Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
17.10.2007 | 16:25
Osam bin Laden
Osama bin Laden hatar Björk, og er meinilla við íslensku hverina, sagði Jason Jones, fréttaritari bandaríska grínfréttaþáttarins The Daily Show, sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Comedy Central,er hann hélt blaðamannafund á Hilton-hótelinu í Reykjavík í morgun.
Hverjum er ekki sama hvað þessi brjálæðingur er að bulla og með öllu óskiljanlegt hvað fjölmiðlar, bæði hér á landi og erlendis eru iðnir við að hampa öllu sem frá þessum manni kemur. Ég hef spurt þess áður og ætla að gera aftur. Er ekki nokkur leið að slátra þessu kvikindi hr. Bush?
![]() |
Osama bin Laden hatar Björk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 11:46
Síminn
Úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála hefur úrskurðað í máli Símans gegn Póst- og fjarskiptastofnun í ágreiningsmáli um framlag úr jöfnunarsjóði. Komst úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála að þeirri niðurstöðu að kostnaður Símans vegna þeirrar alþjónustukvaðar að veita gagnaflutningsþjónustu með 128 Kb/s flutningsgetu í sveitum á árinu 2005 næmi rúmum 163 milljónum króna.
Á vef Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að Síminn beindi málinu til úrskurðarnefndar þann 4. janúar 2007, þar sem kærð er ákvörðun PFS frá 7. desember 2006 vegna umsóknar Símans hf. um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna ársins 2005.
Með úrskurði sínum felldi úrskurðarnefndin úr gildi þann hluta ákvörðunar PFS þar sem Símanum hf. eru ákvarðaðar rúmar 18 milljónir króna í framlag úr jöfnunarsjóði vegna umræddrar alþjónustukvaðar.
Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að hafna umsókn Símans um framlag vegna taps á rekstri notendalínukerfis á Vestfjörðum á árinu 2005 sætti ekki kæru til nefndarinnar og stendur því óbreytt.
Úrskurðarnefnd hafnaði aðalkröfu Símans í málinu sem hljóðaði upp á eingreiðslu að fjárhæð rúman milljarð króna.
Varakrafa Símans var að úrskurðarnefndin felldi hina kærðu ákvörðun úr gildi og breytti henni þannig að kostnaður félagsins vegna alþjónustukvaðar á árunum 2000-2005 yrði ákvarðaður eigi lægri en kr. 240.406.206. Jafnframt, að lagt yrði fyrir PFS að gera tillögu til samgöngumálaráðherra um breytt gjaldhlutfall til samræmis við hinn ákvarðaða kostnað, sbr. 3. mgr. 22. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Var þess krafist í báðum tilvikum að væri ekki fallist á tilgreindar fjárhæðir felldi nefndin ákvörðun PFS engu að síður úr gildi og ákvarðaði aðra lægri fjárhæð að mati nefndarinnar.
Á þessa kröfu féllst úrskurðarnefndin að því undanskildu að upphæðin var lækkuð úr rúmum 240 milljónum í rúmar 163 milljónir króna.
Úrskurðarnefnd féllst á það sjónarmið Póst- og fjarskiptastofnunar að afleiðingar þess að félög sæktu ekki árlega um framlög á meðan á verkefnum stæði, heldur biðu þar til þeim væri lokið, væru óheppilegar, samkvæmt vef PFS.
Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það að Síminn sótti ekki um framlag úr jöfnunarsjóði fyrr en árið 2005 leiddi ekki til þess að fjárfestingarkostnaður vegna framkvæmda sem fram fóru á árunum 2000-2004 félli niður við ákvörðun framlags ársins 2005. Nefndin taldi að ekki væri að finna slíkt ákvæði í fjarskiptalögum svo óyggjandi væri og að ekki væri unnt að byggja á reglugerðarákvæði sem ekki hefði fullnægjandi lagastoð. Vísað var til þess að túlkun Póst- og fjarskiptastofnunar í hinni kærðu ákvörðun hafi verið mjög íþyngjandi fyrir Símann.
Að lokum lagði úrskurðarnefnd fyrir Póst- og fjarskiptastofnun að gera tillögu til samgönguráðherra um hækkað gjaldhlutfall fjarskiptafyrirtækja í jöfnunarsjóð til samræmis við hinn ákvarðaða kostnað, sbr. 3. mgr. 22. gr. fjarskiptalaga. Að óbreyttu má því reikna með að gjaldhlutfall það sem fjarskiptafyrirtæki þurfa að greiða til jöfnunarsjóðs hækki verulega á næsta ári.
Ég hélt að búið væri að einkavæða Símann og ástæðan hefði verið að fyrirtækið væri betur komið í höndum einkaaðila en ríkisins. Er það virkilega orðið svo að þeir sem keyptu þetta fyrirtæki geti ekki lengur rekið það án stuðnings frá ríkinu. Það er óþolandi að þegar búið er að selja einkaaðilum ríkisfyrirtæki geti hinir nýju eigendur komið skríðandi til ríkisins og betlað peninga. Þeir sem keyptu Símann og allt dreifikerfi hans með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgdi og þótt þeir geti nú reiknað út eitthvað tap á dreifikerfinu í sveitum landsins verða þeir bara að sætta sig við það. Það átti aldrei að selja með Símanum dreifikerfið en fyrst svo var gert, hlýtur hinn nýi eigandi að hafa gert sér grein fyrir að á sumum þáttum þess væri tap en aftur á móti mjög mikill hagnaður væri á stæðustum hluta þess. Ég t.d. er í viðskiptum Vondafone og ég verð að greiða Símanum mánaðarlegt gjald fyrir afnot af símalínum. Núverandi eigendur Símans verða að sætta sig við að þola tap á því sem tap er á, en fá á móti hagnað af því sem hagnaður er af. Hvað ætli nettóhagnaður Símans af dreifikerfinu sé í raun mikill? Ríkið á ekkert með að styrkja einkafyrirtæki með þessum hætti og þótt heimild kunni að vera í lögum fyrir þessari vitleysu, verður bara að breyta þeim lögum.
![]() |
Síminn fær 163 milljónir úr jöfnunarsjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 11:20
Tilraunir
Hafrannsóknastofnun og HB-Grandi vinna nú að rannsóknaverkefni í veiðitækni sem miðar að því að aðskilja fiskitegundir áður en afli er kominn um borð í veiðiskip. Felst tilraunin í því að aðskilja þorsk og ýsu í botnvörpu þannig að tegundirnar hafni í sitt hvorum vörpupokanum. Fjallað er um verkefnið á vef Hafrannsóknarstofnunar og segir þar m.a. að við þær aðstæður sem nú séu á Íslandsmiðum eigi sjómenn ekki hægt um vik með að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra um samsetningu afla.
Þetta sé sérlega erfitt þegar sótt sé í tvo eða fleiri stofna sem haldi sig á sömu svæðum, en hlutfall veiðiheimilda í tegundirnar sé ekki í samræmi við dreifingu þeirra á miðunum, líkt og nú er með þorsk- og ýsustofnana á Íslandsmiðum.
Þá segir að HB-Grandi hafi boðið stofnuninni Örfirisey RE 4 til rannsóknirnar sem fram fari dagana 12. 20. október. Er rannsóknin framkvæmd þannig að þil úr neti er sett í endilanga vörpuna þannig að fiskur sem heldur sig ofarlega í vörpunni safnast í annan hluta poka en sá sem heldur sig í neðri hluta vörpunnar.
Ein vitleysan í viðbót í þessu kvótakerfi og af hverju þarf endilega að gera þessa tilraun í Ísafjarðardjúpi. Væri ekki eðlilegra að gera þetta á hefðbundinn veiðislóð togara, því varla getur verið ætlunin að togaraflotinn fari að stunda veiðar inn á fjörðum og flóum í framtíðinni. Það verður aldrei marktæk tilraun með ákveðið veiðarfæri ef tilraunin er ekki framkvæmd á þeim stað sem nota á viðkomandi veiðarfæri. Allt annað er bull og vitleysa.
![]() |
Hafró og HB-Grandi reyna að aðskilja fiskitegundir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 11:03
Vilhjálmur tvísaga um HS
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur, sagði í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins á mánudag 15. október, að honum hefði verið ljóst að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í Hitaveitu Suðurnesja (HS) ætti að renna inn í Reykjavík Energy Invest (REI). Þetta er í mótsögn við það sem haft er eftir honum í Fréttablaðinu, miðvikudaginn 10. október; "Það hefur staðið til að við keyptum meira af Hafnarfirði og það samkomulag stendur. Hafnfirðingar hafa ekkert gefið upp um hvað þeir ætla sér, en ef við keyptum þann hlut færi hann ekki inn í REI. Það er ekki inn í myndinni, alls ekki"; Var haft eftir Vilhjálmi þá. Í Kastljósþættinum, þar sem Vilhjálmur og Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI fóru yfir málið, sagðist Vilhjálmur hafa vitað af samkomulagi um að eignarhlutur Orkuveitunnar í HS rynni inn í REI. "Ég vissi að hlutur okkar (Orkuveitu Reykjavíkur) í Hitaveitu Suðurnesja ætti að renna inn í Þennan pakka (Reykjavík Energy Innest)."
Vilhjálmur hefur jafnframt neitað staðhæfingum Hjörleifs Kvaran, forstjóra OR, Hauks Leóssonar, fyrrverandi stjórnarformanns OR og Bjarna Ármannssonar, stjórnarformaður REI, um að hann hefði verið upplýstur um atriði samnings sem fól í sér sameiningu Geysis Green Energy og REI.
Margir í sporum Vilhjálms myndu nú biðja Guð að hjálpa sér, en ekki Gamli Góði Villi. Hann biður þann aðila sem hann hefur mesta trú á um hjálp og sá aðili sem Vilhjálmur tilbiður nú er Svandís Svavarsdóttir. En hvort Svandís kærir sig um að bjarga Vilhjálmi frá öllum þessum lygum á eftir að koma í ljós, en líklega væri hún mjög trúlega hæfari um það en flokkssystkini Vilhjálms, sem gráta það ekkert þótt þeirra foringi eigi í miklum vandræðum
17.10.2007 | 10:16
Írak
17.10.2007 | 07:53
Kjaftæði
Útvarpsstöð Ísraelshers greindi frá því í dag að sýrlenskur embættismenn hafi staðfest að skotmark loftárásar Ísraelshers á sýrlenskt landsvæði þann 6. september hafi verið kjarnorkurannsóknarstöð í byggingu. Þeir segja byggingu stöðvarinnar þó hafa verið mjög skammt á veg komna. Þetta kemur fram á fréttavef Haaretz.
Haft er eftir fulltrúa Sýrlendinga hjá Sameinuðu þjóðunum að Ísraelsher hafi ráðist á kjarnorkustöð en ekki landbúnaðarrannsóknarstöð þar sem unnið hafi verið að jarðvegsrannsóknum, eins og Sýrlendingar héldu upphaflega fram. Áður hefur Bashar Assad, Sýrlandsforseti staðhæft að árásin hafi verið gerð á gamla og ónothæfa hernaðarbyggingu.
Svo er verið að fullyrða að þessar þjóðir ætli ekki að búa til kjarnorkuvopn. Hversvegna gát þeir ekki sagt satt og rétt frá í upphafi, Var verið að leyna einhverju?
![]() |
Staðfest að loftárás hafi beinst gegn kjarnorkurannsóknarstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 21:15
Sjálfstæðisfólkið í borgarstjórn
Í bókun sem Sjálfstæðismenn lögðu fram á borgarstjórnarfundi í dag kemur fram að þeim þyki það ótrúleg vinnubrögð hjá nýjum meirihluta, að neita að ræða stefnumál sín, þeirra á meðal málefni Orkuveitu Reykjavíkur, á fyrsta borgarstjórnarfundi nýs meirihluta.
Fyrir utan stuttar kurteislegar ræður borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, við upphaf og endi umræðunnar, tók enginn borgarfulltrúa meirihlutans til máls í þessari mikilvægu umræðu. Þó var fjölda spurninga beint til borgarfulltrúa meirihlutans, en engum þeirra var svarað, segir í bókuninni og síðan eru tíndar til þær spurningar sem Sjálfstæðismenn báru meðal annars fram:
· Styður Borgarstjórn Reykjavíkur samruna REI og Geysis Green Energy?
· Af hverju vill Svandís Svavarsdóttir ekki samþykkja tillögu hér í Borgarstjórn sem er samhljóða bókun þeirri sem hún lagði fram á eigendafundi í OR hinn 3. október 2007?
· Af hverju vill Svandís Svavarsdóttir ekki lýsa hug sínum til tillögunnar.
· Vissi Björn Ingi Hrafnsson ekki að samruni REI og GGE varðaði verulega fjárhagslega hagsmuni lykilmanna í Framsóknarflokknum.
· Vissi Björn Ingi Hrafnsson ekki hver ætti fyrirtækið Landvar, sem hagnast verulega á þessum samruna, en það er í eigu formanns fjáröflunarráðs framsóknarflokksins árum saman.
· Af hverju hefur Björn Ingi Hrafnsson ekki sagt frá fundum sem hann átti með lykilfjárfestum í aðdraganda málsins, þegar hann hefur sagst hafa lagt öll spilin á borðið?
· Hefur afstaða Samfylkingarinnar til málsins breyst eftir að samningurinn um 20 ára einkaréttarsamningurinn kom í ljós?
Bókunin endar á þessum orðum: Það er heigulsháttur að þora ekki að ræða í borgarstjórn Reykjavíkur, mál sem hefur misboðið borgarbúum, og þeir vilja fá svör við.
Ég held að þessir aumingja sjálfstæðismenn hefðu átt að vera svona ákveðnir í að ræða málefni Orkuveitu Reykjavíkur á meðan þeir voru í meirihluta og réðu öllu og ég held að þeir ættu að hafa vit á að ræða ekki þennan einkaréttarsamning sem nú er sannað að þeirra foringi vissi alltaf um og samþykkti. Þetta auma fólk sem búið er að skjóta sig í báða fætur ætti nú ekki að vera að rífa kjaft. Þau klúðruðu öllu sem hægt var að klúðra og ætla nú að leika blásaklaus börn. Er ekki komið nóg af allri lyginni hjá þessu fólki? Þau geta auðvitað gjammað og kjaftað sig hása en ekki nokkur maður með fullu viti tekur lengur mark á þeim. Það er alveg ný hlið á þessum flokki ef honum er allt í einu orðið illa við auðmenn og kapítalista eða eru slíkir menn ekki í náðinni fyrr en þeir hafa styrkt sjóði flokksins.
![]() |
Ný borgarstjórn sökuð um heigulshátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.10.2007 | 20:57
Útlendingar enn á ferð
Þetta staðfestir það sem ég var að skrifa um í gær varðandi innflytjendur. Það á að reka allt þetta lið úr landi sem fyrst. Við höfum ekkert nema vandræði og leiðindi af þessu erlenda fólki og svona verður þetta áfram ef við grípum ekki til rótækra aðgerða strax.
Hæstiréttur staðfesti í dag framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 3. október sl. í tengslum við þjófnaði í verslunum að undanförnu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 24. október nk. en Hæstiréttur stytti gæsluvarðhaldið til 19. október.
Lögreglan rannsakar rúmlega 20 þjófnaði úr verslunum, þar sem i öllum tilvikum sé um að ræða að stolið hafi verið á opnunartíma verslana með kerfisbundnum hætti dýrum smávarningi. Við húsleit í húsnæði var lagt hald á mikið magn af munum, svo sem fatnað, snyrtivöru og ýmsan tæknibúnað.
![]() |
Gæsluvarðhald framlengt í þjófnaðarmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 20:52
Dópsmyglið mikla
Enn er lögreglan að sanna hve vel allt var undirbúið varðandi dópsmyglið í skútunni frægu á Fáskrúðsfirði. Búið að ná einum enn og svo er bara að halda áfram og læsa þetta lið allt inni og henda lyklinum.
Karlmaður á þrítugsaldri ,sem var handtekinn í gær í tengslum við rannsókn lögreglu á stórfelldum innflutningi fíkniefna, en efnin fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 20. september sl., hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Er hann sjötti maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Að loknum yfirheyrslum í dag var hann færður í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann var, að kröfu lögreglu, úrskurðaður vegna tengsla sinna við málið í gæsluvarðhald til 23. október. Maðurinn, sem er búsettur á höfuðborgarsvæðinu, hefur komið við sögu lögreglu áður vegna minniháttar fíkniefnamála, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Fimm aðrir aðilar sæta gæsluvarðhaldi hér á landi vegna rannsóknar málsins. Rannsókn málsins miðar vel en óvíst er hvenær henni lýkur.
![]() |
Sjötti maðurinn í gæsluvarðhald vegna fíkniefnamáls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 20:46
Nýtt við stjórn fiskveiða
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
248 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Æskupáskaminningar
- Verjum Hafnarfjörð og Garðabæ strax
- Staðreyndir og trú. Er hann upprisinn?
- Um páska
- Ambögur og Herfustjórn
- Þór barðist við tröllkonur. Páskarnir eru enn einn sigur ljóssins á myrkrinu, á sigri Þórs yfir tröllkonum femínismans
- Jörðin er ekki flöt hún er hnöttótt.
- Hægri og vinstri samsæriskenningar
- -stríðsþokan-
- Yfirlýsing um fósturvísamálið ...