Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Lítt er fimur fótur þinn,

forðast viltu skaðann,

Þú er eins og eigandinn,

ekkert fyrir hraðann.

(Sigurvin Einarsson)


Innan marka

Samkvæmt nýjum mælingum Umhverfisstofnunar á magni brennisteinsvetnis í lofti í Hveragerði er styrkur þess langt innan marka og viðmiða. Þetta kemur fram í grein sem Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, hefur ritað og birtist m.a. á vef OR.

Þetta ætti að vera léttir fyrir íbúa Hveragerðis, sem hafa haft af þessu miklar áhyggjur, sem virðast nú vera óþarfar.  En auðvitað verður kvartað áfram, það er bara mannlegt eðli.


mbl.is Brennisteinsvetni innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignaviðskipti

Alls var 51 kaupsamningi þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 6. nóvember til og með 12. nóvember. Þar af voru tuttugu fasteignir seldar í Kópavogi en að meðaltali hafa selst tíu fasteignir í Kópavogi á viku undanfarnar tólf vikur. Heildarveltan var 1.625 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu og meðalupphæð á samning 31,9 milljónir króna.

Það sem vekur athygli við þessa frétt er að mikil aukning er í sölu fasteigna í Kópavogi.  Þar með er endanlega staðfest hin frægu orð Gunnars Birgissonar.

Það er gott að búa í Kópavogi.


mbl.is Kippur í fasteignasölu í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr hluthafi

Vilhjálmur Þorsteinsson hefur bæst í hóp helstu hluthafa Auðar Capital en hann efur keypt tæplega 10% hlut í félaginu. Vilhjálmur hefur starfað á sviði upplýsingatækni í aldarfjórðung og er í dag fjárfestir og stjórnarmaður í nokkrum fyrirtækjum, meðal annars CCP, Verne Holding, DataMarket, Gogogic og Gogoyoko.

Þetta er eitt af fáum fjárfestingarfyrirtækjum á Íslandi, sem hefur gengið vel.  Enda stofnað af konum og stjórnað af konum, en þær eru mun varfærnari í fjárfestingum er karlar.


mbl.is Vilhjálmur eignast 10% í Auði Capital
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun fryst

Laun embættismanna, sem falla undir úrskurðarvald kjararáðs, verða fryst út næsta ár samkvæmt frumvarpi, sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Kjararáð má þó lækka laun embættismanna annarra en forseta Íslands.

Þetta er nú eins og að pissa í skóinn sinn, því eftir næsta ár þegar frystingu launa lýkur hafa safnast upp hjá þessum hópum réttur til mikilla launahækkana, sem Kjararáð verður að taka tillit til og hækka launin aftur.


mbl.is Laun embættismanna fryst í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtinn sparnaður

Ríkisstofnanir hafa unnið að framkvæmd hagræðingarkröfu með þeim hætti, að segja upp hluta af starfi starfsmanna, upp á 7,5% sem þýðir að Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir það sem sparast.

Það er ekki hægt að kalla þetta sparnað hjá ríkinu ef ein ríkisstofnun á að greiða það sem aðrar spara.  Þarna er bara verið að færa fjármuni úr einum vasanum í annan hjá ríkinu og að kalla slíkt sparnað er mikið öfugmæli.


mbl.is Ríkisstofnanir láta Atvinnuleysistryggingarsjóð greiða sparnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um Icesave samninginn síðan hún hætti í stjórnmálum í viðtali sem tekið var fyrir Spjallið, þátt Sölva Tryggvasonar, á Skjá 1. Sá hluti viðtalsins hefur ekki verið birtur áður, en fer hér á eftir. Þar segist Ingibjörg ósátt við að Íslendingar hafi gengið til samninganna eins og sakamaður.

Ekki veit ég hvað Ingibjörg er að fara með þessum orðum sínum.  Það er varla hægt að taka þau öðruvísi en gagnrýni á núverandi ríkisstjórn.  En hver er sakamaður í þessu máli? Er það ekki Ingibjörg sjálf, því hún sat í ríkisstjórn þegar þessir Icesave-reikningar voru stofnaðir og ber sína ábyrgð á því klúðri öllu saman.  Það gengur ekki lengur hjá Samfylkingunni að kenna alltaf Sjálfstæðisflokknum um það sem miður fór.  Ingibjörg mætti á blaðamannafundi ásamt Geir H. Haarde og bæði fullyrtu þau að allt væri í góðu lagi. 

Þar til að allt hrundi eins og spilaborg.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Komum fram eins og sá seki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósammála

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að hún væri ósammála því mati Mats Josefsson, efnahagsráðgjafa íslenskra stjórnvalda, um að endurreisn bankakerfisins hefði gengið allt of hægt.

Þykist Jóhanna nú hafa meira vit á efnahagsmálum en sjálfur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar Mats Josefsson.  Ég tek alla veganna meira mark á orðum Mats en Jóhönnu þótt gáfuð sé.


mbl.is Jóhanna ósammála Josefsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blönduð leið

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi, að eina færa leiðin til að fást við gríðarlegan halla á ríkissjóði væri blönduð leið niðurskurðar ríkisútgjalda og skattahækkana. Steingrímur fjallaði hins vegar ekki um hvaða tillögur ríkisstjórnin gerði um skattahækkanir.

Þessar skattahækkanir virðast vera mikið leyndarmál og komið hefur fram að stjórnarflokkarnir eru ekki sammála um leiðir, hvað varðar að brúa hallan á ríkissjóði.


mbl.is Eina færa leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halli ríkissjóðs

Nú stefnir í að halli á rekstri ríkissjóðs á þessu ári verði ekki eins mikill og reiknað var með þegar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var lagt fram í byrjun október. Þetta kom fram hjá Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag.

Vonandi hefur Steingrímur, rétt fyrir sér í þessu máli og þá er kannski von til að boðaðar skattahækkanir verði minni en áætlað hefur verið. 

Nóg er nú samt.


mbl.is Dregur úr halla ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband