karl.

Arnar Björnsson 5.11.2009 kl. 17:51

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þetta er rugl, sem, ekki er hægt að framkvæma, nema setja stóran hluta þjóðarinnar í þrældóm alla ævi.

Jakob Falur Kristinsson, 6.11.2009 kl. 09:50

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta samsvarar eitthvað fimmföldum tekjum ríkissjóðs og síðan mun bætast við hallarekstur hans næstu árin og ýmis óuppgerð dæmi. Þannig það er 100% öruggt að reikna með amk. 3000 milljarða+ skuldum ríkissjóðs eftir 2-3 ár. Hann er því augljóslega gjaldþrota - nema tekjur hans verði auknar um 50-100% á næstu misserum og gjöldin jafnframt skorin niður. En það myndi gera almenning enn meira fallít en hann þegar er. 

Baldur Fjölnisson, 6.11.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband