Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Oft veltir lítil þúfa,

engu hlassi.

(XXX)


Evran

Sterkt gengi evrunnar grefur undan arðsemi evrópska fyrirtækja þrátt fyrir að viðsnúningur sé hafin í helstu hagkerfum Myntbandalagsins. Samkvæmt afkomutölum fyrirtækja á þriðja ársfjórðungi var samdráttur hagnaðar fyrirtækja á evrusvæðinu mun meiri en evrópskra fyrirtækja sem starfa í ríkjum sem eru ekki í Myntbandalaginu.

Þar sem það er draumur núverandi ríkisstjórnar að fá aðild að ESB og síðar að taka upp evru, þá mun það ganga endalega frá flestu íslenskum fyrirtækjum.  Það er að segj a ef nokkur fyrirtæki verða eftir starfandi þegar og ef við göngum í ESB.


mbl.is Evran grefur undan samkeppnishæfni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensan

Alls voru ellefu inniliggjandi á Landspítalanum í gærkvöldi vegna H1N1 inflúensu. Þar af voru tveir á gjörgæslu. Mjög hefur dregið úr innlögnum út af svínaflensu frá því í síðasta mánuði og í byrjun þessa mánaðar. Frá 23. september til 9. nóvember 2009 voru rúmlega 170 einstaklingar lagðir inn á sjúkrahús vegna svínaflensu.

Þessi flensa virðist vera á undanhaldi og sennilega er það því að þakka hvað margir hafa verið bólusetnir gegn henni. En kannski blossar hún upp aftur í vetur og þá öflugri en áður.


mbl.is 11 á Landspítala með H1N1 flensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjamenn svelta

Bandaríska landbúnaðarráðuneytið áætlar, að um 50 milljónir Bandaríkjamanna eigi erfitt með að fæða sig vegna fátæktar. Á árinu 2008 hafi um 17 milljónir fjölskyldna, eða 14,6% af öllum fjölskyldum í Bandaríkjunum, átt í erfiðleikum með að sjá sér fyrir mat einhvern tímann á síðasta ári.

Hvernig má það ske að fólk í tug milljóna vísi, svelti í einu ríkasta landi heims.  Eitthvað mikið er að hjá stjórnvöldum í þessu stóra landi.  Ætli þeir verði ekki að biðja Kínverja um aðstoð, en Kínverjar hafa lánað Bandaríkjum gríðarlega mikið fé og má segja að Kína eigi Bandaríkin með húð og hár.


mbl.is Tugir milljóna Bandaríkjamanna svelta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk erfðagreining

Kaup Saga Investments á Íslenskri erfðagreiningu munu tryggja starfsemina næstu tvö árin hið minnsta. Um 170 störf eru nú hjá ÍE en starfsmenn nokkru fleiri, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins. Hann segir að gangi kaupin í gegn muni hann áfram verða í forystuhlutverki hjá ÍE.

Það er gott að búið er að bjarga þessu fyrirtæki og auðvitað á Kári Stefánsson að vera áfram forstjóri, en hann hefur sýnt ótrúlega þrautseigju við að halda þessu fyrirtæki gangandi og nú tekist að tryggja rekstur þess.


mbl.is Kári áfram hjá ÍE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftsteinn

Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að margir hér á landi hafi orðið vitni að því síðdegis á laugardag þegar loftsteinn kom inn í gufuhvolfið og sprakk. Vill Þorsteinn gjarnan ná sambandi við fólk, sem sá þetta svo hann geti kortlagt braut lofsteinsins.

Hvaða þörf er á að kortleggja braut þessa loftsteins.  Það liggur nokkuð ljóst fyrir að þessi loftsteinn átti að lenda á Stjórnaráðinu.  Annars er svo mikil ljósadýrð í Reykjavík að illa sést til himins, svo þetta kann að hafa verið missýn hjá fólki.


mbl.is Reynir að reikna út feril loftsteins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigaskattur

Ríkisstjórnin ræðir núna hugmyndir um að leggja á eignarskatt, en skatturinn var lækkaður um helming 2002 og lagður af árið 2005. Það ár skilaði hann 3,7 milljarða tekjum í ríkissjóð.

Ætlar þessi ríkisstjórn að skattleggja hér allt til andskotans.  Það virðist vera leitað með logandi ljósum að öllu sem hægt er að skattleggja.  Er þetta ekki sama ríkisstjórnin og ætlaði að koma hér á norrænu velferðarþjóðfélagi.  Á meðan íbúðareigendur berjast við að halda sínum íbúðum, þá dettur ríkisstjórninni í hug að leggja á eignaskatt til að ganga endanlega frá fjárhag fólks. 

Er enginn með fullu viti í þessari ríkisstjórn.


mbl.is Verður eignarskattur endurvakinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin

Borgarahreyfingin lýsir furðu sinni og miklum vonbrigðum með þá fyrirætlun forsætisnefndar Alþingis að ætla níu manna pólitískt skipaðri þingnefnd að ákveða einróma hvernig unnið verður úr niðurstöðum rannsóknarnefndar um bankahrunið. Þetta kemur fram á vef Borgarahreyfingarinnar.

Hvað er Borgarhreyfingin að álykta um störf Alþingis, því þar eiga þeir engan þingmann.  Þessi hreyfing fékk að vísu fjóra menn kjörna á Alþingi í síðustu kosningum en einn þeirra starfar nú sem óháður þingmaður og hinir þrír hafa sagt skilið við Borgarahreyfinguna og og eru nú í flokknum sem heitir Hreyfingin.  Ég held að þetta fólk ætti að líta í eigin barm áður en það fer að gagnrýna störf annarra.


mbl.is Borgarahreyfingin ósátt við skipun nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki jarðað í dag

Fyrir mörgum árum var jarðsunginn maður frá Bíldudalskirkju og átti síðan að færa hann til hinstu hvílu í kirkjugarði staðarins.  En þar sem kirkjugarðurinn stendur á malarkambi er erfitt að taka gröf með góðu móti.  Í þetta sinn voru fengnir tveir vanir menn til að taka gröfina, sem þeir gerðu vel, en voru nokkuð lengi vegna þess að alltaf var verið að hrynja möl úr hliðunum niður í gröfina.  Þegar komið var með líkkistuna og verið var að leggja hana á planka sem voru yfir gröfinni og síðan var kistan látin síga varlega niður.  En þá vildi ekki betur til en svo að  önnur hlið grafarinnar féll niður og gröfin hálf fylltist af möl.  Annar þeirra sem hafði tekið gröfina brást reiður við og sá að allt hans erfiði við að taka gröfina var að engu orðið og þá hoppaði hann niður í gröfina og sagði;

"Upp með djöfuls kistuna og það verður ekki jarðað meira hér í dag"


Frábær matur

Humar borinn fram í logandi jólatré er eitt af því sem hefur skilað Dill Restaurant í undankeppni norrænna veitingahúsa. Þar er notuð aska og söl og ýmislegt óvænt í matargerðinni.

Það er ástæða til að óska eigendum og matreiðslumönnu á þessum stað til hamingju með þennan árangur.  Allar svona jákvæðar frétti eru góðar, þegar ekkert er talað um nema eilíf vandræði hjá Íslendingum.  Allt jákvætt gerir þjóðina bjartsýnni og eykur á þor manna til að gera betur í dag en í gær.


mbl.is Humar í logandi jólatré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband