Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Innbrot

Brotist var inn í Breiðholtskirkju í gærkvöldi en lögreglan féll tilkynningu um innbrotið á tólfta tímanum. Ekki var í morgun vitað nánar hvort og þá hverju var stolið í kirkjunni.

Er þessum andskotans aumingjum ekkert heilagt.  Að brjótast inn í kirkju til að stela er það lægsta plan sem nokkur þjófur kemst á.


mbl.is Brotist inn í Breiðholtskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun

Friðrik Sophusson mun formlega lýsa yfir verklokum á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka í dag. Það verður síðasta verk hans sem forstjóri Landsvirkjunar, því hann átti sinn síðasta vinnudag í gær og sat þá einnig sinn síðasta stjórnarfund í Samorku.

Þótt ég hafi ekki verið hrifinn af Friðrik, þegar hann var í stjórnmálunum.  Þá hefur hann staðið sig vel sem forstjóri Landsvirkjunar og þar stendur hæst Kárahnjúkavirkjun, sem kemur til með að auka ferðamannastrauminn á þessu svæði.  Því marga langar að sjá með eigin augum einu mestu framkvæmd i sögu Íslands.  Friðrik getur því stoltur staðið upp úr stóli forstjóra Landsvirkjunar.  Það hefur eftir því tekið í forstjóratíð Friðriks, að allstaðar þar sem Landsvirkjun hefur verið með framkvæmdir er skilið við framkvæmdasvæðið  eins snyrtilegt og mögulegt er.


mbl.is Lýsir yfir verklokum og lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælt

Viðskiptaráð Íslands mótmælir harðlega skattastefnu stjórnvalda, sem það segir að vinni gegn markmiðum um endurreisn hagkerfisins, auknu atvinnustigi og uppbyggingu sterks og sjálfbærs velferðarkerfis.

Ég er algerlega sammála Viðskiptaráði í þessu máli.  Það er alveg furðulegt af ríkisstjórninni að ætla að leysa fjárlagahallann með hækkun skatta.  Þetta tengist allt saman, því hækkun skatta dregur úr kaupmætti fólks og þá kemur minni tekjur af óbeinu sköttunum.  Eins er sú afstaða ríkisstjórnarinnar að nánast stöðva framkvæmdir við nýtt álver, nýja aflþynnuverksmiðju í Helguvík og nýtt gagnaver á gamla varnarsvæðinu, mér óskiljanleg.  Ég hefði haldið að báðar þessar framkvæmdir komi til með að skila drjúgum tekjum í ríkissjóð.  Hér á Suðurnesjum er mesta atvinnuleysi á landinu og með þessum framkvæmdum mun atvinnuleysið hverfa að mestu.  Því þarna er gert ráð fyrir mörg hundruð beinum störfum og með afleiddu störum væri verið að skapa nokkur þúsund nýrra starfa.  Ríkissjóður myndi spara miklar atvinnuleysisbætur og fengi auknar skatttekjur.  Nei þá hengir umhverfismálaráðherra sig í að lagning háspennulínu til að flytja orku til þessara staða, þurfi að fara í umhverfismat og stoppar þannig málið.  Er nú virkilega verið að meina að háspennulínur séu hættulegar umhverfi sínu.  Nei það er ekki talið enda eru þær um allt land.  Nú er það sjónmengun sem er vandamálið, hvílíkt andskotans kjaftæði og rugl.  Verður þá ekki að banna ófríðu fólki að fara út fyrir hússins dyr vegna sjónmengunar?  Að ætla að leggja þessar línur jörð er varla framkvæmanlegt vegna kostnaðar.  Gerir umhverfisráðherra sér grein hvað kostar að leggja hvern metir í háspennulínum í jörð.  Sá kostaður hleypur á miljónum á hvern metir.  Hver á síðan að borga þann kostnað?  Ef hann á að falla á viðkomandi fyrirtæki þá er málinu sjálfhætt því þeirra rekstur mun ALDREI sanda undir slíku.


mbl.is Skattastefnu stjórnvalda harðlega mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Dauðinn gefur ei dróttum frest.

fyrir dramb og herleg sæti,

held ég því í hófi best,

að hafa alla kæti.

(Steinunn Finnsdóttir)

 

 


Fálkaorður

Íslenskar fálkaorður ganga enn kaupum og sölum erlendis. Magni R. Magnússon safnari rakst nýverið á riddarakrossa og stórriddarakrossa með stjörnu sem boðnir eru upp hjá þýska uppboðsfyrirtækinu Künker í Osnabruck (www.kuenker.de).

Það væri kannski athugandi að næla sér í eina fálkaorðu á 270 þúsund.  Nei ég tími því ekki og veit að fljótlega mun forseti Íslands sæma mig slíkri orðu, sem ekki kostar neitt.


mbl.is Stórriddarakross með stjörnu falur á 270 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landspítalinn

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að með fjárlögum fyrir árið 2010, en frumvarpið á að kynna í dag, þurfi væntanlega að stokka upp á spítalanum og fara út í umræður um hvaða starfsemi geti farið þar fram.

Það mun allt vera logandi á Landspítalanum meðal starfsfólks þessa daganna.  Margir eru þegar búnir að fá uppsagnarbréf og fleiri munu vera á leiðinni.  Það er um að gera að reka sem flesta og jafnvel alla.  Fólk verður bara að sætta sig við að deyja fyrr en ella.  Þetta er bláköld staðreynd málsins, og að hluta er mér málið skylt því eftir því sem fleiri verða reknir þeim mun minna verður að gera hjá stóra bróður mínum, sem stjórnar launadeild Landspítalans.


mbl.is Töluverð fækkun starfsfólks í næsta höggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostar milljarða

Viðbótarútgáfa ríkisbréfa er gagnrýnd og sögð leiða til þess að virkir vextir hækki. Séu lánskjör nú hagstæð geri Seðlabankinn ekki ráð fyrir vaxtalækkun. Þetta er í andstöðu við lýstan vilja forystu ríkisstjórnarinnar.

Hvernig gátu starfsmenn Lánasýslu ríkisins gert svona klaufaleg mistök, sem mun leiða til vaxtahækkunar.  Svo fullyrða þessir sömu menn að allt hafi verið gert rétt og þetta muni auka traust á ríkissjóði.  Það vita allir að ríkissjóður er skuldugur upp fyrir haus og að halda því fram að auknar skuldir auki traust er eitt mesta rugl, sem ég hef heyrt.  Er nú ekki kominn tími til að ríkisstjórnin berji Seðlabanka Íslands til hlýðni og hætti að láta misvitra embættismenn ráða för;

Og lækki vexti strax.


mbl.is Klaufagangur sem kostar skattgreiðendur milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykingar

Reykingar eru á undanhaldi, samkvæmt nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Lýðheilsustöð. Þetta er sama niðurstaða og verið hefur undanfarin ár, það er tíðni reykinga er í tröppugangi niður á við. Tíðni daglegra reykinga meðal fullorðinna hefur lækkað úr 17,6% árið 2008 í 15,4% nú í ár. Mestu munar að nú reykja mun færri karlar daglega en árið 2008.

Þetta eru daprar fréttir því reykingar munu víst vera mun hollari en áður var talið.  Þær skerpa starfsemi heilans, sköpunargáfur og framtaksemi.  Allt þetta kemur fram í  riti háskólaprófessorsins James Bt. Adams við Columbiaháskólann í Bandaríkjunum, sem nýlega var birt.  Þar kemur einnig fram að enginn tengin er á milli reykinga og lungnasjúkdóma.

Þeir sem eru að hætta reykingum núna gera það eingöngu vegna okurverðs á tóbaki hér á landi.  Nú kostar hver pakki af sígarettum tæpar 900 krónur.  Ef þessi þróun heldur áfram mun íslenska þjóðin dragast verulega aftur úr þeim löndum sem við berum okkur oft saman við.  Þótt ég sé öryrki og hafi takmörkuð fjárráð, þá þarf ég ekki að hætta að reykja vegna kostnaðar, því ég hef samið við flugfreyju hjá Icelandair, sem ekki reykir að kaupa fyrir mig tóbak í Fríhöfninni í Leifsstöð en þar kostar hver pakki 220 krónur.


mbl.is Daglegar reykingar á miklu undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moggabloggið

Nær daglega er ég að fá tilkynningar frá mínum bloggvinum um að þeir ætli að hætta að blogga hér á Moggablogginu vegna ráðningu Davíðs Oddssonar, sem ritstjóra.  Ég bara skil þetta ekki og ætla að vera áfram með mitt blogg á Moggablogginu.  Heldur fólk virkilega að Davíð Oddsson, sem ritstjóri Morgunblaðsins, hafi ekkert annað gera en liggja yfir öllum bloggsíðum og skoða hver skrifar hvað.  Auk þess tel ég Davíð Oddsson vera hinn besta kall og góður inn við beinið, en það er kannski langt þar inn.  Ég hef tekið þá ákvörðun að vera áfram á Moggablogginu og veit að Davíð mun ekkert trufla mig á nokkurn hátt.  Einnig ætla ég að vera áfram áskrifandi að Morgunblaðinu, það eina sem pirrar mig við blaðið er þessi andskotans kelling með sínar kjaftasögur hún Agnes Bragadóttir og vona að hún verði rekinn sem fyrst.  Ég hef einu sinni hitt þessa konu, en þá vorum við á fyllirí á Hótel Sögu fyrir mörgum árum ég og Einar Oddur Kristjánsson og Einar kynnti mig fyrir Agnesi.  Allt það kjaftæði sem gat oltið út úr þessari komu var ótrúlegt.  Síðan hef ég ekki hitt Agnesi og langar ekkert til þess.

Brennandi hús

Líðan mannsins sem bjargað var úr brennandi húsi við Barmahlíð á Akureyri í kvöld, er eftir atvikum góð, að sögn slökkviliðsins á Akureyri. Maðurinn var lagður inn á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til eftirlits í nótt.

Þarna fór betur en á horfðist í fyrstu og slökkvilið Akureyrar á hrós skilið fyrir sína frammistöðu.  Að vera lokaður inni í brennandi timburhúsi er skelfileg tilhugsun.


mbl.is Líðan eftir atvikum góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband