Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Meirihluti þeirra sem tóku þátt skoðanakönnun Fréttablaðsins vill að ríkisstjórnin segi upp samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 58% segja upp samningnum en 42% sögðust andvíg uppsögn hans.  Þetta mun hafa verið 800 manna úrtak og svarhlutfall tæp 80% þannig að um 640 manns svöruðu og 58% af þeim eru um 320 manns.  því segir þessi könnun nú lítið um afstöðu allra landsmanna.

Það sem er merkilegt við þessa frétt að 65% Sjálfstæðismanna vilja segja þessum samningi upp.  En það var einmitt ríkisstjórn Geirs H. Haarde. sem óskaði eftir þessum samningi.  En fólk er fljótt að gleyma og kannski man enginn lengur eftir Geir H. Haarde. Ég held að það væri nú að fara úr öskunni í eldinn, að rjúka nú til og segja upp þessum samningi.  Loksins þegar hann er farinn að vinna með okkur en ekki á móti eins og var áður. 


mbl.is Meirihluti vill segja upp samningi við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atorka

Allt hlutafé í Atorku Group verður fært niður og kröfuhafar félagsins munu eignast það að fullu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stjórn Atorku hefur boðað til hluthafafundar næsta miðvikudag, 21. október, þar sem drög að nauðasamningi verða kynnt hluthöfum.

Eitt fyrirtækið enn sem kröfuhafar yfirtaka.  Þar með eru Samherjapeningarnir farnir að minnka hjá Þorsteini Vilhelmssyni, sem stofnaði þetta félag.  En Þorsteinn fékk 3 milljarða fyrir sinn hlut í Samherja hf. þegar hann seldi sinn hlut í því félagi.  En ætli hann eigi ekki einhvers staðar nokkur hundruð milljónir geymdar á góðum stað.  Varla hefur hann lagt alla peningana í Atorku, sem hann stofnaði með Landsbanka Íslands. En félag í hans eigu á hið mikla glerhýsi við Laugarveg, sem hýsir m.a. Kauphöll Íslands og einhverjar leigutekjur hefur hann af því húsi.


mbl.is Hlutafé í Atorku fært niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innherjaviðskipti

Bandarísk stjórnvöld ákærðu í dag stjórnanda vogunarsjóðs og fimm aðra fyrir innherjasvik í tengslum við hlutabréfaviðskipti. Eru mennirnir grunaðir um að hafa hagnast um 20 milljónir dala með því að nýta sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf Google, Hilton Hotels Corp. og fleiri fyrirtækja.

Þeir eru sneggri en við að afgreiða málin, því vitað er að svona viðskipti voru stunduð hér á landi í stórum stíl. Til dæmis liðu ekki nema 5 dagar frá því að upp komst um svikamyllu Murdoffs, þar til hann var kominn í fangelsi.  Miðað við þann vinnuhraða, sem er hjá okkur í rannsókn vegna bankahrunsins, má reikna með að það komi til með að aka 10-20 ár að ljúka þeim málum og þá verða þau sennilega öll orðin fyrnd og ekkert hægt að gera.


mbl.is Ákærðir fyrir stórfelld innherjasvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyrishöftin

Fyrstu skref til afnáms gjaldeyrishaftanna verða stigin fyrir 1. nóvember, að sögn Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Fyrsta skrefið felst í því opna fyrir innstreymi fjármagns.

Það var mikið að eitthvað á að gera af viti og vonandi kemur veruleg vaxtalækkun í kjölfarið, svo allt atvinnulífið getu farið að starfa eðlilega.  En af hverju er fyrst opnað bara fyrir innstreymi fjármagns.  Hér er mikið af fjármagni bundið í svokölluðum Jöklabréfum.  Það fjármagn þarf að komast út og best að það gerist sem fyrst og taka skellinn af því strax en ekki velta þeim vanda á undan sér.  Þegar við erum laus við það fjármagn er hægt að byrja að byggja upp með hreint borð.


mbl.is Gjaldeyrishöftum aflétt fyrir lok líðandi mánaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðahvalveiðiráðið

Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, segir að á tveggja vikna fundi 12 ríkja í ráðinu, sem lauk í Santiago í Chile í gær, hafi niðurstaðan verið sú að hvalveiðiríki og ríki andstæð hvalveiðum vilji ná málamiðlunarsamkomulagi sem feli í sér aukna verndun hvalastofna og bætta stjórnun hvalveiða.

Þetta er rugl, að ætla sér að ná samkomulagi í þessu ráði með því að samþykkja aukna verndun hvalastofna, er ekkert samkomulag.  Heldur uppgjöf hvalveiðiþjóða fyrir þeim ríkjum sem eru andstæð hvalveiðum.  Það má aldrei ske að hvalveiðum verði hætt, það á frekar að stórauka þær.  Hvalirnir éta óhemju af æti frá fiskistofnunum og sumar tegundir éta sjálfan fiskinn.  Ef hvalveiðum verður hætt í Norður-Atlandshafi er fiskveiðum sjálfhætt. því annað hvort er fiskurinn dauður úr hungri eða hvalurinn er búinn að éta upp fiskistofnanna.


mbl.is Miðar í rétta átt hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Héraðsskólar

Nánast er fullbókað út veturinn í skólabúðirnar í Reykjaskóla í Hrútafirði þar sem grunnskólanemendum gefst kostur á að dvelja í viku í senn við óhefðbundið skólastarf.

Af hverju er þetta bara haft í viku í einu og óhefðbundið skólastarf?  Þegar héraðsskólarnir störfuðu á sínum tíma voru nemendur þar allan veturinn og höfðu mjög gott af.  Nú eru rúm 30 ár síðan ég var í héraðaskólanum að Núpi í Dýrafirði og sú lífsreynsla gerði mig sjálfstæðari og betri námsmann er ella.  Þar var maður allan veturinn.  Aðeins farið heim í jóla- og páskafrí.  Þarna kynntist ég krökkum nær af öllu landinu og svo skemmtilega vildi til að þegar ég var við nám á Bifröst í Borgarfirði 1969-1971, voru þar margir nemendur sem ég hafði kynnst á Núpi. Ég er enn í dag að hitta fól sem var á Núpi um leið og ég.


mbl.is Skólabúðir vel sóttar eftir stutta lægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlaun

Fyrirtækið Léttitækni á Blönduósi fékk nýlega hvatningarverðlaun frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, en þau verðlaun hafa verið veitt árlega frá árinu 1999.

Ég er alltaf mjög hrifinn af öllum verðlaunum og finnst það mikil afturför, þegar hætt var að veita nemendum í grunnskólum verðlaun fyrir góðan námsárangur.  En einhver sérfræðingur fann það út að verðlaun í grunnskólum sköpuðu leiðindi og mismun í skólunum.  En hvað er hægt að hugsa sér ánægjulegra, en þegar 6-7 ára börn fá verðlaun fyrir góðan námsárangur.  Bæði mun það veita börnunum mikla ánægju og hvetja þau til að gera betur.


mbl.is Hvatningarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari dagsins

Þegar ákveðið var að halda spurningakeppni í litlum bæ í Bandaríkjunum, ákváðu nokkrar ljóskur að vera með ljósku-lið í keppninni.  Þær völdu sinn fulltrúa og mættu svo margar að þær nær fylltu salinn þar sem keppnin var haldinn.  Það voru margir fulltrúar búnir að svara öllum spurningunum rétt, þegar röðinn kom að fulltrúanum fyrir ljóskurnar.  Hún kom sér vel fyrir í stólnum og brosti sínu blíðasta, síðan byrjuðu spurningarnar.  Spyrillinn spurði:

"Hvað eru 2+2?"

ljóskan svaraði um leið "Það eru 22"

Rangt sagði spyrillinn.  

Þá öskraði allar ljóskurnar í salnum;

"Gefðu henni annan séns"

þá spurði spyrillinn

 "Hvað eru 1+1 ljóskan svaraði um leið "Það eru 11" 

Rangt sagði spyrillinn og aftur öskruðu ljóskurnar "gefðu henni annan séns"

Þá spurði spyrillinn:

"Hvað eru 23+23 "Það eru 46" svaraði ljóskan og áður en spyrillinn hafði geta sagt hvort svarið væri rétt eða rangt.

Öskruðu nú ljóskurnar í salnum enn hærra en áður; "Gefðu henni annan séns."


Álfabyggð

Eigandi Hólshúss við Bárustíg í Vestmannaeyjum varar við því að hróflað verði við klöpp á bakvið húsið því þar búi álfar. Vestmannaeyjabær hefur kynnt hugmynd um að leggja göngustíg þar sem klöppin stendur.

Alveg er ég sammála eiganda Hólshúss, það getur verið stórhættulegt að hrófla við álfabyggðum.  Ef slíkt er gert þá má búast við að hræðilegir atburðir muni ske, fljótlega.


mbl.is Ekki verði hróflað við álfabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Makríll

Norðmenn biðla nú til landa Evrópusambandsins um að opnað verði á ný fyrir makrílveiðar þeirra í lögsögu ESB. Í bréfi sem sent var öllum aðildarþjóðum ESB segir að verði ekki orðið við beiðninni geti viðræður í haust um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir 2010 orðið sérstaklega erfiðar.

En hvað með Ísland?  Verður sömu vitleysunni haldið áfram hér á landi, það er að moka upp makríl í bræðslu á sem skemmstum tíma.  Þetta er gott dæmi um hvaða hagsmuni íslenskur sjávarútvegur hefur af því að Ísland gangi í ESB.


mbl.is Noregur deilir við ESB um makríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband