Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                Oft hefur það undrað mig,

er ég leggst á kodda,

að Gvendur er að gelda sig,

en greddan vex í Dodda.

(Eyjólfur Valgeirsson)

                                                                                                                                                                                                                                                                                                     


Kvennorka

Í næstu viku hefst alþjóðleg athafnavika. Andrea Róbertsdóttir verður þá með „gjörning“ að eigin sögn en hún hefur elt nokkrar íslenskar konur á röndum undanfarið og tappað orkunni sem af þeim gustar á tóbakshorn.

Þetta mun víst eiga að selja á kr. 1.000,- stykkið og mun ágóðinn renna til iðjuþjálfunar á Hrafnistu og Grund.  En hvernig það verður síðan framkvæmt að tappa orku kvenna í tóbakshorn er mér óskiljanlegt. 

En þetta verður örugglega jólagjöfin í ár.


mbl.is Átöppuð kvenorka til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harry Potter

Harry Potter leikarinn Daniel Radcliffe neitar því staðfastlega að hann hafi verið myndaður við að reykja kannabis, líkt og breska dagblaðið Daily Mirror heldur fram. Blaðið birti myndir, sem sagðar voru af leikaranum, en einhver sem átti að hafa verið í sömu veislu og leikarinn tók myndirnar.

Eru nú fyrirmyndir barnanna komnir í eiturlyfin.  Þetta er nánast dauðdómur yfir þessum vinsælu kvikmyndum.


mbl.is Harðneitar að hafa reykt kannabis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

175 ára fangelsi

Bandarískur prédikari var í gærkvöldi dæmdur í 175 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum. Prédikarinn, sem gengur undir nafninu Tony Alamo, lét flytja stúlkurnar til Arkansas þar sem höfuðstöðvar safnaðar hans eru.

Alveg er það stórmerkilegt hvað almenningur í Bandaríkjunum er auðtrúa gagnvart svona spámönnum og sértrúarsöfnuðum.  En 175 ára fangelsi hefur engan tilgang því maðurinn nær aldrei að afplána það.  Hefði ekki verið nóg að dæma hann í ævilangt fangelsi, en allt er þetta sýndarmennska og til þess gerð að ganga í augun á fólki.


mbl.is Dæmdur í 175 ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barack Obama

Barack Obama Bandaríkjaforseti er kominn til Singapore, en þar mun hann sitja fund APEC, Efnahagsamtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja. Bent hefur verið á að forsetinn reyni með ferð sinni að notfæra sér hrifninguna sem kjör hans hefur vakið um allan heim og reyni í kjölfarið að bæta samskiptin við Asíuríki.

Þetta er tilgangslaus ferð hjá forsetanum því á þessu svæði eru Bandaríkin tákn hins illa og því verður ekki breytt með einhverjum fundum. Það þarf miklu meira til svo samskipti við þessar þjóðir batni.


mbl.is Obama í Singapúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málræktarþing

Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar hófst í hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 11. Aðalefni þingsins er „Íslenska í skólum“. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra flutti ávarp og fulltrúar allra skólastiga halda erindi.

Þetta er mjög þarft verkefni, því margir íslendingar, jafnvel háskólagengið fólk er varla talandi eða skrifandi á íslenska tungu svo skiljanlegt sé.


mbl.is Málræktarþing í hátíðarsal HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúklingar frá Grænlandi

Grænlenska ríkisútvarpið greinir frá því að grænlenskir sjúklingar verði í auknum mæli sendir til Íslands í stað Danmerkur. Til að byrja með sé um að ræða sjúklinga sem þurfi að leggjast inn á gjörgæslu, t.d. fyrirbura og einstaklinga sem glími við nýrna- eða hjartavandamál.

Þetta mun auðvitað skapa okkur nokkrar tekjur og gott að auka samvinnu við Grænland.  En spurningin er auðvitað sú hvort við ráðum við þetta í öllum þeim niðurskurð, sem á að vera í heilbrigðiskerfi okkar.


mbl.is Flytja grænlenska sjúklinga til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfundurinn

„Það eru allir mjög vongóðir og bjartsýnir. Við höfum það á tilfinningunni að væntingar fólks séu afskaplega jákvæðar. Allir ætli að leggjast á eitt að framleiða gífurlega mörg þúsund billjón megavött af jákvæðri orku,“ segir Maríanna Friðjónsdóttir „fjölmiðlamaur“ um þjóðfundinn sem er hafinn í Laugardalshöll.

Vonandi kemur eitthvað jákvætt frá þessum fundi, því nóg er um svartsýnina í okkar þjóðfélagi þessa daganna og tími til komin að breyta því.  Mér finnst samlíkingin við maura mjög góð, því allir maurar vinna saman sem ein heild að ákveðnu verkefni og hver hefur sitt hlutverk í að byggja upp.


mbl.is Þjóðfundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostur

Jón Gerald Sullenberger segir að opnun verslunarinnar Kosts við Dalveg í Kópavogi muni seinka í dag. Nánari upplýsingar verði gefnar í hádeginu. Til stóð að verslunin myndi opna kl. 11.

Auðvitað er það leitt þegar opnun þessarar verslunar seinkar eitthvað.  En í raun skiptir það engu máli því Kostur verður opnaður í dag og seinkun um einhverja klukkutíma breytir því engu. 

"Fall er fararheill segir einhver staðar."


mbl.is Opnun Kosts seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að draga kjark úr heilli þjóð

Mikið lifandis skelfing er ég orðinn þreyttu á öllum þessum neikvæðu fréttum, sem yfir okkur dynur þessa daganna.  Það er sama hvort maður opnar dagblað, hlustar á útvarp eða sjónvarp.  Allar fréttir eru neikvæðar og í þjóðfélaginu á sér enginn uppbyggileg umræða.  Allt að fara fjandans til og ég velti því oft fyrir mér hvort þeir sem starfa á fjölmiðlum geti ekki fundið neitt jákvætt í okkar þjóðfélagi.  Auðvitað dregur það allan kjark úr þjóðinni, að hlusta á þessa bölsýni alla daga.  Þessu verður að snúa við og hætta að tala um íslendinga, sem algera aumingja á flestum sviðum eða betlara eins og Ingibjörg Sólrún gerði fyrir stuttu.  Við eigum að vera stolt þjóð og glíma við erfiðleikanna sem slík.  Þá fyrst fer eitthvað jákvætt að gerast og við sigrumst á þessari kreppu með samstilltu átaki allrar þjóðarinnar.  Það vantar einhvern sterkan stjórnmálamann til að tala kjark í þjóðina og hætta þessum skotgrafahernaði neikvæðninnar.  Vonandi kemur eitthvað jákvætt frá þjóðfundinum, sem haldinn verður í dag í Laugardalshöll.  Ég segi eins og skáldið forðum;

Ekki meir, ekki meir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband