Sverðin reidd til höggs

Á næstu vikum munu hinar nýju skattatillögur ríkisstjórnarinnar koma fyrir Alþingi og þá fyrst kemur í ljós hvað gengið verður nærri fjárhag flestra heimila í landinu.  En aumingja ríkisstjórnin verður að hafa það í huga, að það eru viss þolmörk, sem ekki má fara yfir án þess að rústa öllu atvinnulífi og fjárhag flestra heimila.  Ef gengið er of langt í skattlagningu brestur á landflótti og þá sitja þeir sem eftir eru með enn þyngri byrgðar og atvinna dregst saman, tekjur fólks munu lækka og að lokum skila skattahækkanir engu í ríkissjóð.  Það þýðir lítið að bera fyrir sig rökum Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, því þar á bæ er mönnum nákvæmlega sama þótt að hér fari allt fjandans til og reyndar er það þeirra vilji.  Og til að bæta gráu ofan á svart ætlar ríkisstjórnin að keyra Icesave-frumvarpið í gegn á Alþingi án þess að láta á það reyna hvort Íslandi beri nokkur lagaleg skylda til að greiða þessa skuld einkafyrirtækis, sem Landsbankinn vissulega var.

Vissulega verður að óbreyttu mikill halli á fjárlögum fyrir 2009 og 2010, en þann halla er auðvelt að laga með því að auka veiðiheimildir í þorski um 40-50 þúsund tonn, sem ríkið leigði til útgerðafyrirtækja gegn hógværu gjaldi.  Það þyrfti ekki að vera hærra en 50 krónur á kíló til að brúa fjárlagahallann.  Slík aukning myndi ekki stefna þorstofninum í neina hættu, enda er spurning hvaða tilgangi það á að þjóna að byggja upp sterka fiskistofna á Íslandsmiðum og enginn verður eftir til að veiða fiskinn þegar stofnarnir hafa náð hámarkstærð.  Því útgerðarfyrirtækin verða flest öll farinn á hausinn og þar með nýju bankarnir líka.  Skattahækkanir nú eru aðeins tilraun til að fresta vandanum og valda því að sú kreppa sem nú er glímt við verður hér næstu áratugi.


mbl.is Sverðin reidd til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband