Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Vörður

Vörður er nafn á samtökum allra sjálfstæðisfélaga, sem starfa í Reykjavík og samkvæmt Mbl. í gær er skrifað í staksteinum "Tíðir fundir Varðar fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Valhöll við Háleitisbraut að undanförnu um atburðina í borgarstjórn Reykjavíkur hafa vakið athygli.  Margir spyrja hvaða stofnun Sjálfstæðisflokksins þetta sé.  Fulltrúaráð flokksfélaganna í Reykjavík er sjálf flokksvél Sjálfstæðisflokksins, tækið sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað áratugum saman til þess að vinna í kosningum og fyrr á tíð jafnvel í kosningum í einstökum verkalýðsfélögum.  Vörður hið gamla nafn Landsmálafélagsins Varðar, sem var sameinað fulltrúaráðinu.  Tíðir fundir fulltrúarráðsins benda til þess, að almennir flokksmenn hafi látið í sér heyra og krafist skýringa á því að meirihluti sjálfstæðismanna sé fallinn og þeirra maður ekki lengur borgarstjóri í Reykjavík.  Það skyldi engin vanmeta fulltrúarráð Sjálfstæðisfélaganna eða gera lítið úr því.  Með nokkurri einföldun má segja að sá sem ræður fulltrúaráðinu í Reykjavík geti ráðið Sjálfstæðisflokknum.  Enda mætti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisins á fundinn óvænt að því sagt er.  Geir hefur talið nauðsynlegt að láta til sín heyra á þessum tiltekna fundi.  Fulltrúaráðið var áratugum saman sérstakt vígi borgarstjóra sjálfstæðismanna í höfuðborginni.  Hver skyldi annars ráða ferðinni þar núna?"  

Þar höfum við það þetta er sjálf flokksvélin sem alltaf er að funda og funda og nú er farið að beita þessari flokksvél á fullu gegn Birni Inga Hrafnssyni.  Ekki get ég svarað spurningu Mbl. um hver ráði þessari flokksvél núna enda er mér nákvæmlega sama, en nokkuð er ljóst að sá sem þarna ræður hefur gríðarleg völd og nokkuð ljóst að aðrir flokkar búa ekki yfir álíka flokksvél.  Þetta kostar sjálfsagt mikla peninga og mun vera fjármagnað af stórum hluta af fyrirtækjum og ríkum einstaklingum og er því ásökunin sem þessi flokksvél er að nota á Björn Inga um að hann sé að ganga erinda auðmanna, svolítið skrýtinn í ljósi þess að það eru auðviðtað auðmenn sem knýja flokksvélina áfram og Sjálfstæðismenn fara út á ansi hálan ís með þessari gagnrýni sinni nú.  Hvað verður um flokkinn ef auðmenn stoppa flokksvélina? Þá hrynur flokkurinn saman.


Vatnavextir

Vegna vatnavaxta má búast við að færð á leiðinni í Þórsmörk verði erfið, segir í tilkynningu frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar í dag. Þar kemur fram, að leiðin sé ekki talin fær nema fyrir breytta bíla. En allir helstu vegir landsins séu greiðfærir.

Alltaf eru einhverjir vextir að valda fólki vandræðum.


mbl.is Erfið færð vegna vatnavaxta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík

Lögreglan

 

 

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en segja má að lögreglumenn hafi tekist á við hefðbundin verkefni; hávaða, ölvun og pústra borgarbúa. Engin alvarleg atvik komu þó til kasta lögreglunnar.

 

Það hefur því verið ósköp eðlileg byrjun á helgi í Reykjavík.  Svona er þetta bara og svona verður þetta.  Þessu vandamáli verður ekki breytt og eina sem hægt er að gera, er bara að sætta sig við þetta ástand.


mbl.is Hefðbundin nótt í borginni - hávaði, ölvun og pústrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutabréf

FL 

Meðbyrinn sem var á hlutabréfa- og fjármálamörkuðum á fyrri helmingi ársins hefur snúist upp í andbyr á þriðja fjórðungi ársins. Þetta kemur meðal annars skýrt fram í nýrri spá greiningardeildar Kaupþings banka um afkomu fjárfestinga- og rekstrarfélaganna Existu og FL Group á þriðja fjórðungi ársins. Greiningardeildin spáir því að verulegt tap verði af rekstri félaganna eða um 9,6 milljarðar hjá Existu og 27 milljarðar hjá FL Group.

Er nú allt ævintýrið að verða búið.  Hætt er við að slíkt gæti orðið allsherjar hrun, því óvíst er hvernig stjórnendum þessara fyrirtækja gengur að takast á við mótbyr eftir að hafa ekki kynnst öðru en stöðugum meðbyr og síauknum hagnaði.  Ekki vildi ég eiga mikið af hlutabréfum í þessum félögum og hætt við að margir fari nú að selja sem aftur þýðir mikla lækkun á gengi bréfa í þessum félögum.


mbl.is Úr gríðarmiklum hagnaði í taprekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestfirðir

Brúardekkið á nýrri brú í Reykjafirði í Ísafjarðardjúpi verður steypt í dag. Í dekkið fara um 365 rúmmetrar af steypu. „Ég veit ekki betur en þetta sé stærsta steypuverkefnið á Vestfjörðum sem gert er í einu lagi“, segir Sveinn Ingi Guðbjartsson, húsasmíðameistari og einn eigenda Vestfirskra verktaka ehf., á Ísafirði.

Þegar ég las þessa fyrirsögn hélt ég fyrst að einhver hefði orðið brjálaður þarna fyrir vestan og væri að byggja stór og mikið hús.  Jafnvel þótt það hefði verið lítið hús væri það stórfrétt.  Það er öðru vísi hér á suðvesturhorninu, þar sem byggingarkranar eru eins og fumskógur frá Reykjanesbæ til Mosfellsbæjar.  Nú er svo komið að Reykjanesbær er farinn að nálgast land Voga.  Ég get ómögulega skilið hvaða fólk á að búa í öllum þessum íbúðum, en allt er þetta víst selt og sama á við um allt atvinnuhúsnæðið sem sprettur upp á mettíma og hæsta hús landsins sem er í Kópavogi mun víst ekki verða það mjög lengi þótt það séu 20 hæði, því strax er byrjað að undirbúa byggingu á hærri húsum.  Það er ekkert skrýtið þótt ég sé hissa á þessu öllu saman, því ég bjó svo lengi á Vestfjörðum og þar voru bara byggð hús ef það vantaði hús, en hér er bara byggt og byggt til þess eins að byggja hús.


mbl.is Stærsta steypuverkefni á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíkniefni

Fíkniefnin sem fundust um borð í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn vógu alls um 40 kíló en ekki 60 eins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá í upphafi. Misræmið felst í því að töskur sem fíkniefnin fundust í höfðu verið þyngdar, a.m.k. sumar þeirra.

Hvaða máli skiptir það hvort þetta voru 40 kg. en ekki 60 kg.  Það er algert aukaatriði, það sem skiptir máli að þessi smygltilraun mistókst og búið er að handtaka alla sem að þessu stóðu og bíða þeir nú dóms.  Brotið er jafn alvarlegt hvort um er að ræða 40 eða 60 kíló.


mbl.is Fíkniefnin vógu 40 kíló en ekki 60
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú blasir framtíðin við

Sjálfstæðisfólk lítur nú á samstarfsslitin í borgarstjórn sem útrætt mál eftir fund stjórna sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Valhöll í gærkvöld.

Það er bara svona, þetta þarf ekki að ræða meir og allt í besta lagi. 

Til hamingju Sjálfstæðisfólk.


mbl.is „Hætta að takast á við fortíðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn

Sjálfstæðismenn

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ástandið óþolandi og ekkert vit í því að oddviti Framsóknar í borginni rannsaki sjálfan sig. Þeim brá í brún við túlkun Jóns Sigurðssonar, varaformanns nýrrar stjórnar, á hlutverki hennar í 24 stundum í gær. Fulltrúarnir tveir fóru í gær fram á tafarlausan fund í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hlutverk stjórnarinnar sé nú orðið æði óljóst

Alltaf kemur eitthvað skrýtið frá þessu fólki og nú segjast þeir ekki skilja hvert sé hlutverk stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.  Það er ekkert skrýtið, þeir skildu það ekki einu sinni á meðan þeir voru við völd í Reykjavík og sjálfur borgarstjórinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sat í stjórninni.  Ætli skýringin sé ekki sú að nú verður ætlast til þess að stjórnarmenn séu vakandi á stjórnarfundum OR, en ekki steinsofandi og muni svo ekki eitt né neitt hvað fram fór á hverjum fundi, eins og áður var og frægt er orðið.


mbl.is Tvær stjórnir - árekstur strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁTVR

Landlæknisembættið segir, að niðurstöður rannsókna bendi eindregið til þess, að einkasala ríkisins á áfengi dragi úr neyslu og tjóni sem af henni hlýst og ef einkasölunni sé aflétt aukist heildarneysla áfengis. Alþingi fjallar nú um frumvarp um að einkasala ÁTVR verði aflögð á öðru áfengi en því sem er með meiri vínandastyrk en 22%. Einnig er í frumvarpinu lagt til að áfengisgjald verði lækkað.

Ekki ætla ég að gagnrýna þá sem vilja afnema einkasölu ÁTVR á sölu léttvíns og bjór og jafnvel sterkum drykkjum líka.  Ég notaði þetta mikið og oft alltof mikið en er nú svo lánssamur að hafa getað hætt þessari neyslu minni, en þrátt fyrir það tel ég ekkert athugavert við að þeir sem vilja kaupa þessa vöru geti gert það hvar sem þeir vilja.  Það er staðreynd og ég þekki það best út frá eigin neyslu að sá sem ætlar sér að nálgast áfengi finnur alltaf leiðir til þess og jafnvel þótt áfengissala yrði bönnuð með öllu, yrði það ekki til að gera Ísland áfengislaust.  Á meðan eftirspurn er eftir ákveðinni vöru verða alltaf einhverjir til að fullnægja þeirri eftirspurn.  Hvort sem það er löglegt eða ólöglegt.  Núverandi fyrirkomulag stuðlar að frekari drykkju en ella.  Bara það eitt að þurfa að gera sér sérstaka ferð í áfengisverslun verður til þess að fólk kaupir mun meira en það myndi gera ef hægt væri að nálgast þessa vöru í næstu matvöruverslun.  Víða á landsbyggðinni hefur ÁTVR farið þá leið að opna áfengisútsölur í samstarfi við verslanir og jafnvel bensínstöðvar, en auðvitað er vínbúðin aðskilin frá annarri verslun og hygg ég að svo verði einnig gert þótt þetta fari í matvöruverslanir, sjoppur og fleiri staði.  Það vita sjálfsagt margir að áfengissala á svörtum markaði er nú stunduð í stórum stíl af leigubílstjórum og fleiri aðilum t.d. veit ég um eina sjoppu í Reykjavík sem selur bjór til þeirra sem eru þar fastakúnnar.  Eins og ég sagði áður, að þótt ég hafi hætt neyslu á þessari vöru, finnst mér ósköp eðlilegt að þeir sem vilja nota slíka vöru fái að gera það og versla þar sem þeim finnst þægilegast.


mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryrkjar

 

"Öryrkjabandalagið vinnur gegn eigin hagsmunum með því að ráðast af heift gegn hugmyndum Samtaka atvinnulífsins áður en þær eru tilbúnar," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ.

Það sem öryrkjar eru óánægðir með er það að þessi "Áfallasjóður" sem ASÍ leggur svo mikla áherslu á að verði stofnaður, mun ekki gagnast öryrkjum vegna þess að í þennan sjóð geta einungis sótt þeir sem eru í stéttarfélögum.  En eins og flestir vita er öryrkjum nánast bannað að vinna og eru þar af leiðandi flesti ekki í stéttarfélagi.  Öryrkjar óttast það ef þessi sjóður verður til sem mun vera ætlað að taka við stóru hlutverki frá Tryggingastofnun á sviði sjúkratrygginga, að þá veikist sú stofnun og öryrkjar lendi einhverstaðar þarna á milli með stórskertar bætur og eru þær nú ekki burðugar fyrir.  Ég fæ ekki séð að öryrkjar vinni gegn eigin hagsmunum með því að vara við stofnun þessa sjóðs.  En sennilega verður ekkert hlustað á öryrkja nú frekar en áður, við erum talin baggi á þjóðfélaginu án þess að hafa kosið okkur það hlutverk.  Ef öryrkjum yrði leyft að fara út á vinnumarkaðinn, skyldi ég verða fyrsti maður til að gera slíkt, en það er nánast bannað í dag.


mbl.is Öryrkjar sjálfum sér verstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband