Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Hvalveiðar

 

 

Hvern andskotann kemur henni þetta við.  Ég held að hún ætti að líta sér nær því í BNA eru stundaðar hvalveiðar í stórum stíl í skjóli svokallaðs frumbyggjaréttar, ég held að hún ætti frekar að skrifa um það og láta okkur í friði.


mbl.is Bandarísk blaðakona gagnrýnir hvalveiðistefnu Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Osam bin Laden

 

Ætli sé lítið að gera hjá karlinum svo hann snýr sér að framleiðslu á myndböndum engum til ánægju.

 

 

 


mbl.is Von á nýju myndbandi með Osama bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlar

Ég sett í gær inná síðuna mína nokkur spakmæli og til að allrar sanngirni sé nú gætt koma hér nokkur sem skrifuð hafa verið um karlmenn:

1.     Því meira sen ég kynnist karlmönnum því betur fellur mér við hundana (Marie de Rabutin Chantal)

2.     Guð skapaði karlinn á undan konunni.  Það er nákvæmlega þannig sem ég skrifa.  Fyrst geri ég uppkast.  (Karen Blixen)

3.     Karlinn var upphaflega skapaður með rófu.  Drottinn skar hana af og myndaði úr henni konuna. (Talmud)

4.     Ég vil mann sem hefur þrjá eiginleika: snotur, samviskusamur og heimskur.                     (Dorothy Parker)

5.     Karlar eru ekkert annað en stórvaxin börn.                                                                           (John Dryden)

6.     Karlar hljóta að vera vondir fyrst konan er betri helmingur mannkyns.                                  (Ókunnur höfundur)

7.     Karlar læra of snemma að þekkja lífið en konur of seint.  Það er munurinn á kynjunum.           (Oscar Wilde)

8.     Hamingja karlsins er fólginn í þeirri gleði sem hann aflar sér en konunnar í þeirri gleði sem hún lætur í té.  Gleði hans er að fullnægja þeim ástríðum sem hún hefur glaðst við að framkalla.   (Ókunnur höfundur)

9.     Karlar segja um konur allt sem þeir vilja en konur gera við karla allt sem þær vilja.             (Ókunnur höfundur)

10.    Maður sem þegir þegar hann hefur ekki rétt fyrir sér er vitur.  Maður sem þegir þegar hann hefur rétt fyrir sér er giftur.                                                                                                         (Veggjakrot)


Konur

Margt hefur verið ritað um konur og menn í gegnum ár og aldir og hér á eftir fara nokkur spakmæli frá hinum ýmsu spekingum, en hvað er rétt og hvað er rangt í svona fullyrðingum dæmi ég ekki um:

1.     Það var ekki til helvíti á jörð fyrr en paradís varð tilbúin, það er að segja þegar konan varð til.                                                                                                                                               (August Steindberg)

2.     Til að stjórna er maðurinn af náttúrunnar hendi betur fallinn en konan, alveg eins og eldri maður er það betur en hinn ófullþroska.                                                                                     (Aristóteles)

3.     Konur eru í heiminn bornar til að lúta um alla framtíð boði herra síns og meistara.  Hann er að öllu leyti gæddur þeim yfirburðum frá náttúrunnar hendi að hans er mátturinn og dýrðin.                                                                                                                                         (Tómas frá Aguinas)

4.     Talið er merki þróttar þrátt

        það að vera sonur

       en landið hefur löngum átt

       líka sterkar konur

      (Ólína Andrésdóttir)

5.     Konur eru betri og fullkomnari en karlar.  Orðið Adam merkir mold en Eva merkir líf.  Og lífið er óendanlega meira virði en moldin.                                                                                                   (Agrippa)

6.     Ef kona hefur komið okkur út úr Edensgarði er sárabótin sú að hún ein getur bætt okkur þann skaða.                                                                                                                                                 (Henrik Ibsen)

7.     Hin mesta sigurgleði konunnar verður þegar hún er sigruð.                                                 (Henrik Ibsen)

8.     Enginn karl myndi fórna heiðri sínum, jafnvel ekki fyrir þann sem hann elskar.  En það hafa milljónir kvenna gert.                                                                                                                         (Henrik Ibsen)

9.     Einn helsti kostur kvenna er að þær kunna að tala á réttum tíma.  Fæstar þeirra kunna hins vegar að þegja.                                                                                                                              (Rousseau)

10.    Leggðu þig í líma fyrir konu og hún mun hata þig .  Leyfðu henni að stíga á háls þér og hún mun ekki hlífast við að misþyrma þér.  En ef þú krefst þess að hún leggi eitthvað í sölurnar fyrir þig, þá mun hún elska þig.  Gerðu hana að ambátt og hún mun tigna þig og tilbiðja.                        (Sacher Masoch)                                                                                                                     


Írak

Á maður virkilega að trúa því að eitthvað vitlegt sé að fara að ske í Írak.  Þetta er sennilega vegna þess að Herdís.  Íslenski friðargæsluliðinn sem nú er búið að ákveða að kalla heim hefur verið að klára þau mál sem eftir voru á hennar borði áður en hún færi heim og hefur heldur betur tekið þá í gegn þessa súnni-múslíma og skipað þeim að fara nú að haga sér eins og fullorðið fólk.

 

 


mbl.is Súnnítar í Írak hætta að sniðganga þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afrek

Skrítið að tala um að þegar neyðin er  stærst er hjálpin næst í þessu sambandi.  Ef stærsta neyðin í dag í Reykjavík hefur verið köttur fastur uppí tré í 6-7 metra hæð,  á sama tíma er verið að loka kaffistofu Samhjálpar á Hverfisgötu það sem útigangsmenn og öryrkjar hafa geta komið og fengið frítt að borða og kaffi og gistiskýli Samhjálpar er alltaf fullt, er þetta ekki neyðarástand?  Einnig koma fréttir um að ekki sé hægt að starfrækja leikskóla borgarinnar á eðlilegan hátt vegna manneklu, er þetta ekki neyðarástand?   Nei köttur uppí tré er mesta neyðin í Reykjavík og útskýrt að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sé ávalt vandanum vaxnir og taldir hafa unnið mikið afrek í því að ná þessum ketti niður úr trénu.  Ja hérna, mikinn mun leggur fólk á orðið neyð eftir því hver á í hlut.


mbl.is Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lottó

Þar fór sú von fyrir lítið. 

Ég sem eyddi kr. 1.000,- í þessa vitleysu og ætlaði heldur betur að hressa upp á fjárhaginn.  En svona er þetta og lítið hægt að gera í því núna, bara vera svekktur og reyna að sætta sig við að vera dæmdur í fátæktarbasl af þeirri einu ástæðu að hafa lent í slysi.  En ég er nú ekki einn í þessari stöðu því eins og Sverrir Stormsker sagði:

Maðurinn lifir ekki á laununum einum saman.

Halldór Laxnes segir í Sjálfstæðu fólki:

........ mannlífið tollir saman á peningum og ýmsir álýta að peningar séu hið eina sem stjórnar því, annaðhvort með því að vera aungvir eða nógir, eða eitthvað þar á milli.

 


mbl.is Enginn með allar tölur réttar í lottóinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írak

Nú hefur utanríkisráðherra ákveðið að kalla heim þann eina íslending sem eftir er í friðargæslu í Írak en friðargæsluliðinn er reyndar titlaður majór og er þar af leiðandi hermaður.  Mjög hafa verið skiptar skoðanir á þessari ákvörðun.  Geir H. Haarde hefur sagt að þetta væri ekki rétt ákvörðun og Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra hefur gagnrýnt Ingibjörgu Sólrúnu mjög fyrir þetta mál og gengið svo langt að tala um að Ísland væri að hlaupa frá þeirri ábyrgð að koma á friði í Írak.  Mér skilst að þessi eini íslendingur sem er í Írak sé kona að nafni Herdís og mikið hlýtur hún að vera öflug kona ef friður í Írak veltur á því hvort hún er þar eða ekki.  Eins og Davíð Þór Jónsson sagði í viðtali á Stöð 2 í kvöld væri gott að fá Herdísi heim og senda hana í miðbæ Reykjavíkur um helgar því ef henni hefðist tekist að tryggja frið í Írak yrði hún fljót að koma loksins á friði í miðbæ Reykjavíkur.

Mér finnst þessi ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar hárrétt og sýna í verki að við viljum ekki vera bendluð við það sem fram fer í Írak þessa daganna.  Nógu slæmt var þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson létu Bush plata sig að styðja innrásina í Írak á sínum tíma og í ljósi þess er kannski skiljanlegt að Geir H. Haarde og Valgerður Sverrisdóttir reyni að verja gerðir sinna föllnu foringja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband