Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Halla Rut

Ég hef áður hér á minni síðu bent á hin miklu skoðanaskipti sem átt hafa sér stað á bloggsíðu Höllu Rut sem er nú búinn að standa í um viku vegna greinarinnar Nauðgað af pabba vinkonu sinnar/Fóstureyðing nú eru komnar á milli 800-900 athugasemdir.  Mér finnst aðdáunarvert hvað margar konur rita þar af skynsemi um leið og um 99% karla eru haldnir þvílíkum fordómum í garð kvenna að með ólíkindum er.  Eins og vill verða með svona mikil skoðanaskipti blandast margt inní.  Að mínu mati eru konur mun sterkari í þessari umræðu ótrúlega fimar við að rökstyðja sína skoðun og nefni ég þar t.d. Maiden, Gerði Rósu og margar fleiri mætti telja upp og svo auðvitað Höllu Rut.  Sumir hafa verið að skora á Höllu Rut að loka á þessa umræður en hún hefur valið að gera það ekki sem lýsir best hennar skynsemi.  Auðvita vilja sem flestir hafa lokaorðið en hún bíður bara róleg og skrifar aðrar greinar á meðan.  Mér þætti ekki ólíklegt að hún ætlaði að eiga lokaorðið sjálf í þessari umræðu og bíð spenntur þegar hún endanlega skýtur í kaf allar þessa karlrembur sem þarna hafa verið að gera lítið úr konum og sýnt kvenfyrirlitningu af verstu gerð.

Halla Rut þú ert hetja. 


Kvikmyndir

 

Ég verð þá að hætta við að gerast kvikmyndaframleiðandi.  Þetta er alltof flókið fyrir mig.


mbl.is Villur á villur ofan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíkniefni

 

Já var það ekki, er nú orðið nauðsynlegt að gefa út skriflegar leiðbeiningar um hvaða fíkniefni passar við hvert tilefni.

Þetta kemur til viðbótar verðskrá sem lögreglan gefur reglulega út, því í hvert skipt sem lögreglan nær að taka fólk með fíkniefni er þess vandlega gætt að í fréttatilkynningum sem hún sendir um hvert mál að taka skýrt fram hvað verðið sé á viðkomandi efni þegar það er selt á götunni svo þess sé nú vandlega gætt að viðskiptavinir fíkniefnasala láti ekki okra á sér.  Mjög virt verðlagseftirlit hjá löggunni.  Fínar forvarnir eða hvað?

 


mbl.is Fíkniefnaleiðarvísir birtur í fríblaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ

Formaður LÍÚ hefur verið að væla mikið í fjölmiðlum varðandi mótvægisaðgerðir vegna skerðingar á þorskkvóta sem ríkisstjórnin kynnti nýlega og ásakar stjórnvöld um að hafa ekkert samráð við LÍÚ áður en þetta var kynnt og krafist að afnema ætti alla byggðakvóta og línuívilnun.  En forusta LÍÚ hefur fram til þessa litið á það sem sinn rétt að ekkert mætti gera varðandi sjávarútveginn nema að þeir væru búnir að leggja blessun sína yfir málið.  Í hádegisviðtali á Stöð 2 í gær var rætt við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra en hann ásamt fjármálaráðherra unnu að þessari útfærslu.  Ég verð nú að viðurkenna það þótt þessi ríkisstjórn sé ekki eins og ég hefði kosið, þá verður hver að eiga það sem hann á og Össur kom mér skemmtilega á óvart.  Hann benti á það með réttu að það sem verið væri að gera kæmi stórútgerðum í LÍÚ í raun  ekkert við.  Þeir ættu alla möguleika til að bjarga sér ólíkt einyrkjunum í sjávarútveginum og krafa LÍÚ um að afnema alla byggðakvóta og línuíviljun yrði til þess eins að rústa endanlega hinum ýmsu byggðalögum þar sem stórútgerðir væru búnar að taka í burtu allan aflakvótann.  Síðan taldi hann upp fjölda atriða sem kæmi stórútgerðum til góða.  Þegar ég fór að velta þessu betur fyrir mér er augljóst að óánægja formanns LÍÚ er ekki sprottinn af litlu samráði, heldur er hann að átta sig á að áhrif  LÍÚ á ákvarðanatöku í sjávarútveginum eru sennilega að hverfa.  Ég hélt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði Samfylkinguna í vasanum líkt og var með Framsókn en svo er greinilega ekki og ráðherrar Samfylkingarinnar ætla að sýna í verki að þeir muni hafa sterk áhrif í þessari ríkisstjórn.  Ég var að lesa í nýjasta tbl. Fiskifrétta viðtal við Eirík Tómasson forstjóra Þorbjarnarins hf. í Grindavík, þar sem hann er að dásama núverandi kvótakerfi og þá hagræðingu sem þessu kerfi hafi fylgt og tekur sem dæmi að nú geri Þorbjörn hf. út 7 skip sem veiði kvóta af 45 skipum.  Ég held að Þorbjörn hf. í Grindavík hafi aldrei átt og gert út á sama tíma 45 skip heldur er þetta kvóti sem fyrirtækið hefur getað fengið frá öðrum byggðalögum t.d. verulegur kvóti frá Bolungarvík og Ísafirði.  Hann gagnrýnir líka stjórnvöld fyrir byggðakvóta og línuívilnun sem komi sér illa fyrir þá í Grindavík, hann segir líka að þrátt fyrir að nú sé útgefinn þorskvóti sá minnsti sem um getur gangi miklu betur að veiða þorskinn og þakkar það hagræðingu og hagkvæmni en segir svo "Persónulega tel ég að það hafi ekkert með betra skipulag á veiðum að gera, það er einfaldlega bara meira af fiski í sjónum en áður var og aðgengi að honum því betra". Það skyldi nú ekki vera að einhver hluti af kvóta þessara 45 skipa hafi orðið til þegar svokölluð línutvöföldun var í gangi sem LÍÚ barði í gegn að yrði aflögð og línuskip fengju í staðinn aukningu á sínum kvóta miðað við hvað þessi tvöföldun var búinn að skila hverju skipi árin á undan.   Einnig má benda á að fyrirtækið Vísir hf. í Grindavík fékk á sínum tíma verulegan byggðakvóta og stuðning Byggðastofnunar til kvótakaupa þegar það fyrirtæki hóf rekstur á Þingeyri á sínum tíma.  Nú á annað byggðalag í Ísafjarðarbæ í svipuðum vandræðum og voru á Þingeyri en þar á ég við Flateyri en einstaklingur þar hefur lagt mikið undir til að koma þar af stað fiskvinnslu á ný.  Hafa aðilar í Grindavík efni á því nú að skammast út í stjórnvöld ef álíka byggðakvóta væri veitt til Flateyrar í ljósi þess að þeir voru fyrir nokkrum árum þiggjendur að byggðakvóta.  Það er svo augljóst að hin stóru fyrirtæki hafa miklu meiri burði til að taka á sig skerðinguna núna heldur en einyrkjar í útgerð og rekstri smærri fyrirtækja t.d. HB-Grandi hf., Samherji hf., Þorbjörn hf., Síldarvinnslan hf.  ofl.  Bæði hafa þessi stóru fyrirtæki hagnast verulega á undanförnum árum, njóta betri bankaviðskipta en Jón Jónsson á Vestfjörðum, ákveðnum stöðum á Austfjörðum og víðar um land sem eru að basla einir með sína trillu eða litla fiskverkun.   Bankarnir horfa framjá því hjá hinum stóru þótt hluti af veðunum á bak við kvótalánin hafi rýrnað um 30% en ég er hræddur um að slíkt eigi ekki við um hina minni aðila í sjávarútvegi.  Það eru nefnilega einyrkjar í útgerð og vinnslu eins og Össur bendir á sem hafa minnstu burðina til að taka á sig svona áföll og hætt við að margir þeirra verði hreinlega gjaldþrota.  Nei það eru stórútgerðirnar með LÍÚ í forustu sem telja sínum hagsmunum best borgið að ganga endanlega frá þessum aðilum.  Það má líkja þessu við að sparka í liggjandi mann, sem hefur ekki talist stórmannlegt fram að þessu.  

Írak

 

Hvað hefur komið fyrir manninn er hann að gefast upp?  Varð hann svona hræddur þegar Ingibjörg Sólrún ákvað að kalla hina íslensku Herdísi heim?


mbl.is Bush ætlar að fækka hermönnum í Írak um 21.500
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar

 

Til hamingju Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.  Nú ert þú farinn að hafa áhrif á hvalveiðar í öðrum löndum, en því miður kemur þetta til af þínu kjarkleysi að þora ekki að leyfa hvalveiðar við Ísland.  Það hefði verið skemmtilegra ef þetta hefði verið á hinn veginn.  Þá hefðum við getað verið stolt af þínum gjörðum í stað þess að þurfa að skammast okkar fyrir að vera íslendingar.


mbl.is Sökktu norskum hvalbát til að fagna lokum hvalveiða á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fóstureyðingar

Gama er að fylgast með hinni miklu umræðu á bloggsíðu hjá Höllu Rut eftir að hún skrifaði á síðuna sína frá sögn undir yfirskriftinni Nauðgað af pabba vinkonu sinnar /fóstureyðingar.  Er þessi umræða búin að vera í nokkra daga og komnar á milli 700-800 athugasemdir sem sennilega er að verða Íslandsmet ef það er ekki orðið það.  Ég setti tengil inná síðuna hennar og er nóg að smella á nafn hennar til að finna síðuna.


Innrás

Nú hefur bandarískur banki og Ólafur Jóhann Ólafsson fjárfest fyrir verulega upphæðir í fyrirtækinu Geysir Green Energy og þar með orðnir að hluta til eigendur í Hitaveitu Suðurnesja.  Mjög skiptar skoðanir eru um hvort réttlætanlegt sé að erlendir fjárfestar verði eigendur í þeirri auðlind okkar sem fellst í jarðhitanum og hefur þá verið bent á sjávarútveginn en þar er bannað að erlendir aðilar eigi fiskiskip og hafi aðgang að aflakvóta.  Ég sá viðtal við tvo af forsvarsmönnum þessa fyrirtækis Geysir Green Energy í sjónvarpinu fyrir stuttu, ég man ekki hvort það var framkvæmdastjórinn eða stjórnarformaðurinn sem fékk þá spurningu hvort honum þætti þessi fjárfesting eðlileg?  Hann taldi svo vera og útskýrði það með þeim orðum "Að fyrirtækið hygði á mikla útrás á sviði orkumála og líta yrði á þetta sem innrás í útrásina."   Ég hrökk svolítið við að heyra þetta og fór að velta fyrir mér hvernig hægt væri að gera innrás í útrás, því augljóst er að það sem er á leiðinni út hlýtur að stoppa ef um leið er eitthvað að ráðast inn.  Ég held að talsmenn þessa ágæta fyrirtækis ættu að vanda sig aðeins betur þegar þeir eru að útskýra fyrir okkur íslendingum sem í raun eigum þessar auðlindir, þegar þeir eru að hleypa erlendum aðilum í slíkar fjárfestingar.  Ég segi hér að við íslendingar eigum í raun þessar auðlindir og byggi þá fullyrðingu mína á orðum Katrínar Júlíusardóttur alþm. sem er formaður iðnaðarnefndar og var í viðtali á Stöð 2 í hádeginu í gær.  Þar sagði hún að eins og lögin væru núna fengju orkufyrirtækin aðeins nýtingarrétt að þessari auðlind en ekki eignarrétt líkt og er í sjávarútveginum.

Vetur

 

Nú skil ég af hverju allir þarna fyrir austan eru að forða sér af landinu.


mbl.is Ófært yfir Hellisheiði eystri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband