Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Ég skil ekkert í þessu.

Lömbin eru rekin yfir þessa brú á hverju ári

og alltaf sama baslið.

(Karl Gunnlaugsson) 


Feneyjar

Hundruð íbúa Feneyja tóku þátt í táknrænni athöfn í dag þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort byggð væri að leggjast af í borginni. Gondólar sigldu með tómar kistur, skreyttar með blómsveigum og tónlist Feneyja ómaði. Íbúum Feneyja fækkar stöðugt og eru þeir færri en 60 þúsund talsins.

Með hækkandi sjávarborði vegna loftlagsbreytinga er ekki ólíklegt að Feneyjar fari á kaf.  Þetta mun líka hafa áhrif í öðrum löndum eins og Hollandi, þar sem landið er yfirleitt lægra en sjávarborðið.  Það eru líka vissir staðir á Íslandi, sem færu sömu leið og má þar nefna Kvosina í Reykjavík og Seltjarnanes og vissir staðir á Suðurnesjum.


mbl.is Leggst byggð af í Feneyjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannakjöt

Lögregla í Rússlandi hefur handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um að hafa banað manni, borðað hluta líkamans og selt aðra hluta á kebab-veitingahús.

Ætli þetta hafi verið vinsæll réttur hjá þessum veitingahúsum?

Hver veit?


mbl.is Seldu mannakjöt til veitingahúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppeldisstöð Al-Qaida

Fangelsið Bucca í Írak, sem rekið var af Bandaríkjastjórn, var uppeldisstöð fyrir liðsmenn Al-Qaida, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og fyrrum föngum í fangelsinu. Alls var yfir 100 þúsund föngum haldið þar í rúm sex ár.

Þetta eru skelfilegar fréttir ef satt reynist.  Bandaríkjamenn eru að berjast í Afganistan og víðar við þessi samtök en ala svo liðsmenn þeirra upp í Írak.  Hvernig má þetta eiginlega geta skeð.


mbl.is Segja fangelsi Bandaríkjamanna uppeldistöð Al-Qaida
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskeldi

Reiknað er með að framleiðsla í fiskeldi tvöfaldist hér á landi á næstu sex árum og að eldið skili þá um 10 þúsund tonnum af fiski. Áfram er reiknað með að bleikjan verði mikilvægasti eldisfiskurinn.

Það væri óskandi að þetta tækist, en fram að þessu hefur nær allt fiskeldi á Íslandi mistekist og endað með gjaldþroti.  En vonandi eru breyttir tímar og nú hafa komið fjársterk fyrirtæki að þessu eldi, eins og Samherji, HB-Grandi, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. og fleiri fyrirtæki.  Aðal vandamálið fram að þessu hefur verið að fóðrið hefur verið svo dýrt að fóðurkostaður við að ala fisk í sláturstærð hefur verið meiri en fengist hefur fyrir fiskinn.


mbl.is Spá tvöföldun fiskeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Hjá varðstjóra voru skráð 107 mál á næturvaktinni, misstór en flestum þurftu lögreglumenn að bregðast við.

Þetta er ekkert smáræði 107 mál á einni næturvakt og flest eru þessi mál tengd ölvun.  Hvernig sjá menn fyrir sér að ástandið verði ef hinn mikli niðurskurður sem boðaður hefur verið hjá lögreglu, kemst í framkvæmd.  Þá mun skapast neyðarástand með ófyrir séðum afleiðingum, nema það eigi að þræla lögreglumönnum svo út að þeir gefist upp og hætti í lögreglunni.


mbl.is Yfir hundrað mál komu upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja prestkosningar

„Við viljum sr. Óskar áfram í Selfossprestakalli“ er yfirskrift áskorunar sem íbúar safna stuðningi við á Selfossi. Er þess krafist að nýr sóknarprestur verði valinn í almennum prestskosningum.

Ef þetta verður leyft mun það hafa mikil áhrif á val presta í hinum ýmsu sóknum landsins.  Því þarna yrði gefið fordæmi sem erfitt yrði að neita öðrum um.


mbl.is Krefjast prestskosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátíð

Skessan í hellinum býður til hátíðar sem við hana er kennd í Reykjanesbæ um helgina. Hún er alltaf glöð að fá börn í heimsókn í hellinn. Boðið er upp á fjölda dagskráratriða og eru börnin í forgangi.

Þeir eru mjög duglegir í Reykjanesbæ að laða til sín gesti á hina ýmsu viðburði og skemmtanir og hafa komið með mjög margar snjallar hugmyndir í því sambandi.


mbl.is Skessan býður til hátíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn

Einar Skúlason varaþingmaður hefur tilkynnt framboð í 1. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna 2010. Hann hefur af því tilefni sagt lausri stöðu sinni sem skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna Óskar Bergsson er oddviti flokksins í borginni.

Auðvitað sækist hann eftir 1. sætinu hjá Framsókn, því sá flokkur hefur bara einn borgarfulltrúa og ekkert sem bendir til að það kunni að breytast.  En Óskar Bergson er refur í pólitík, svo hann mun ekki gefa eftir sæti sitt baráttulaust.  Því mun verða mjög á brattan að sækja fyrir þennan efnilega frambjóðenda.  Það er nokkuð ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn mun hjálpa Framsókn með slatta af atkvæðum í næstu borgarstjórnarkosningum til að núverandi meirihluti haldi áfram.  Þær geta líkað hjálpað Óskari Berssyni í prófkjöri, því hann hefur verið Sjálfstæðismönnum afar mikilvægur.


mbl.is Sækist eftir 1. sæti hjá framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfundurinn

Heiðarleiki er það gildi sem flestir þátttakendur á þjóðfundinum, sem nú fer fram í Laugardalshöll, leggja mesta áherslu á. Þar á eftir kemur jafnrétti, virðing og réttlæti. Því næst kærleikur, ábyrgð, frelsi, sjálfbærni og lýðræði. Fjölskyldan, jöfnuður og traust er einnig ofarlega á blaði.

Þá höfum við það, að heiðarleikinn skiptir mestu máli hjá þeim sem voru á Þjóðfundinum.  Ég ætla að vona að þeir þingmenn, sem sátu fundinn fari með þau skilaboð inn á Alþingi og vinni samkvæmt því.  En mikið hefur skort á heiðarleika á þeirri samkuntu hingað til.  Það vakti athygli mína að þeir þingmenn sem voru á þessum fundi töldu að þar væri miklu betur unnið en á Alþingi og ættu því auðvelt með að hafa áhrif á störf Alþingis til hins betra.


mbl.is Þjóðin leggur áherslu á heiðarleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband