Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Fiskvinnsla

„Vert er að taka fram að okkur ber að reyna með öllum ráðum að halda uppi atvinnustigi í landinu. Í ljósi þess langar mig að spyrja hæstvirtan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort hann geti beitt einhverjum ráðum til þess að auka fiskvinnslu hér í landinu,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurn til Jóns Bjarnasonar ráðherra.

Þarna er ég sammála Sigmundi Erni um aukna fiskvinnslu hér á landi.  Árlega flytjum við út árlega um 50-60 þúsund tonn í gámum af óunnum og óvigtuðum botnfiski, sem er mjög hátt hlutfall af allri veiðinni á botnfiski á Íslandsmiðum.  Þetta mun vera nálægt því sem Bretar veiddu hér við land áður en landhelgin var færð út í 200 sjómílur.  Væri nú ekki skynsamlegra að leyfa Bretum að veiða þetta magn sjálfir og bera þar með allan kostnað af veiðunum. Við fengjum í staðinn beinar greiðslur eða veiðiheimildir í þeim lögsögum sem Bretar hafa nú leyfi til að veiða.  Þar á ég við Barentshaf og Grænlandsmið.

Jón svarði því til að þetta mál væri í skoðun hjá ráðuneytinu og fór síðan að ræða um minni ýsukvóta, sem ekkert var verið að spyrja um, bara til að dreifa athyglinni annað.

Það er mín skoðun að á meðan Jón Bjarnason er sjávarútvegsráðherra verður þessu ekki breytt.  LÍÚ er á móti að þessu verði breytt og Jón virðist ætla að verða sama strengjabrúða hjá LÍÚ og allir fyrri sjávarútversráðherrar og gera ekkert varðandi sjávarútveginn nema með samþykki LÍÚ.  Hann hefur nú þegar afskrifað hugmyndina um innköllun veiðiheimilda vegna þess að LÍÚ var á móti þeirri leið.  Þar með hefur Jón brotið gegn stjórnarsáttmálanum og ætti að segja af sér strax.


mbl.is Fiskvinnslan verði heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari dagsins

Kaupsýslumaður utan af landi fór í viðskiptaferð til Reykjavíkur.  Hann hitti þar unga og huggulega konu og fékk að njóta ásta með henni næturlangt.  Umsamið verð fyri greiðan var 30 þúsund.  Daginn eftir mundi maðurinn að hann var ekki með á sér neitt lausa fé, bara greiðslukort, sem hann gat ekki notað til að greiða konunni.  Því samdi hann við hana um að ritari sinn myndi senda greiðsluna, það yrði búin til nóta og á henni stæði; "Leiga fyrir íbúð" svo allt liti nú vel út.  Með þetta skildu þau.  Þegar heim var komið fannst manninum að greiðslan 30 þúsund hefði ekki verið þess virði og hann fór að sjá aðeins eftir þessu, samviskan lét á sér kræla, enda var hann giftur.  Hann lét því ritara sinn senda konunni helming greiðslunnar eða 15 þúsund sem leigu fyrir íbúðina, ásamt eftirfarandi athugasemdum:

1.   "Það kom í ljós að íbúðin hefur verið notuð þess vegna er leigan of há".

2.  "Það var enginn almennilegur hiti í íbúðinni".

3.   Þessi íbúð var alltof stór til þess að líða vel í henni og hafa það notalegt".

"Því mun ég því ekki greiða nema 15 þúsund fyrir húsaleiguna."

Nokkru seinna barst kaupsýslumanninum eftirfarandi bréf frá konunni:

1.   Auðvitað hefur svona falleg íbúð verið notuð áður, annað væri heimska.

2.   Hitinn var nægur, en þú kunnir ekki að stilla hann.

3.   Íbúðin var ekki of stór, en þú hafðir engin almennileg húsgögn til að fylla upp í hana.

"Því krefst ég að þú greiðir umsamda leigu að fullu fyrir íbúðina.  Verði það ekki gert mun ég hafa samband við fyrri leigusala þinn!!!


