Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
6.10.2007 | 08:52
Viðhorf til fatlaðra
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2007 | 11:44
Sameining REI og GGE
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2007 | 10:28
Árleg martröð aldraðra og öryrkja
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2007 | 09:24
Bakkafjörður
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.10.2007 | 16:46
Stóriðja Bíldudals
Þetta fyrirbæti sem kallast Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal er stöðugt að taka á sig nýjar myndir. Þessi verksmiðja var vígð við hátíðlega athöfn laugardaginn 28 apríl 2007 og Þá flutti Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ræðu, sem ég er hræddur um að í dag myndi hann kjósa, að hafa aldrei haldið slíka ræðu.
Þetta er öll sú landfylling og hafnargerð sem búið er að gera vegna þessarar verksmiðju.
Hér kemur svo ræða Einars K. Guðfinnssonar:
| ||
![]() | ||
Þegar verðmæti verða til Vígsla Þörungaverksmiðjunnar á Bíldudal sl. laugardag var hátíðleg og markaði upphaf að nýjum og betri tímum. Ég fékk þann heiður að flytja ávarp við opnunina og klippa á borða til þess að marka upphaf þessarar verksmiðjustarfsemi. Verksmiðjan verður vinnustaður amk. tíu manna og mun hafa mikil og jákvæð áhrif á samfélagið allt á sunnanverðum Vestfjörðum. Með endurreisn fiskvinnslunnar á Bíldudal, undir kröftugri forystu fyrirtækjanna Odda á Patreksfirði og Þórsbergs á Tálknafirði, sem nú er í burðarliðnum, mun ennfremur setja mikinn mikinn afl í samfélagið á Bíldudal sem hefur mátt ganga í gegn um erfiðleika á umliðnum árum. Það var táknrænt að fyrstu fiskunum var rennt i gegn um flökunarvélarnar í fiskvinnslunni á Bíldudal daginn áður en að Kalkþörungaverksmiðjan var formlega opnuð. Það eru liðin sjö ár frá því að atburðarrásin hófst. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða seti sig í samband við Les Auchincloss og hans menn sem störfuðu meðal annars á þessu sviði. Samstarfsaðili þeirra hér á landi er fyrirtækið Björgun undir forystu Sigurðar Helgasonar. Að öllu var farið með gát og yfirvegun. Rannsóknir voru framkvæmdar í Arnarfirði og fengu til þess styrk af fjárlögum. Hið írska fyrirtæki skoðaði málið með augum hins alþjóðlega fjárfesta með þekkingu á þessu sviði. Stundum litu hlutirnir vel út, en stundum illa. En áfram miðaði. Og svo kom svarið að lokum. Við viljum fara í verkefnið. Þá létti okkur mörgum. Síðan hafa staðið yfir miklar framkvæmdir. Upp er komið stórmyndarlegt verksmiðjuhús á hafnarbakkanum, búið að ráða mannskapinn og vélarnar hafa verið ræstar. Stjórnvöld komu að verkinu með myndarskap. Undir forystu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra var afráðið að ríkið kostaði að mestu, en í samvinnu við sveitarfélagið, hafnargarðinn á Bíldudal, sem var forsenda versmiðjurekstrarins. Sú framkvæmd mun og nýtast annarri starfsemi á svæðinu. Í rauninni er hér að gerast stórkostlegur hlutur. Kalkþörungarnir hafa legið ósnertir á hafsbotni; einskonar hugsanleg auðlind. Að eiginlegri auðlind urðu kalkþörungarnir ekki fyrr en þeim var breytt í verðmæti, að frumkvæði heimamanna, með þátttöku aðila sem höfðu til að bera þekkingu, fjármuni, athafnasemi og tök á markaðnum. Þar með breyttust kalkþörungarnir í verðmæti. Þess munu njóta allir starfsmenn fyrirtækisins, eigendur þess, samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum og í raun íslenska þjóðin. Ábatinn skilar sér í verðmætri vinnu, tekjum og útflutningsverðmætum. Það hefur svo verið eftirtektarvert að forráðamenn fyrirtækisins hafa lagt áherslu á að verða strax virkir þátttakendur í samfélaginu, með margs konar stuðningi við samfélagsleg verkefni, menningaratburði og þess háttar. Þannig verður verksmiðjan og atvinnureksturinn strax velkominn hluti af því umhverfi þar sem hún starfar. Laugardagurinn, 28. apríl var góður dagur í atvinnusögunni. Til hamingju með þann dag. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
4.10.2007 | 10:13
Hafnfirðingar í gíslingu
Ég hélt nú fyrst þegar ég sá þessa fyrirsögn að Garðbæingar hefðu tekið Björn Bjarnason á orðinu um einkarekin fangelsi og hefðu handtekið alla Hafnfirðinga á einu bretti. En svo er víst ekki þegar fréttin er lesin.
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson. segir Hafnfirðinga vera í gíslingu Garðabæjar. "Við lítum svo á að við séum í ákveðinni gíslingu. Á 1 km kafla í landi Garðabæjar á gamla Hafnarfjarðarveginum, frá Engidal að Vífilstaðavegi, eru þrjár umferðarstýringar. Þarna myndast stífla á morgnana og síðdegis þegar menn fara í og úr vinnu. Við höfum ítrekað boðið bæjaryfirvöldum í Garðabæ teikningar af hringtorgum okkar sem hafa leyst úr umferðarhnútum hér."
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir hringtorg vel koma til greina á gatnamótum Vífilstaðarvegar og Hafnarfjarðarvegar þar sem biðin sé. Gunnar vísar því alfarið á bug á hafnfirðingar séu í gíslingu Garðbæinga. "Við getum alveg eins verið í gíslingu því þegar við erum að fara út á flugvöll endar Reykjanesbrautin í bílskúr í Hafnarfirði."
Hvað er eiginlega að ske á milli þessara nágranna, þessir bæjarstjórar haga sér eins og börn að leik í sandkassa. Eru bæjarstjórarnir ekki með réttu ráði og hvað á þessi andskotans vitleysa að þýða? Hvað er eiginlega að Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra í Garðabæ? hann segi að vel komi til greina að leysa þetta vandamál með hringtorgi eins og Lúðvík Geirsson er að benda á. En hvers vegna er það ekki gert? Er ástæðan sú að tillagan kom frá Hafnarfirði? Ekki veit ég hvaða leið Gunnar Einarsson ekur út á flugvöll ef hann endar alltaf í bílskúr í Hafnarfirði. Um hvað er maðurinn að tala? Ég ek oft leiðina frá Reykjavík til Sandgerðis og hef nú aldrei lent í því að enda í bílskúr í Hafnarfirði. Ef Gunnar bæjarstjóri er ekki betur að sér í því að rata þá leið sem hann ætlar að fara er ekki von á góðu. Hann óttast kannski hringtorg vegna þess að hann kæmist aldrei út úr því aftur og æki bara hring eftir hring. Hvað varðar Reykjanesbrautina er það þjóðvegur í þéttbýli og öll lagning hans er í höndum ríkisins en ekki Hafnarfjarðarbæjar. Ég held að þið báðir bæjarstjórar ættuð að leita að því hvort einhver skynsemi er til í ykkar höfðum og leysa þetta mál á þann hátt að sómi sé að. Það sem þið eruð núna að gera er til skammar og þið ættuð báðir að skammast ykkar fyrir að haga ykkur eins og algerir bjánar. En kannski eruð þið einmitt bjánar?
![]() |
Erum í gíslingu Garðbæinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2007 | 17:46
Yfirdráttur
![]() |
Tólf ríkisstofnanir með samtals 221 milljónar yfirdrátt í lok síðasta árs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2007 | 16:27
Fangelsi hf.
![]() |
Spurning hvort einkaaðilar eigi að koma að rekstri fangelsa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 18:20
Kvótakerfið
Það er ekki margt sem bendir til að núverandi stjórnvöld ætli að gera neinar breytingar á kvótakerfinu sem oft er verið að fullyrða að sé það besta í heimi. Gallar þess séu svo litlir á móti öllum kostunum þess. Á heimasíðu LÍÚ er sérstakur liður þar sem tekin eru fyrir öll sú gagnrýni sem hefur komið fram á kvótakerfið og á að sannfæra lesendur um ágæti þess og hvað öll gagnrýni sé nú vitlaus. Ekki ætla ég að fara að telja hér upp allt það sem þarna stendur, því mér er alveg sama hvaða rökleysu LÍÚ-menn setja á sína heimasíðu það er þeirra mál og þótt félagar í LÍÚ þurfi að láta mata sig á því hvaða skoðun þeir eigi að hafa á það ekki við um mig. Mér nægir alveg að nota mína eigin skynsemi, sem kannski er ekki mikil til að mynda mér mína eigin skoðun á þessu kvótakerfi og ætla að byrja á byrjuninni. Fyrstu lög um stjórn fiskveiða voru sett 1984 og áttu þá að vera skammtíma aðgerð, sem einkum var hugsuð til verndar þorskstofninum, síðan hafa verið gerðar ótal breytingar og nú síðast með lögum nr. 116 sem tóku gildi í ágúst 2006. Það má segja að með lögunum nr. 38/1990 hafi núverandi kvótakerfi verið fest varanlega í sessi en þá tók gildi hið svokallaða frjálsa framsal á veiðiheimildum og í framhaldi af því var þeim sem höfðu yfir aflaheimildum að ráða veitt leyfi til að nota sér þau, sem veð fyrir lántökum og hófst nú af fullum krafti allt braskið með kvótann sem sumir vilja kalla hagræðingu. Á þeim rúmu 20 árum frá því þetta kerfi byrjaði hefur stöðugt verið fjölgað þeim tegundum sem þetta kerfi nær til og jafnvel höfum við kvótasett veiðar á alþjóðlegum hafssvæðum. Má þar nefna rækjuveiðar á Flæmska hattinum, veiðar úr norsk-íslensku síldinni og úthafsveiðar á karfa. Í gengum allar þær lagabreytingar sem hafa verið gerðar í þessi rúmu 20 ár hafa alltaf 1.og 2. greinar verið óbreyttar en þær eru:
1.gr.
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum mynda ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
2.gr.
Til nytjastofna samkvæmt lögum þessum teljast sjávardýr svo og sjávargróður, sem nytjuð eru í íslenskri landhelgi og sérlög gilda ekki um. Til fiskveiðilandhelgi Íslands telst hafssvæðið frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands, eins og hún er skilgreind í lögum nr. 41 1. júní 1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.
Margir eru orðnir svo ruglaðir varðandi þessi lög að meira að segja að einstaka þingmenn og fulltrúar frá Háskóla Íslands hafa haldið því fram opinberlega að tilgangur laganna hafi aldrei haft neitt með verndun fisks, búsetuþróun eða atvinnu, að gera. Þau hafi verið sett eingöngu til að hægt væri að hagræða í sjávarútveginum. En ég spyr var ekki hægt að hagræða í sjávarútvegi fyrir daga kvótakerfisins ? Hver bannaði það ? Ég veit ekki um einn einasta útgerðarmann sem var að gera út fleiri skip en hann taldi sig þurfa, það var enginn að gera út og veiða fisk af því það væri svo gaman. Nei ástæðan fyrir þeirri hagræðingu sem átt hefur sér stað er einfaldlega sú, að þegar handhöfum veiðiheimilda var heimilt að fénýta það sem þeir ekki áttu, fór hið alræmda kvótabrask á fulla ferð. Um leið og menn sáu gróðravon urðu margir til að nýta sér það og fóru út úr sjávarútveginum og margir með einhverja milljarða í vasanum og var þá ekkið mikið spurt um hag þeirra sem bjuggu víða um land og höfðu með sinni vinnu skapað mörgum útgerðarmanninum sinn kvóta. En hefur hagræðing undanfarin ár verið eingöngu í sjávarútvegi ? Nei auðvitað ekki, það hefur átt sér mikil hagræðing og sameining fyrirtækja í mörgum öðrum atvinnugreinum, t.d. hjá bankastofnunum, í verslun og þjónustu. Ekki hefur þurft kvótakerfi þar og er því allt tal um hagræðingu og sameiningu í sjávarútvegi sé kvótakerfinu að þakka, bara bull og kjaftæði til að reyna að breiða yfir öll mistökin og vitleysuna. Hvað blasir nú við í dag eftir rúm 20 ár í tilraunastarfsemi ? Það er ekki bjart yfir, þorskstofnin að hruni komin og útgefin þorskvóti sá minnsti frá því þessi vitleysa hófst. Á síðasta fiskveiðiári náðist ekki að veiða útgefnar aflaheimildir og munu um 50 þúsund tonn hafa verið óveidd 31. ágúst, hluti af þessu hefur verið færður á milli ára en annað fellur ónýtt niður. Þetta á við um tegundir eins og Ýsu, Ufsa, Úthafsrækju og nokkrar kolategundir, til hvers er verið að hafa aflakvóta á þeim tegundum sem við náum ekki að veiða? Hvaða hagsmuni er verið að verja? Þetta eru friðunaraðgerðir sem ég ekki skil, því á meðan ekki er veitt af öðrum tegundum eins og fiskifræðingar ráðleggja, þeim mun erfiðara verður að byggja upp þorskstofninn, því allar fisktegundir eru í harðri baráttu um fæðuna í hafinu. Hvernig ætlum við að byggja upp þorskstofninn á sama tíma og allt stefnir í að veiðar á loðnu verði stórauknar og með því minnkar fæðan í hafinu. Nú er í einu og öllu farið eftir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar varðandi kvótaúthlutun fyrir fiskveiðiárið 2007/2008 og hvað ætla menn að gera á fiskveiðiárinu 2008/2009 ef þá kemur tillaga um meiri niðurskurð á þorskkvóta. Ætlum við að halda þessari vitleysu kannski áfram næstu 20 ár líka? Er ekki kominn tími til að láta heilbrigða skynsemi ráða og skoða hlutina upp á nýtt og leggja niður þetta kvótakerfi og reyna allt aðra hluti. Það er sama til hvaða ráða við munum grípa, að allt er betra en núverandi vitleysa. Eða ætlum við kannski að eyða hátt í 50 árum í að útrýma þorskstofninum við Ísland endanlega?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2007 | 14:47
Stefnuræða forsætisráðherra
Þá er komið að því að Geir H. Haarde flytur stefnuræðu sína í kvöld og verður umræðunni, sem stendur í tvær klukkustundir, útvarpað og sjónvarpað í Ríkisútvarpinu. Ræðumenn auk Geirs verða:
Sjálfstæðisflokkur: Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Samfylkingin: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir og Kristján Möller, samgönguráðherra og formaður þingflokks Siglfirðinga.
Vinstri hreyfingin Grænt framboð:Steingrímur J. Sigfússon, Álfheiður Ingvadóttir og Kolbrún Halldórsdóttir.
Framsóknarflokkur: Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Bjarni Harðarson.
Frjálslyndi flokkurinn: Guðjón A. Kristjánsson, Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson.
Þótt ég hafi gaman af að fylgjast með störfum Alþingis er þetta eitt af því leiðinlegasta sem nokkur maður getur hlustað á og ég skil ekki að Ríkisútvarpið skuli eyðileggja nær heila kvölddagskrá sjónvarpsins fyrir svona helvítis kjaftæði. Ég er sem betur fer með Stöð 2 og get því horft á hana á meðan þessi vitleysa gengur yfir. Þetta er alltaf eins á hverju ári. Ekkert nýtt kemur fram hjá forsætisráðherra sem ekki er nú þegar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Allir stjórnarþingmenn munu að vanda lofsyngja ræðu Geirs og stjórnarandstaðan gagnrýnir og gagnrýnir. Sem sagt tilgangslaust rugl sem ekki hefur nokkra þýðingu. Svo er Sturla Böðvarsson að tala um að auka þurfi traust almennings á störfum Alþingis. Ekki mun svona hundleiðinlegt leikrit á hverju ári auka traust eða virðingu Alþingis.
![]() |
Stefnuræða forsætisráðherra flutt í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
248 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Páfinn fordæmdi vaxandi gyðingaandúð og biskupinn talaði um að mótmæla.
- Fúsk og sleifarlag gagnvart atvinnuvegum
- Hvað jók fylgið?
- Spilið "Trash" með spilastokk(52 spilum)
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"