Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Morð

 

Þá er það komið á hreint sem ég var að skrifa um í gær varðandi þessa litlu stúlku að móðirin hefur verið myrt, örugglega af föður stúlkunnar því líkið fannst í bíl fjölskyldunnar við heimili þeirra í Nýja Sjálandi.


mbl.is Lík fannst við heimili yfirgefins stúlkubarns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður þáttur

Nú er farinn af stað aftur þátturinn Kompás á Stöð 2 og var sá fyrsti í gærkvöldi.  Sá þáttur fjallaði um kynferðislega misnotkun á börnum og var sérstaklega tekið fyrir mál lögfræðingsins Róberts Árna Hreiðarssonar sem hefur verið ákærður um slíkan verknað.  Eins og oftast áður var þátturinn vel undirbúnir af hálfu þeirra Kompás-manna.  Það fór um mann hrollur þegar upplýst var í þættinum að fyrrnefndur lögfræðingur sem bíður dóms, fær enn að starfa sem slíkur og hefur undanfarið einbeitt sér mikið af því að verja barnaníðinga og þar af leiðandi fengið að vera viðstaddur skýrslutökur í Barnahúsi og það eitt að vera verjandi barnaníðings veitir honum rétt til að fá aðgang að skýrslum lækna og sálfræðinga um öll börn sem hafa lent í barnaníðingum og ákært hefur verið í.  Jafnvel hefur hann haft tök á að skoða öll gögn sem varða hans eigin glæpi, það var nánast sama hvar fréttamenn Kompás reyndu að fá uppgefið hvers vegna maðurinn gengi enn laus og héldi sig við fyrri iðju, allstaðar var nánast gengið á vegg og hver vísaði á annan, þeir sem þó veittu viðtöl og voru að reyna að útskýra afhverju þetta væri svona voru nokkuð sammála um að þetta væri ólýðandi ástand sem virtist ekki vera hægt að taka á.  Talsmaður Stígamóta sagði að þar væru reglulega haldnir fundir til að ræða svona mál og á þá hefðu m.a. komið þingmenn, ráðherrar,  lögregla, landlæknir  ofl. en hingað til hefði það ekki skilað neinu.  Það hefðu allur skilning á vandamálinu en enginn aðili sæi neina lausan.  Þessi kona sem kom fram fyrir Stígamót sagði að inná þeirra borð hefðu komið mörg mál um kynferðislega misnotkun á börnum og þetta væri að finna í öllum stigum þjóðfélagsins og nefndi hún lækna, lögmenn, þingmenn og fleiri aðila sem væru í háum embættum í þjóðfélaginu.  Það var rætt við formann Lögmannafélags Íslands og hann sagði ekki vera svo einfalt að stoppa þennan mann því siðareglur félagsins næðu ekki yfir svona atvik og tók einnig fram að það væri meiriháttar mál að svipta lögmann atvinnuréttindum sínum og til að það væri hægt yrði að breyta siðareglum félagsins og það væri ekki gert nema ef ábending kæmi um slíkt frá lögreglu og sannað væri að viðkomandi hefði brotið af sér í starfi sem lögmaður.  Hann kom einnig inn á að slík skerðing á atvinnufrelsi lögmanns væri mjög sárt fyrir viðkomandi aðila.  Þar höfum við það, ef ég skil málið rétt þá er það skoðun formanns Lögmannafélags Íslands að það vegi þyngra að hinn meinti glæpamaður verði atvinnulaus og jafnver sárni sú aðgerð, en að taka þátt í að stoppa hann af í því að níðast á saklausum börnum.  Þurfum við kannski að horfa uppá að þótt Róbert Árni verði dæmdur sekur þann 27. sept. n.k. að þá geti hann áfram haldið sínum lögmannsréttindum vegna þess að hann hefur ekki brotið af sér í starfi sem lögmaður.   Er virkilega svo komið í okkar þjóðfélagi að samtryggingin hjá ákveðnum aðilum er orðin svo mikil að þeir sem bera einhverja titla komist upp með hvað sem er.  Ef það er skortur á siðareglu hjá Lögmannafélagi Íslands, myndi maður ætla að auðvelt væri að breyta þeim reglum, því það hlýtur að vera félagið sjálft  sem býr þessar reglur til.  Er það vilji Lögmannafélags Íslands að lendi í þeirri stöðu að vera talinn sérstakur verndari barnaníðinga.  Það var einnig rætt við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og í svari hans kom fram að hann gæti ekki svipt lögmann réttindum sínum nema beiðni um slíkt komi frá Lögmannafélagi Íslands, sem verður að fá staðfestingu frá lögreglu um brot í starfi og lokast þá hringurinn og ekkert er gert.  Kompásþátturinn endaði svo á því að tilkynnt var að þeir myndu fylgja þessu máli fast eftir, sem ég þykist vita að þeir geri örugglega.  Allt fram til þessa hefur það þótt sjálfsagt mál að lögreglan lokaði þá inni sem taldir eru vera hættulegir í þjóðfélaginu þótt ekki væri búið að kveða upp dóm yfir þeim.  En Róbert Árni Hreiðarsson er að því virðis að mati lögreglu ekki vera talinn hættulegur maður því hann níðist eingöngu á saklausum börnum.  Þetta er Ísland í dag.

Annars kom það mér ekki á óvart þegar upplýst var hvað þessi lögfræðingur heitir.  Því fyrir um 15 árum síðan átti ég viðskipti við hann sem lögfræðing þegar hann auglýsti í ákveðnu dagblaði eftir ákveðinn gerð af fiskvinnsluvél, sem vildi svo til að ég átti og þurfti að losna við.  Hafði ég samband við Róbert og hann sagðist vera að kaupa þessa vél fyrir ákveðinn aðila í Færeyjum og hún yrði staðgreidd um leið og hún væri kominn í skip á leið til Færeyja og sendi mér á faxi staðfestingu frá þeim aðila og við sömdum um verð sem var 1,5 milljónir og ég sendi vélina til Færeyja en ekki kom greiðslan og hringdi ég þá til Færeyja og fékk þar staðfest að greiðslan hefði verið lögð inná bankareikning Róberts Árna Heiðarsonar og fékk ég meira að segja senda kvittun fyrir greiðslunni.  Næst þegar ég átti leið til Reykjavíkur fór ég á hans lögmannsstofu og alltaf var maðurinn upptekinn og sendi mér þau skilaboð að koma á morgun, þannig gekk þetta í nokkra daga þar ég greip til þess ráðs að bíða í bílnum mínum fyrir utan skrifstofu hans einn morguninn og þegar hann var að koma til vinnu stökk ég út og greip í öxlina á honum og sagði að nú yrði hann að ræða við mig og sleppti honum ekki fyrr en við vorum komnir inná skrifstofuna og skellti ég þá fyrir framan hann kvittuninni um greiðslu fyrir vélina.  Hann byrjaði þá að væla og væla um að það væri svo mikið að gera og þetta hefði hreinlega gleymst hjá sér en peningarnir væru til staðar.  Ég sagði honum þá að hringja í bankann og láta millifæra þetta og þá kom heil buna af sögum um hvað allt væri erfitt hjá honum og inná reikningnum væru peningar frá svo mörgum aðilum að hann yrði að flokka þetta í sundur og spurði hvort ég væri ekki sáttur við að hann greiddi núna kr. 500.000,- og hitt kæmi eftir nokkra daga sem ég samþykkti og taldi betra að fá þó þennan pening en ekki neitt.  Þegar ég fór síðan í banka til að leggja inn þennan tékka sem hann lét mig hafa reyndist hann vera innistæðulaus.  Ég fór því daginn eftir og ætlaði að hitta Róbert var mér sagt að hann væri farinn í frí í nokkrar vikur.  Ég var ekki á því að gefast upp og hafði samband við Lögmannafélagið og sagði frá þessum viðskiptum og fékk ég þau svör þar á bæ að þeir gætu ekkert gert því að í svona máli hefði Róbert Árni ekki verið að vinna hefðbundin lögfræðistörf heldur verið í stöðu umboðsmanns, ég fór þá til Rannsóknarlögreglunnar og lagði þar fram öll gögn og sagðist vilja ákæra manninn og þar var tekið við þessu og gerð skýrsla og jafnframt látið í skyn að þetta fengi ég sennilega aldrei þeir væru með svo mörg álíka mál á þennan mann sem ekkert gengi að koma í gegn.  Það var svo nokkrum mánuðum seinna sem ég fyrir tilviljun mætti honum á götu í Reykjavík og var hann þá frekar illa til reika, blindfullur og kexruglaður.  Ég spurði hann hvernig væri með peningana og þá reif hann bara kjaft og fór að hóta mér öllu illu og gat þess í leiðinni að ég ætti börn sem ég skyldi passa betur ef ég léti sig ekki í friði.  Ég hef ekki hvorki heyrt né séð þennan mann síðan.  Eins og segir í texta í vinsælu lagi "Síðan eru liðin mörg ár"   Ég þarf því ekki að bíða eftir að dómur falli yfir þessum barnaníðingi til að vita að hann er alger óþverri og glæpamaður.


Varasamur flugvöllur

 

Mér finnst nú að svona flugvöllum eigi hreinlega að loka strax, því eins og fram kemur í fréttini er þetta eins og rússnesk rúlletta að ætla að lenda á þessum flugvelli.  Og heldur seint að upplýsa að allt sé í ólagi eftir að slys hefur skeð.


mbl.is Viðvörunarkerfi flugvallarins ekki í lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanræksla

Alltaf snertir það mann talsvert þegar koma slæmar fréttir af litlum börnum.  Má þar nefna morð á 5 ára stúlku í Sviss, sem hvarf 31. júlí sl. og hefur verið leitað síðan, en þá er talið að henni hafi verið rænt og síðan myrt og sá aðili sem var undir grun lögreglu framdi sjálfsmorð, hvarfi lítillar stúlku í Portúgal og svo kemur þetta til viðbótar.  Sem betur fer er þessi þriggja ára stúlka komin í umsjón góðra aðila og vel hugsað um hana.  Talið er að stúlkan sem fannst á lestarstöð í Melbourne hafi verið skilin þar eftir af föður sínum á laugardag.  En nú er óttast um móður stúlkunnar, en ekkert hefur til hennar spurst frá því 10. september.  Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig að því hvort ekki sé allt í lagi með þetta fólk.  Auðvitað er ekki hægt að ásaka beint foreldra stúlkunnar sem var rænt og myrt í Sviss, en rétt er að benda á að foreldrum barna sem eru ekki eldri en 5 ára ætti að vera nokkuð ljóst að úti í hinum stóra heimi má aldrei gleyma að pass vandlega slíkt barn.  Hvað varðar litlu stúlkuna í Portúgal er það svo augljóst kæruleysi að foreldrar sem eru frá Bretlandi, skilji svo lítið barn eftir sofandi á hótelherbergi í erlendu landi ásamt yngri systkinum og fara svo áhyggjulaus út að borða, enda er það mál orðið allt hið undarlegasta.  En varðandi þessa þriggja ára stúlku sem fannst í Ástralíu en á reyndar heima á Nýja Sjálandi er stór spurning, hvað var faðir hennar að hugsa, þótt hann kunni að hafa myrt móður hennar taldi hann sig vera að bjarga barni sínu með því að skilja það eitt eftir  á lestarstöð í erlendri stórborg.  Það var mikið lán að einhver brjálæðingurinn fann ekki barnið á undan lögreglunni.  Því miður má rekja mörg álíka mál til kæruleysis og vanrækslu foreldra.  Til hvers er þetta fólk að eignast börn?
mbl.is Óttast um móður stúlku sem skilin var eftir á lestarstöð í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmenn Íslands

Tvær nýlegar fréttir vöktu athygli mína, annars vegar frétt um að hópur ríkra íslendinga ætlað sér að leggja fram verulegar fjárupphæðir til þess að byggja nýjan grunnskóla í Reykjavík, sem væri ætlað að koma í stað Öskjuhlíðarskóla og Safarmýraskóla sem yrðu sameinaðir.  Í Öskjuhlíðarskóla stunda nær eingöngu nám fötluð börn og tekið var fram að hinn nýji skóli yrði hannaður sérstaklega með tilliti til þeirra og í viðtali í sjónvarpinu sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður Menntamálaráðs borgarinnar, að þessi stuðningur væri veruleg upphæð og skipti miklu máli til að hægt væri að hrinda þessari framkvæmd af stað.  Hann sagði að Öskjuhlíðarskóli væri barn síns tíma og aldrei hefði í reynd verið lokið við að byggja þær byggingar sem fyrirhugaðar voru og gæti því ekki þjónað fötluðum börnum eins og best væri á kosið.   Það kom líka fram að þessi hópur óskaði nafnleyndar.

Hin fréttin var um að Róbert Wessman forstjóri Actavis hefði á kveðið að gefa einn milljarð úr eigin vasa til Háskólans í Reykjavík sem er að fara af stað með nýbyggingu fyrir skólann í Öskjuhlíð.  Í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík kom fram að þessi stuðningur skipti skólans miklu máli, ekki bara varðandi hina nýju byggingu heldur styrkti þetta líka verulega starf skólans og vonast var til að fleiri auðmenn fylgdu í kjölfarið.  Í sambandi við gjöf Róberts var að sjálfsögðu haldinn blaðamannafundur og hann myndaður í bak og fyrir og gat baðað sig í sviðsljósinu sem hann greinilega naut ákaflega vel.

Það er auðvitað fagnaðarefni þegar fólk sem hefur yfir að ráða svo miklum fjármunum að það varla veit hvernig það eigi að eyða þeim, skuli nýta sína peninga til að styrkja góð mál og ber að þakka slíkt framtak. 

En nú langar mig að spyrja fólk: 

Hvort málefnið er mikilvægara?

Hver gæti hugsanlega verið ástæða þess að fyrrnefndi hópurinn óskaði nafnleyndar en ekki Róbert Wessmann?

Er hugsanleg ástæða eins og ég tel að hópnum sem óskar nafnleyndar er stýrt af KONU


Aumingja krónan

 

Það þarf ekki að vera skrýtið eins og umræðan hefur verið um aumingja krónuna.  Hún hefur verið af sumum talinn ónýt og ekki við bjargandi og bæri að víkja fyrir evru.  Ætli hún hafi ekki fengið taugaáfall.


mbl.is Krónan veiktist í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr forstjóri TR

Nú er búið að ráða nýjan forstjóra hjá Tryggingastofnun ríkisins sem er Sigríður Lillý Baldursdóttir, sem hefur verið einn af yfirmönnum hjá TR auk þess sem hún hefur starfað mikið innan stjórnkerfisins og virðist þetta ekki vera dæmigerð pólitísk ráðning.  Ég fagna því að kona hafi verið ráðin í þessa stöðu, því konur hafa fyrir löngu sannað að þær eru oftast nær hæfari stjórnendur en karlar ef þær fá til þess tækifæri sem því miður eru alltof fá.  En núna er stóra spurningin sú hvort þessi ráðning er til frambúðar, því í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er sagt að um næstu áramót eigi að skipta þessari stofnun í sundur.  Það verði annarsvegar um að ræða heilbrigðismál sem verða áfram undir heilbrigðisráðherra og svo hin hliðin sú félagslega það er málefni aldraðra, öryrkja og álíka verkefni sem verða undir félagsmálaráðherra heilagrar Jóhönnu.  Nú er spurninginn hvorum megin hinn nýji forstjóri lendir sem að öllum líkindum verður í heilbrigðishlutanum enda er það heilbrigðisráðherra sem skipar hana í núverandi stöðu svo enn er möguleiki fyrir gamlan KRATA á góðu starfi í ellinni.

En hvað varðar greinina sem ég skrifaði um Karl Steinar þá vantaði svo margt þar inní sem hann lét frá sér fara um sinn fyrrum vinnustað og allof langt mál að fara að skrifa það allt upp set ég hér tengil svo þeir sem hafa á því áhuga geta lesið greinina hér.


Reynir að hætta með stæl

Karl Steinar Guðnason var að láta af störfum sem forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins vegna aldurs og er rétt staðinn uppúr forstjórastólnum þegar hann kemur með stórar yfirlýsingar í fjölmiðlum um þessa stofnun sem hann hefur stjórnað nokkuð lengi.  Hann segir þau lög sem þessi stofnun starfi eftir vera nánast handónýt, úrelt, stagbætt mörgum sinnum og skyndiplástrar hafi verið settir hér og þar til að reyna að láta þetta apparat ganga í langan tíma.  ný skipaður formaður Benedikt Jóhannsson, sem er skipaður af núverandi heilbrigðisráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni, tekur svo undir allt saman og hver skyldi svo bera ábyrgðina á þessu ástandi?  Jú aumingja Framsókn sem hefur farið með stjórn heilbrigðisráðherramála sl. 12 ár.  En var ekki Sjálfstæðisflokkurinn líka í ríkisstjórn og gamli Alþýðuflokkurinn með honum þar á undan og heilög Jóhanna félagsmálaráðherra flokksystir Karls Steinars á sínum tíma.  Ég er nú ekki hrifinn af Framsókn en að skella nú allri sök á þann flokk finnst mér frekar lítilmannlegt, ég veit ekki betur en Framsókn hafi verið í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn eins og hlýðinn hundur.  Ég veit að Karl Steinar er að segja satt og rétt frá þegar hann er með þessar yfirlýsingar sínar, en hvers vegna í ósköpunum gat maðurinn setið rólegur í forstjórastólnum í öll þessi ár án þess að gera nokkurn skapaðan hlut til að fá þessu breytt.  Afhverju virkaði hann ekki eins og alvöru forstjóri í alvöru fyrirtæki og barði í borði og lét stjórnvöld heyra á hverjum tíma í hvaða ruglveröld þessi stöfnun væri kominn í og hótaði að segja af sér.  Nei hann valdi heldur að horfa þegjandi á allt óréttlætið sem hann lýsir nú til að halda sínu starfi.  Forstjórastólinn var honum dýrmætari en allt ranglætið sem nokkur þúsund viðskiptavinir hans  máttu þola það kom honum hreinlega ekkert við fyrr en núna þegar hann lætur af störfum og getur ekki haft nein áhrif þarna lengur.  nú verður fróðlegt að fylgjast með hver tekur við af Karli Steinari því sú hefð hefur skapast að þessi stóll væri frátekinn fyrir gamla KRATA sem væru orðnir uppgjefnir í pólitíkinni og fengu þarna notarlegt elliheimili.  Verður þetta óbreytt hjá núverandi ríkisstjórn?  Vonandi ekki því þarna þarf miðað mið lýsingar Karls Steinars virkilega drífandi mann sem hefur kjark og getur tekið til hendinni í að laga það sem laga þarf.  Að lokum óska ég Karli Steinari góðrar framtíðar á nýju elliheimili.

Vestfirðir

Í sjónvarpsfréttum í gær var sagt frá því að Vesturbyggð og Tálkafjarðarhreppur stæðu saman að opnun Atvinnuþróunarseturs á Patreksfirði og í framhaldi af því var viðtal við nýráðinn forstöðumann þessarar stofnunar.  Það kom fram hjá honum að þetta væri mikill áfangi í atvinnumálum á sunnanverðum Vestfjörðum.  Þegar hann var spurður hvort þetta myndi breyta miklu í atvinnumálum á svæðinu sagði hann að það væri nú nokkuð öruggt því margar hugmyndir væru í gangi það hefði bara vantað svona stofnun til að koma þeim í framkvæmd, þegar hann var síðan spurðu hvort hann gæti sagt frá þeim hugmyndum var svarið að þær væru svo margar að hann gæti ekki talið það allt upp í stuttu viðtali.  Þá var hann spurður hvort hann gæti ekki nefnt eitt dæmi sem skapaði aukin störf, kom smá hik á meistarann en sagði síðan með bros á vör: "Ja, það fá auðvita nokkrir vinnu við stofnunina sjálfa".  Er þetta ekki alveg snilldarhugmynd um lausn á atvinnumálum landsbyggðarinnar.

Írak

 

Gengur bar nokkuð vel hjá Bush að stilla til friðar í landinu og drepa saklaust fólk.


mbl.is Tugir létust í Írak í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband