Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Yður óska ég friðar.

Yður munu kunnar

syndir.  Ég iðrast yðar,

einlægur séra Gunnar.

(Gunnar Björnsson,prestur)


Gengi krónunnar

Greining Íslandsbanka segir, að breyttar reglur Seðlabankans um gjaldeyrismál, sem í raun feli í sér hert gjaldeyrishöft, skýri að gengi krónunnar hefur hækkað um 2% á millibankamarkaði frá því á fimmtudag. Hins vegar kunni þessar reglur að reynast skammgóður vermir.

Ef hægt er að hækka gengi krónunnar bara með því að breyta einhverjum reglum í Seðlabankanum má spyrja er þá ekki hægt að hækka gengið meira með því að breyta þessum sömu reglum enn meira.


mbl.is Gengishækkun krónu rakin til breyttra reglna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennedy

Eintak af blaðinu Dallas Morning News frá 22. nóvember 1963, með eiginhandaráritun John F. Kennedys, þáverandi Bandaríkjaforseta, seldist á uppboði í síðustu viku á 39 þúsund dali, jafnvirði 4,9 milljóna króna. Talið er að þetta sé síðasta eiginhandaráritunin sem forsetinn gaf en hann var skotinn til bana í Dallas síðar sama dag.

Það er eins og flest mannanna verk séu einskis virði fyrr en þeir eru látnir.  En að kaupa bréfbút með nafni Kennedys á 4,9 milljónir er bara rugl.


mbl.is Síðasta eiginhandaráritun Kennedys seld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensan

Svínainflúensan hefur haft í för með sér mikinn hagnað fyrir lyfjafyrirtæki sem framleiða bóluefni og lyf, að sögn Jyllandsposten. Margir af ráðgjöfum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sem ráðlagði almenna bólusetningu, eru á launaskrá hjá risafyrirtækjum eins og GlaxoSmithCline og Novartis.

Auðvitað eru öll veikindi hagnaður fyrir lyfjafyrirtækin, en það er nú fullgróft að ráðgjafar WHO, skuli vera á launaskrá hjá lyfjafyrirtækjum.  Það er Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni til skammar.


mbl.is Svínaflensa stórgróðafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berlusconi

Réttarhöldum yfir forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, hefur verið frestað en hann er ákærður fyrir skattsvik í tengslum við fjölmiðlaveldi hans, Mediaset, hefjast þann 18. janúar nk., samkvæmt fréttum ítalskra fjölmiðla í dag.

Er hann svo skattsvikari í viðbót við alla sína galla, en þrátt fyrir það nýtur þessi maður óvenjulegra vinsælda á Ítalíu, af ástæðum sem enginn veit um.


mbl.is Réttarhöldum yfir Berlusconi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Giftist látnum manni

Tuttugu og sex ára frönsk kona fékk að giftast sínum heittelskaða í smábænum Dommary-Baroncourt í Austur-Frakklandi á laugardag. Hið óvenjulega við það, er að maðurinn er löngu látinn.

Þetta getur varla verið löglegt hjónaband, enda er spurning hvernig látinn maður getur staðfest að hann vilji giftast þessari konu.  Ég hélt að ekki væri hægt að stofna til hjónabands, nema með samþykki beggja aðila. En kannski eru aðrar venjur og lög í Frakklandi en víða annar staðar.


mbl.is Giftist löngu látnum unnusta sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sykurskattur

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir harðlega svokallaðan sykurskatt í fréttatilkynningu sem hann hefur sent frá sér.

Ég held að Jón geti verið alveg rólegur, því það er mjög erfitt að setja þennan skatt á og enn erfiðara að fylgja honum eftir.  Vegna þess að mjög umdeilt er hvaða vörur innihalda sykurefni og hverjar ekki.


mbl.is Gagnrýnir sykurskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norsk-Íslenska síldin

Á ársfundi Norðaustur Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) var staðfestur samningur strandríkja um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum og kolmunnastofninum sem gerður var í október síðastliðnum. Einnig var gengið frá samningi um veiðar á karfa í Síldarsmugunni.

Hvað gerir Jón Bjarnason nú verður farin sama leið og með skötuselskvótann að þetta verðið boðið til leigu á fyrirfram ákveðnu verði, sem renni í ríkissjóð eða verður þessu úthlutað til þeirra sem hafa stundað þessar veiðar áður.  Það mætti einnig hugsa sér uppboð á þessum kvótum og þar standa þeir auðvitað best að vígi sem hafa stundað veiðarnar áður, því þeir eiga skip og veiðarfæri til að veiða þetta og mjög dýrt væri fyrir nýja aðila að koma byrja þessar veiðar.  En best væri auðvitað að greitt yrði fyrir að fá að veiða þetta og það gjald rynni í ríkissjóð.


mbl.is Samningur um norsk-íslensku síldina staðfestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsaði lögskráningu

Skipstjóri veiðiskips var kærður síðastliðinn fimmtudag fyrir brot á lögum um lögskráningu sjómanna og brot á hegningarlögum með því að rangfæra skjal er varðar lögskráningu.

Þetta er stór alvarlegt mál, því lögskráningin er mikið atriði fyrir sjómenn.  Bæði hvað varðar laun og tryggingar. 

Þessi maður á að missa sín skipstjórnaréttindi.


mbl.is Falsaði skjöl um lögskráningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handtaka

Lögreglan á Selfossi handtók í síðustu viku karlmann í Þorlákshöfn. Maðurinn var þar að leita að öðrum manni, sem hafði borið vitni fyrir dómi í máli sem hinn handtekni hafði verið dæmdur í daginn áður.

Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart, eins og ástandið er í fangelsismálum hér á landi.  Þarna er búið að dæma mann fyrir ákveðin brot og samt gengur hann laus og getur hundelt vitnið.  Ef þetta heldur svona áfram mun enginn þora að mæta sem vitni í dómsmáli.


mbl.is Hótaði vitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband