Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Íslenska útrásin í Danmörk

Danska viðskiptablaðið Børsen fjallar í dag um liðna uppgangstíma á Íslandi undir fyrirsögninni: Íslenski loftkastalinn sem var sprengdur, og vísar þar til einnar bókar sænska höfundarins Stieg Larssons.

Þetta mun víst vera mjög athyglisverð bók og skrifuð af manni sem horfir á þetta ævintýri með öðrum augum en íslendingar gera. Þarna eru rakin hin miklu tengsl á milli íslenskra manna í viðskiptalífinu og öll þau félög sem stofnuð voru til að kaupa hvert í öðru og ná þannig upp miklu af fölsku eigin fé úr lofti.  Það vantaði ekki að íslenskir stjórnmálamenn vörðu þetta kerfi fram í rauða nótt.  Meira að segja sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins en hún var þá menntamálráðherra að ákveðinn hagfræðingur sem gagnrýndi íslenskt viðskiptalíf, að sá maður þyrfti að setjast á skólabekk aftur svo hann gæti rætt þessi mál með fullu viti.


mbl.is Íslenski loftkastalinn sem sprakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leigubílar

Leigubílastöðin Hreyfill-Bæjarleiðir fyrirhugar að koma fyrir eftirlitsmyndavélum í leigubílum á vegum stöðvarinnar og taki vélarnar myndir af aftur- og framsæti bílanna. Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við þetta svo framarlega sem upptökurnar eru ekki varðveittar lengur en nauðsyn krefur og farþegum verði veittar skýrar upplýsingar um vélarnar.

Ég segi nú bara eins og Davíð Oddsson hérna um árið; 

         "Svona gera menn ekki"

Með þessu erum við að fara út á vafasama braut og hver ætlar að hafa eftirlit með því að upptökur séu ekki varðveittar lengur en nauðsyn krefur.  Leigubílstjórar eru jafn misjafnir og þeir eru margir og geta hæglega tekið afrit fyrir sig ef þeir vilja og sagt svo að öllu hafi verið eytt.  Þeir sem oftast taka leigubíla er fólk sem hefur verið að skemmta sér og er undir áhrifum áfengis og þá verður fólk oft lausmála en ella.  Verður það næsta að fólk fer að lesa í Dagblaðinu að einhver þekktur einstaklingur hafi sagt eitthvað í leigubíl ákveðna nótt.  DV greiðir fólki fyrir ákveðnar fréttir og gæti þetta orðið viss tekjuleið hjá leigubílstjórum.  Eða verður komið á fót einni eftirlitsstofnunni í viðbót, sem gæti heitið;

Eftirlitsstofnun leigubifreiða.


mbl.is Eftirlitsmyndavélar í leigubíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær stöðu grunaðs manns

Breska sunnudagsblaðið Observer segir, að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sé líklega fyrsti bankastjórnandinn í Evrópu sem fær stöðu stöðu grunaðs manns í rannsókn tengdri fjármálakreppunni.

Jæja þá höfum við náð einu Evrópumeti.  Sigurður Einarsson er þá búinn að fá eina stöðu og vonandi fara nú að streyma eins og á færibandi auðmennirnir til að sitja við hlið Sigurðar.  Auðvitað fá bankastjórar gömlu bankanna einhverja dóma.  En það er ekki nóg, því enn eru starfandi í ábyrgða stöðum hjá nýju bönkunum fólk sem gegndi svipuðum stöðum í gömlu bönkunum.  Það á að hreinsa allt þetta lið út og reka allar skilanefndirnar sem settar voru yfir bankanna.  Þetta er allt sýkt af spillingu þetta bankalið.  Við verðum að leita út fyrir landsteinanna eftir nýju fólki og jafnvel að semja við einhvern erlendan banka um að reka þessa nýju banka fyrir okkur.


mbl.is Fyrstur til að fá stöðu grunaðs manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðungauppboð

Í lok september höfðu 166 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík það sem af er þessu ári. 38 eignir voru seldar á nauðungaruppboði í september sem er hæsta tala í einum mánuði á þessu ári.

Þetta er bara toppurinn á ísjakanum, því fyrir liggja 1.665 beiðnir um uppboð hjá sýslumönnum landsins.  Þann 1. október rann út sá tími sem fólk hafði til að fresta uppboðum.  Margir héldu að sá tími yrði framlengdur alla veganna á meðan verið er að koma í framkvæmd þeim aðgerðum, sem Árni Páll Árnason, hefur boðað að komi til framkvæmda á næstu vikum.  Ef fresturinn verður ekki framlengdur má búast við flóðbylgju uppboða.  Sjálfsagt eignast bankarnir og Íbúðalánasjóður þessar eignir. En þá vaknar sú spurning eru til peningar há þessum aðilum til að eignast mörg þúsund íbúðir?  Ég dreg það í efa, því þetta er ekki bara að eingast allar þessar íbúðir því þessu fylgir talsverður kostnaður, það þarf að greiða tryggingar, fasteignagjöld og svo þarf að hafa hita á íbúðunum til þess að allt frostspryngi ekki í vetur.  Ef síðan á að ryðja öllum þessum íbúðum út á fasteignamarkaðinn þá hrynur hann endanlega.  Það þýðir ekkert að hugsa bara um Icesave og ekkert annað. 

Hvar er andskotans ríkisstjórnin?


mbl.is 166 fasteignir á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíldudalur

Mikið var nú gott að vakna í morgun og líta út um gluggann á meðan ég fékk mér kaffi og sjá aftur hin háu fjöll sem umlykja Bíldudal.  Það er alveg logn en hvítt niður í miðjar fjallshlíðar, en fjöllin norðan megin eru hvít niður að sjó og á þau skín blessuð sólin, en hér á Bíldudal sést sólin ekki fyrr en í byrjun febrúar, sem sagt fallegt haustveður.  Hér virðist vera næg atvinna, frystihúsið er rekið á fullu og í hinni stóru Kalkþörungaverksmiðju er nú unnið á vöktum allan sólahringinn og sanddæluskip frá Björgun er hér daglega og dælir upp kalþörungi í þúsundum tonna í hverri viku.  Þar sem verksmiðjan nær ekki að vinna allt þetta magn kemur hingað reglulega flutningaskip og flytur kalkþörung til Írlands til vinnslu þar.  En stærstu eigendur að þessari verksmiðju eru írskir aðilar, sem einnig reka hliðstæða verksmiðju í Írlandi.  Ætti það að vera smá sárabót fyrir Breska heimsveldið vegna Icesave að Arnarfjörður og Bíldudalur eru þó að skapa störf á Írlandi, sem færi Breska ríkinu skatttekjur.  Þær ættu örugglega að duga fyrir launum hans Mr, Brown og Mr. Darling og einhverra skæruliða á þeirra vegum.  Síðan var rannsóknarskipið Dröfn RE að skoða rækjuna hér í firðinum og allt bendir til að leyfðar verði svipuð veiði og var í fyrra en þá mátti veiða rúm 500 tonn af rækju, sem öll fór til vinnslu til Grundarfjarðar, þar sem rækjuverksmiðjan hér Rækjuver hf. hefur verið lokuð í nokkur ár og verður víst svo áfram.  Annars er þetta orðið talsvert skrýtið með rækjuveiðarnar hér í Arnarfirði, því á sínum tíma sátu Bílddælingar einir að þessum veiðum og þá var eina skilyrði til að fá veiðileyfi það, að viðkomandi bátur varð að vera skráður á Bíldudal og skipstjórinn varð að eiga þar lögheimili.  En svo kom andskotans kvótinn og eru nú rækjukvótar í Arnarfirði dreifðar um allt land.  Þess vegna verða þeir bátar sem klára fljótlega sinn kvóta eða eiga kannski bara einn kvóta, að leigja þetta af hinum ýmsu útgerðum, sem hafa ekki nokkur áhuga a að veiða rækju hér.  Sonur minn er 50% eigandi að einum bátnum og eiga þeir 3 kvóta sem gerði í fyrra 150 tonn, sem þeir veiddu á rúmum 2 mánuðum.  Í fyrra var greitt fyrir rækjuna við bryggju á Bíldudal kr: 170,- á kíló.  Þannig að afkoma þeirra sem stunda þessar veiðar er mjög góð, því er það blóðugt að þurfa að greiða einhverjum sægreyfum leigu fyrir þá kvóta sem eru í þeirra eigu.

Eitt atriði er talsvert sorglegt en það eru öll þau auðu hús sem hér eru, því fólksfækkun hefur verið mikil undanfarin ár.  Um 1990 bjuggu hér rúmlega 400 manns en nú er íbúafjöldin kominn niður í um 200, sem er rúm 50% fækkun.  Fólkið fór og varð að skilja húsin sín eftir og eru nú þegar nokkur einbýlishús í góðu ástandi til sölu á 3-5 milljónir og oftast er um yfirtökur á lánum að ræða og ræðst verðið af því hvað lánin eru há.

Ég er með óstöðvandi framkvæmdaþrá og hefur ekkert minnkað þótt ég yrði öryrki.  Áður en ég fór frá Sandgerði var ég búinn að fá í lið með mér menn sem eiga peninga og er ætlunin að kaupa 300 tonna togskip, sem einnig yrði á úthafsrækju og annan  yfirbyggðan 40 tonna stálbát sem yrði á netum og línu en þá vantar auðvitað kvótann.  Við ætlum annaðhvort að semja við rekstraraðila frystihússins til að styrkja rekstur þess, eða byggja okkar eigin verkun.  Þetta mun skapa hér 20-30 ný störf og vonandi mun fólksfjölgun fylgja í kjölfarið.  Síðan er ég búinn að ákveða að byggja mér nýtt einbýlishús næsta sumar ef ég fæ þá lóð sem hentar fyrir húsið.  Þetta er finnskt einingarhús og ég vil helst byggja það við sjóinn, ég gæti auðvitað keypt eitt af þeim húsum sem nú standa auð.  En reynslan hefur kennt mér að í samskiptum við banka og ef maður stendur í einhverjum rekstri þá sýnir það sig ef maður byggir nýtt hús að maður hafi trú á því sem verið er að gera og trú á staðnum, þetta kunna bankar að meta.  Ef af þessu verður mun þetta þá verða fyrsta íbúðarhúsið sem byggt er nýtt á Vestfjörðum í 20-30 ár.


Utanríkisþjónustan

Kostnaður við kaup og endurbætur á nýjum sendiherrabústað Íslands í Danmörku nam 256 milljónum króna. Bústaðurinn, þar sem Svavar Gestsson sendiherra býr ásamt eiginkonu sinni, er á Fuglebakkevej á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn, alls 680 metrar að flatarmáli.  Það munaði ekki um það og svo er sjálft sendiráðið eftir, sem ég veit ekki hvað er stórt í fm.

Enn eitt dæmið um bruðl í okkar utanríkisþjónustu.  Það mætti að skaðlausu leggja niður flest okkar sendiráð erlendis.  Með nútíma tækni er nóg að leigja eitt skrifstofuherbergi með aðgangi að fundarsal og allir sendiherrar gætu búið hér á landi.  Það tekur ekki nema um tvo klukkutíma að fljúga til Danmerkur og eitthvað lengra á aðra staði þar sem við erum með sendiráð.  Þetta er flottræfilsháttur, sem við höfum engin efni á í dag. 

Eru stjórnvöld jafn veruleikafyrt og útrásarvíkingarnir okkar voru?


mbl.is 400 milljónir fengust með sölu á sendiherrabústað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nunnan

Nunna nokkur lést og fór til Himnaríkis, þar hitti hún Lykla-Pétur og taldi að henni yrði nú hleypt inn strax, þar sem hún hafði helgað Guði nær allt sitt líf.  En Lykla-Pétur fletti stóra kladdanum og sagði síðan; "Hér stendur að áður en þú gerðist nunna hafir þú verið gleðikona svo þetta verður að bíða í nokkra daga meðan ég skoða þetta betur".  Þá var nunnan sett í lyftunna niður í Helvíti og þar blasti við hræðileg sjón.  Eitt allsherjar kynsvall og drykkja, nunnan ákvað að þrauka til morguns og hringja þá í Lykla-Pétur, sem hún gerði strax næsta morgun.  Lykla-Pétur svaraði og sagði; "Því miður hefur verið svo mikið að gera að ég hef ekki getað leyst þetta ennþá, en hringdu á morgun".  Nunnan þraukaði eina nótt í viðbót og hringdi strax næsta morgun í Lykla-Pétur, en fékk sama svar og áður.  Nú varð nunnan að þrauka eina nótt í viðbót og gerði hún það af sömu þolinmæði og einkennir nunnur. Að morgni þriðja dags hringir hún í Lykla-Pétur og segir; "Sæll Lykla Pétur, það er nunnan hér, ég ætla ekki að ónáða þig aftur;

"Gleymdu þessu"


Umhverfismál

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði í lokaávarpi sínu á Umhverfisþingi í dag að hún hefði ákveðið að stofna umhverfisráð ungmenna sem ætti að vera ráðherra til ráðgjafar. Fulltrúar ungs fólks á Umhverfisþingi lögðu fram tillögu þess efnis á þinginu.

Hvers konar andskotans rugl er þetta.  Á nú að fara að skipa börn í nefnir hjá ríkinu.  Ég held að Svandís ætti að klára þau mál sem bíða úrlausnar í hennar ráðuneyti og vera ekki að blanda börnum í þau mál.  En sennilega verður næsta ríkisstjórn skipuð leikskólabörnum, sem eiga foreldra í Vinstri Grænum.  Skilur þetta fólk ekki nokkuð skapaðan hlut ef það heldur að börn séu hæfust til að koma atvinnulífinu af stað aftur.


mbl.is Ungmenni til ráðgjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuld

Breska matvörukeðjan Iceland Foods hefur höfðað mál á hendur þrotabúi Baugs til að krefjast greiðslu á 900 þúsund pundum, 180 milljónum króna, sem hún telur búið skulda sér.

Þeir geta gleymt þessu, þetta verður aldrei greitt.


mbl.is Krefjast 180 milljóna vegna óuppgerðs samnings við Baug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lán frá Noregi

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ekki koma til greina að hann biðjist afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í dag um að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefði reynt að leggja stein í götu þeirra sem eru að reyna fá lán frá Norðmönnum.

Þeir eru seigir Framsóknarmenn í því að minnka fylgi flokksins með bulli sínu.  Þetta risalán frá Noregi sem átti að vera tvö þúsund milljarðar án nokkurra skilyrða.  Þetta  er einhver hugdetta hjá einum norskum þingmanni, sem er frægur í Noregi fyrir mörg heimskuleg ummæli sín og er í flokki sem Framsóknarmenn kalla systurflokk sinn.  Eru þeir svona mikil börn, þeir Höskuldur og Sigmundur Davíð. að þeir trúi þessu og enn halda þeir áfram þótt staðfest sé frá Noregi að þetta hafi aldrei verið rætt í norska Stórþinginu.  En norski þingmaðurinn mun víst hafa sagt að ef slíkt kæmi fram í þinginu myndi hann styðja það.  Ég held að þeir fóstbræður ættu að hafa hægt um sig og vona að þetta gleymist, því báðir eru búnir að gera sig að algerum ösnum.


mbl.is Mun ekki biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband