Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Atvinnumál

Ríkisstjórnin verður að taka af skarið um að verkefni verði ekki tafin frekar, sem fengið hafa eðlilegan undirbúning og hafa fylgt í öllum atriðum eðlilegum stjórnsýsluleiðum. Þetta segir í ályktun borgarafundar um atvinnumál á Suðurnesjum, sem haldinn var í Fjölbrautarskóla Suðurnesja nú í kvöld.

Getur fólk ekki skilið að ríkisstjórnin er á fullu að vinna að endurreisn atvinnulífsins og ályktanir klíkufunda Sjálfstæðisflokks bera engan árangur.  Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki notað allt sumarþingið til að tefja mál til að breiða yfir eigin skít væri allt komið á fulla gerð nú.  Það er til skammar að Árni Sigfússon bæjarstjóri skuli standa fyrir einum hræðslufundi enn til að þjóna Sjálfstæðisflokknum.  Ef menn hætta að taka flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhag lagast ástandið mun fyrr en ella.


mbl.is Töfum í atvinnuuppbyggingu beint gegn tekjulágum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Patreksfjörður

Ég skrifaði um það í gær hvað gott væri að vera kominn aftur til Bíldudals og hvað hér væri mikill kraftur í öllu og mannlífið gott.  Í dag þurfti ég að fara til læknis á Patreksfjörð vegna þess að þegar við vorum að létta sendiferðabílinn hjá Flytjanda, duttu nokkrir kassar út úr bílnum og rifnuðu í sundur og pappír sem í þeim var fór að fjúka um allt og þótt við reyndum að tína þetta upp var hluti sem tókst á loft og fauk út í loftið og þar á meðal voru lyfseðlarnir mínir.  Það lá við að ég fengi taugaáfall að sjá hvernig þessi stærsti byggðakjarni í Vesturbyggð er á sig kominn.  Það var varla mann að sjá á götunum, læknirinn mátti varla vera að því að sinna mér og spurði ekkert um heilsu mína, sem var alltaf það fyrsta sem minn læknir í Keflavík gerði þegar ég mætti þar.  Ég sagði honum hvernig læknirinn í Keflavík hefði ef ég þurfti á að halda ávísað fyrir mig mínum lyfjum og eins Snorri Ingimarsson geðlæknir, þá hreytti hann út úr sér; "Ég vinn ekki þannig" og þegar ég bað hann að búa um sár sem var á öðrum handleggnum og ég get ekki sett plástur á með einni hendi.  Þá var svarið; "Þú hefðir átt að taka það fram þegar þú pantaðir tímann."  Ég sagði að sárið hefði ekki verið komið þá og hvort hann sem læknir treysti sér til að setja einn plástur á handlegginn.  Hann fór fram og kom með eitthvað sótthreinsandi og þurrkaði burt hrúðrið og sagði;  "Það þarf engan plástur á þetta því það er gróið" og var það alveg rétt.  Síðan fór hann að gera athugasemdir við hvað ég tæki af lyfjum og þá sérstaklega geðlyfin og svefnlyfin.  Ég var orðinn ansi pirraður og sagði að þau lyf tæki ég eftir ráðleggingum Snorra Ingimarssonar geðlæknis, sem þekkti þetta örugglega mun betur en hann.  Þá benti hann á dyrnar og tíminn var búinn.  Næst var að fara í apótekið til að fá 3 lyfseðla afgreidda, sú sem var að afgreiða spurði  undrandi; " Ha ætlar þú að fá þetta allt?"  Já sagði ég er þetta eitthvað vandamál? "Nei nei það tekur bara talsverðan tíma þegar þetta er svona mikið og ef þú þarft að gera eitthvað annað þá skaltu gera það og koma svo aftur."  Ég sagðist þá fara og fá mér kaffi og koma aftur.  Ég fór á stað sem vinkona mín rekur, en þar var allt læst og miði í glugganum um opnunartíma, sem reyndist vera nokkrir klukkutímar og þá helst um helgar.  Ég fór þá í sjoppuna hjá N1 og fékk loks kaffi þar eftir talsverða bið því sú sem var að afgreiða var alltaf upptekinn í símanum.  Næst ætlaði ég að fara í matvörubúðina, sem lengi hefur verið rekin á Patreksfirði Kjöt og Fisk, en þar var neglt fyrir alla glugga og allt lokað.  Ég fór þá niður á höfn en þar var lítið líf, þó hitti ég mann frá Bíldudal, sem var að vinna um borð í bát sonar míns og hann sagði mér að Kjöt og Fiskur væri orðið gjaldþrota, en hinsvegar væri hægt að fá matvöru í verslun sem heitir Fjölvar og fór ég þangað og þar var gott úrval af vöru og verðin sanngjörn.  Þar verslaði ég það sem mig vantaði og þar var við afgreiðslu kona frá Bíldudal, sem sagðist vera búin að vera á Patreksfirði í 5 ár. Hún var hress og þjónusta góð.  Síðan fór ég í apótekið og fékk lyfin og yfirgaf síðan þennan ömurlega stað og ók aftur til Bíldudals.  Ég fékk seinna skýringu á geðvonsku læknisins.  Hann er einn læknir á Patreksfirði en þeir eiga að vera tveir og til að kóróna vitleysuna er hann í 50% starfi við Heilsugæslustöð Suðurnesja og þegar hann fer þangað þá kemur læknir frá Ísafirði til að leysa hann af á meðan.  Ég hafði reyndar séð hann í Sandgerði en hann er ættaður þaðan og á þar móður á lífi.  Einnig situr hann í bæjarstjórn Vesturbyggðar og er að drepa sig á vinnu slík er peningagræðgin.  Enda hafði hann á þriðju milljón í laun á mánuði 2008 samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar.  En auðvitað hlýtur öll þessi mikla vinna bitna á hans sjúklingum, sem hann á að þjóna.  Ég er líka undrandi á að landlæknir skuli leyfa þetta og bara spurning um hvenær en ekki hvort einhver sjúklingur deyr sökum mistaka vegna of mikillar vinnu læknisins og andlegs álags.  Þetta er alveg örugglega ekki öruggt heilbrigðisþjónusta, sem er í boði í Vesturbyggð.  Enda virðist allt vera á niðurleið a.m.k. á Patreksfirði.

Kærur

Tvær kærur hafa borist til lögreglu á Selfossi vegna eignaspjalla og undanskota innréttinga sem menn hafa rifið niður í íbúðum eða fyrirtækjum sem þeir höfðu misst á uppboði.

Þeir sem hafa kært þetta eru örugglega einhverjar lánastofnanir, sem hafa látið bjóða þessar eignir upp.  En hvað ætli sömu lánastofnanir hafi verið búnar að ræna af fyrrum eigendum þessara eigna með okurvöxtum og hækkun lána.  Það er örugglega margfalt verðmæti þessara innréttinga.  Þannig að óvíst er hver er að ræna hvern.  Svo er ekki víst að þessar innréttingar hafi verið í íbúðunum þegar lán var veitt með veði í viðkomandi fasteign.

Þeir sem kærðu eiga að skammast sín.


mbl.is Kærur vegna eignaspjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÁÁ

Varlega áætlað þá neyta Íslendingar eins tonns af kannabis-efnum árlega, að því er fram kemur á vef SÁÁ. Þar segir að götuverðið á þeirri neyslu sé um 3,5 milljarður króna. Undanfarin 6 ár hafa á milli 600-700 einstaklingar leitað sér hjálpar vegna kannabisfíknar á ári hverju á Sjúkrahúsið Vog, það er um helmingi fleiri en komu á hverju ári 1990-1995.

Þeir eru alltaf með tölfræðina á hreinu á Vogi.  Ég tel að svona fréttir um verð og magn á kannabis-efnum geti verið skaðlegar og jafnvel ýtt undir að fleiri fara að nota þessi efni.  Því staðreyndin er sú að þeir hjá Vogi hafa ekki minnstu hugmynd um hvað mikið er neytt af fíkniefnum hér á landi árlega.  Þetta eru allt skot út í loftið og mikið byggðar á viðtölum við fólk sem kemur á Vog og auðvitað ýkir það fólk alla þessa neyslu til að afsaka sína eigin neyslu.


mbl.is SÁÁ: Neyta 1 tonns af kannabis á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögregluvakt

Lögreglan á Selfossi var með samfellt eftirlit allar nætur í uppsveitum Árnessýslu frá mánudegi til föstudags. Tilgangurinn var að kanna hvort þar væru á ferð þekktir eða óþekktir brotamenn og að koma í veg fyrir innbrot í sumarbústaði, gróðurhús og aðra staði.

Til hver er nú verið að eyða peningum í svona vitleysu, þegar lögreglan segist vera í fjársvelti.  Þetta hindrar ekki innbrot og er algerlega tilgangslaust.  Lömpum mun áfram verða stolið úr gróðurhúsum, þótt það sé ekki gert fyrir augum lögreglunnar.


mbl.is Fundu enga brotamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norska lánið

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir í tölvupósti til norska netmiðilsins ABC Nyheter, að ekkert bendi til þess að Íslendingar þurfi frekari lánafyrirgreiðslu, en þegar hefur verið samið um.

Auðvitað eigum við ekki að taka fleiri lán en við þurfum nóg er nú samt. Mér skilst að fyrsta greiðslan frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, sé enn ónotuð á reikningi í Seðlabankanum og vextirnir sem Seðlabankinn greiðir ríkissjóði af þessari inneign séu mun lægri en þeir vexti, sem þarf að greiða af þessu láni.  Þannig að ef við tökum fleiri lán og förum eins með þau, þá eru það bara aukning á ríkisútgjöldum.


mbl.is Ekki þörf á norsku láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna Sigurðardóttir

Ekki skil ég þessa miklu þörf hjá mörgum hér á blogginu að þurfa stöðugt að skammast útí Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.  Hún stendur sig mjög vel í sínu starfi og er stöðugt að vinna með bættan hag Íslands í huga.  Heldur fólk að það sé létt verk að þrífa upp allan skítinn, spillinguna og kæruleysis Sjálfstæðisflokksins, sem stýrði hér efnahagsmálum síðastliðin 20 ár.  Það tekur á að byggja allt upp að nýju, þegar allt var hrunið, sem hrunið gat.  Þótt menn sjái í dag að betra hefði verið að láta Icesave-málið fara dómstólaleiðina, þá er ekki við Jóhönnu að sakast í því.  Eftir hruni sl. haust var gengið frá samningi við Breta og Hollendinga um Icesave.  Undir þann samning skrifuðu fyrir Íslands hönd þeir, Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Árni Matthiesen, fjármálaráðherra og Davíð Oddsson, aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands.  Þessi samningur var síðan samþykktur með miklum meirihluta á Alþingi skömmu síðar.  Nú segir hinn nýi formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson að þetta hafi aðeins verið minnisblað um hvaða leið væri skynsamlegust og átti að gera nánari samning síðar en engu síður var þarna þessum þjóðum lofað að Ísland greiddi Icesave-skuldina.  Þvílíkt andskotans kjaftæði, minnisblöð eru ALDREI lögð fyrir Alþingi til samþykktar eða synjunar.  Þetta var hefðbundinn milliríkjasamningur og nú eru þau Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon að leita leiða hvernig hægt verði að standa við þennan samning og Sjálfstæðisflokkurinn gerir allt sem hann getur að hindra að hægt verði að standa við loforð sem áðurnefndir menn gáfu Bretum og Hollendingum.  Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi drullað í buxurnar í haust er óþarfi að gera það aftur og aftur.  Nú hampar þessi sami flokkur Ögmundi Jónassyni fyrir hvað hann sé góður og skynsamur maður.  Meira að segja Morgunblaðið telur Ögmund vera hetju, sem áður var talinn óalandi og gerði ekkert nema vitleysu.  Það hefur aldrei verið talið fram að þessu, sérstök hetjudáð að flýja frá erfiðum verkum og forða sér eins og rotta flýr sökkvandi skip.  Öll þessi lofgjörð Sjálfstæðismanna um Ögmund byggðist á þeirri von að ríkisstjórnin væri að falla en svo er nú alls ekki.  Stjórnin stendur sterk á eftir brotthvarf Ögmundar og Jóhanna Sigurðardóttir mun leiða Ísland út úr þessari kreppu og koma hér á velferðarþjóðfélagi í fyllingu tímans.  Hún þarf aðeins að fá frið fyrir vitleysingjum þessa lands til að ljúka verkinu.

Spakmæli dagsins

Örlögin spá engu góðu

andinn stendur kyrr.

Áður fyrr mér ávallt stóðu

opnar þessar dyr.

(Lánamöguleikar Íslands erlendis)


Uppsagnir

Fyrirtækið Míla ehf. hefur ákveðið að segja upp 19 manns, níu á landsbyggðinni og 10 á höfuðborgarsvæðinu. Páll Á. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu, segir að þessi ákvörðun sé tilkomin vegna þess að lítið sé um að vera í byggingariðnaði og það hafi áhrif á starfsemi Mílu.

Það kemur fram að Míla ehf. hafi samið við fyrirtækið Snerpu á Ísafirði um að þjónusta alla Vestfirði og starfsemin sem hefur verið á Patreksfirði verði lögð niður.   Eins á að leggja niður starfsemi á Húsavík, Stykkishólmi og Borgarnesi.  Reynt verður að semja við heimamenn á hverjum stað um þjónustu, annars verður þjónustan frá Reykjavík.  Það er eins gott að þetta drasl bili ekki mikið, því hálft árið er ekki fært milli suðurhluta Vestfjarða og Ísafjarðar.  Er þetta fyrirtæki ekki einhver angi úr Skiptum ehf. sem á Símann hf.  Mikið hlýtur að vera erfiður rekstur hjá þessu fyrirtæki ef laun 19 manna skipta öllu um afkomuna.  Að vísu mun launakostnaður lækka en á móti kemur að ferðakostnaður starfsmanna stóreykst. 

Enn eitt dæmið úr einkavæðingunni frægu,  sem öllu átti að bjarga.


mbl.is 19 sagt upp hjá Mílu ehf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnræði

Aðalfundur Framsóknarfélags Skagafjarðar undrast þær áherslur sem fram hafa komið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er lúta að landsbyggðinni og sérstaklega að Norðurlandi vestra. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu í dag.

Hvernig í ósöpunum ætti að vera hægt að gæta jafnræðis um allt land við fyrirhugaðan niðurskurð.  Það þyrfti nokkur hundruð manns í vinnu til að útfæra slíkt þótt notaðar væru tölvur með öllum sínum möguleikum er þetta ekki hægt.  Framsóknarmenn í Skagafirði segja að þetta komi verst niður á Norðurlandi vestra.  Svona tónn heyrist úr öllum kjördæmum og landssvæðum.  Ef gæta ætti fyllsta jafnræðis þarf að taka tillit til margra þátta, eins og íbúafjölda, skatttekjur, atvinnuleysi ofl.  Þetta yrði svo flókið að þetta er óframkvæmanlegt.  Því allir eiga sama rétt samkvæmt stjórnarskránni.

Ég vil benda á að tvær mikilvægar stofnanir hafa verið fluttar á þetta svæði frá Reykjavík til að auka störf.  Þetta er afgreiðsla atvinnuleysisbóta á Skagaströnd og afgreiðsla á fæðingaorlofi, sem ég held að sé á Hvammstanga en er ekki viss, en sú stofnun er alla veganna á þessu svæði. 

Ég hefði vilja sjá ályktun frá þessu félagi um Noregsferð þeirra félaga Sigmundar Davíðs og Þórhalls Þorsteinssonar ásamt fylgdarliði til að sækja alla peningana, sem þingmaður einhvers smáflokks í Noregi lofaði þeim.


mbl.is Jafnræðis milli landshluta ekki gætt í niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband