Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
2.10.2007 | 11:18
Alþingi
Nú eru 12 af 63 þingmönnum á Alþingi sem tengjast Siglufirði á einhvern hátt. Nokkrir eru fæddir þar, foreldrar sumra eru þaðan eða afar, ömmur eða makar. Þetta eru 19,04% allra þingmanna en íbúar Siglufjarðar eru 0,4% þjóðarinnar. 5 eru í Sjálfstæðisflokki, 3 eru í Framsóknarflokki, 2 eru í Samfylkingunni og 2 eru í Vinstri Grænum. Af þessum hópi eru 3 ráðherrar og Kristján Möller segir að í raun sé þetta þriðji stæðsti þingflokkurinn. Það vaknar nú spurning hvort þetta sé ekki brot á jafnræðisreglu Stjórnarskrárinnar? En svo er víst ekki, en Siglfirðingar geta verið ánægðir með sinn hlut á þingi, en hvort það gagnast þeim eitthvað efast ég um. Þó er nokkuð ljóst að þegar hinir miklu hreppaflutningar sem senn fara af stað, þá verður valdamikil móttökunefnd sem getur tekið á móti Siglfirðingum þegar þeir neyðast til að flytja til Reykjavíkur.
![]() |
Siglfirðingar fjölmennir á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2007 | 10:57
Sjónvörp
Það munað ekki um það. Aðeins 103 tommu sjónvörp á krónur átta milljónir og til að átta sig betur á stærðinni eru 103 tommur rúmir 2,5 metrar. Ég verð að eignast svona tæki. Ef ég hætti að reykja, sem er eini munaðurinn sem ég get leyft mér þá væri ég ekki nema 50-60 ár að safna fyrir svona sjónvarpstæki. En einu vankantarnir á því eru, að þá væri ég orðinn 107-117 ára gamall og næsta víst, að ég væri löngu dauður svo það gengur víst ekki upp hjá mér. Því kýs ég heldur að panta bara mynd af svona tæki og láta stækka hana í rétta stærð og líma á stofuvegginn hjá mér og halda áfram að horfa á mitt gamla sjónvarp og fá mér að reykja af og til. Auðvitað myndi ég segja öllum sem kæmu í heimsókn að ég væri bara með myndina á veggnum á meðan ég væri að bíða eftir tækinu. Það kemur fram í fréttinni að Hellisheiðarvirkjun hafi keypt eitt svona sjónvarp og prýðir það sýningarsal virkjunarinnar en ekki er sagt frá hver keypti hitt tækið en tvö munu nú vera seld.
![]() |
Tvö 103 tommu sjónvörp seld á átta milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2007 | 17:59
Íslenska krónan
Enn er þessi blessuð íslenska króna að styrkjast og lækka þar með tekjur íslensks sjávarútvegs sem þessa dagana er að glíma við stórkostlegt tekjutap vegna skerðingar á þorskkvóta. Það virðist að hinn íslenski Seðlabanki með Davíð Oddsson í forustu geti ekki á nokkurn hátt haft áhrif á krónuna nema að styrkja hana enn frekar með mjög háum stýrivöxtum og ef marka má umræður manna í atvinnulífinu telja þeir að raungengi krónunnar sé a.m.k. 15% of hátt. Við erum algerlega búnir að missa þetta úr okkar höndum, íslendingar. Heldur eru það erlendir spákaupmenn sem með útgáfu á svokölluðum Jöklabréfum sem ráða þessu algerlega og hirða hér gríðarlegar tekjur vegna hinna háu vaxta.
Ég held að þar sem Seðlabanki Íslands er algerlega máttlaus í stjórn efnahagsmála væri hreinlegast að leggja hann niður eins og Davíð lét gera við ákveðna stofnun á þeim tíma þegar hann var forsætisráðherra. Við getum ekki haldið svona áfram. Það hlýtur að vera hægt að finna annað starf fyrir Davíð Oddsson sem kostar þjóðfélagið miklu minna. Það væri jafnvel hægt að borga honum vel fyrir það eitt að gera ekki neitt.
![]() |
Gengi krónunnar styrktist um 0,21% í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2007 | 17:20
Ríkissjóður
![]() |
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 30,8 milljarða tekjuafgangi 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2007 | 16:36
Sundabraut
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að 1530 milljóna króna framlagi, sem fyrirhugað var til Sundabrautar á næst ári, verði frestað.
Ég segi nú bara er ekki allt í lagi með þessa menn sem þessu ráða. Þegar á sama tíma er verið að skipuleggja mestu hreppaflutninga Íslandssögunnar með því að flytja 20 þúsund manns af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið. Hvernig á aumingja fólkið að komast inná svæðið? Verður það að koma sjóleiðina? Eða jafnvel gangandi? Hvers konar andskotans vitleysa er þetta allt að verða.
Ég spyr að lokum er þetta allt í lagi Sturla, forseti ?
![]() |
Ekki gert ráð fyrir framkvæmdum við Sundabraut á næsta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2007 | 16:22
Næturfundir
Nú hefur Sturla Böðvarsson forset Alþingis boðað breytingar á skipulagi þingsins við setningu þess í dag og sagði m.a. að næturfundir ættu ekki að þekkjast á Alþingi. Þá sagði Sturla nauðsynlegt að draga úr löngum ræðum á þinginu en jafnframt ættu þingmenn að geta efnt til pólitískra umræðna um aðkallandi mál með litlum fyrirvara. Bæta mætti núverandi fyrirkomulag á slíkum umræðum. Hægt væri að hafa þær í upphafi þingfunda og þar geti þingmenn átt orðastað við fleiri en ráðherra svo sem formenn þingnefnda. Þá sagði Sturla að stefnt væri að lengri starfstíma þingsins, fjölga nefnda- og kjördæmadögum. Sturla sagði að nú á tímum væru gerðar miklar kröfur til þingmanna og ráðherra um þátttöku í stjórnmálastarfi utan vettvangs þingsins. Þá hefði breytt kjördæmaskipan haft í för með sér breytingar á störfum þingmanna og kröfur hefðu aukist um að þingmenn sinni kjördæmi sínu og kjósendum. Einnig væri alþjóðlegt samstarf þingsins og þingmanna stöðugt mikilvægari þáttur í starfi þeirra. Sturla sagðist hafa rætt hugsanlegar breytingar á starfsháttum þingsins við formenn þingflokka. Hann nefndi að styrkja þyrfti starf nefnda þingsins og auka eftirlitshlutverk þeirra og sagði að til greina kæmi að ráða sérstaka starfsmenn sem ynnu fyrir minnihluta þingnefndar. Þá kæmi einnig til greina, að opna ákveðna nefndarfundi fyrir fjölmiðlum. Sturla sagði mikilvægt fyrir stjórnarandstöðu sem og stjórnarþingmenn að Alþingi ávinni sér traust. Þáttur í því að lagasetning sé vel undirbúin og þingmenn komi til umræðna vel undirbúnir.
Eftir að ég las þessa frétt datt mér fyrst í hug að Sturla, sem væri að boða þessar breytingar væri nýliði á Alþingi, en svo er nú aldeilis ekki. Ég er einn af þeim sem fylgist mikið með störfum Alþingis og mér hefur virst að þessir næturfundir komi oftast til vegna þess að ríkisstjórnin er að leggja fram stór og umdeild mál á síðustu stundu og ætlast til að þau séu keyrð í gegnum þingið með forgangshraða. Þetta á við um þann tíma sem er rétt fyrir jólaleyfi eða rétt fyrir þinglok á hverjum tíma. En að ætla að draga úr löngum ræðum þingmanna og segja um leið; "Að jafnframt ættu þingmenn að geta efnt til pólitískra umræðna um aðkallandi mál með litlum fyrirvara." er hlutur sem ég ekki skil hvernig getur farið saman. En að auka eftirlitshlutverk þingnefnda og opna ákveðna nefndarfundi fyrir fjölmiðlum er fagnaðarefni og hefði komið sér vel þegar Sturla var ráðherra og má þar nefna Grímseyjarferjuna sem dæmi. Hvað varðar traust Alþingis, þá er það nú alltaf svo að erfitt er að vinna traust sem hefur glatast. Sturla nefnir að til greina komi að ráða sérstaka starfsmenn til að vinna fyrir minnihluta í nefndum þingsins og væri það til mikilla bóta. Hann ræðir einnig um þá miklu breytingu sem hefur orðið á störfum þingmanna og nefnir að þingið ætti að starfa lengur á hverju ári og er ég sammála honum í því. Hinsvegar tel ég að ef nú á að breyta starfsháttum Alþingis ætti það að gera almennilega. Í því sambandi teldi ég rétt að ráðherrar sætu ekki á þingi á sama tíma og þeir eru í ráðherraembætti og kölluðu inn varamenn á meðan. Einnig eins og einu sinni var rætt um að hver þingmaður ætti rétt á að ráða sér sérstakan aðstoðarmann, þar sem starf þingmanna hefur breyst svo mikið eins og Sturla bendir á. Hvað varðar að lagasetning sé vel undirbúin og þingmenn komi til umræðu vel undirbúnir, þá hefur mér ekki virst þingmenn sem taka þátt í umræðum um hin ýmsu mál ekki vera illa undirbúnir, en aftur á móti hafa mörg stjórnarfrumvörp ekki verið vel undirbúin og þó nokkur dæmi að nýsamþykkt lög verða nánast ónothæf vegna þess að þau eru ekki nægjanlega skýr og oft plástrar á galla sem hafa komið upp vegna eldri laga. Um frumvörp frá stjórnarandstöðu þarf varla að ræða, því hvort þau eru vel eða illa undirbúinn eru þau nánast aldrei samþykkt og væri nær að huga örlítið að þeim málum þegar rætt er um virðingu Alþingis. Dæmi um vandræðalög sem sett hafa verið eru hin nýju Vatnalög sem nú er reynt af öllum mætti af sitjandi ríkisstjórn að koma í veg fyrir að þau taki gildi. Þanni að það er að mörgu öðru að hyggja en, Næturfundum á Alþingi.
![]() |
Næturfundir ættu ekki að þekkjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2007 | 15:11
Viðskiptaráðherra
Í þættinum Örlagadagurinn, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við hinn nýja viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson og í þættinum var hann að lýsa því hvernig hans vinnuvika væri í hinu nýja starfi og hvað gaman væri í vinnunni við að leysa hin margvíslegu mál og geta nú hrint í framkvæmd öllu því góða sem hann taldi að bráðnauðsynlegt væri að gera til að gott væri að búa á Íslandi, Björgvin taldi upp mörg góð mál sem leysa þyrfti sem allra fyrst og lýsti því af miklum ákafa hvað þetta yrði allt skemmtilegt og gott. Ég var sammála svo til öllu sem Björgvin taldi upp að þyrfti að laga og vona sannarlega að hann og hans flokkur taki á öllum þessum málum og ekki ætti það að tefja fyrir að þetta eru allt svo skemmtileg mál að leysa. Ég fékk stundum á tilfinninguna að verið væri að ræða við barn sem er umvafið jólapökkum og veit ekki á hverju skal byrja fyrst, því allt er jafn spennandi og skemmtilegt.
Nú er bara eitt sem Björgvin G. Sigurðsson á eftir, en það er;
"Að láta verkin tala."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 14:54
Nýr frændi
Samkvæmt þessari frétt millilenti Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseti á Íslandi í morgun á leið sinni til Færeyja en þangað kom hann um hádegi í dag. Clinton mun flytja ræðu á ráðstefnu í Færeyjum í dag, en við komuna þangað sagði Clinton að hann hefði alltaf fundið til skyldleika með Færeyingum, þar sem hann væri af írskum ættum og fyrstu landnámsmenn á eyjunum hefðu verið Írar.
Það gefur auga leið að ef Clinton er skyldur Færeyingum af þessari ástæðu þá hlýtur hann að líta á íslendinga sömu augum. Því margir af okkar landnámsmönnum munu hafa haft viðkomu á Írlandi og tekið með sér til Íslands margar írskar konur og menn. Nú getur allt rauðhært fólk á Íslandi farið að tala um Clinton frænda. Því miður er ég ekki einn í þeim hópi og verð að láta mér nægja þá frændur sem ég átti fyrir og á því ekki von á neinum boðum í Hvíta húsið ef eiginkona Clintons verður næsti forseti Bandaríkjanna, en rauðhærða fólkið getur aftur á móti vonað að fá slík boð þegar Clinton hjónin halda stór fjölskyldumót. Af því að Lúðvík Gissurarson hefur með málaferlum getað fengið það sannað að hann sé sonur Hermanns Jónassonar, ætti Steingrímur Hermannsson kannski að athuga hvort hann sé ekki mjög skyldur Clinton, því Steingrímur er jú rauðhærður ekki satt?
![]() |
Bill Clinton segist finna til skyldleika með Færeyingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2007 | 11:59
Mánaðarmót
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 801838
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
247 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Páfinn fordæmdi vaxandi gyðingaandúð og biskupinn talaði um að mótmæla.
- Fúsk og sleifarlag gagnvart atvinnuvegum
- Hvað jók fylgið?
- Spilið "Trash" með spilastokk(52 spilum)
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"