Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Fundað og Fundað

Sjálfstæðismenn halda nú hvern fundinn eftir annan til að lýsa yfir stuðningi og hollustu við Vilhjálm f.v. borgarstjóra og meira segja Geir H. Haarde er farinn að mæta á slíka fundi, en einn slíkur var í Valhöll í gær.  Það er alveg sama hvað verða haldnir margir fundir og Vilhjálmur lofaður í bak og fyrir, að eftir stendur alltaf að Sjálfstæðismenn misstu meirihlutann í borgarstjórn fyrir eigið klúður og mistök.  Eins verða sjálfstæðismenn að kenna Vilhjálmi, hver er munur á sannleika og lygi.  Á meðan það er ekki gert mun þetta REI-mál fylgja þeim eins og skuggi mjög lengi,

Það væri nær að menn viðurkenndu sín eigin mistök frekar en að standa í þeirri herferð gegn Birni Inga Hrafnssyni, sem er gerð til að svipta hann ærunni.  Eins ættu sjálfstæðismenn að spara öll stóryrðin í garð núverandi meirihluta sem ekki hefur verið við völd nema í nokkra daga og ekki komið í ljós hvernig þeim tekst til við stjórn borgarinnar og hvernig þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta tekst að jafna ágreining ef einhver er, þurfa sjálfstæðismenn ekki að hafa áhyggjur af því og eiga að láta þeim sem nú eru við völd, það eftir, að hafa slíkar áhyggjur.


Landsvirkjun

Núverandi ríkisstjórn stefnir ekki að einkavæðingu Landsvirkjunar en spurningunni um hvort hún verði gerð að hlutafélagi er enn ósvarað. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra, á Alþingi í morgun.

Hvað er nú að ske eru sjálfstæðismenn allt í einu orðnir hræddir við einkavæðingu?  Því vitað er að þetta stóð til.  Kannski hafa atburðirnir í borgarstjórn orðið þess valdandi?  En batnandi mönnum er best að lifa.


mbl.is Ekki stefnt að einkavæðingu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Madeleine

Anne Enright, sem í vikunni hlaut hin virtu Mann Booker bókmenntaverðlaun, hefur lýst því yfir að hún taki þátt í þeirri alþjóðlegu íþrótt að leggja fæð á Kate og Gerry McCann, foreldra bresku stúlkunnar Madeleine sem hvarf sporlaust í Portúgal í maí. Í blaðagrein sem Engright birti um viðbrögð almennings við málinu í upphafi þessa mánaðar segist hún vera foreldrunum reið fyrir að hafa neitað að viðurkenna að hugsanlegt væri að stúlkan væri látin. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Flest er nú farið að kalla íþrótt.  Hvað veit Þessi elliæra kerling um þetta mál.  Hún vissi varla að hún hefði fengið þessi verðlaunin í bókmenntum og er greinilega ekki fullfær um að fylgjast með.  Hvað þá að fella dóma yfir öðru fólki.


mbl.is Enright: Alþjóðleg íþrótt að leggja fæð á McCann-hjónin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan

Krónan styrktist um 0,7% í dag, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Í upphafi viðskipta var gengisvísitalan 115,35 en í lok dags var hún 114,55. Velta á millibankamarkaði nam 17,4 milljörðum króna. Gengi dollarans er 61,21 krónur, pundsins 122,73 og evrunnar 85,51.

Hvað á þetta eiginlega að ganga lengi að vera með alltof sterka krónu sem veikir stöðugt útflutningsgreinarnar og eykur viðskiptahallann, þenslu og þar með verðbólgu sem aftur leiðir af sér hærri vexti og þá styrkist krónan aftur og hringurinn lokast.  Hverskonar fjármálastjórn er orðinn í þessu landi?


mbl.is Krónan styrktist um 0,7% í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr aðstoðamaður borgarstjóra

Guðmundur SteingrímssonNýr aðstoðarmaður borgarstjóra Guðmundur Steingrímsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar nýkjörins borgarstjóra Reykvíkinga. Guðmundur hefur lokið BA-gráðu í íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands og tveimur MA-gráðu í heimspeki, annarri frá Uppsala í Svíþjóð og hinni frá Oxford í Englandi.

Guðmundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hefur á undanförnum árum starfað í fjölmiðlum og sem texta- og hugmyndasmiður, tónlistarmaður og pistlahöfundur á undanförnum árum.

Guðmundur hefur þegar tekið til starfa.

 

 

 

 

 

Ég fanga þessari ráðningu og óska Guðmundi til hamingju með þetta nýja starf, sem ég veit að hann á eftir að standa sig vel í.  Enda sonur eins mesta stjórnmálamanns á Íslandi sl. 100 ár, Steingríms Hermannssonar og konu hans Eddu Guðmundsdóttur.


mbl.is Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páfagarður

Drukkinn, berfættur Frakki hringdi snemma í morgun kirkjubjöllum St. Péturskirkjunnar í Páfagarði. Maðurinn, sem talinn er heimilislaus, klifraði upp vinnupalla sem voru við kirkjuna vegna viðgerða og hringdi bjöllunum án þess að öryggisverðir gætu nokkuð að gert. Maðurinn, sem sagður var í annarlegu ásigkomulagi, var svo handtekinn og er nú í haldi ítölsku lögreglunnar.

Langaði aumingja manninum ekki bara í góða messu hjá páfanum.


mbl.is Drukkinn og berfættur Frakki hringdi kirkjubjöllum í Páfagarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver andsk...........

Robert Brown, 52 ára endurskoðandi frá Jersey á Englandi hefur krafist þess að fá að sjá erfðaskrá Margrétar prinsessu, systur Elísabetar Englandsdrottningar, sem lést árið 2002, 71 árs að aldri. Brown telur að hann sé óskilgetinn sonur Margrétar og flughermannsins Peter Townsend.

Eitt hneyksli í viðbót í uppsiglingu hjá bresku konungsfjölskyldunni.


mbl.is Segist launsonur Margrétar prinsessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir

Deilt var um skuldsetningu sjávarútvegsins í umræðu á Alþingi í dag. Guðjón Arnar Kristjánsson Frjálslynda flokknum sagði skuldir sjávarútvegsins hafa þrefaldast frá 1997 og að skuldasöfnun í greininni væri að stórum hluta vegna kaupa og sölu á aflaheimildum.

þetta er rétt hjá Guðjóni að skuldirnar hafa þrefaldast sl. 10 ár og voru þó nokkrar fyrir.  En auðvitað bætir það úr eins og fjármálaráðherra segir, þá hafa aðrar atvinnugreinar líka verið að auka skuldir hvernig sem hann fær það dæmi til að ganga upp, en það er allt önnur saga sem mér og öðru álíka heimsku fólki kemur ekkert við.


mbl.is Deilt um skuldasöfnun sjávarútvegsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaffi

Íslendingar, sem eru meðal kaffiþyrstustu þjóða heims, þurfa ef til vill að fara að seilast dýpra í budduna er þeir fá sér dagsskammtinn, því að hækkunar á heimsmarkaðsverði á kaffibaunum kann að gæta hérlendis, verði hún varanleg.

Er þá ekki bara að vona að nýja frumvarpið hans Sigurðar Kára verði samþykkt á Alþingi svo íslendingar geti hætt þessu kaffiþambi og bara skroppið út í næstu sjoppu og keypt sér bjór og léttvín og verið bara hálffullir daginn út og inn.  Það er bara af hinu góða segir Sigurður Kári og ekki dettur mér í hug að halda að hann viti ekki hvað hann er að segja hann Sigurður Kári Kristjánsson alþm. hvað þá að hann segi ósatt blessaður drengurinn.  Það verða bara sérviskupúkar eins og ég og fleiri sem halda áfram að drekka okkar kaffi þótt það hækki eitthvað.  Við höfum breitt bak öryrkjarnir og þolum smá áföll af og til. 


mbl.is Verður kaffisopinn dýrari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeim leiðist ekki

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, kom saman í morgun og var ákveðið að haldinn verði lokaður fundur fyrir stjórnir Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík klukkan hálfsex á morgun. Á fundinum munu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skýra sín sjónarmið varðandi slit meirihlutans í borgarstjórn og framtíðina hjá borgarstjórnarflokknum.

já var það ekki, nú á að halda áfram að ræða alla vitleysuna um REI, OR, HS eða hvað þetta heitir nú allt saman.  Ef gera ætti eitthvað raunhæft fyrir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna í Reykjavík, væri best á að byrja með því að kenna þeim að lesa og útskýra fyrir þessum sakleysingjum hvað það er ljótt að ljúga.  Annars er mér sama hvað þessi ruglflokkur gerir við sitt fólk og þau geta haldið áfram að lýsa hvort fyrir öðru hvað þeim þykir öllum vænt hvort um annað.  Þau stóðu svo fast saman við bakið á Vilhjálmi Þ.Vilhjálmssyni að einhver rak hann óvart í bakið.


mbl.is Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins funda með stjórnum Sjálfstæðisfélaganna á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband