Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Sterk kona

Jóhanna Eivinsdóttir Christiansen sýndi það og sannaði í Vetrargarðinum í Smáralind í dag að hún er sterkast kvenna á Íslandi. Annað sætið í keppninni hlaut Ragnheiður Martha Jóhannsdóttir, en þriðja sætinu deildu þær Katrín Eva og Thelma Snorradóttir.

Nú verða karlarnir að fara að vara sig, þegar þetta vígi, sem hefur hingað til verið karlaveldi, en er nú fallið til kvenna.  Svona heldur þetta áfram þar til konur ráða öllu á Íslandi og er það gott því sannað er að konur eru mun gáfaðri en karlar.


mbl.is Jóhanna kvenna sterkust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi

„Við viljum að fátækt og baráttan gegn henni byggist á virðingu fyrir mannréttindum,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.

Það er sama hvaða ríkisstjórn hefur verið við völd á Íslandi, þá eru mannréttindi hugtak, sem engin ríkisstjórn veit hvað er.

Þegar álit Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um að íslenska kvótakerfið væri brot á mannréttindum, þá var látið nægja að Einar K. Guðfinnsson, sem þá var sjávarútvegsráðherra, skrifaði nefndinni bréf og sagði að öðrum þjóðum þætti þetta kerfi til fyrirmyndar og LÍÚ hefði fullyrt að svo væri og studdist við ákveðin dóm Hæstaréttar.

Þannig að mannréttindabrot eru lögleg á Íslandi.


mbl.is Baráttan byggist á virðingu fyrir mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smygl

Tollgæslan fann í byrjun október við hefðbundið eftirlit talsvert magn stera í vörusendingu til fyrirtækis. Í sendingunni var loftpressa og höfðu sterarnir verið faldir í loftkút hennar.

Þeir eru miklir snillingar við að finna góða felustaði fyrir smyglvarning þessir menn.  En eru sterar nokkuð hættulegir.  Ég hef heyrt að þeir bæti heilsu fólks, geri fólk sterkara og hraustara, en það má víst ekkert gera í þessu landi. 

Allir eiga að vera aumingjar, sem ekkert geta.


mbl.is Reyndu að smygla sterum í loftpressu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðuneytisstjóri

Sérstakur saksóknari rannsakar nú sölu Baldurs Guðlaugssonar á hlutabréfum í Landsbankanum á meðan hann var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Þetta kom fram í kvöldfréttatíma Ríkissjónvarpsins.

Baldur seldi þessi hlutabréf sín eftir að hann fór með Björgvin G. Sigurðssyni á fund Darling, fjármálaráðherra Bretlands.  Á þeim fundi var rætt um slæma stöðu Landsbankans í Bretlandi, strax við heimkomuna seldi Baldur sín hlutabréf í Landsbankanum og ætla síðan að halda því fram að hann hafi ekkert vitað um slæma stöðu Landsbankans fyrr en hann las það í einhverju dagblaði, stenst ekki.  Ég er þeirra skoðunar að æðstu embættismenn verði á hverjum tíma að upplýsa um öll sín fjármál og tengsl við fyrirtæki, þegar þeir eru ráðnir.  Einnig ætti að banna þeim öll afskipti af fjármálum fyrirtækja og hlutabréfabraski.  Best væri þó að þegar ný ríkisstjórn tekur við verði skipt um alla ráðuneytisstjóra og ráðningatíminn miðað við þann tíma, sem viðkomandi ríkisstjórn situr.  Alveg á sama hátt og ráðning aðstoðarmanna ráðherra eru miðuð við.  


mbl.is Hlutabréfasala ráðuneytisstjóra rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykur í íbúð

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að fjölbýlishúsi í Álftahólum í Breiðholti um þrjú leytið í dag vegna tilkynningar um reyks í húsinu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var töluverður reykur í íbúð og reykskynjari í gangi.

Það á sama við um þetta mál og um dýnuna, sem ég var að skrifa um áðan.

Kæruleysi og aftur kæruleysi.


mbl.is Gleymdist að slökkva undir potti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave

Niðurstaða er fengin í Icesave-viðræðum íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa íslensk stjórnvöld fallist á að fyrirvörum, sem Alþingi samþykkt í sumar verði breytt og að Íslendingar taki á sig auknar byrðar frá því sem þá var gert ráð fyrir.  Þau eru þrautseig, Steingrímur og Jóhanna við að ljúka þeim verkefnum sem þau taka að sér.  Nú þarf málið að fara aftur fyrir Alþingi og Sjálfstæðisflokkurinn getur endursýnt leikritið, sem hann setti á svið í sumar.
mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bruni

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu reykræsti einbýlishús í Grafarvogi í nótt eftir að kviknað hafði í dýnu út frá leslampa en rétt viðbrögð húsráðanda komu í veg fyrir að eldur breiddist út.

Þetta er ekki merkileg frétt, að ein dýna brenni út frá leslampa,en segir okkur þó að leslampar geta verið stórhættulegir ef þeir eru ekki meðhöndlaðir rétt.  Það er með ólíkindum hvað sumt fólk getur verið kærulaus.  Í þessu tilfelli skildi eigandi íbúðarinnar leslampa, sem kveikt var á eftir liggjandi á dýnu og fór síðan út.


mbl.is Leslampi kveikti í dýnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari dagsins

Pálmi labbar inn á bar og segir við barþjóninn;

"Ég ætla að fá bjór, einn handa mér, einn handa þér og einn handa öllum hér inni"

Allir fá bjór og eru kátir með það.  Um 20 mínútum síðar fer hann aftur á barinn og segir;

"Ég ætla að fá einn handa mér, einn handa þér og einn handa öllum, sem eru hér inni." og allir jafn kátir og áður. 

Í þriðja sinn fer hann á barinn og segir;

"Ég ætla að fá einn handa mér, einn handa þér og einn handa öllum, sem hér eru inni"  Svo þegar hann er búinn með bjórinn, þá labbar hann út án þess að borga. 

Barþjóninn hleypur á eftir honum og lemur hann í klessu.  30 mínútum síðar kemur hann aftur á barinn og segir;

"Ég ætla að fá einn handa mér og eins handa öllum hér inni." og þá segir þjóninn;

"Nú engin handa mér?"  "Nei þú ert svo leiðinlegur með víni".

 


Vanrækslugjöld

Vanrækslugjöld vegna óskoðaðra ökutækja hafa skilað yfir 150 milljónum í ríkissjóð. Í ár er í fyrsta sinn tekið hart á bifreiðaeigendum sem vanrækja að fara með bifreiðar sínar í skoðun. Það er sýslumannsembættið í Bolungarvík sem annast innheimtuna.

Þetta er ótrúleg upphæð, það er nú ekki mikið mál að fara með bifreið í skoðun.  En sumir virðast trassa allt sem hægt er.  Þetta er líka stórhættulegt því við skoðun kemur oft upp eitthvað sem þarf að laga svo bifreiðin sé í lagi.


mbl.is Vanrækslugjöld skila 150 milljónum í ríkissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill stjórmálamaður

Steingrímur J. Sigfússon er sennilega einn mesti stjórnmálamaður sem Ísland hefur átt í nokkra áratugi.  Hann gengur í þau mál sem honum eru falinn af fullum krafti og er óhræddur að taka nauðsynlegar ákvarðanir. þótt það sé óvinsælt.  Hann getur flutt blaðalaust þrumandi ræður og er svo vel gefinn að þótt hann tali blaðalaust virðist hann getað flett í huganum ræðunni fram og til baka.  Hann er fastur fyrir og gefur aldrei neitt eftir þótt reynt sé að þjarma að honum.  Hann á létt með að færa rök fyrir sínu máli.  Það er einmitt svona menn sem Ísland þarf á að halda þegar kreppir að.  Af formönnum flokkann kemst engin með tærnar þar sem Steingrímur hefur hælanna, nema helst Jóhanna Sigurðadóttir.  Við hlið hans virkar formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sem lítil barbe-dúkka, slíkur er munurinn.  Í öllum þeim erfiðleikum sem Ísland er í núna geta engir leitt Ísland í gegnum kreppuna, nema þau Steingrímur og Jóhanna.  Það er auðvelt að stjórna í góðæri og reynir lítið á ráðherra en í kreppu reynir fyrst á hæfileika manna.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband