Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
23.4.2007 | 09:48
Þorskkvótinn
Nú berast þau tíðindi að útkoman úr togararalli Hafró hafi verið mjög léleg varðandi þorskinn þrátt fyrir mokveiði af þorski nánast um allt land í flest veiðarfæri, og væntanlegar séu fréttir um a.m.k. 20% niðurskurð á þorskkvóta næsta fiskveiðiár. Mun eiga að skýra frá þessu í júní, því ekki vilji sjávarútvegsráðherra ganga til kosninga með þetta á herðunum. Er nú ekki kominn tími til að staldra aðeins við og hugsa um hvað erum við að gera. Er það þetta sem við viljum fá út úr besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Ætlum við að halda áfram af fullum krafti að veiða ætið frá fiskinum þar á ég við loðnu og síldveiðar. En hingað til hefur ekki mátt finnast ein smá loðnutorfa í lok vertíðar án þess að í ofboði væri gefinn út viðbótarkvóti í loðnu og nú er fullyrt af Hafró að hin mikla þorskveiði skýrist m.a. af því að þorskurinn sé svo mikið á grunnslóðinni vegna þess að þar hafi loðnan gengið og loðnuskipin ekki náð að veiða hana. Ef Hafró hefur rétt fyrir sér og svona lítið er af þorski í sjónum og stofninn á hraðri niðurleið skipta loðnuveiðarnar sjálfsagt engu máli, því með sömu aðferðafræði verður enginn þorskur til eftir nokkur ár og augljóst að enginn fiskur = þarf ekkert æti. Eigum við nú ekki að leyfa mönnum sem hafa vit á þessum málum að koma með vitrænar tillögur og fara eftir þeim. Á ég þar við menn eins og Jón Kristjánsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Kristinn Pétursson reynda skipstjóra ofl. Í síðasta tbl. Fiskifrétta er fróðlegt vital við Magnús Kr. Guðmundsson á Tálknafirði sem nú er 77 ára gamall, fæddur 1930 og þar segir: Magnús var landsfrægur aflamaður og starfaði sem skipstjóri fram yfir 1990. Hann þótti hafa einstaka hæfileika til að sjá fyrir um göngur fiska og eitt sinn var sagt um Magnús að hann hlyti að geta hugsað eins og þorskurinn Slík var hæfni hans til veiða. Magnús segir síðan í viðtalinu:
Vandamálið á Íslandi er það að of margt fólk er illa uppalið þrátt fyrir mikla menntun. Í anda sínum er þetta unga fólkið duglegt en það er latara þegar kemur að verki. Að mínu mati eru ansi fáir sem ná því að þroskast almennilega og verða dugandi manneskjur í dag. Lífsgæði Íslands eru mikil og þeir sem alast upp við góðæri verða oft linir. Íslendingar hafa alltaf verið frjálshyggjumenn og vanir að standa á eigin fótum. Náttúran er hörð og meðan lífsbaráttan var það líka sá hún um uppeldið. Í mínum huga eru Íslendingar að þynnast út og það eina sem gæti bjargað þjóðinni er að fá mótlæti sem kæmi frá náttúrunni segir Magnús Kr. Guðmundsson að lokum. Er þetta ekki einmitt það sem er að ske hjá Hafró, liðið er að þynnast út og situr í sínum fílabeinsturni og leikur sér með reiknilíkön sín. Ekki voru þetta starfskilyrði sem þeir Bjarni Sæmundsson, Árni Friðriksson og Jakob Jakobsson unnu við, enda árangurinn þá og nú gerólíkur. Bjarni Sæmundsson sagði einhvern tíma að bestu skilyrði fyrir endurnýjun þorsksins væru opin dekk gömlu síðutogaranna því að í aðgerð þar blönduðust saman hrogn og svil. Ekki veit ég hvernig rollubókhald Binna í Vinnslustöðinni í Eyjum kemur til með að líta út fyrir næsta ár nema Atli Gíslason VG hafi kennt honum eitthvað nýtt en Atli hefur heimsótt Vinnslustöðina eins og hann útskýrði fyrir þjóðinni í sjónvarpinu sl. sunnudag og var hans eina framlag í umræðu um sjávarútvegsmál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.4.2007 kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2007 | 07:51
Nasistavæl á Stöðvarfirði
Ég var að lesa á bloggsíðu Sigurjóns Þórðarssonar hvernig ákveðinn maður lét á Stöðvarfirði þegar Sigurjón var að undirbúa fund þar. Björgvin Valur mun hann víst heita og vera barnaskólakennari á staðnum. Ég þekki manninn ekkert sem betur fer, en ég las í einni athugasemd á síðunni að ekkert væri athugavert við framkomu mannsins þótt hann ætti að vera fyrirmynd barnanna sem kennari. Því hann hefði ekki verið í vinnunni þegar hann gerði sig að algeru fífli. Barnaskólakennari er ætíð fyrirmynd barnanna bæði utan sem innan skólans. Ekki trúi ég því að forustu Samfylkingarinnar líki svona framkoma, ef þeim líkar þetta vel eru þau farin að velta sér upp úr sama skítnum og þessi maður. Það er tvennt ólíkt að vera ekki sammála og koma því á framfæri eða vera svo fátækur af málefnum að menn þurfi að grípa til þess að láta svona. Frá Frjálslynda Flokknum hefur aldrei komið neitt sem gæti gefið tilefni til að kalla okkur rasista eða nasista. Og leggja öðrum orð í munn sem þeir hafa aldrei sagt er framkoma á lægsta plani og verði Samfylkingunni að góðu að eiga svona fulltrúa á Stöðvarfirði og ég votta Stöðfirðingum samúð mína að þurfa að láta svona vitleysing kenna og taka þátt í uppeldi barnanna á staðnum. Það sagði eitt sinn gamall bóndi vestur í Arnarfirði sem hafði gaman af því að segja sögur "Það er saklaust að ýkja aðeins en lygi upp frá rótum væri óþverraskapur".
Við Björgvin Val vil ég aðeins segja þetta: "Þínir valkostir eru tveir" Biðjast afsökunnar á þessu eða fara lóðrétt til andskotans, þar gætir þú kannski hitt skoðanabræður þína.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2007 | 18:32
Enn syndir Jón
21.4.2007 | 17:18
Frjálslyndi Flokkurinn
Það heyrðist rætt um nokkru fyrir síðasta landsfund að Sverrir Hermannsson ætti Frjálslynda Flokkinn þ.e. nafnið og gæti þar með bannað okkur flokksmönnum að nota nafnið. Var t.d. Grétar Mar ofl. tilbúnir með tillögu að nýju nafni en til þess þurfti nú ekki að koma því Sverrir er ekki svo heimskur að honum dytti í hug að reyna að hindra notkun á nafninu enda óvíst að hann hefði getað það. Við skulum ekki gleyma því að það var ekki Sverrir sem kom flokknum inn á Alþingi á sínum tíma, heldur Guðjón Arnar Kristjánsson með sínu mikla persónufylgi og dróg Sverrir með sér. Það var því Guðjón en ekki Sverrir sem gerði flokkinn að alvöru stjórnmálaflokki, enda bætti flokkurinn við sig þingmönnum í næstu kosningum á eftir og ekki var Sverrir einn af þeim. Eftir landsfundinn var ég talsvert efins um að rétt hefði verið að fella Margréti Sverrisdóttur í varaformannskjöri, vitandi það að um leið myndi hún segja sig úr flokknum. En eftir að hafa heyrt yfirlýsingu hennar um að þótt hún hefði unnið, hefði hún samt skilið við flokkinn, þá áttaði ég mig á hvað konan var að hugsa um allan tímann. Hún hafði í raun engan áhuga á að verða varaformaður heldur ætlaði hún sér formennsku en lagði ekki í þann slag á móti Guðjóni Arnari á þessum landsfundi. Við höfum nú á að skipa mjög sterkri forustusveit í flokknum sem vinnur vel saman. Grasrót flokksins hefur alla tíð verið sterkust á Vestfjörðum vegna hinnar sterku stöðu Guðjóns og enn sterkari er hún í dag þegar Kristinn H. Gunnarsson hefur gengið til liðs við flokkinn en hann á einnig mikið persónufylgi og er ég viss um að þeir félagar Guðjón og Kristinn fara báðir inn á þing í næstu kosningum. Magnús Þór og Sigurjón standa alltaf vel fyrir sínu.
Ef allir vinna vel fyrir næstu kosningum spái ég því að Frjálslyndi Flokkurinn verði með a.m.k. 6 til 7 þingmenn og verða sá flokkur sem í raun fellir núverandi ríkisstjórn, en það mun kosta baráttu og enginn má bregðast því að vinna vel fyrir flokkinn.
21.4.2007 | 07:10
Furðulegt fyrirbæri
Sjálfstæðisflokkurinn er furðulegt fyrirbæri. Þeir sem kjósa þennan flokk gera það alltaf, aftur og aftur, sama hvað flokkurinn lemur mikið á þeim. Hjá sumum er þetta eins og trúarbrögð og nánast guðlast að kjósa annað. Ég er öryrki og veit því vel hver staða okkar í þjóðfélaginu er, en við getum hvorki lifað eða dáið af okkar bótum. Ég var hér áður með mjög góðar tekjur og oft í hópi þeirra sem greiddu mestu skatta á Vestfjörðum. Ekki nóg með að okkar bætur séu lágar heldur er megnið af lífeyrissjóði mínum af mér tekinn í formi skatta og skerðingar. Ég á góða vinkonu sem einnig er öryrki og við ræðum oft hvað við erum illa sett, en hún kýs alltaf Sjálfstæðisflokkinn og vill ekkert á það hlusta þegar ég er að reyna að útskýra fyrir henni að ein af ástæðum þess hvað við búum við slæm kjör væri sú að þetta kjósi hún alltaf yfir sig. Nei hún kennir Tryggingastofnun um. Um síðustu áramót gengu í gildi ný lög sem heimiluðu okkur að hafa tekjur án þess að bætur skertust kr. 25 þúsund á mánuði ekki mátti þetta þó vera tekjur úr lífeyrissjóði, aðeins atvinnutekjur. Ég veit ekki hvar maður á að fá slíka vinnu, annað hvort getur maður fengið 50% eða 100% starf. Nú er forsætisráðherra reyndar að boða breytingar á þessu sem eigi að taka gildi um næstu áramót og það furðulega er að þá á að miða við 70 ára aldur en eins og allir vita eru öryrkjar á öllum aldri. Það er auðvelt að lofa inn í framtíðina verandi óviss um hvort nokkurn tíma þurfi að standa við þetta.
Nú benda skoðanakannanir til að núverandi ríkisstjórn haldi velli og geta þeir þá þakkað það, þessu kosningabrölti Margrétar Sverrisdóttur og félaga hennar og sama á við Baráttusamtök aldraðra og öryrkja. Yrðu það hörmuleg tíðindi og lítið annað að gera en flytja úr landi. Ísland þolir ekki eitt kjörtímabil í viðbót með þessa stjórn og verða nú allir að leggjast á árarnar og fella stjórnina. Ef aldraðir og öryrkjar ætla að standa við sitt framboð verður útkoman aðeins sú að hjálpa stjórninni að halda völdum. Til hvers að standa í þessu brölti af hverju kjósið þið ekki bara Sjálfstæðisflokinn beint og milliliðalaust svo hann geti haldið áfram að lemja á okkur. Ég vil að lokum benda ykkur á að Frjálslyndi Flokkurinn er sá flokkur sem best er treystandi til að bæta okkar kjör.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2007 | 17:53
Vestfjarðarskýrslan
Ég heyrði í Svæðisútvarpi Vestfjarða viðtal við Halldór Halldórsson bæjarstjóra á Ísafirði, þar sem hann er að fagna því að ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur nefndar sem skipuð var 15. mars 2007 og var ætlað að fjalla um leiðir til að efla atvinnulíf á Vestfjörðum m.a. gera tillögur um flutning starfa frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða. Halldór talaði um eins og eitthvað nýtt væri á ferðinni sem tæki á raunverulegum vanda Vestfjarða en hann var einn nefndarmanna. Ég varð mér úti um eintak af þessari skýrslu sem hægt er að nálgast á vefnum strandir.is og tók mig til að lesa þetta merkilega plagg. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum eftir þennan lestur, ég veit ekki hvað ég er búinn að lesa margar svipaðar skýrslur í gegnum árin flestar frá Byggðastofnun og fleiri aðilum sem flestar hafa þjónað þeim tilgangi einum að fullnægja ruslafötunni. Í skýrsluni er gerðar 37 tillögur um 80 ný störf og kostnaður yrði rúmar 500 milljónir þegar þær væru að fullu komnar til framkvæmda sem tæki nokkur ár. Í skýrslunni komur fram að íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um tæplega 1200 manns á sl. 10 árum. úr 8.634 árið1997 í 7.470 árið 2006. og reiknað má með einhverri fækkun 2007 þannig að Vestfirðingar verða sennilega um 7.000 í árslok 2007. Ég er ekki hissa þótt bæjarstjórinn sé ánægður því gert er ráð fyrir að flest þessara starfa verði á Ísafirði, 7 til 8 á Patreksfirði um 4 á Hólmavík og 4-5 í Bolungarvík en um 65 störf á Ísafirði.
Ísafjörður verður aldrei neinn alvöru byggðakjarni Vestfjarða þótt jarðgöng komi á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar sem ganga undir nafninu "Eyðibýlagöngin" á sunnanverðum Vestfjörðum. Það hafa margir deilt um hverjir stóðu sig best á stjórnmálafundi á Ísafirði fyrir skömmu, en hinn stórkostlegi karakter Halldór Hermannsson skrifar góða grein í Bæjarins besta á Ísafirði sem hann nefnir Svört föt og hvít og vona ég að Halldór fyrirgefi mér þótt ég láti greinina koma fram hér, en hún er svo góð að sem flestir verða að sjá hana á prenti:
Svört föt og hvít
Þann 16. apríl sl. stóð RÚV fyrir stjórnmálaumræðu í íþróttarhúsi Ísafjarðar. Voru þar mættir fulltrúar hinna ýmsu stjórnmálaflokka. Þetta var klukkutíma Kastljósþáttur. Fjöldi fólks mætti til fundarins. Tekin voru fyrir sjávarútvegs- og samgöngumál. Efalaust má deila um hverjir hafi staðið sig best í umræðunum. Ég held samt að fæstum hafi dulist að þar var þáttur sjávarútvegráðherra sýnu lakastur. Enda hafði hann vondan málstað að verja, sem eru sjávarútvegsmálin hér á Vestfjörðum.
Það er ömurlegt að heyra þennan ráðherra sem búinn er að vera þingmaður Vestfirðinga í fjölda ára vera að færa málin gegn betri vitund í einhvern glansbúning, þegar hann talar um sjávarútvegsmál. Hann telur upp á að það hafi verið stefna hans og ríkisstjórnarinnar að berjast fyrir því að nota sjávarútveginn til þess að treysta sjávarbyggðirnar í landinu. Þessi sami ráðherra sigldi til Noregs á sl. ári og taldi Norðmönnum, frændum vorum, trú um það að hér á Íslandi verið að framkvæma framúrskarandi fiskveiðistefnu sem væri að færa bæði bæjum og landsbyggð miklar framfarir og björg í bú. Hann minntist hinsvegar lítið á þann draugagang sem í þessum framkvæmdum lægi.
Einar Kristinn er einkar laginn við að færa hluti úr svörtum búningum í hvíta. Kannski lærist slíkur málflutningur í stjórnmálafræðinni sem hann mun vera útlærður í. Eftir að Einar gerðist sjávarútvegsráðherra, þá hefur þessi hæfileiki hans færst mjög í aukana, enda vinfengi hans og LÍÚ manna talið mjög náið í seinni tíð. Fari svo að Einar haldi embætti sínu eftir kosningar, þá ætti hann að huga vel að hugmyndum Íslandshreyfingarinnar að leyfa bátum undi 6 brúttótonnum að fiska frjálst með tvær handfærarúllur yfir sumarmánuðina. Það væri til þess að rétta svolitla sáttarhönd.
Þetta skrifar Halldór Hermannsson 20.4. sl. en hann hefur lifað og hrærst í sjávarútvegi nánast alla sína tíð og þekkja fáir þessa atvinnugrein betur en hann. Ég get af heilum hug tekið undir nánast hvert orð í grein hans og örugglega margir fleiri.
Vefurinn | Breytt 2.5.2007 kl. 03:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2007 | 11:17
Lítil saga af sjónum
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2007 | 16:49
Innflytjendur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2007 | 10:54
Ekkert má gera
Vefurinn | Breytt 2.5.2007 kl. 03:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.4.2007 | 06:01
Stóra stundin
Vefurinn | Breytt 2.5.2007 kl. 03:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 801286
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
-2 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Annar í jólum - 2024
- Kirkjan er umbúðir, með nýtt innihald. Innihald í andstöðu við umbúðirnar.
- Bæn dagsins...
- Herskáir Evrópumenn
- Lifandi kristindómur og ég
- Herratíska : Grátt hjá BRUNELLO CUCINELLI í áramótin
- Við höfum gengið til góðs
- Jólasaga um vitleysisgang og hálfa kirkjuferð
- "Vont grín, sýndarmennska ein"
- vísindi og Vísindin - tvennt ólíkt