Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Hann Bjarni kann víst að lesa,

hann þekki bar ekki stafina.

(Þorsteinn Manfreðsson)

                                                                                    


Kína

Gríðarleg snjókoma hefur valdið usla í Peking í Kína í dag. Var yfir 60 flugum aflýst og fresta þurfti um 120 flugum þar sem ekki var hægt að fljúga um flugvelli borgarinnar. Ekki hefur snjóað jafn mikið í borginni í 54 ár en þetta er þriðji dagurinn í nóvembermánuði sem snjókoma truflar samgöngur í Peking.

Hvað er að ske í okkar umhverfi, það er eitthvað mikið að.  Á Íslandi hefur nóvember verið hlýr miðað við árstíma en þá fer að sjóa í Kína, sem aldrei fyrr.


mbl.is Allt á kafi í snjó í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðsferðir og bruðl

Ólafur F. Magnússonar borgarfulltrúi spurðist á fundi borgarráðs í dag fyrir um ýmsan kostnað annars vegar vegna boðsferða í Elliðaárnar og hins vegar vegna leikhúsferða borgarfulltrúa á yfirstandandi kjörtímabili.

Ólafur hefði alveg getað sleppt því að leggja fram þessa fyrirspurn, því auðvitað verður henni ekki svarað, frekar en öðru sem kemur meirihlutanum illa.


mbl.is Spyrst fyrir um boðsferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launalækkanir

Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ráðleggur stjórnendum fyrirtækja innan þeirra raða að semja sig frá kjarasamningsbundnum launahækkunum. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Hverskonar andskotans kjaftæði er þetta, að ætlast til að launþegar semji um að fá ekki umsamdar launahækkanir.  Þetta er hlutur sem enginn launþegi hefur rétt til að gera og nú þegar boðaðar eru skattahækkanir og margar fjölskyldur berjast í bökkum við að láta enda ná saman dettur fólki í hug svona vitleysa.  Þetta mun leiða til gjaldþrots hjá mörgum fjölskyldum og var nú ekki þar ábætandi.  En auðvitað er hægt að hræða fólk með atvinnuleysi til að fallast á þetta rugl.


mbl.is Semji sig frá launahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangelsi

Nú er orðið neyðarástand í fangelsismálum á Íslandi og allt er yfirfullt og langir biðlistar eftir afplánun.  Það er svo komið að ekki er hægt að vista fleiri gæsluvarðhaldsfanga.  Mér finnst að þeir sem bíða eftir afplánun ættu að fá biðtímann metinn til að stytta sjálfa fangelsisvistina.  Því þeir sem eru að bíða eru í raun ekki frjálsir menn.  Þeir geta varla ráðið sig í vinnu eða stundað nám vegna þess að þeir eiga yfir höfði sér að vera kallaðir í afplánun nánast fyrirvaralaust.  Yfirvöld leita nú að húsnæði fyrir fangelsi og er það ekki auðfundið, á meðan eykst vandinn stöðugt.  Ég hef bent á það áður hvort þetta mætti ekki leysa með því að kaupa vinnubúðirnar við Kárahnjúka og koma þeim fyrir á einhverri þeirra eyja sem eru rétt fyrir utan Reykjavík.  Það mætti hafa þangað ákveðnar ferðir til að ættingjar geti heimsótt fanganna.  Auðvitað væri mikil hætta á að fangar strykju úr slíku fangelsi, en gerir það nokkuð til því þessir menn ganga lausir hvort sem er í dag.  Einnig mætti hugsa sér að leigja stórt skip með íbúðum fyrir nokkur hundruð manns og nota sem fangelsi.  Skipið kæmi reglulega til Reykjavíkur svo fangar gætu fengið heimsóknir eins og lög mæla fyrir um.  Svo er spurning hvort ekki er fangelsi á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði.

Hillary Clinton

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur beint því til stjórnvalda í Myanmar, áður Burma, að þeir sleppi Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, lausri.

Ekki hef ég trú á að stjórnvöld í Burma taki mikið mark á þessari beiðni.  Þarna er við stjórn herforingjastjórn, sem mætti kalla einræðisstjórn og hún fer sínu fram hvað sem hver segir,  Annars skil ég ekki hvað stjórnin óttast mikið þessa konu, sem er að berjast fyrir lýðræði í landi sínu.  En auðvitað óttast allar einræðisstjórnir lýðræðið mest af öllu.


mbl.is Clinton krefst lausnar Suu Kyi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppskerubrestur

LOKIÐ er mati á uppskerubresti hjá kartöflubændum í Þykkvabænum vegna þess að kartöflugrös féllu vegna næturfrosts í lok júlí í sumar. Í meðalári hefði uppskeran átt að verða um 5.500 tonn en hún varð rétt um helmingur þess. Því vantar a.m.k. 2.500 tonn upp á meðaluppskeru.

Það er sama hvert litið er í Íslensku samfélagi, allt fer á versta veg.  Þetta er mikið áfall hjá kartöflubændum í Þykkvabæ, en áætlað tjón þeirra er metið á 250 milljónir.


mbl.is 50% uppskera í Þykkvabænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangar leystir úr haldi

Amnesty International fagnar því að 68 fangar hafi verið leystir úr haldi í Túnis. Þeim hafði verið haldið í fangelsi í rúmlega ár í tengslum við fjöldamótmæli gegn atvinnuleysi og dýrtíð í Gafsa-héraði.

Það er alltaf fagnaðarefni þegar fangar eru leystir úr haldi.  Sérstaklega þeir fangar, sem ekkert hafa gert af sér nema að mótmæla óréttlæti í sínu landi.


mbl.is Fjöldi samviskufanga leystur úr haldi í Túnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný verslun

„Við náum ekki að vera ódýrastir í öllum vöruflokkum, þar sem við erum bara með eina búð, en við gerum út á að vera með góða vöru á góðu verði," segir Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri Kosts, í upphafi samtals á miðju verslunargólfinu í vikunni, þegar unnið var hörðum höndum við uppsetningu á innréttingum og byrjað að raða upp vörum.

Þetta mun verða þungur róður hjá Jóni að reka þessa verslun.  Því margir munu reyna að leggja steina í götu hans með þessa verslun.  En vonandi gengur þetta vel hjá honum, því öll samkeppni á þessum markaði er af hinu góða.


mbl.is „Neytendur okkar yfirmenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samruni

Nú hefur Nýja-Kaupþing sent Samkeppniseftirlitinu tilkynningu um samruna Kaupþings og félagsins 1998, sem á Haga, en það félag rekur margar verslanir.  Kaupþing hefur jafnframt tilkynnt að ef eigendur 1998 geta komið með nýtt hlutafé að upphæð 7 milljarða, þá muni fyrri eigendur Haga eignast 60% í félaginu.  Þar sem Hagar og Kaupþing eru orðin að sama fyrirtæki vaknar sú spurning hvort fyrri eigendur eignist 60% í þessu sameinaða félagi eða hvort þetta verður aðskilið aftur.  En eins og staðan er nú þá er nokkuð ljóst að Jón Ásgeir og félagar eignist 60% í Kaupþingi fyrir 7 milljarða.  Þetta mun því verða ein stærsta gjöf sem nokkur útrásarvíkingur hefur fengið eftir bankahrunið.  Ég held að Kaupþing hafi flýtt sér aðeins of mikið við að sameina 1998 við Kaupþing.

Enginn mun síðan  bera ábyrgð á þessum gjörningi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband