Slæmt ástand

Samkvæmt fyrstu niðurstöðum um fjölda þorskseiða virðist 2009 árgangur þorsks slakur, svipaður og árin 2004-2006 í grunnslóðarkönnunum. Fyrstu merki um 2009 árgang ýsu benda til þess, að sá árgangur sé langt undir meðaltali á grunnslóð.

Ég vil óska Hafrannsóknarstofnun til hamingju með þessar niðurstöður, sem staðfesta endanlega að við erum á rangri leið við stjórn fiskveiða. Kvótakerfið var sett á fyrir 25 árum og á hverju ári koma svona fréttir að okkar helstu fiskistofnar séu langt undir meðaltali og stöðugt dregið úr veiðum.  Samt fullyrða sjómenn að á Íslandsmiðum sé allt fullt af fiski.  Hvað á að halda lengi áfram með þessa andskotans vitleysu.  Verður engu breytt fyrr en fiskveiðar vera endanlega bannaðar hér við land?  Nú held ég að við ættum að skoða alvarlega hugmyndir Ólínu Þorvarðardóttur um frjálsar vísindaveiðar á þorski og fá erlenda sérfræðinga til að vinna úr þeim upplýsingum.  Því ljóst er að Hafró ræður ekki við þetta verkefni.

Ég ætla að taka rækjuveiðar í Arnarfirði, sem dæmi.  Í fyrra voru leyfðar veiðar á 500 tonnum af rækju og var veiðin slík að menn sem höfðu stundað þessar veiðar í 20-30 ár mundu ekki eftir annarri eins veiði.  Það var rækja allstaðar þar sem rækjutrolli var dýpt í sjó, sem sagt rækja um allan fjörðinn.  Eftir skoðun Hafró nú í haust er leyft að veiða aðeins 300 tonn, þrátt fyrir að svipað magn af rækju hafi fundist og árið áður.  Þegar spurt er um ástæðuna er svarið að "REIKNILÍKAN HAFRÓ" gefi þessa niðurstöðu og henni verði ekki breytt.  Ekki dettur nokkrum manni hjá Hafró að athuga hvort þetta fræga"REIKNILÍKAN" sé eitthvað orðið ruglað eða bilað.  Kvótakerfið var sett á til að byggja upp og vernda okkar fiskistofna en í dag er það orðið aukaatriði og kvótakerfið snýst orðið um viðskipti en ekki fiskveiðistjórnun.  Ef svo á að vera í framtíðinni þurfum við ekki fiskifræðinga hjá Hafró heldur viðskiptafræðinga.


mbl.is Slakur árgangur þorsks og ýsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband