Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
23.10.2007 | 16:46
Furðuleg fiskifræði
23.10.2007 | 11:42
Starfslok
Ólafur Örn Haraldsson, fráfarandi forstjóri Ratsjárstofnunar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann áréttar að fréttir um að hann hafi gengið á dyr án þess að upplýsa utanríkisráðuneytið um starfslok sín hjá stofnuninni, séu algerlega rangar. Segir Ólafur Örn að utanríkisráðherra hafi óskað eftir því, að hann léti af störfum helgina 13.-14. október.
Þetta er svolítið dularfullt mál, því ekki er langt síðan ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu sagðist ekkert vita af hverju Ólafur hefði hætt störfum og bætti því við að ráðuneytið hefði reynt að ná í Ólaf í nokkra daga en ekki tekist. Hverskonar rugl er þetta eiginlega? Það er auðvitað ljóst að Ólafur er framsóknarmaður og þar af leiðandi ekki hæfur í starfið, sem verður auðvitað að vera skipað af manni úr Samfylkingunni svo Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra geti átt eðlileg samskipti við forstjóra Ratsjárstofnunar, því ekki reikna ég með að hún skilji framsóknarmenn frekar en aðrir. Þetta er allt mjög eðlilegt og í góðu samræmi við góða stjórnsýslu á Íslandi og löng hefð er fyrir. En það hefði nú verið skemmtilegra hjá Ingibjörgu að láta ráðuneytisstjórann sinn vita að hún væri búinn að reka Ólaf en kannski er hann líka framsóknarmaður og því ekki viðræðuhæfur.
![]() |
Ólafur Örn segir ráðherra hafa óskað eftir starfslokum hans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2007 | 11:26
Hvar á sumt fólk heima
Ekki fylgst með því hér á landi hvert fólk fer í raun, sem skráir sig til heimilis erlendis, samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár en greint var frá því í fjölmiðlum í Danmörku í morgun að ekkert sé vitað um það hvað orðið hafi af 92 Dönum sem skráð hafi sig til heimilis í Norður Kóreu á undanförnum 27 árum.
Nú eru aðeins 92 Danir týndir eða réttara sagt eiga orðið lögheimili í Norður Kóreu. Ég er nú talsvert undrandi á því hvað geti verið eftirsóknarvert að eiga lögheimili í þessu eina harðasta ríki sem eftir er af kommúnismanum. Ætli sé ekki einhver hópur af Íslendingum þarna líka? Getur virkilega verið að þetta einræðisríki sé með svona hagstætt skattaumhverfi? Af hverju heldur Þjóðskrá okkar ekki utan um hvert Íslendingar eru að flytja á hverjum tíma? Það væri fróðlegt ef einhver gæti upplýst mig um þetta mál.
![]() |
Ekki fylgst með því hvert fólk fer í raun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2007 | 11:08
Deyfð á Bíldudal
Jón Þórðarson, athafnarmaður á Bíldudal skrifar grein á heimasíðu sína bildudalur.is fyrir stuttu og fjallar um hina miklu deyfð sem ríkir í mínum gamla heimabæ og jafnvel sé hann orðin svo daufur sjálfur að hann geti varla skrifað á sína heimasíðu. nú tel ég að ástandið sé orðið alvarlega en ég hélt, ef Jón Þórðarson er orðinn daufur og hættur að skrifa og fá hugmyndir um eflingu byggðar á Bíldudal. Ég fæ ekki betur séð af lestri þessarar greinar Jóns en hún sé í mjög góðu samræmi við grein sem ég skrifaði hér á minni síðu fyrir stuttu og kallaði "Stóriðja Bíldudals" en greinina má lesa hér og fjallaði um hina nýju Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal ofl. En ég ætla að skrifa hér nokkur orð um grein Jóns Þórðarsonar, sem segir að Bílddælingar upplifi nú einhverja bið og aftur bið. Ég spyr nú bara eftir hverju eru allir að bíða og Jón svarar því að hluta til í grein sinni. Þeir eru að bíða eftir:
1. Að Kalkþörungaverksmiðjan fari í gang og störfum fjölgi. Ég man ekki hvað ég skrifaði margar greina um þessa verksmiðju á meðan ég var búsettur á Bíldudal og fékk yfir mig miklar skammir og ég var ásakaður um niðurrifsstarfsemi og að vera á móti uppbyggingu Bíldudals. Ég benti á það strax að þessi verksmiðja tæki aldrei til starfa og hinir írsku aðilar sem að henni standa væru einungis að sækjast eftir aðgangi að hinum miklu auðævum sem eru í kalkþörungum í Arnarfirði. Ég benti á að sú starfsemi sem þarna myndi fara fram yrði ekki önnur en að dæla kalkþörungi upp úr firðinum og senda hann síðan til Írlands til vinnslu. Bygging verksmiðjuhúss og setja inn í það ónýtt drasl er einungis lítill fórnarkostnaður miðað við að fá einkarétt á að dæla upp úr Arnarfirði 10 þúsund tonnum af kalkþörungi næstur 50 árin og þurfa ekki að borga krónu fyrir. Þar sem þessi gagnrýni mín þótti svo neikvæð var mér úthýst með mín skrif á fréttavefnum arnfirdingur.is, en ég fæ ekki betur séð en að nú sé Jón Þórðarson orðinn mér sammála. En það er full seint því þessu verður ekki breytt úr þessu. Nú spyrja sjálfsagt einhverjir, hverjir voru svo vitlausir að gera allt þetta fyrir hið írska fyrirtæki? Því er fljótsvarað það var bæjarstjórn Vesturbyggðar og á þeim tíma var í þeirri bæjarstjórn maður sem heitir Jón Þórðarson og var nokkuð valdamikill þar á bæ. Þegar svona vitleysa hefur verið gerð og samningsbundin í 50 ár er ekkert hægt að gera og ekkert þýðir að væla utan í stjórnvöldum, því þetta er búið og gert. Þetta írska fyrirtæki hefur uppfyllt öll þau skilyrði sem því voru sett, þ.e, að byggja verksmiðju á Bíldudal sem gæti unnið þessa kalkþörunga. Bílddælingar geta beðið og beðið, en sú bið er tilgangslaus því þessi verksmiðja mun ALDREI taka til starfa. Þetta er mál sem búið er að klúðra svo hrikalega að seint verður úr bætt, næsta tækifæri á að endurskoða þessa starfsemi er eftir tæp 50 ár.
2. Að fiskvinnsla hefjist á ný á Bíldudal, með því að fyrirtækið Stapar ehf. hefji þar starfsemi á ný, en nokkuð víst er að svo verði ekki. Málið er ósköp skýrt, á sínum tíma hóf þetta fyrirtæki fiskvinnslu á Bíldudal að beiðni stjórnvalda og því var lofað að sérstakur byggðakvóti um 300 tonn yrði færður til Bíldudals og þá til Stapa ehf. Þegar ekkert bólaði á kvótanum og fyrirtækið hafði lagt talsvert fjármagn til endurbóta á frystihúsinu var vinnslu hætt og í allt sumar hafa forsvarsmenn þessa fyrirtækis verið að vinna í þessu kvótamáli og ekkert gengið. Fyrir stuttu kom þó fram að búið væri að ákveða þennan byggðakvóta en hann yrði ekki nema 140 tonn og óvíst að fyrirtækið treysti sér til að fara af stað með vinnslu ef ekki verða nema 140 tonn til vinnslu. En hver skyldi nú vera skýringin á því hvað lengi hefur dregist að ákveða með þennan kvóta? Hún var einfaldlega sú að krafa kom frá heimamönnum um að byggðakvótinn yrði ekki afhentur fyriræki á Patreksfirði heldur aðilum á Bíldudal og fyrir þessum hópi talaði maður að nafni Jón Þórðarson og vildi hann fá þennan kvóta. Nú er staðan þannig að Stapar ehf. hafa tilkynnt sjávarútvegsráðherra að þeir muni ekki hefja vinnslu nema staðið verði við fyrri loforð um 300 tonna kvóta og fá endugreiddan þann kostnað sem þeir voru búnir að leggja í. Ef það verður ekki gert sem allt bendir til mun Jón Þórðarson fá þennan kvóta og hvað gerir hann þá? Jón nefnir einnig í grein sinni að forsvarsmönnum Stapa ehf. hafi á sínum tíma verið færð blóm þegar þeir hófu vinnslu, en ekki hefur sú blómagjöf fært Bílddælingum mikla vinnu eða hamingju, frekar en margar flugeldasýningar sem Jón Þórðarson stóð fyrir á sínum tíma, þegar hann taldi sig vera búinn að tryggja atvinnurekstur á Bíldudal. Eitt af því síðast sem ég gerði áður en ég flutti var, að ég sótti um lóð undir fiskverkunarhús og var búinn að tryggja mér samstarfsaðila sem ætlaði að koma með sína útgerð til Bíldudals. Ég sótti um lóð á hafnarsvæðinu og þurfti því umsóknin að fara fyrir hafnarnefnd auk byggingarnefndar. Þetta var hugsað sem 10-15 manna vinnustaður en svarið sem ég fékk var að enginn lóð væri til staðar nema seinna þegar búið væri að ganga frá lóðamálum kalkþörungaverksmiðjunnar og Lás ehf. hefði flutt sína steypustöð af ákveðinni lóð. Þá fékk ég nóg og sagði bless.
Hvað varðar fiskvinnslu og útgerð á Bíldudal var á sínum tíma eða 1975 stofnað fyrirtækið Fiskvinnslan á Bíldudal, sem keypti allar eignir Fiskveiðisjóðs á staðnum, sem þá voru vægast sagt í mjög lélegu ástandi. Þetta fyrirtæki byggði upp allar þessar eignir og byrjaði fiskvinnslu 13. desember 1976 og átti þá orðið rúmlega 200 tonna línubát Hafrúnu BA-400 og keypti annan í byrjun árs 1997 að svipaðri stærð Steinanes BA-399. Þetta fyrirtæki byggðist hratt upp og var stöðugt að endurbæta hús og vélakost. 1986 er svo stofnað dótturfyrirtækið Útgerðarfélag Bílddælinga hf. sem keypti togarann Sölva Bjarnason BA-65 og seinna línu- og rækjuskipið Geysir BA-140. Flest árin voru þessi fyrirtæki rekin með hagnaði og stóðu vel og mikil atvinna var á staðnum og fólki fjölgaði . En 1992 riðu ósköpin yfir allt var keyrt í þrot af Landsbanka Íslands fyrirvaralaust og engar skýringar gefnar og um 3.000 tonna aflakvóti fór í burtu. Síðar hef ég komist að því hvað raunverulega olli þessu og það var stöðugur rógur og lygi frá Bíldudal um okkur sem stjórnuðum þessum fyrirtækjum. Síðan þá hafa á milli 10-15 aðilar reynt við þennan rekstur en alltaf farið á sömu leið þ.e. lóðrétt á hausinn. Gjaldþrotaslóðinn eftir þessa aðila er ekki talinn í milljónum heldur milljörðum.
3. Að bíða eftir að Rækjuver hf. fari í gang og hefji vinnslu rækju. Þótt verið sé að vinna rækju á öðrum stöðum er vitað að sá rekstur er mjög erfiður og þetta fyrirtæki er í eigu nokkurra einstaklinga og ekki sanngjarnt að krefjast að það hefji rekstur nú. Eða er nauðsynlegt að knýja það fyrirtæki út í taprekstur svo það geti blandast í alla gjaldþrotaflóruna sem fyrir er.
4. Olíuhreinsistöð, þar er ég sammála Jóni Þórðarsyni að slík stöð á ekki heima í Arnarfirði.
5. Að lokum fjallar Jón um nýja möguleika í atvinnu málum og nefnir mikla berjasprettu , fjallagrös, þarann í fjörunni of ferðaþjónustu, þarna liggi ónýttir möguleikar. Ekki ætla ég mér að ræða þau má og læt það öðrum eftir.
6. Jón ræðir líka um hvernig hægt sé að stytta ferðatímann til Ísafjarðar, sem mér finnst ekki skipta máli og spyr hvað ætla Bílddælingar að sækja til Ísafjarðar? Þótt þar sé meiri þjónusta og meira að segja Bónus-verslun, er það ekki sem vantar á Bíldudal. Það er atvinna og aftur atvinna sem vantar númer 1.2. og 3.
Bíldudalur hafði á sínum tíma alla möguleika á að vera blómstrandi byggðalag og býr að hinni miklu gullkistu sem Arnarfjörður vissulega er. En því miður hefur sundurlyndi og öfund oft tekið þar völdin og afleiðingar þess blasa nú við öllum í dag. Það vantar alla samstöðu hjá íbúum og gefa þeim frið sem eitthvað vilja gera á þessum fallega stað. Ég og sonur minn reyndum lengi vel að vera þarna með útgerð, en það var eins og allt væri gert til að setja fyrir okkur fótinn. Við máttum helst ekki koma með skip okkar þarna að bryggju nema fundið væri að því og ef reikningar fyrir hafnargjöldum voru ekki greiddir strax á gjalddaga voru þeir umsvifalaust sendir í lögfræðiinnheimtu. Aldrei stóð okkur til boða að veiða hinn svokallaða byggðakvóta sem fyrirtæki Jóns Þórðarsonar fékk úthlutað samfellt í þrjú ár og lönduðum við þó tvær vertíðar öllum okkar afla hjá fiskverkun Jóns Þórðarsonar. Hröktumst við því með okkar útgerð til Ólafsvíkur og Flateyrar á tímabili. En að lokum gáfumst við upp. Ég skrifaði á sínum tíma grein um þennan byggðakvóta sem birtist á fréttavefnum Tíðis á Patreksfirði og má lefa þá grein hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2007 | 18:01
Stjórn þorsksins
Danskir sérfræðingar segja, að væntanleg stjórnarskipti í Póllandi séu góðar fréttir fyrir þorskinn í Eystrasalti þar sem fráfarandi stjórn hafi litið framhjá ólöglegum þorskveiðum pólskra sjómanna undanfarin misseri.
Verðum við ekki að fá svona ríkisstjórn hér á Íslandi til að bjarga þorskstofninum, því ekki vilja eða geta núverandi stjórnvöld gert neitt af viti. Munar okkur nokkuð um að fá nokkra pólverja hingað til viðbótar öllum hinum og gera þá að ráðherrum og jafnvel skipta um flesta þingmenn a.m.k. stjórnarliðið. Verðum við ekki að reyna að gera allt sem hægt er fyrir þorskinn.
![]() |
Stjórnarskipti í Póllandi jákvæð fyrir þorsk í Eystrasalti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2007 | 17:34
Flott salerni
Verið er að reisa hús í Suður-Kóreu, sem er í laginu eins og risavaxið salerni. Húsið, sem prýðir umhverfið í Suwon, suður af Seoul, á að verða gististaður fyrir ríkt fólk og mun gisting kosta jafnvirði 3 milljóna króna á nóttu.
Þá geta hinir nýríku íslendingar sem vita ekki hvernig þeir eiga að eyða sínum peningum, fundið góðan gististað á hinu nýja salerni í Suður Kóreu. Því ekki á að kosta nema 3 milljónir nóttin á þessu nýja salerni. Segið þið svo að ekkert sé gert fyrir þá ríku.
![]() |
Óvenjulegur gististaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2007 | 11:26
Konur
Alls brautskráðust 4832 nemendur af framhaldsskólastigi með 5317 próf á síðasta skólaári. Er þetta fjölgun um 31 nemendur frá fyrra ári, eða 0,7%. Aldrei áður hafa svo margir nemendur útskrifast af framhaldsskólastigi á einu skólaári, að sögn Hagstofunnar. Konur voru fleiri en karlar eða 52,5% brautskráðra nemenda.
Þetta er það sem ég hef oft haldið fram. Konur eru einfaldlega betur gefnar og eiga auðveldara með nám en karlar. Nú held ég að við karlar verðum að fara að gæta okkar, því augljóst er að innan fárra ára verða það konur sem ráða hér öllu. Þetta er skynsamleg byrjun hjá konum að byrja fyrst á því að mennta sig vel og taka síðan öll völd bæði í stjórnmálum og fyrirtækjum.
Til hamingju íslenskar konur.
![]() |
Fleiri konur en karlar útskrifast úr framhaldsskólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2007 | 11:17
Nágrannaerjur
Sumarbústaðaeigandi í Grímsnesi kærði í síðustu viku þjófnað á hliði sem var á vegi að nokkrum sumarbústöðum. Að sögn lögreglunnar í Árnessýslu grunaði kærandi nágranna sinn um þjófnaðinn en þeir höfðu átt í deilum um það hvort hliðið ætti að vera uppi eða ekki.
Þetta eru dæmigerðar nágrannaerjur, að vera að rífast um eitthvað hlið á sumarbústaðavegi er þvílíkt rugl, að seint verður toppað.
![]() |
Hliði á sumarbústaðalandi stolið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2007 | 11:12
Vestfirðir
Á Vestfjörðum er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði, Eyrarfjalli, Þorskafjarðarheiði og Hrafnseyrarheiði. Hálkublettir eru í Ísafjarðardjúpi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Þótt mjög fallegt sé á Vestfjörðum yfir sumarið er þó fegurðin enn meiri þegar Vestfirðir klæðast í vetrarskrúða, eins og sjá má af hinum mörgum þeim myndum sem eru hér á síðunni hjá mér, en þar má bera saman Vestfirði í bæði sumar- og vetrarbúningi. Með því að smella á myndina sem merkt er Vestfirði opnast gluggi með fjölda mynda víða frá Vestfjörðum.
![]() |
Snjóþekja á Vestfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2007 | 11:02
Apar
Aðstoðarborgarstjóri Delhi, höfuðborgar Indlands, lést í gær af sárum sem hann hlaut er hann féll af svölum við heimili sitt er hann reyndi að verjast hópi smáapa sem réðst á hann á laugardag. Árásargjarnir apar hafa lengi verið vandamál í borginni en þeir hafa m.a. ráðist í hópum inn í opinberar byggingar og hof í leit að æti og krafðist hæstiréttur landsins þess á síðasta ári að borgaryfirvöld leituðu lausnar á vandanum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Aumingja maðurinn að lenda í þessu. Þetta er erfitt vandamál að leysa því ekki má drepa þá því þessir apar eru tákn fyrir Guðinn Hanuman og því viss helgispjöll ef þeir eru drepnir. En fyrst þessir apar eru tákn fyrir Guðinn Hanuman má spyrja;
"Af hverju vildi þessi Guð láta drepa þennan mann?"
![]() |
Borgarstjóri Delhi lést eftir árás apa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 801837
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
249 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- -stríðsþokan-
- Yfirlýsing um fósturvísamálið ...
- Orð guðföður Viðreisnar
- Myndir af þeim.
- Enn einn naglinn í kistu covid bóluefnanna
- Samskipti Alfa við beta í gegnum söguna - Hvar fellur Trump inn í myndina?
- Skjátextar á vitvélaöld
- AÐ TAKA UPP EVRU (VERSTU MISTÖK SEM HÆGT ER AÐ GERA).....
- Einn pakki, enginn valkostur
- Bæn dagsins...