Velferðaútgjöld

Heildarútgjöld hins opinbera til almannatrygginga og velferðarmála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr tæplega 5,7% af landsframleiðslu árið 1980 í ríflega 8,9% af landsframleiðslu 2008, en það samsvarar 132 milljörðum króna á því ári.

Hvernig skilgreina stjórnvöld velferðaútgjöld?  Ekki hef ég orðið var við að bætur öryrkja hafi hækkað, en aftur á móti voru þær LÆKKAÐAR sl. sumar og frítekjumarkið skorið niður í nánast ekkert, þannig að nú geta öryrkjar ekki unnið neitt nema að bætur skerðist.  Ég spyr því;

Hvar eru þessir peningar?.


mbl.is Velferðarútgjöld hafa vaxið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendir úr landi

Ungir jafnaðarmenn harma ákvörðun dómsmálaráðherra að senda fjóra hælisleitendur aftur til Grikklands. Í tilkynningu frá þeim kemur fram að meðal þeirra sé maður sem verið hefur undir læknishendi vegna mikils andlegs álags og drengur fæddur árið 1990.

Þetta er búið og gert og ekkert þýðir að væla meira um það.  Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra tók þessa ákvörðun á löglegan hátt og því verður ekki breytt úr þessu.

Hvernig ætli okkar þjóðfélag yrði ef við tækjum á móti öllum hælisleitendum.  Þar sem við erum aðeins 300 þúsund manna þjóð og ef við tækjum á móti öllum, þá myndu streyma hingað fólk frá öllum heimshornum í tug þúsunda tali og fljótlega yrði erlent fólk orðið yfir 50% af þjóðinni.  Allt þarf þetta fólk húsaskjól og vinnu.  Ætli íslendingar yrðu ánægðir ef íbúðir þeirra yrðu boðnar upp og inn í þær flyttu erlendir hælisleitendur.  Eru allir þeir sem hafa verið að gagnrýna Rögnu Árnadóttur tilbúnir til að leggja á sig auknar byrgðar til að þetta fólk geti sest hér að?  Í þeim þrengingum sem við erum nú eigum við nóg með að bjarga okkur sjálf og höfum ekki efni á að taka á okkur þær byrgðar sem munu fylgja hælisleitendum.


mbl.is Ungir jafnaðarmenn harma ákvörðun ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot

Hollenski bankinn DSB var í morgun úrskurðaður gjaldþrota. Hann var í síðustu viku settur undir stjórn Seðlabanka Hollands til þess að koma í veg fyrir áhlaup á bankann. Þá var gefinn frestur til að finna nýjan eiganda að bankanum. Sá frestur rann út í dag og reyndust tilraunir bankans árangurslausar.

Það er víðar en á Íslandi, sem bankar fara á hausinn, það fannst enginn kaupandi að þessum banka þótt mikið væri reynt.  Nú vantar íslensku útrásarvíkinganna, því þeir hefðu keypt þennan banka án þess að hugsa sig um.

Gott á Hollendinga.


mbl.is DSB gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðurnes

Atvinnumál á Suðurnesjum hafa verið mikið í umræðunni undanfarið.  Þar er atvinnuleysi mest á Íslandi, en heimamenn hafa verið ótrúlega duglegir að fá til sín stórfyrirtæki, sem gætu veitt mörg hundruð manns vinnu, ef ekki þúsundum.  Það er um að ræða álver og aflþynnuverksmiðju í Helguvík, Gagnaver og Sjúkrahús, á gamla varnaliðssvæðinu og fleiri hugmyndir hafa komið fram.  En allt er þetta stoppað af vegna fáránlegra hugmynda umhverfisráðherra um umhverfismat á lagningu háspennulínu til Suðurnesja, sem talin er valda sjónmengun.

Ef ekkert mannvirki má vera á Íslandi sem gæti valdið sjónmengun, þá yrði að hefja niðurrif húsa í stórum stíl og ófrítt fólk yrði að fara úr landi.  Þetta er fáránlegt andskotans kjaftæði og ekkert annað.

Sem fyrrverandi íbúi á þessu svæði skora ég á Suðurnesjamenn að loka Reykjanesbrautinni þar til úr þessu verður bætt.  Því ef allar þessar framkvæmdir kæmust í gang yrði atvinnuleysi útrýmt strax á Suðurnesjum og gott betur þarna yrðu líka til störf fyrir fólk af höfuðborgarsvæðinu, sem minnkaði atvinnuleysið þar.


Alcoa-Fjarðarál

Alcoa-Fjarðaál hefur lagt drög að byggingu kersmiðju við álver fyrirtækisins á Reyðarfirði. Um þessar mundir er verið að hanna mannvirki. Stjórn fyrirtækisins mun á síðari stigum taka ákvörðun um hvort af framkvæmdum verður, að sögn Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra Alcoa á Íslandi.

Þeir halda áfram að byggja upp atvinnulífið á Austurlandi hjá Alcoa-Fjarðarál.  Nú ætla þeir að byggja kerverksmiðju.  En kerin í álverksmiðjum endast ekki nema í 6-7 ár og þá þarf að skipta um.  Þetta hefur hingað til verið leyst í álverksmiðjum hér á landi með því að annað hvort eru keypt ný ker eða þau send erlendis til að fóðra þau á ný.  En nú á sem sagt að hefja framleiðslu á þessum kerum á Reyðarfirði.  Í þessari nýju verksmiðju munu starfa 40-50 manns og ef við reiknum með öllum hliðaráhrifunum,  þá er algengt að miða við að eitt starf í frumframleiðslu skapi þrjú önnur.  Því mun þessi verksmiðja auka störf á Austurlandi um nær 150 störf.  Nú er bara spurningin hvort ríkisstjórnin stoppi þessar framkvæmdir og veiti þessari verksmiðju EKKI starfsleyfi, það kæmi ekki á óvart.


mbl.is Alcoa vill kersmiðju eystra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari dagsins

Miðaldra kona kom inn í kvenfataverslun og ætlaði að kaupa brjóstahaldara. 

Afgreiðslustúlkan spurði

"Hvaða gerð það ætti að vera; "Hjálpræðisherinn", "Einræðisherrann" eða "Blaðamaðurinn" 

En aumingja konan skildi ekkert og spurði hver væri munurinn?

"Jú sagði afgreiðslustúlkan;

"Hjálpræðisherinn. lyftir þeim föllnu."  Einræðisherrann, sankar að sér eins miklu og hann getur." og "Blaðamaðurinn, gerir úlfalda úr mýflugu."


Lúkas

Fyrsta málið vegna hins svokallaða Lúkasarmáls verður þingfest fyrir héraðsdómi í næstu viku. Málið kom upp 2007 en þá var rétt rúmlega tvítugum pilti hótað öllu illu á netinu en hann lá undir grun um að hafa misþyrmt til dauða hundinum Lúkasi. Hundurinn fannst á lífi stuttu eftir fjölmennar minningarathafnir á Akureyri og í Reykjavík.

Það gekk mikið á vegna þessa hunds á sínum tíma og tvítugum pilti á Akureyri var kennt um að hafa drepið hundinn.  *Nú hefur pilturinn boðið um 50 aðilum, sem sendu honum tölvupóst með hótunum, sátt í málinu, en ekki munu allir hafa þegið það og þess vegna fer hann í mál við hina til að hreinsa mannorð sitt.


mbl.is Lúkasarmálið fer senn fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LOTTÓ

Enginn var með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og verður hann því fjórfaldur að viku liðinni. Lottótölur kvöldsins voru 20, 26, 31, 33 og 34, en bónustalan var 25.

Mikið er ég feginn því ég gleymdi að kaupa miða og þá verður potturinn fjórfaldur næst og gæti náð allt að 20 milljónum og þær vantar mig nauðsynlega.


mbl.is Enginn náði þreföldum lottópotti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband