Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Evran

Þótt meirihluti þjóðarinnar sé hlynnt því að taka upp evruna eins og helstu fjármálamenn þjóðarinnar, þá leyfir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sér að gera grín að þeim fræðimönnum sem komið hafa hingað til lands að ræða þessi mál og kallar málflutning þessara manna hlægilegan og reynir eins og hans stíll hefur alltaf verið að gera grín að þeim sem ekki eru honum sammála.  Davíð verður að fara að átta sig á því að hann er ekki lengur í stjórnmálum.  Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í útvarpsfréttum í dag að ein af ástæðum þess að svo margir horfðu til þess að taka upp evru vera þá að hagstjórn Seðlabankans hefði brugðist og ætli það sé ekki málið hjá Davíð að hann veit að með upptöku á evru væri Seðlabankinn nánast óþarfur.  Eina sem Davíð og félagar í Seðlabankanum hafa gert er að halda vöxtum í landinu mjög háum.  Ég er ekki sérfræðingur í efnahagsmálum en hlusta þó á rök þeirra manna sem eru á kafi í þeim málum alla daga og mun meira mark tek ég á forustumönnum Kaupþings, Glitnis, Landsbanka Íslands og fleiri fjármálafyrirtæki heldur en uppgjafarstjórnmálamanni eins og Davíð Oddsyni.

Það eina sem er hlægilegt í þessu máli er Davíð Oddsson og félagar í Seðlabankanum.


mbl.is Meirihluti þjóðarinnar hlynntur því að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varað við víni, fé, og kynlífi

Nú hafa yfirmenn hersins í Norður Kóreu látið þau boð út ganga, að óbreyttir hermenn skuli einkum varast vín, kynlíf og peninga.  Þetta þrennt sé eitur, sem grafi undan hinni kommúnísku trú.  Áfengi, kynlíf og peningar eru eitur, sem sýkja hugann og trúartraustið.  Þetta kemur fram í ritlingi sem dreift hefur verið meðal hermanna.  Þar hafið þið það og kannski Björn Bjarnason, ráðherra verði með eitthvað svipað þegar honum tekst að stofna íslenskan her sem er hans æðsti draumur.  Þetta kann að vera skýring á því af hverju Bandaríkjamönnum gengur svona illa í Írak.  Eru þeir með allan hugann við annað en hermennskuna ? 

Vinnumálastofnun

Það er ekkert skrýtið að þessi stofnun skuli klúðra hverju málinu á fætur öðru fyrst forstjórinn talar svona.  Það tókst nú ekki betur til í lausn tveggja undirverktaka Arnarfells eftir margra klukkutíma fundarhöld að allir starfsmennirnir sem ekki höfðu verið skráðir fengu sömu kennitölu.  Ég held að Gissur Pétursson verði að líta sér nær áður en hann lætur út úr sér svona kjaftæði.
mbl.is Gagnrýni á Vinnumálastofnun „óþolandi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný bók

Nú hefur Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra ákveðið að láta gefa ú bók um hið íslenska tryggingakerfi, það er að segja tilraun til að túlka allar þær reglugerðir og lög sem Tryggingarstofnun ríkisins starfar eftir en eins og margir vita er þar um að ræða þvílíkan frmskóg að jafnvel starfsmenn TR eru í vandræðum með að skilja það sem þeir eiga þó að vinna eftir hvað þá með viðskiptavini TR.  Þetta finnst mér gott framtak hjá ráðherra og á hann hrós skilið fyrir.  Eitt fannst mér athyglisvert í sambandi við fréttatilkynningu um þessa bók að nefnt var að hún yrði henntugt uppflettirit fyrir lögmenn.  Er með þessu verið að segja okkur öryrkjunum að vissara sé að hafa lögmann sér við hlið í samskiptum við þessa stofnun til að forðast að verið sé að brjóta á okkur.  Mér finnst að TR eigi sjálf að sjá um að upplýsa sína eigin starfsmenn um rétt vinnubrögð en ekki velta því yfir á viðskiptavinina og ég sem öryrki sé ekki hvernig ég á að hafa efni á slíkum kostnaði.  Mín samskipti við starfsfólk TR hafa verið góð og ég hef fengið aðstoð í ýmsum málum sem ég vissi ekki um að ég ætti rétt á og finnst mér að verið sé að gera lítið úr því ágæta starfsfólki sem er hjá TR, þótt auðvitað sé alltaf einn og einn svartur sauður inn á milli en það má ekki dæma heildina eftir því.  Auðvitað verðum við að sína þessu starfsfólki eðlilega kurteisi en ekki vera með frekju og yfirgang og heimta og krefjast meir og meir.  Það er ekki við þetta starfsfólk að sakast þótt okkar kjör séu léleg og til skammar.  Á því bera stjórnvöld á hverjum tíma fulla ábyrgð og við kjósendur að hluta til líka því við kjósum í lýðræðislegum kosningum og þótt flokkar svíki hinsvegar oft það sem þeir lofa er ekki við starfsfólk TR að sakast.  Við eigum að láta reiðina bitna á réttum aðilum þ.e. þeim sem bera ábyrgðina, þetta er klaufarleg frétt af annars ágætu framtaki ráðherra, sem hefur með þessu framtaki viljað gera vel.  Það þætti broslegt ef einhver banki benti sínum viðskiptavinum á að öruggara væri að hafa með sér lögmann í viðskiptum við viðkomandi banka.  Mín skoðun er sú að þessari bók ætti að dreifa frítt til aldraðra og öryrkja við munum klára að lesa þetta án lögfræðiaðstoðar.

Flugfargjöld hækka

Það var frétt í Mbl. í morgun um hækkun flugfargjalda hjá Flugfélagi Íslands og kostar orðið meira að fljúga innanlands en t.d. til Kaupmannahafnar, London og Glasgow.  Fargjöldin eru frá 23.900,- uppí 35.560,-   Árni Gunnarsson framkvæmdarstjóri félagsins útskýrir þessa hækkun þannig:

1.     Hækkun á aðföngum til félagsins. (Þessi rök er hægt að skilja).

2.     Verðið hafi ekki verið hækkað síðan í fyrra.  (Eru það einhver rök að verð þurfi að hækka á hverju ári).

3.     Síðan segir Árni "Til þess að geta áfram haldið úti lægstu fargjöldum hafi orðið að hækka fargjaldið og segir að fargjöldin séu frá fjögur þúsund og upp úr og tekur síðan fram að hann eigi ekki von á frekari hækkunum á þessu ári". Enda segir það sig sjálft að miðað við rök nr. 2 hér að ofan að búið er að hækka á þessu ári vegna þess að það hafði ekki verið gert síðan í fyrra.  Ég marg las þessa frétt til að reyna að skilja hvað maðurinn var að fara, en ég náði því aldrei að  forsenda til að geta boðið upp á lægstu fargjöldin hafi þurft að hækka fargjöldin.  Síðan segir framkvæmdastjórinn að innanlandsflugið sé í raun helmingi ódýrari en millilandaflugið ef fargjöldin séu borin saman og það gerði ég og hjá Icelandair kostar ódýrasta farið til Kaupmannahafnar kr. 16.670,- og dýrasta kr. 65.070,- til London er ódýrasta verðið kr. 16.380,- og dýrasta verðið kr. 66.780,- til Glasgow er ódýrasta verðið 15.340,- og dýrasta verðið kr. 66.780,-.  Hjá Iceland Express er boðið uppá ferðir til allra helstu borga Evrópu fyrir kr. 15.990,-   Ég er kannski svona heimskur og hef ekki mikið vit á flugrekstri en sé þó á þessum samanburði að ekki stenst að verðið sé helmingi ódýrara í innanlandsfluginu.  Kannski er Árni með það í huga að ef hann hækkar fargjöldin nógu mikið sem hann segir vera forsendu fyrir að bjóða lág fargjöld þá náist að hafa innanlandsflugið 50% ódýrara.

En eftir stendur sem rök varðandi þessa hækkun á flugfargjöldum að hún á í reynd að koma öllum til góða, því hún er forsenda fyrir að hægt sé að bjóða ódýr fargjöld.  Þetta er þvílíkt bull að ég nenni ekki að reyna lengur að skilja það.


George W Bush

Aumingja maðurinn að vera alltaf grenjandi.

Hvað skyldi nú vera þess valdandi að hann þurfi að leyna ótta sínum.  Ætli óttinn komi ekki til af því hvað hann hefur gert mikið sem hann skammast sín fyrir og öll manndrápin víða um heim.

Ekki vorkenni ég honum.  Hann má gráta eins og hann getur mín vegna. 


mbl.is George W. Bush: „Ég tárast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kattaræningi

Já þær eru margar leiðirnar sem menn fara til að ná sér í pening fyrir lítið, 

Afhverju gaf hún manninum ekki bara köttinn. 

Annars er fólk í Bandaríkjunum svo ruglað þegar kemur að dýrahaldi að ótrúlegt er, t.d. er alltaf að aukast þar í landi að fólk arfleið gæludýr sín að miklum auðævum og frægt er þegar fólk er að ættleiða hvali og aðrar slíkar skepnur og greiðir síðan stórfé fyrir að fara í skoðunarferðir út á sjó og því er þá sýndir hvalir og gegn gjaldi er hægt að benda fólki á ákveðinn hvað og segja, þetta er hvalurinn þinn.


mbl.is Ákærður fyrir að hóta að ræna ketti móður sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband