Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Hæsti maður heims

Ultan Kosen, hæsti maður í heimi, er væntanlegur til Íslands í tilefni af útkomu nýjasta bindis heimsmetabókar Guinness. Sultan var útnefndur hæsti maður heims fyrir um mánuði síðan en hann mælist 2,465 metrar á hæð.

Hvernig ætli maðurinn komist inn í venjulega flugvél? Annað hvort verður hann að liggja eða gera gat á þak vélarinnar þar sem hausinn stæði upp úr.


mbl.is Hæsti maður heims á leið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænmeti

Vegna aukinna álagna íhuga margir grænmetisbændur nú að hætta vetrarræktun. Fyrirhugaður umhverfisskattur vekur þeim hroll en ekki er útséð með hvort hann verður lagður á þá.

Á líka að reyna að drepa biður þessa atvinnugrein?  Hvar er nú andskotans landbúnaðarráðherrann, með öll sín fögru loforð.


mbl.is Einkaleyfi á dreifingu er þungur baggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austur -Þýskaland

Leyniþjónusta Vestur-Þýskalands safnaði skrítlum frá Austur-Þýskalandi á þeim árum þegar járntjaldið aðskildi löndin. Skrítlurnar þóttu vera góð vísbending um óánægju Austur-Þjóðverja, en þar gat verið saknæmt að segja brandara.

Ég var svo heppinn að vera staddur í Þýskalandi þegar löndin tvö sameinuðust.  Nánar tiltekið í borginni Trier í Móseldalnum.  Þvílík fagnaðarlæti hef ég aldrei séð hvorki  fyrr eða síðar.  Bjórinn flæddi um allt og allar krár höfðu allt frítt og fólkið dansaði á götunum af gleði.  En síðar var fögnuðurinn ekki eins mikil, þegar í ljós kom að fjárhagur Austur-Þýskalands var svo slæmur að við lá að sameiningin setti hið fjársterka Vestur-Þýskaland á hliðina.


mbl.is Leyniþjónusta safnaði bröndurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SkjárEinn

Frá miðjum nóvember næstkomandi verður sjónvarpsstöðin SkjárEinn áskriftarstöð. SkjárEinn verður þá sendur út í læstri dagskrá. Áskrift mun kosta 2.200 kr. á mánuði en ekki verður byrjað að innheimta áskriftargjöld fyrr en 1. desember.

Þar kom að því og þá er bara ein sjónvarpstöð eftir, sem ekki þarf að greiða fyrir en það er áróðursstöðin hans Ingva Hrafns Jónssonar ÍNN, enda yrðu fáir til að greiða fyrir áróður Sjálfstæðisflokksins.  SkjárEinn verður að lúta í lægra haldi fyrir RÚV sem eru fyrirferðamiklir á auglýsingamarkaðinum.


mbl.is SkjárEinn verður áskriftarstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Straumsvík

Komið hefur berlega í ljós í starfshópi í Karphúsinu að orkuskattshugmyndin í fjárlagafrumvarpinu hefur sett öll áform um verklegar stórframkvæmdir í orkugeiranum í mikla flækju.

Hvað ætla stjórnvöld að gera í atvinnumálum landsins?  Þau gera allt sem í þeirra valdi er til að viðhalda hinu mikla atvinnuleysi, sem nú er og stoppa hverja stórframkvæmdina eftir aðra.  Það er búið að setja í uppnám framkvæmdir við nýtt álver í Helguvík og gagnaver á Miðnesheiði allt vegna lagningu á rafmagnslínum til Suðurnesja, vegna sjónmengunar.  Einnig eru stjórnvöld að setja fótinn fyrir byggingu álvers á Bakka við Húsavík.  Nú er komið að Straumsvík.  Fyrirtækið RIO Tintd Alcan, sem á álverið í Straumsvík ætlaði að fjármagna stækkun álversins, en um leið og þeir fréttu af fyrirhuguðum stóriðjuskatti kipptu þeir að sér höndum.  Þetta mun hafa þau áhrif að erlendir fjárfestar vilja ekki taka þátt í uppbyggingu atvinnulífsins á Íslandi í næstu framtíð.  Það er bara eitt orð um þessa framkomu ríkisstjórnar Íslands, sem er:

RUGL


mbl.is Kipptu að sér höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunblaðið

Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar RÚV í gærkvöldi um ástæður þær sem lágu að baki ákvörðunar hans og fleiri starfsmanna á viðskiptablaði Morgunblaðsins að láta af störfum hjá Morgunblaðinu.

Auðvitað var ástæðan fyrir öllum þessum uppsögnum ráðning Davíðs Oddsonar, sem ritstjóra blaðsins, starfsmennirnir þora bara ekki að viðurkenna það á meðan þeir eru að vinna eða fá greiddan uppsagnarfrestinn.


mbl.is Yfirlýsing vegna fréttar RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsökunarbeiðni

Nú hefur það verið upplýst að bruninn í Lifrasamlaginu í Vestmannaeyjum, sem ég skrifaði um í gær, var EKKI af mannavöldum, heldur er sagt að eldsupptök séu ókunn, sem þýðir að eftir er að rannsaka málið.  Þar sem ég vil hafa mín skrif sem réttust og sönn ætla ég að LEIÐRÉTTA, mín skrif í gær hér með.  Sá maður sem ég heyrði í á einhverri útvarpstöð og sagðist vera lögreglumaður í Eyjum, reyndist vera einhver hlustandi og var að grínast með þennan bruna og það voru mín mistök að taka það sem sannleika.  En hinsvegar get ég viðurkennt að þegar ég lendi í ritdeilum, þá hef ég gaman af æsa fólk upp og láta það skrifa allskonar vitleysu, þótt ég viti sjálfur að ég hef rangt fyrir mér.  Því vil ég segja þetta;

ÉG BIÐ ALLA VESTMANNAEYINGA AFSÖKUNAR Á MÍNUM SKRIFUM Í GÆR OG SÉRSTAKLEGA EIGANDA LIFRASAMLAGSINS, SEM ÉG VEIT AÐ HEFUR ORÐIÐ FYRIR MIKLU TJÓNI.

Af kynnum mínum við fólk úr Eyjum veit, ég að þar býr gott, harðduglegt og heiðarlegt fólk.

Ég vona að Eyjamenn taki þessa afsökunarbeiðni mína til greina og við ljúkum þessum leiðindum í góðri sátt.


Brandari dagsins

Þar sem ég er ekki búinn að finna bókina góðu verð ég að breyta aðeins til.

Gamall hjartveikur maður kom til læknis síns í skoðun og í óspurðum fréttum sagði hann við læknirinn;

"Nú er ég að fara að gifta mig á næstu helgi ungri og fallegri konu"  Til hamingju svaraði læknirinn og spurði; "Hvað er nú konan gömul? " "Hún er 25 ára en er alveg sama þótt ég sé 80 ára" sagði sá gamli. 

læknirinn hugsaði sig aðeins um og sagði svo;

"þar sem þú ert orðin 80 ára og veikur fyrir hjarta ætla ég í vináttu að gefa þér gott ráð"Þú skalt fá þér ungan leigjanda,svo þú drepir þig nú ekki á að sinna kynþörf þessarar ungu konu."  "Því lofa ég" sagði sá gamli.

Um ári síðar hittust þeir á götu læknirinn og gamli maðurinn.  Læknirinn spurði;

"Hvað er að frétta af nýju konunni"?  " Hún er orðin ólétt" svaraði sá gamli,

"En hvað er að frétta af unga leigjandanum?" spurði læknirinn. 

"Hún er ólétt líka" svaraði sá gamli og gekk í burtu.


Íslandsbanki hf.

Þrjátíu og sjö milljarðar króna, sem ríkið hafði lagt Íslandsbanka til sem hlutafé, mun ganga til baka til ríkisins eftir að skilanefnd Glitnis ákvað í dag að eignast 95 prósenta hlut í Íslandsbanka.

Ég hef aldrei náð að skilja hvaða fyrirbæri þessar skilanefndir eru.  Þær virðast vera sjálfstæðar stofnanir og standa í ýmsum viðskiptum.  En hvaðan fá þær peninga í þessi viðskipti?  Nú hefur ein þeirra eignast 95% hlut í Íslandsbanka vonandi er það gert í nafni erlendra kröfuhafa og þá er von til þess að rekstur þess banka verði í lagi.


mbl.is Eignast 95% hlut í Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Banka-bónusar

Starfsmenn fjárfestingabanka eiga von á því að fá greidda háa bónusa í ár á sama tíma og væntingar aukast á fjármálamarkaði. Á vef breska blaðsins Times kemur fram að einungis einu ári frá því að efnahagur heimsins nánast hrundi með þeim afleiðingum að skattgreiðendur þurftu að bjarga bönkunum þá er útlit fyrir að fjárfestingabankarnir skili gríðarlega góðri afkomu.

Ætli spillingarpakkið í íslensku bönkunum fari nú ekki af stað líka og heimti bónusa.  Annars vekur það furðu hvað hljótt hefur farið með uppgjörin við stjórnendur gömlu bankanna.  En þeir eru búnir að fá greitt sinn uppsagnarfrest og alla þá bónusa sem þeir höfðu samið um.  Við uppgjörin var miðað við þau ofurlaun, sem þessir menn voru á.  T.d. mun Hreiðar már Sigurðsson hafa fengið greitt 6 mánuði í uppsagnarfrest og mánaðarlaun hans voru miðuð við fyrri laun eða 20 milljónir á mánuði.  Þannig að nú er búið að greiða þessum hetjum mörg hundruð milljónir, sem að lokum lendir á íslenskum skattgreiðendum.  Meira að segja fengu fyrrum bankastjórar Landsbankans sérstakan bónus fyrir þá snilldar hugmynd að stofna Icesave-reikninganna í Bretlandi og Hollandi.  Ef lögð er saman allar greiðslur sem þessir menn fengu fyrir stuttu síðan þá er hún hærri en öll Icesave-skuldin.  Ekki virðist hafa hvarflað að nokkrum manni að kyrrsetja þessa peninga.


mbl.is Búast við háum bankabónusum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband