Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Meira kjaftæðið

Það var fróðlegt að horfa á "Silfur Egils"í gær en þar voru nokkrir aðilar að ræða fall meirihlutans í Reykjavík.  Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fullyrti að þótt margt hefði farið úrskeiðis við sameiningu REI og GGE undir nafni REI hefði Vilhjálmur ekki gert neitt rangt og þótt svo hefði verið, væri hann búinn að viðurkenna það og biðjast afsökunar á sínum mistökum, en aftur á móti væri Björn Ingi Hrafnsson aðal skúrkurinn í þessu máli.  Nú nyti Vilhjálmur aftur á móti fulls traust sem leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.  Þegar Gunnar Smári Egilsson spurði Þorbjörgu, hvort ákveðnir menn hefðu ekki heimsótt Vilhjálm til að fá umboð frá honum til að ganga frá þessari sameiningu og hinum fræga 20 ára einkaréttarsamnings, þeir hefðu ekki leitað eftir slíku umboði hjá Birni Inga Hrafnssyni?  Þá svaraði Þorbjörg því til að svo gæti verið en samt yrði að líta til þess að Vilhjálmur hefði beðist afsökunar og sökin væri öll hjá Birni Inga.  Gunnar spurði þá aftur og sagði   "Ef þetta er rétt hjá þér Þorbjörg, þá ertu að segja að Björn Ingi hafi haft Vilhjálm algerlega í vasanum", ekki vildi Þorbjörg svara því beint heldur tuðaði um að Björn Ingi væri sá seki og þegar Gunnar Smári gekk enn fastar eftir svari, flýtti Þorbjörg sér að segja "ja það getur verið"og flýtti sér síðan að snúa umræðunni inná aðrar brautir og fór að ræða um öll þau vandræði sem núverandi ætti eftir að lenda í á næstunni.  Þorbjörg Helga ræddi síðan mikið um alla þá menn sem komu að þessu máli og sagðist ekki treysta neinu sem frá þessum mönnum kæmi, nema Vilhjálmi því hann hefði beðist afsökunar og það dugði Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur.

Ég segi nú bara Til hvers er fólk eins og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir að gefa kost á sér í borgarstjórn Reykjavíkur og síðan í svona viðtalsþátt, þegar það getur ekki haft sjálfstæðar skoðun á ákveðnum málefnum og viðurkennt staðreyndir.  Það liggur fyrir að fyrirtækið REI var stofnað undir forustu Guðlaugs H. Þórðarsonar sem var á sínum tíma formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og hann kom með þá hugmynd að fá fjárfesta til samstarfs við Orkuveituna um útrásarverkefni, enda var það í alveg samhljóma samþykkt, sem gerð var á síðasta landsfundi Sjálfstæðismanna.  Ef Þorbjörg Helga treystir engum af þeim mönnum sem komu að þessu máli,  hvernig getur hún þá treyst Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni?  Það er ansi ódýr skýring að Björn Ingi hafi stjórnað Vilhjálmi og ef svo hefur verið, þá væri það næg ástæða til þess að gera Vilhjálm óhæfan sem borgarstjóra.  Fyrir liggur að Sjálfstæðismenn höfðu formann í Orkuveitu Reykjavíkur og borgarstjóri sat þar í stjórn og er því vonlaust að reyna nú að telja fólki trú um að sá flokkur beri enga ábyrgð í þessu máli, þegar blasir við öllum að Sjálfstæðisflokkurinn er á bólakafi í allri þessari spillingu og nú er þeirra eina vona að Svandís Svavarsdóttir bjargi flokknum frá stór áfalli, enda keppast þeir nú um að lofa Svandísi í bak og fyrir og nánast grátbiðja hana um hjálp.

Í þættinum "Mannamál" á Stöð 2 þann 13. október sl. voru gestir hjá Sigmundi Ernir, þau Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og þau voru spurð um breytinguna sem hefði orðið í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Ingibjörg fagnaði auðvitað hinu nýja meirihluta enda hennar fólk komið til valda.  Geir var aftur á móti vonsvikinn og sagðist ekki vita mikið um þetta mál og hefði lítið kynnt sér það.  En sem hlutlaus áhorfandi væri augljóst að borgarfulltrúi Framsóknar hefði brugðist og því hefði meirihlutinn fallið.  Er Geir H. Haarde virkilega svo heimskur að halda að fólk trúi því að hann sé hlutlaus áhorfandi, sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur verið á bólakafi í þessu um langt skeið og verið að funda með sínu fólki og leggja línurnar og lausnin sem fannst og Hanna Birna lýsti svo vel í orðum sínum "Meirihlutinn heldur ef Björn Ingi samþykkir okkar lausn á málinu".   En það sem klikkaði var sú ákvörðun Björns Inga, að kominn væri tími til að Sjálfstæðisflokkurinn gerði sér ljóst að sá tími væri liðinn að hann gæti alltaf valið sér samstarfaðila og sá aðili yrði að hlýða flokknum í einu og öllu.  Þessu höfðu Sjálfstæðismenn aldrei kynnst áður og er því skiljanlega mjög brugðið.  Þegar þau Geir og Ingibjörg voru spurð út í samstarfið í ríkisstjórninni, svaraði Geir því mjög daufur að það væri gott, Ingibjörg svaraði borsandi og sagði að ríkisstjórnarsamstarfið væri mjög gott og traust.  Enda var Ingibjörgu orðið ljóst að fall meirihlutans í Reykjavík hefði haft þau áhrif að Samfylkingin gæti nú farið með Sjálfstæðisflokkinn eins og þeim sýndist.   Hlutverkinn höfðu einfaldlega snúist við og Samfylkingin verður ekki sú hækja sem Framsókn var fyrir Sjálfstæðisflokkinn.


Hrun á hlutabréfamörkuðum

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa lækkað um rúmlega prósent í morgun en búist var við verðlækkun hlutabréfa eftir mikla lækkun í Bandaríkjunum á föstudagskvöld. FTSE hlutabréfavísitalan í Lundúnum hefur lækkað um 1,2%, CAC vísitalan í París um 1,4% og DAX vísitalan í Frankfurt um 1,2%. Norrænu ICEX vísitölurnar hafa lækkað um 1,2-2,1%.

Er hrunið að byrja fyrir alvöru og hvað þá?


mbl.is Evrópsk hlutabréf hafa lækkað í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira um REI-kjaftæðið

Nú í kvöld fannst mér eitt andartak að sá gamli hafi brugðist mér. Þegar þeir þremenningar segjast í sérstakri yfirlýsingu hafa heimsótt Vilhjálm á heimili hans og sagt honum í smáatriðum hvernig í öllum málum lá. Hann kannast bara ekkert við það að þeir hefðu verið að ræða þessi mál. Þeir hafi bara rætt um veðrið og búskapinn einnig sérstaklega rætt um hversu vænt féð hafi komið af fjalli nú í haust. Enda fráleitt þó snjall sé borgarstjórinn, að ræða einn við þessa þrjá stórspekúlanta. Ekki getur svona fundur talist vera formlegur með dagskrá og fundargerð. Eftir standa nú bara trúar-brögðin ein. Hverjir segja satt og hverjir ósatt?  Það er bara alveg sama hvað menn kjafta saman yfir kaffi og koníaki í pluss-sófum. Það hefur enga formlega merkingu þegar komið er út í lífið. Allt eru þetta hinir mætustu menn sem mega ekki vamm sitt vita. Menn sem allir eiga eftir trygga himna-ríkisvist í fyllingu tímans. Einnig er mikilvægt að halda því til haga, það að sitja hjá á formlegum fundi þýðir að samþykkja það sem meirihlutinn ákveður og það sama má segja um þótt einhver greiði atkvæði á móti í atkvæðagreiðslu. Menn verða að láta bóka formlega svo það sé tekið mark á minnihluta sjónarmiði annars er litið svo á að viðkomandi samþykki niðurstöður meirihlutavilja fundarins. Bara svona aðeins um fundarsköp.

Maður er nú alltaf í vafa með sjálfan sig í þessum efnum. Ég verð að segja það. En þetta eru svo sannarlega allt strangheiðarlegir menn í flottum fötum. Menn sem segja ávallt satt og ganga aldrei á bak orða sinna. Þeir sögðust aldrei segja neitt ljótt um neinn , þeir væru bara einfaldalega svona vel gerðir og aldrei ljúga þeir enda hefðu þeir fengið þannig uppeldi.

Það lá við að það spryttu fram vængir á þá félaga svo voru þeir miklir englar. Aldrei komumst við sauðsvartur almúginn með tærnar þar sem þessir menn hafa hælana í þessum heilagleika. Haldið þið ekki að það sé hrein Guðs náð fyrir okkar kynslóð að eiga svona guðlega og heilaga menn. Við megum teljast þakklátir fyrir þess náð fyrir lífstíð.

Hvers eiga menn að gjalda sem búa við lesblindu og geta ekki lesið plögg á erlendum tungumálum. Eiga þeir ekki einnig að geta orðið borgarstjórar? Það að íslenskir karlar geti ekki lesið ensk verslunarbréf og samninga er enginn mælikvarði á greind þeirra. Það einfaldlega eðlileg krafa að slíkir samningar séu skrifaðir í því íslenska ylhýra. Lesblindir menn eiga einnig að getið notið góðra launa.

Tekið af vísir.is 


Ríkir íslendingar

Afhverju er fólk svo mikið að öfundast þótt ríkt fólk sé á Íslandi og mikið hefur verið rætt um að Bjarni Ármannsson hafi hagnast um nokkra milljarða vegna fjárfestinga sinna í REI og það þykir óeðlilegt.  Hinsvegar er staðan þannig að hvorki Bjarni eða nokkur annar hefur hagnast um eina einustu krónu af fjárfestingum í REI.   Ekki er hægt að tala um hagnað af hlutabréfum fyrr en viðkomandi fyrirtæki er komið á markað og hlutabréfin eru seld.  Bjarni hefur sjálfur sagt að hann líti á þessa fjárfestingu sem langtíma fjárfestingu og það muni taka langan tíma þar til verulegar tekjur fari að koma af REI og á meðan á Bjarni alveg eins og aðrir sem hafa lagt fé í þetta fyrirtæki á hættu að tapa öllu sínu fé.  Væri nú ekki sanngjarnt að Bjarni ofl. fengju að njóta sannmælis og ekki vera öfundaðir af einhverjum hagnað sem kannski kemur eftir mjög langan tíma ef hann kemur þá nokkurn tímann.  Það er nóg að öfundast út af hagnaði þegar hagnaður verður í höfn en fyrr ekki,  Við verðum bara að bíða róleg alveg eins og Bjarni og félagar.  Sennilega verður pólitíkin til þess að slátra þessari góðu útrásarhugmynd og þar með fyrirtækinu REI og allt vegna öfundar og tortryggni og verður Orkuveitan og þar með íbúar Reykjavíkur, að miklum tekjum.  Það hefur aldrei þótt góður dómstóll sem kallast dómstóll götunnar og því miður erum við íslendingar ekki sannleiks elskandi fólk og finnst innst inn vænna um slúðrið og lygina og alltaf er stutt í andskotans öfundina.

Nýr predikunarstóll

Nýr predikunarstóll var vígður í Árneskirkju í Árneshreppi á Ströndum við guðsþjónustu í dag. Stólinn hannaði Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt, en hann teiknaði einnig Árneskirkju hina nýrri. Stóllinn var gefinn af afkomendum hjónanna Jóns Guðlaugssonar frá Steinstúni og Aðalheiðar Magnúsdóttur

Þetta er falleg gjöf, en hvað skildi nú margir koma í þessa kirkju þarna í fámenninu á Ströndum.  Ef ég man rétt munu vera tvær kirkjur í Árneshreppi, því fyrir nokkrum árum var ekki samstaða um að gera við gömlu kirkjuna og því byggð ný til að allir yrðu sáttir og verða vonandi enn sáttari nú.


mbl.is Nýr predikunarstóll vígður í Árneskirkju á Ströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýgift

Nýgift brúðhjón í New York hafa höfðað mál á hendur blómasalanum sem sá um skreytingar í giftingarveislunni þeirra, og krefja hann um 400.000 dollara í skaðabætur. Í málsskjölum segir að blómin frá honum hafi verið fölnuð og ekki í réttum litum. Svo vill til að brúðurin er lögmaður.

Ekki að spyrja að málaferlagleði þeirra Bandaríkjamanna, geta þeir ekki lengur gift sig nema að standa í málaferlum.  Þetta kalla ég kolruglað lið.

Annars heyrði ég einu sinni góða sögu um fáránleg málaferli og furðulegan dóm í Bandaríkjunum en sagan er svona:

"Maður nokkur var að leika sér á flugdreka og eitthvað fór úrskeiðis og hann hrapaði niður á tún hjá bónda nokkrum og ekki tókst betur til en maðurinn brotnaði á báðum fótum auk minniháttar meiðsla. Hann fór þá í mál við bóndann og krafðist skaðabóta, allir töldu að bóndinn yrði sýknaður því hann átti enga sök á þessum atburði.  En svo kom dómurinn og manninum dæmdar verulegar bætur og hver voru rökin?  Sekt bóndans fólst í því að hvergi á hans landaeign var að finna neitt skilti sem bannaði fólki á flugdrekum að lenda á hans landi."  Þannig að þessi blómadómur kemur ekki á óvart.


mbl.is Brúðhjón í mál við blómasala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Ingi

Björn IngiBjörn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, tekur ekki sæti í stýrihóp um málefni REI sem Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG, mun stýra. Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi framsóknarmanna mun taka sæti í hópnum í stað Björns Inga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna mun heldur ekki taka sæti í hópnum heldur Hanna Birna Kristjánsdóttir.

 

Þá er þeim áhyggjum létt af Sjálfstæðismönnum og þeir geta hætt að gagnrýna Björn Inga fyrir að ætla að taka þátt í þessari rannsókn.  Annars er það stórfurðulegt hvað Sjálfstæðismenn eru taugaveiklaðir þessa daganna, því að þegar Alfreð Þorsteinsson mætti í mötuneyti Alþingis fyrir stuttu og heilsaði þar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össuri Skarphéðinssyni, mun hafa komið skelfingarsvipur á andlit þeirra Sjálfstæðismanna, sem þarna voru staddir og mátti víst lesa á viðbrögðum þeirra allra hið sama "SAMSÆRI", en Alfreð var víst að koma þarna til að borða með þingmanninum Birkir Jón Jónssyni.


mbl.is Björn Ingi ekki í stýrihópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REI-KAFTÆÐIÐ

Fyrir stuttu síðan var ég að horfa á einn viðtalsþáttinn enn um þetta REI-kjaftæði og þar var einn viðmælenda Árni Snævar fv. fréttamaður og hann kom með mjög athyglisverðan samanburð á viðhorfum hjá nokkrum þjóðum, þegar verið er að fjalla um að stofna ný stórfyrirtæki og sagði;

1.  Í Bandaríkjunum spyrja menn fyrst hvar eru peningarnir?

2.  Í Frakklandi spyrja menn fyrst hvað segja konurnar?

3.  Á Íslandi spyrja menn fyrst, hvort Finnur Ingólfsson tengist eitthvað málinu?

Verður nú hver og einn að svara fyrir sig, hjá hvaða þjóð eru gáfurnar mestar.


Paris Hilton

Sjónvarpsmyndavélar munu fylgja Parísi Hilton á ferð hennar til Rúanda, en gera á raunveruleikaþátt um ferð hennar, og verður hann hluti af nýrri þáttaröð sem heitir "Mannvinir." París heldur til Afríku í næsta mánuði, en góðgerðarsamtökin "Playing for Good," sem fræga fólkið stendur að, styrkja Parísi til fararinnar.

Ég hef skrifað um það áður að þetta fyrirbæri sem kallast París Hilton sem er fræg fyrir akkúrat ekki neytt, ætlar að leggjast svo lágt að nýta sér hörmungarástandið í Rúanda til að geta verið í sviðsljósi sjónvarpsmyndavéla.  Ég held að það væri nær fyrir þessi samtök "Playing for Good" skuli ekki heldur nota sína peninga til hjálpar fólkinu í Rúanda.  París Hilton er ekki svo fátæk að það þurfi að styrkja hana sérstaklega til að ferðast, þótt hún ætli til Rúanda.  Þetta svokallaða "fræga fólk" ætti að skammast sín, því ekki er hægt að ætlast til þess að París Hilton geri það, því hún kann það ekki.


mbl.is "Mannvinurinn" París Hilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróðurhúsaáhrifin

Það er ekki oft sem ég er sammála Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, en þó verð ég að viðurkenna að hann hefur rétt fyrir sér varðandi hina nýju mynd Al Gores fv. frambjóðenda til forseta Bandaríkjanna, hvað það varðar að myndin er full af einhliða áróðri.  Þótt Al Gore hafi fengið einhver verðlaun Nóbels fyrir þessa mynd sína, sem mun víst stand til að verði bönnuð í Bretlandi, er hún ekkert skárri fyrir það.  Ég er sammála Hannesi um það, að við eru komin út í mikið rugl og vitleysu varðandi þessum gróðurhúsaáhrifum, þeim er orðið kennt um nánast allar náttúruhörmungar í heiminum.

Ef við tökum Ísland sem dæmi þá liggur það fyrir að þegar landnám norrænna víkinga átti sé stað, hafi landið verið skógi vaxið frá fjalli til fjöru og því hefur verið hlýindaskeið á landinu og því hefur verið haldið fram að öllum skógi hafi verið eytt af landnámsmönnum vegna mikillar beitar sauðfjár og einnig til að brennslu í hýbýlum sínum.  Ef sagan er skoðuð hafa hér á landi skipst á köld og hlý tímabil misjafnlega löng, nú er sú hlýnun hér á landi sem verið hefur undanfarin ár talin vera vegna gróðurhúsaáhrifa, þótt vitað sé að svona tímabil hafi komið af og til í um 1.000 ár og ekki voru þá bílar eða stór skipafloti að menga andrúmsloftið.  Nú skal allt vera grænt og umhverfisvænt og ég veit ekki hvað og hvað.

Grein í Morgunblaðinu í morgun slær þó allt út í vitleysu, þessi grein nefnist "Með valdið í veskinu" og er greinin ekki nema 6 blaðsíður, þar er sagt frá hjónum sem eiga víst að búa í Grafarvogi með tveimur börnum sínum og þessi hjón eiga víst að vera mjög umhugað um náttúruvernd.  Þessi hjón voru búin að skrá sig í verkefnið "Vistvernd í verki"   Síðan er fjallað mikið um hvernig þessu ágætu hjón kaupa inn til heimilisins með fulltrúa frá þeim, sem standa að þessu verkefni og að sjálfsögðu verður að fara gangandi í verslunina, því bíll mengar svo mikið.  Það er ekki nóg að kaupa góðan og hollan mat eða góða vöru, því taka verður tillit til hvernig hann er framleiddur og þótt viðkomandi vara sé merkt vistvæn, er það ekki nóg, það verður líka að skoða hvort hægt sé að endurvinna umbúðirnar og þótt svo sé, verður einnig að taka tillit til þess hve langa vegalengd hefur tekið að flytja viðkomandi vöru frá framleiðslustað í viðkomandi verslun, því öll flutningstæki menga andrúmsloftið.  Þegar þessi blessuð hjón hafa lokið athugun sinni á öllum þessum vörum er loksins hægt að taka ákvörðun um að kaupa hana.  Einnota vörur eru algert bannorð.   T.d. er sagt frá því í greininni að kaffi frá Kosta Ríka er búið að ferðast 7.700 km frá framleiðslustað til verslunarinnar og 1 glas af appelsínusafa frá Flórída hefur farið 5.800 km og vörur sem notaðar eru í venjulegan morgunverð er búinn að fara um 24.000 km.  Ekki kom fram hvort þau hjón borðuðu slíkan mengandi morgunmat.  Þau hjón hafa tamið sér að allt plast sem er utan um vörur sem þau kaupa rífa þau í burtu og skilja eftir í versluninni og eiga það að vera skilaboð til eigandans um að þau kæri sig ekkert um óþarfa plast, en ekki er sagt frá því hvað verslunin ætti að gera við allt plastið ef allir gerðu þetta, ég kalla þetta frekar ódýra umhverfisvernd (sóðaskapur) og má líkja því við að fleyja öllu rusli í garðinn hjá nágranna sínum.  Þeim hjónum varð það á að setja grænmetið sem þau ætluðu að kaupa í sérstakan plastpoka sem til þess eru ætlaðir í flestum verslunum en voru um leið stoppuð af leiðbeinandanum , sem benti þeim á að þau hefðu ekkert með plastið að gera.  Húsbóndanum varð það á að taka einn pakka af kjötbollum frá 1944 en var stoppaður um leið og bent á að bollurnar gætu svo sem verið góðar en sjáðu allar umbúðirnar, plastbakki , filma og svo pappi utan um.  "Hugsið ykkur alla orkuna sem hefur farið í að framleiða þetta," og þessu var um leið skilað aftur.  Ekki kemur fram í greininni hvað þau hjón voru lengi að gera sín innkaup í þessari verslun.  Það var boðað í lok greinarinnar að næsta grein ætti að fjalla um hvernig þau hjónin og börnin huga að sorpflokkun.  Ekki bíð ég  spenntur eftir þeirri grein og segi bara að svona andskotans rugl nenni ég ekki að lesa hvað þá framkvæma.

Eins og ég nefndi hér fyrr, hafa komið bæði kulda og hlýindatímabil á Íslandi sl. 1.000 ár og ég bara spyr hvað gera blessuð hjónin í Grafarvoginum ef allt í einu fer að kólna.  Ég tek að lokum undir orð Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, sem kallar umræður um loftlagsbreytingar tískufyrirbæri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband