Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
31.10.2007 | 14:20
Daður
Leikkonan Ashley Olsen á að hafa daðrað við hjólreiðamanninn Lance Armstrong á bar í New York fyrr í vikunni. Fóru leikar þannig að þau sáust yfirgefa staðinn saman um klukkan tvö um nóttina.
Getur einhver upplýst mig um hvaða erindi svona frétt á í Morgunblaðið. Mér finnst þetta ekkert merkilegt.
Dunduðu sér við daður á bar í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2007 | 13:53
Nýbyggingar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 11:48
Jólin koma
Þótt enn séu 54 dagar til jóla ríkir sannkölluð hátíðarstemning í versluninni Jólagarðinum í Eyjafirði, en þar verða jólin haldin hátíðleg í 12. sinn í desember nk. Í versluninni er bæði hægt að kaupa innfluttar jólavörur sem og vörur frá íslensku handverksfólki. Eigandi verslunarinnar segir gamla stílinn eiga upp á pallborðið hjá Íslendingum í dag, þ.e. jólaskrautið sem var til heima hjá ömmu og afa á síðustu öld.
Er nú ekki í lagi að leyfa nóvember að koma áður en allt jólaæðið fer af stað. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af jólunum þau koma alltaf á sama tíma og óþarfi að fara á taugum strax.
Leitað að jólaskrauti afa og ömmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2007 | 11:36
Sjá sýnir
Það sem ég sá var óskilgreindur fljúgandi hlutur. Það hafa ekki verið borin kennsl á hann. En ég sá eitthvað, sagði Dennis Kucinich forsetaframbjóðandi Demókrata í kappræðum í beinni útsendingu úr sjónvarpssal sem milljónir áhorfenda fylgdust með. Kucinich sem er lengst úti á vinstri væng flokksins var ekki talinn eiga raunverulegan möguleika á tilnefningu flokksins fyrir þessi ummæli og ólíklegt að það breytist en þau vöktu athygli á honum.
Eru frambjóðendur nú endanlega búnir að tapa glórunni. Annars er svolítið merkilegt við forsetakosningar í Bandaríkjunum að einungis hluti þjóðarinnar tekur þá í forsetakosningum í ríki sem á að vera eitt mesta lýðræðisríki í heimi. Eða er það kannski löngu liðin tíð?
Forsetaframbjóðendur sjá sýnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2007 | 11:24
Jón Kristófer Kadett
Jón Kristófer Kadett var mikill heiðursmaður og varð ég þess heiðurs aðnjótandi að kynnast aðeins þessum manni. Það var á þeim árum sem ég bjó á Patreksfirði og annaðist bókhald og fjármál fyrir skipið Jón Þórðarson BA-180 (þann eldri), að Jón Kristófer kom þar um borð sem matsveinn. Ég hafði heyrt margar skemmtilegar sögur af þessum manni og taldi að þarna væri nú á ferðinni einn furðufuglinn í viðbót og yrði til vandræða en það var öðru nær. Á þessum tíma var greidd kauptrygging vikulega en svo lokauppgjör í lok hvers úthalds. Ekki var greitt beint inná bankareikninga hjá mönnum því fæstir vildu slíkt og var því alltaf borgað með ávísunum á hverjum föstudegi. Þeir sem voru giftir fengu eiginkonur sínar til að sækja þetta til mín, en aðrir fengu vini eða kunningja, nema Jón Kristófer Kadett, hann vildi fá greitt í peningum og varð ég því að fara alltaf í bankann til að fá peninga fyrir Jón Kristófer, sem hann sótti síðan heim til mín þegar helgarfrí var. Alltaf mætti Jón Kristófer á mitt heimili spariklæddur til að sækja sín laun og bauð ég honum yfirleitt í kaffi, því mér þótti gaman að spjalla við karlinn og hlusta á nokkrar sögur. Á þessum tíma áttum við hjónin orðið aðeins elsta son okkar sem heitir Gunnar. Eftir kaffið og gott spjall kvaddi Jón Kristófer okkur alltaf á sama hátt. Hann stillti sér upp í eldhúsinu og bað Guð að blessa þetta heimili, tók son okkar upp og bað Guð að blessa hann, kyssti konuna mína og mig og bað Guð að blessa okkur bæði. Þegar leið á vertíðina og ég sá að talsverður aflahlutur yrði og kæmu því flesti til með að eiga talsverðar inneign í vertíðarlok og fór ég þá að greiða flestum talsvert meira í hverri viku en sem nam kauptryggingu. Allir tóku þessu auðvitað fagnandi nema Jón Kristófer, hann vildi ekki nema rétta kauptryggingu annað væri brot á kjarasamningum. Af launagreiðslum þurfti oft að draga frá kröfur um ógreidda skatta og meðlög, því þetta var áður en staðgreiðsla skatta kom til. Flestir sem í því lentu kvörtuðu og kvörtuðu. En ekki Jón Kristófer, ég spurði hann eitt sinn út í þetta og sagði hann þá: "Ég greiði með ánægju það sem keisaranum ber, annars væri ég ekki hamingjusamur maður." Svona gekk þetta allan tímann sem hann var matsveinn á Jóni Þórðarsyni BA-180. Karlinn hafði siglt út um allan heim og hafði frá mörgu að segja. Nafnbótina Kadett hafði hann hlotið vegna starfa sinna í Hjálpræðishernum og hélt henni ætíð síðan. Hann hafði verið á sínum tíma talsvert háður Bakkusi en var hættur öllu slíku þegar hann var á Patreksfirði og sagði mér að hann hefði sinn Guð til að trúa á og Bakkus hefði verið farinn að ráð of miklu í hans lífi og væru þeir nú skildir að skiptum. Mér þótti vænt um þegar hann í lok einnar heimsóknar sinnar, en þá var hann að fara frá Patreksfirði, tilkynnti okkur að við værum einu vinirnir sem hann hefði eignast á Patreksfirði meðan hann hefði dvalið þar og sagðist ætla að biðja fyrir okkur við hvert tækifæri. Ég ætla að láta fara hér á eftir tvær sögur sem hann sagði mér og vona að hann fyrirgefi mér það þar sem hann er núna staddur en hann er löngu látinn:
Jón Kristófer Kadett var alla tíð mjög glysgjarn og hafði mikla ánægju af að ganga um í hinum ýmsu einkenninesbúningum. Hann átti marga vini sem höfðu verið skipstjórar á millilandaskipum, sem gáfu honum gamla einkennisbúninga. Eitt sinn er hann á gangi við Reykjavíkurhöfn og sér að stór skúta er á leið til hafnar. Hann flýtti sér út á Ingólfsgarð, þar sem varðskipin liggja oft núna. Þar stillti hann sér upp í sínu júníformi og um leið og skútan renndi framhjá heilsaði hann að hermannasið og kallaði hátt og skýrt"La falllllllllllle"." Um leið og skipverjar heyrðu þetta voru bæði akkeri skútunnar látin falla og stoppaði hún þarna í hafnarmynninu og eftir að hann hafði skoðað skútuna vel veifaði hann til skipverja og kallaði "Hífoppp" og gekk síðan brosandi til baka. Skútan lenti hinsvegar í hinu mesta basli og varð að fá aðstoð frá dráttarbát til að komast að bryggju.
Eitt sinn var Jón Kristófer Kadett á Vífilstöðum af ástæðum sem mér eru ekki kunnar, en í herbergi með honum var gamall maður sem var mikið veikur. Gamli maðurinn safnaði öllum smápeningum í krukku og var kominn þó nokkuð í krukkuna, Jón Kristófer Kadett sem oft var blankur, fór nú að spyrja gamla manninn hvað hann ætlaði að gera við krukkuna þegar hann félli frá, því varla færi hann að taka hana með sér í gröfina, því í himnaríki þyrfti hann enga peninga þar væri allt frítt. Sá gamli hugsaði sig lengi um og sagði síðan við Jón, "Þegar ég dey þá mátt þú eiga þessa krukku og allt sem í henni verður þá." Þar sem Jón Kristófer var ekki mikið veikur fékk hann oft leyfi til að skreppa til Reykjavíkur og á þeim tíma var starfrækt leigubílastöð Steindórs og þar var hann tíður gestur og fékk kaffi hjá bílstjórunum og sagði þeim sögur. Bílstjórarnir höfðu svo gaman af þessum heimsóknum Jóns að þeir óku honum oft um bæinn án nokkurrar greiðslu og einnig mjög oft á Vífilstaði. Einn morguninn þegar Jón Kristófer vaknar er herbergisfélagi hans orðinn mjög veikur og spurning hvað hann myndi lifa lengi. Að vanda ætlaði Jón að bregða sér til Reykjavíkur en aðgætti þó fyrst hvort krukkan góða væri ekki á sínum stað og var hún þá á náttborði mannsins og orðin nærri full. Jón fór á Bifreiðarstöð Steindórs og eftir góða stund þar ákveður hann að hringja á Vífilstaði til að fá fréttir af herbergisfélaganum og var honum þá sagt að hann hefði látist um morguninn. Jón fékk nú einn bílstjórann til að aka sér í einum hvelli á Vífilstaði sem var gert og er Jón kom þangað æddi hann inn í herbergið og sá að krukkan góða var farinn af náttborðinu, en greinilegt var að maður lá í rúminu. Jón ætlaði ekki að tapa þessum aurum og fór að leita um allt herbergið og í því rís maðurinn í rúminu upp og spyr hvað gangi á? Jón gaf sér ekki tíma til að virða manninn vel fyrir sér heldur æddi að rúminu og hristi manninn duglega til og hrópaði "Þú átt að vera dauður helvítið þitt og hvar er krukkan?" Í því kom þar að starfstúlka of sagði Jóni að fyrri herbergisfélagi hans væri dáinn og annar maður kominn í rúmið hinsvegar hefði hún verið beðin um að færa honum svolítið frá fyrrum herbergisfélaga og fór og náði í krukkuna góðu sem var rækilega merkt Jóni Kristófer. Jón snéri sér þá aftur að manninum í rúminu og sagði; "Farðu bara að sofa aftur þú átt ekki að vera dauður strax." Fór síðan alsæll út í leigubílinn og til Reykjavíkur með krukkuna.
Mörgum árum seinna þegar ég var fluttur á Bíldudal tól ég að mér sem aukastarf að aka vörubíl hjá Matvælaiðjunni hf. á kvöldin og landa úr rækjubátunum. Einn báturinn var Kári BA-265 8 tonn að stærð og eigandi hans var einstaklega sérvitur og alltaf í vandræðum að fá mann með sér á bátinn, því bæði var báturinn einn af minnstu rækjubátunum og veiðarfæri af elstu gerð og afli þar af leiðindi lítill. Eitt kvöldið sé ég að það er kominn nýr háseti á Kára BA-265 og fór út úr bílnum til að athuga með afla hjá þeim. Þá reyndist aflinn einungis vera tveir kassar af rækju eða um 80-90 kíló og þar sem aflinn var svona lítill ákvað skipstjórinn að rétta þá upp á bryggjuna og hinn nýi háseti átti að taka við þeim og hjálpa mér síðan að lyfta þeim upp á vörubílinn. Hásetinn reyndist vera Jón Kristófer Kadett og þar sem talsverð hálka var á bryggjunni tókst ekki betur til en svo að þegar Jón ætlaði að taka við seinni kassanum, þá rann hann til og missti hann í sjóinn og fór þar með 50% af aflanum í hafið. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn brjálaðist af reiði og lauk þar með störfum Jóns Kristófers Kadetts, sem háseta á Kára BA-265. Síðan hitti ég Jón aldrei áður en hann dó.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 05:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 18:48
Útgerð og sjómennska
Þetta er fyrsta skipið sem ég var lögskráður á, en þetta er Tungufell BA-326 og er annað af tveimur skipum sem Tálknfirðingar létu smíða í Noregi og voru afhent 1968. Ég var háseti þarna um borð vorið 1969 og vorum við á útilegu með línu við Austur Grænland og beitt um borð. Ég var í beitningarliðinu og er það einhver sú versta vinna sem ég hef stundað á ævinni. Þótt ég væri vanur beitningarmaður var allt annað að beita út í sjó en landi. Skipstjóri var Sölvi Pálsson frá Tálknafirði. Þessi bátur var síðar seldur til Þorlákshafnar og hét þar Jóhann Gíslason ÁR og fór m.a. til Afríku til veiða. Seinna fékk hann nafnið Gunnþór GK-24 og dagaði uppi í höfninni í Njarðvík og endaði sem brotajárn. Ég skoðaði bátinn þegar hann kom til Þorlákshafnar frá Afríku og var þá allt eins og þegar ég var þar um borð á sínum tíma.
Þessi bátur hét Garðar BA-74 og var í eigu Kára Einarssonar, kaupfélagsstjóra á Bíldudal. Ég var þarna háseti sumarið 1971 eftir að ég kom úr námi á Bifröst. Við vorum á hörpudiskaveiðum í Arnarfirði og skipstjóri var Jón Kristmundsson frá Bíldudal. Þessi bátur var smíðaður 1894 og því með elstu skipum flotans. Hann var 77 ára gamall þegar ég var það um borð. Endalok hans urðu þau að hann var sendur í slipp á Ísafirði og dæmdur þar ónýtur og rifinn. Þrátt fyrir háan aldur var þetta hið besta skip.
1971 til 1973 bjó ég á Patreksfirði og var skrifstofustjóri hjá Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar hf. Sem aukastarf vann ég við bókhald og fjármál hjá fyrirtækinu Bjargi hf. sem átti og gerði út skipið Jón Þórðarson BA-180, sem var einn af hinum Austur-Þýsku tappatogurunum sem svo voru kallaðir. Skipið var gert út á trog- og línuveiðar. Skipstjórar voru: Héðinn Jónsson, Gísli Kristinsson og Sævar Mikaelsson. Þetta skip var síðar selt úr landi.
Fyrstu árin eftir að ég flutti frá Patreksfirði til Bíldudals vann ég hjá hraðfrystihúsinu þar og einnig sá ég um bókhald fyrir útgerðarfélagið Sókn hf. En aðaleigandi þess var Snæbjörn Árnason, skipstjóri. Þetta félag keypti haustið 1973 skipið Viðey RE-12 sem fékk nafnið Árni Kristjánsson BA-100, seinna var nafni skipsins breytt í Andri BA-100, en þá var Snæbjörn hættur öllum afskiptum af þessu félagi. Skipið endaði síðast í Grindarvík undir nafninu Ágúst Guðmundsson GK-95 en var fljótlega seldur úr landi.
Árið 1975 stofnaði ég ásamt mörgum fleirum fyrirtækið Fiskvinnsluna á Bíldudal hf. sem keypti frystihúsið, fiskimjölsverksmiðju ofl. eignir á Bíldudal og var ég fljótlega ráðinn framkvæmdastjóri og gegndi því starfi í 18 ár. 1986 var svo stofnað dótturfélag Útgerðarfélag Bílddælinga hf. og var ég einnig framkvæmdastjóri þar.
Þetta var fyrsta skipið sem ég keypti fyrir hið nýja félag. Það var keypt frá Bolungarvík og hét þar Hafrún ÍS-400 og á Bíldudal fékk það nafnið Hafrún BA-400. Skipið var gert út á línu allt árið. Beitt í landi yfir veturinn en verið á útilegu með línu á sumrin. Skipstjóri var Pétur Þór Elíasson. Skipið var selt 1979 Margeir Margeirssyni útgerðarmanni í Keflavík. Þaðan var það selt til Djúpavogs, síðar til Vopnafjarðar og svo til Patreksfjarðar. Höfðu þá verið gerðar miklar breytingar á skipinu.
Í febrúar 1978 strandaði Hafrún BA-400 á landleið við Austmannsdal í Arnarfirði og náðist á flot aftur mikið skemmt. Viðgerð var ekki lokið fyrr en um mitt sumar en skipstjóri á skipinu þá var Jón Guðröðarson. Á meðan var tekið á leigu skipið Guðmundur Péturs ÍS-1 frá Bolungarvík og fór áhöfn Hafrúnar á það skip og kláraði vertíðina. Guðmundur Péturs ÍS-1 var fljótlega eftir þetta seldur úr landi.
Svona leit skipið, sem áður var Hafrún BA-400 út þegar það var keypt til Patreksfjarðar af hlutafélaginu Seljavík hf. Eigendur þess félags voru: Fiskvinnslan á Bíldudal hf. 40% Bjarg hf. (Héðinn Jónsson) 25%, Vesturröst hf. (Reynir Finnbogason) 25% og skipshöfnin 10% Skipstjóri var Þorsteinn Jónsson. Þessi útgerð gekk mjög vel en svo kom að því að við ákváðum að selja okkar hlut í félaginu og skömmu síðar var það selt frá Patreksfirði til Dalvíkur og fékk nafnið Haraldur EA, þaðan var það selt til Hornarfjarðar og skýrt Ásgeir Guðmundsson en fljótlega selt aftur og nú til Raufarhafnar, þar stoppaði það stutt og var selt aftur til Hornafjarðar og fékk nafnið Garðey SF-22. En nú er það komið til Grindavíkur.
Hér er hin gamla Hafrún BA-400 í Grindavík og heitir nú Kristín GK-157
Þetta skip keypti ég fyrir Fiskvinnsluna á Bíldudal hf. í ársbyrjun 1976 og var það gert út á hliðstæðan hátt og Hafrún BA-400. Skipstjóri í fyrstu var Ársæll Egilsson svo tók Jón Guðröðarson við og síðast var skipstjóri Guðmundur Rúnar Einarsson og síðustu vertíðina hans náði hann því að vera aflahæsti línubátur á Vestfjörðum. Þessi bátur var seldur 1978 og kaupandi var Guðmundur R. Einarsson. Hann átti skipið stuttan tíma og seldi það til Margeirs Margeirssonar útgerðarmanns í Keflavík 1980. Margeir seldi skipið síðan til Stykkishólms og þar fékk það nafnið Grettir SH-104 og eftir miklar breytingar sem voru gerðar á skipinu í Póllandi, þar sem það var togað og teygt á alla kanta leit það svona út:
Grettir SH-104. Skipið var árið 2006 selt til Patreksfjarðar og heitir nú Vestri BA-63
Ástæða þess að Fiskvinnslan á Bíldudal hf. ákvað að selja báða sína báta var sú að um svipað leiti átti Tálkni hf. (Ársæll Egilsson og Bjarni Andrésson) í Tálknafirði nýjan skuttogara í smíðum á Akranesi og tókust samningar um að F.B. aðstoðaði þá fjárhagslega gegn því að hið nýja skip yrði gert út frá Bíldudal og þar með yrði hráefnisöflun fyrir fiskvinnslu félagsins (F.B.) betur tryggð. F.B. hafði áður átt gott samstarf við þá félaga er þeir gerðu skip sitt Frigg BA-4 út frá Bíldudal.
Frigg BA-4. Þetta skip var gert út frá Bíldudal af Tálkna hf. 1979 og þar til hinn nýi skuttogari kom í apríl 1980. Þegar togarinn kom var þessi bátur seldur til Keflavíkur og fékk nafnið Helgi S GK Hinn nýi eigandi lét gera miklar endurbætur og breytingar á skipinu sem varð til þess að hann missti skipið á uppboði, eftir það fór skipið til Hafnarfjarðar og hét Einir HF síðan til Sandgerðis þar sem það hét Særún GK seinna hét það Njarðvík GK en í dag heitir það Guðrún Björg HF-125 og liggur í Hafnarfjarðarhöfn og grotnar þar niður.
Hinn nýi togari Tálkna hf. Sölvi Bjarnason BA-65. Skipstjórar á skipinu voru Sigurður H. Brynjólfsson frá Keflavík og Ársæll Egilsson frá Tálknafirði, sem jafnframt var framkvæmdastjóri útgerðarinnar. Svo fór að lokum vegna þess hvað lánakjör voru verri á skipum smíðuðum innanlands en erlendis að Tálkni missti skip sitt á uppboði haustið 1985 og eignaðist Fiskveiðasjóður Íslands skipið.
Á meðan uppboðsferlið stóð á togaranum var hann ekki gerður út og hafði Fiskvinnslan hf. ekkert skip og var þá keypt 250 tonna bátur Happasæll GK-255 úr Garði og kom skipið til Bíldudals í nóvember 1985 og hóf línuveiðar. Skipið fékk nafnið Steinanes BA-399. Skipstjóri var Ársæll Egilsson. Þegar þetta skip var keypt var bæði búið að lengja það og byggja yfir það. Einnig náðist samkomulag við Héðinn Jónsson, sem þá var kominn með nýtt skip búið línubeitningarvél, um að hann gerði það skip út frá Bíldudal. Við seldum þennan bát til Ísafjarðar þega við höfðum endurheimt togarann og þar fékk hann nafnið Stakkanes ÍS, þaðan fór hann til Skagastrandar og síðan var hann seldur í brotajárn.
Hinn nýi Jón Þórðarson BA-180. Þessi bátur var síðar seldur til Akranes og þar var hann lengdur um 10 metra og fékk nafnið Akurnesingur AK seinna fór hann ti Hólmavíkur og hét þar Drangavík ST. síðan var hann seldur til Fáskrúðsfjarðar og hét þar Klara Sveinsdóttir SU og að lokum endaði hann í brotajárni.
Sölvi Bjarnason BA-65 kemur til Bíldudals í mars 1986 eftir að Útgerðarfélag Bílddælinga keypti skipið af Fiskveiðasjóði Íslands. Skipstjóri var eins og áður Sigurður H. Brynjólfsson. En þegar Landsbanki Íslands keyrði allt í þrot á Bíldudal 1992/1993 var þetta skip selt til Grundarfjarðar og fékk nafnið Drangur SH síðar var það selt til Raufarhafnar og breytt í nótaskip, síðasti eigandi var svo Samherji og hét skipið þá Seley SU og skráð á Eskifirði. Að lokum var það selt í brotajárn.
1989 kaupir Útgerðarfélag Bílddælinga hf. þennan bát sem áður hét Glaður HU-67 227 brl. og fékk hann nafnið Geysir BA-140 og kom til Bíldudals um vorið og fór þá beint á úthafsrækju. Um haustið hóf hann línuveiðar og var Ársæll Egilsson skipstjóri en um vorið 1989 var farið á úthafsrækju og tók þá Guðmundur Kristinsson við skipstjórn. Þegar báturinn var keyptur var búið að byggja yfir hann og reyndist hið besta skip. Þetta skip var síðar selt Básafelli hf. á Ísafirði og skráð Geysir RE-82 en hefur í mörg ár legið í Bolungarvík og grotnað þar niður.
Veturinn 1990 leigði Útgerðarfélag Bílddælinga hf. Vonina ÍS-820 til línuveiða og tók Ársæll Egilsson við skipstjórn á því skipi en Guðmundur Kristinsson var áfram skipstjóri á Geysir BA-140 og voru nú gerð út 3 skip, því auk línubátanna tveggja var Sölvi Bjarnason BA-65 í fullum rekstri og var hann því látinn sigla með aflann eða setja í gáma til útflutnings. Var því nægt hráefni til vinnslu og auk þess sem tekjur togarans stórjukust. En 1992 keyrði Landsbanki Íslands alla þessa starfsemi í þrot án nokkurrar skýringa og hefur atvinnulíf á Bíldudal ekki jafnað sig síðan. Lítil atvinna og stöðugur fólksflótti.
Þennan bát keypti ég með bræðrum mínum ofl. 1993 frá Ólafsfirði. Hann var 68 brl. og fékk nafnið Stapi BA-65. Við fórum með hann til Noregs, þar sem sett var í hann línubeitningarvél og var hann hugsaður til að afla fiskverkun okkar Sæfrost hf. hráefnis. Skipstjóri var Kristján Hörður Kristinsson, en þar sem ekki voru íbúðir í bátnum fyrir nema 8 menn náðist aldrei góður árangur og misstum við því þennan bát til Byggðastofnunar 1994. Báturinn var fljótlega upp frá því seldur úr landi.
Þennan bát létum við Jón Páll sonur minn smíða fyrir okkur á Akranesi 2004/2005 og var hann útbúinn með línubeitningarvél. Þar sem forsendur fyrir þessari nýsmíði voru brostnar og allt atvinnulíf á Bíldudal í uppnámi, ákváðum við áður en báturinn yrði afhentur að gefa eftir kaupsamninginn til næsta kaupanda og fór þessi bátur því til Grindarvíkur og fékk nafnið Eyrarberg GK-60. Ég er viss um að það hefði verið mikil lyftistöng fyrir Bíldudal á fá þennan bát í flota sinn.
þennan bát keypti ég ásamt föður mínum Kristni Ásgeirssyni og bróður Guðmundi Kristinssyni, nýja frá Svíþjóð árið 1987 og gerðum við hann út á handfæri og skiptumst á að róa á honum í okkar frítíma. Á þeim árum þekktist ekki að svona litlir bátar væru gerðir út nema yfir sumarið. Þegar þessir smábátar voru kvótasettir fengum við um 20 tonn af þorski og seldum síðan bátinn til Grímseyjar fyrir góðan pening. Þessi bátur hefur gengið kaupum og sölum en er í dag skráður í Súðavík og heitir Salóme ÍS.
Þennan bát keypti ég ásamt þeim Pétri Þór Elíassyni og Jörundi Bjarnasyni 1978 en þá var báturinn svo til nýr. Hann var keyptur frá Bolungarvík og fékk nafnið Hringur BA-165. Um þenna bát stofnuðum við félagið Pétursvör hf. Skipstjóri var Pétur Þór og var ætlunin að gera bátinn út á rækjuveiðar í Arnarfirði og stunda eitthvað línuveiðar auk handfæraveiða á sumrin. Því miður veiktist Pétur alvarlega stuttu eftir að við fengum bátinn og dó nokkru síðan langt um aldur fram. Við Jörundur vorum svo að basla við þetta um tíma en seldum bátinn síðan til Skagastrandar. Seinna var hann keyptur til Bíldudals af fyrirtækinu Rækjuver hf. og er skráður þar í dag undir nafninu Pétur Þór BA-44.
Þennan bát keypti sonur minn Jón Páll Jakobsson 1994 frá Grindavík. Hann fékk nafnið Freyr BA-9 og vorum við að róa á honum á handfærum sumarið 1994 en byrjuðum línuveiðar um haustið. Veturinn 1995 rérum við með línu frá Keflavík og leigðum okkur hús í Garðinum en fluttum okkur til Patreksfjarðar um vorið og rérum þaðan með línu. Jón Páll seldi síðan bátinn í ársbyrjun 1996 en þá vorum við báðir komnir í aðra vinnu. Þessi bátur mun í dag vera skráður í Ólafsvík.
Árið 1997 starfaði ég sem yfirverkstjóri hjá fyrirtækinu Trostan ehf. sem rak frystingu og saltfiskverkun á Bíldudal og rækjuverksmiðju á Brjánslæk. Þá ákváðum ég og sonur minn Jón Páll Jakobsson að endurvekja félagið Pétursvör ehf. og hefja útgerð saman og byrjuðum að kaupa þennan bát og vorum á línuveiðum yfir veturinn og á togveiðum á sumrin. Gekk útgerðin mjög vel á þessum bát þótt hann væri orðin 50 ára gamall. Jón Páll var skipstjóri og ég stýrimaður. Nema veturinn 1978 var ég skráður skipstjóri. Nú liggur þessi bátur í reiðileysi í Reykjavíkurhöfn og vart þekkjanlegur.
Um sumarið 1978 vorum við að leita okkur að stærra skipi, sem endaði með því að við keyptum Erling GK-212 og gáfum honum nafnið Sigurbjörg Þorsteins BA-65 en eldri bátinn ætluðum við einnig að gera út en ekki tókst að fá mannskap og seldum við hann þá til Hafnarfjarðar. Á þessum bát vorum við bæði á línu-tog- og rækjuveiðum. Við áttum um 100 tonna kvóta. Jón Páll Jakobsson var skipstjóri en ég stýrimaður. En því miður reyndist þetta okkur of stór biti og misstum við bátinn á uppboði 1999. Í dag er þessi bátur gerður út frá Ísafirði og heitir Strákur ÍS-26.
Þar sem við feðgar vorum nú atvinnulausir tókum við á leigu þennan bát Elínu RE-1 og hófum línuveiðar. Við höfðum aðeins einn mann í landi við beitningu og reyndum að beita sem mest sjálfir þegar ekki var sjóveður. Þar sem við höfðum næga línu gátum við oft beitt upp góðan lager en við rérum yfirleitt með 24-30 bala eftir því hvernig veðurspáin var. Það var nægur kvóti á bátnum og gerðum við samning við eiganda bátsins um að leigja kvóta af honum um leið og við veiddum. Höfðum við því nokkuð góðar tekjur af þessu. En vinnan var líka mjög mikil. Um vorið bauðst okkur í félagi við Aðalbjörn Jóakimsson útgerðarmann að kaupa aftur Sigurbjörgu Þorsteins BA-65 með öllum kvóta og skiptum við því svo á milli okkar að Aðalbjörn fékk kvótann en við bátinn kvótalausan. En Aðalbjörn hafði yfir að ráða samning við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum um að veiða fyrir þá ákveðið magn af humri. Skiluðum við því Elínu RE-1 og náðum í Sigurbjörgu Þorsteins BA-65 og fórum á humarveiðar frá Eyjum. Skipstjóri var Höskuldur Ásgeirsson fóstursonur Aðalbjörns, stýrimaður var Jón Páll Jakobsson og ég var yfirvélstjóri. Eftir það var farið á úthafsrækju og tók Jón Páll þá við skipstjórn, og seinna á net frá Patreksfirði og Ólafsvík. Einnig stunduðum við um tíma dragnótarveiðar. En þetta reyndist vera of erfitt og hættum við útgerð bátsins vorið 2002 og misstum við því bátinn á uppboð haustið 2002.
Um sumarið 2002 þegar við höfðum lagt Sigurbjörgu Þorsteins BA-65 bauðst Jóni Páli að leysa af sem skipstjóri á Sigurbjörgu ST-55 sem var gerð út á úthafsrækju frá Hólmavík en talsvert reiðileysi hafði verið með mannskap á bátnum. Seinna vantaði stýrimann og var mér boðin sú staða og vorum við feðgar þarna um borð á úthafsrækju fram á haust. Eftir að rækjuvertíðinni lauk var farið með bátinn til Reykjavíkur og þar sem útgerðarmaðurinn var í hálfgerðum vandræðum með bátinn bað hann okkur að mála hann allan og fara með hann í slipp og fá nýtt haffærisskýrteini. Síðan var ætlunin að fara vestur á Bíldudal með bátinn og reyna við dragnótaveiðar. Jón Páll var skipstjóri, Gísli Ægir Ágústsson, stýrimaður og ég yfirvélstjóri. En þar sem ekki voru dragnótarspil í bátnum aðeins togspil og við vorum að nota gamlar nætur gekk þetta ekki eins vel og vonast hafði verið til, sem endaði með því að við sigldum bátnum til Reykjavíkur þar sem honum var lagt í byrjun árs 2003. En þá hafði Jón Páll sonur minn stofnað Útgerðarfélag Arnfirðinga ehf. og keypt bátinn Sæfaxa frá Vestmannaeyjum sem var tré skip um 170 tonn að stærð. Sigurbjörg ST-55 hefur nú verið seld til Englands.
Sæfaxi VE-30, þennan bát sóttum við til Vestmannaeyja í febrúar 2003. Jón Páll var skipstjóri en ég yfirvélstjóri. Þessi bátur var mjög vel útbúinn á netaveiðar og fórum við fljótlega að róa frá Ólafsvík og lönduðum öllum afla á fiskmarkaðinn þar. Afli var lengst af nokkuð góður og þægilegur veiðiskapur, við vorum að fara út um kl.05 á morgnanna og koma í land milli 16-18 á daginn. Eftir netavertíðina voru litlir möguleikar með útgerð bátsins þar sem hann var eingöngu útbúinn til netaveiða og ekki var til fjármagn til að setja almennilegt togspil í bátinn til að fara á troll eða rækju. En í júní er hringt í mig og er þar eigandinn að Sigurbjörgu ST-55 sem þá var aftur byrjuð á rækju frá Hólmavík og hann biður mig að koma til að leysa vélstjórana og stýrimanninn af. Fór ég þangað í lok júní og var í rúman mánuð en á meðan var Jón Páll búinn að selja Sæfaxa til Gana og kaupa nýjan bát.
Þetta er báturinn sem Jón Páll keypti og skýrði síðar Kitta BA-741. Við þurftum fyrst að fara með bátinn í slipp til Ísafjarðar og byrjuðum síðan á dragnót og þar sem við ætluðum að landa öllum afla óslægðum og vera mest inná Arnarfirði ákváðum við að vera aðeins tveir um borð. Og síðan þann 23. september þegar við erum að taka loka kastið þann daginn, þá gleymi ég mér augnablik með þeim afleiðingum að ég flækist í nótinni og stórslasast. Var þar með bundinn endir á mína sjómennsku og við tók sjúkrahúsdvöl og endurhæfing á Reykjalundi í marga mánuði og er ég þess vegna 75% fatlaður öryrki. Í dag er þessi bátur skráður í Bolungarvík og heitir Jórunn ÍS.
Af þessu má sjá að ég hef komið að útgerð nokkuð margra skipa og einnig stundað sjóinn talsvert. Ég útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1971 en 1995 tók ég 30 tonna skipstjórapróf og 48 ára gamall fór ég Í Vélskóla Íslands og lauk því námi tveimur árum seinna frá Menntaskólanum á Ísafirði. Einnig var ég langt komin í fjarnámi við Stýrimannaskólann til að ná mér í 200 tonna skipstjórnaréttindi, þegar ég lenti í hinu hræðilega slysi. Námið við Stýrimannaskólann stundaði ég samhliða sjómennsku og var alltaf með fartölvu um borð og nýtti allan minn frítíma í námið og til að sækja eða senda verkefni fékk ég oftast að setja tölvuna í netsamband á einhverri hafnarvoginni þar sem við vorum að landa á hverjum tíma.
Vefurinn | Breytt 31.10.2007 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2007 | 14:08
Sendiráð
Bretar lokuðu sendiráði sínu í höfuðborg Aserbaídsjan, Baku, í dag og Bandaríkin hafa takmarkað starfsemi í sínu sendiráði þar í landi. Er þetta gert í öryggisskyni. Segja talsmenn sendiráðanna að óttast sé um öryggi starfsmanna en neituðu að skýra það út nánar fyrir fréttamönnum né hvenær starfsemi þeirra yrði komin í eðlilegt horf á ný.
Er nokkur hætta á að það sé íslenskt sendiráð í þessari borg?. Við erum búin að planta niður svo mörgum sendiráðum víða um heim að ég er fyrir löngu hættur að muna í hvaða löndum við eigum sendiráð.
Óttast um öryggi starfsmanna sendiráða í Aserbaídsjan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2007 | 14:02
Hálka
Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og víða á Suðvestur- og Suðurlandi. Hálka eða hálkublettir eru víða á Vesturlandi. Hálka er víða á Vestfjörðum. Þungfært og éljagangur er á Þorskafjarðarheiði.
Alveg er það stórskrýtið að alltaf virðist það koma fólki jafnmikið á óvart þegar fyrstu snjóar koma og þar af leiðandi hálka. Það er nú einu sinni kominn vetur á Íslandi og fyrsti vetrardagur var sl. laugardag 27. október.
Víða hálka á þjóðvegum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 13:55
Nauðgun
Lögreglan á Selfossi hefur yfirheyrt fjölmarga vegna nauðgunarmáls á Selfossi. Stúlka kærði nauðgun til lögreglunnar aðfaranótt laugardags. Þrír karlmenn voru handteknir í heimahúsi stuttu síðar og voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudags. Að minnsta kosti sex aðrir hafa verið yfirheyrðir sem vitni í málinu, samkvæmt frétt á vefnum sudurland.is
alltaf sami krafturinn í Rolling Stones-aðdáandanum Ólafi Helga Kjartanssyni sýslumanni á Selfossi við að halda uppi lögum og reglum í sínu umdæmi.
Fjöldamargir yfirheyrðir vegna nauðgunarkæru á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2007 | 13:48
Reykjavíkurborg
Þrjátíu einstaklingar brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar um helgina. Sextán gerðust sekir um þetta athæfi aðfaranótt laugardags og fjórtán aðfaranótt sunnudags. Þetta voru tuttugu og níu karlar og ein kona, 26 ára. Karlarnir eru langflestir á þrítugsaldri, eða 21, og fjórir eru undir tvítugu. Elsti karlinn er hins vegar kominn vel á sextugsaldur.
Þetta hefur þá verið ósköp venjuleg helgi í borginni. Annar vil ég nota tækifærið til að benda á að þetta vandamál um að menn séu að kast af sér vatni víða í miðborginni er víða mikið vandamál. Ég var að lesa í einhverju blaði fyrir stuttu að í Prag hafi borgaryfirvöld látið útbúa sérstakan vegg í miðborginni sem leit út sem hin besti staður til að míga utan í, en hann var þannig gerður að við minnstu snertingu fór hlandið upp yfir viðkomandi aðila og bunaði síðan aftur niður á hausinn á honum. Þetta mun hafa reynst nokkuð vel og munu yfirvöld í París vera að skoða slíkt hið sama. Kannski ættu borgaryfirvöld í Reykjavík að gera það einnig. Það væri þó alla veganna komin ástæða fyrir einhverja embættismenn að fá ókeypis ferð til Prag og skoða hlandvegginn fræga.
30 brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 801433
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
336 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"