Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Sumir bera það í tösku,

sem aðrir hafa í höfðinu.

(Guðjón Dalkvist Guðjónsson)                                                                  


Daninn

Danski blaðamennskuneminn Niels Krogsgård, sem verið hefur í haldi írönsku lögreglunnar síðustu daga, er kominn heim til Danmerkur. Við komuna til landsins sagðist hann hafa verið hræddur meðan hann sat í fangelsinu í Teheran. Hann sagðist aðallega þreyttur, en líka glaður og að sér væri mjög létt.

Mikið er það nú gott að maðurinn er kominn heim.  Það fá ekki hver sem er að losna úr fangelsi í Teheran.  Hann hefur því verið mjög heppinn að verða ekki drepinn.


mbl.is Daninn kominn heim frá Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjórán

Sómalskir sjóræningjar hafa rænt grísku flutningaskipi norður af Seychelles-eyjum á Indlandshafi. Skipið var að sigla frá Kúveit til Suður-Afríku þegar sjóræningjarnir réðust til atlögu.

Þeir virðast vera að auka sín sjórán þessir Sómalir og erfitt að verjast þeim.


mbl.is Rændu grísku flutningaskipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Netið

Tæplega 13% íslenskra barna og unglinga hefur fengið reglulega kennslu í skólum um notkun netsins. Rúm 44% segjast nokkrum sinnum hafa fengið slíka kennslu, en 26,5% segjast hafa fengið mjög litla kennslu. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum SAFT.

Það besta og öruggasta leiðin er að foreldrar séu vakandi um hvað börn þeirra eru að gera á netinu.  Það er að segja fylgist stöðugt með hvaða síður börnin eru að heimsækja.


mbl.is Lítil breyting á kennslu netöryggis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæsluvarðhald

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað fimm Litháa í áframhaldandi gæsluvarðhald til 2. desember nk. Mennirnir eru grunaðir um að tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. M.a. er um að ræða tryggingasvik, ofbeldismál og mansal. Íslendingur hefur einnig verið í haldi lögreglu vegna málsins. Hann verður hins vegar látinn laus í dag.

Þetta virðist vera með stærri sakamálum, sem komið hafa upp hér á landi í langan tíma og tengist víst anga sína vítt um þjóðfélagið.


mbl.is Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfundur

Á laugardaginn verður haldinn þjóðfundur í Laugardalshöll þar sem rætt verður um lífsgildi og framtíðarsýn. Reiknað er með að um 1.500 manns verði á fundinum.

Vonandi kemur eitthvað gott frá þessum fundi og þetta er virðingarvert framtak hjá þeim sem standa að þessum fundi.


mbl.is Þjóðfundur um framtíðarsýn Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri sveigjanleiki

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) telja nauðsynlegt að þeim verði skapaður verði meiri sveigjanleiki en nú er til staðar til að ásættanlegur árangur náist við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Slíkur sveigjanleiki næst ekki nema með aðkomu ríkisvaldsins.

Það hrópa allir á að ríkið geri þetta og hitt, eins og ríki sé gullnáma sem auðvelt sé að taka úr.  Sveitarfélögin verða eins og aðrir að sníða sér stakk eftir vexti. Ef ríkið ætlar síðan að ná sér í fjármagn til að sinna öllum þessum neyðarköllum, verður allt vitlaust.


mbl.is Óska eftir meiri sveigjanleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný vinnubrögð

Á Alþingi fór í gær fram utandagskrárumræða um aukningu á aflaheimildum og framsögumaður var Ásbjörn Óttarsson.  Hann rökstuddi mál sitt mjög vel um að nú ætti að auka við veiðiheimildir í nokkrum fisktegundum á Íslandsmiðum.  En því miður fannst mér að viðbrögð Jóns Bjarnasonar væru á þá leið að þótt hann viðurkenndi að hann væri í raun sammála Ásbirni, þá bætti hann því við að þetta væri ekki hægt nema með leyfi frá Hafró, sem þýðir að auðvitað verður enginn aukning.  Hinsvegar lagði Jón fram á Alþingi þingsályktunartillögu um aukningu á skötuselskvóta og það merkilega við þessa tillögu er það að þessa aukningu á að leigja útgerðum á kr. 120 á kíló, sem rynni í ríkissjóð.  Þór Saari kom með enn betri hugmynd, sem væri að ríkið leigði allar aflaheimildir á Íslandsmiðum fyrir kr 50,- á kíló og ef það yrði gert færu í ríkissjóð hrunduð milljarða.  Þetta myndi gera ríkisjóð skuldlausan á nokkrum árum og ekki þyrfti að fara út í skattahækkanir á almennt launafólk.  Leiguverð á þorski í dag er um 230-250 krónur á kíló.  Þannig að flestar útgerðir ættu að ráða við að greiða kr. 50,- fyrir hvert veitt kíló.  Þær útgerðir sem ekki gætu greitt þetta er þá svo illa reknar að þær eiga ekkert erindi í útgerð.  Það er rætt um að leggja sérstakan skatt á stóriðju og hvers vegna ætti útgerðin að fá að nýta auðlindir hafsins endurgjaldslaust.  Þær auðlindir eru alla veganna miklu verðmætari en þær auðlindir, sem stóriðjan notar.  Dagurinn var ekki liðinn þegar LÍÚ byrjaði með sinn grátkór um að engu mætti breyta nema í samráði við þá.  Er ekki kominn tími til að stjórnvöld taki sínar ákvarðanir um stjórn fiskveiða án afskipta LÍÚ og Hafró.  Í dag er heimilt að geyma á milli ára um 30% af veiðiheimildum hvers skips.  Það atriði ásamt tegundatilfærslum gerir það að verkum að við fullnýtum ekki þessa auðlind okkar í vissum tegundum og ofnýtum þær í öðrum.  Það hefur verið okkar reynsla að veiðiráðgjöf Hafró hefur fylgt veiðinni.  Í þeim tegundum sem veitt hefur verið meira úr en Hafró hefur ákveðið, þá er veiðiráðgjöf fyrir næsta ár á eftir í samræmi við umframveiðina.  Ásbjörn Óttarsson kom með gott dæmi um veiði á ýsu þessu til stuðnings.  Þannig að ef við leyfum nú meiri veiðar á þorski þá mun ráðgjöf Hafró fyrir árið á eftir verða aukning á þorskveiði.  Þetta er ekki tilviljun, heldur sannar að til að byggja upp fiskistofnanna verður að veiða meira til að grisja stofnana svo allir hafi nægt æti.  En auðvitað viðurkennir Hafró aldrei þessa staðreynd, því hún passar ekki í þeirra reiknilíkön.  LÍÚ verður líka að skilja að fiskveiðiauðlindin er sameign þjóðarinnar og þeim kemur ekkert við hvernig veiðum er stjórnað.

Barnaverndanefnd

Alveg er stórfurðulegt að fylgjast með störum barnaverndarnefndar Reykjavíkur varðandi tvo unga drengi.  Það er eins og lög um barnavernd komi þessari nefnd ekkert við.  Nefndin höfðar mál til að fá forsjá þessara drengja dæmda af móður drengjanna og mun það verða tekið fyrir í janúar 2010.  Drengirnir bjuggu hjá móðurömmu sinni í góðu yfirlæti og hefur amman örugglega hugsað vel um þá.  Burt séð frá hvernig lífi móðir drengjanna hefur verið undanfarin ár.  Þá áttu þeir öruggt heimili hjá ömmu sinni.  En áður en forræðismálið er til lykta leitt grípur Barnaverndarnefnd inn í og kemur eldri drengnum í fóstur og nú á að fara eins með yngri drenginn, sem er aðeins 9 ára.  Það á að taka hann af heimili ömmu sinnar og senda hann í fóstur hjá ókunnugu fólki úti á landi.  Hvort ætli þessum unga dreng líði betur á heimili ömmu sinnar eða í fóstri hjá fólki, sem hann þekkir ekki neitt.  Dögg Pálsdóttir lögmaður ömmunnar hefur kært þetta til úrskurðarnefndar Barnaverndar, sem mun taka málið fyrir næsta mánudag.  En þá liggur Barnaverndarefnd svo mikið á að ákveðið hefur verið að drengurinn skuli sendur í fóstur á föstudaginn, eða áður en Úrskurðanefnd Barnaverndar hefur tekið málið fyrir.  Þessi framkoma Barnaverndar Reykjavíkur er með öllu óskiljanleg.  Þarna er hagur barnsins algert aukaatriði.  Er þessi nefnd búinn að gleyma öllum mistökum, sem gerð voru varðandi vistheimilið að Breiðuvík og fleiri slík heimili og ætlar að endurtaka þau án nokkurrar umhugsunar.  Í dag hefur móðir drengjanna forræði yfir sínum börnum og ekki kemur í ljós fyrr en í janúar 2010 hvort það verði dæmt af henni.  Á meðan á Barnavarnanefnd Reykjavíkur ekki neinn rétt til að skipta sér af þessum drengjum en nefndin hikar ekki við að brjóta lög til að framfylgja sínum vilja.

Þetta er til skammar.


Gjaldþrota fyrirtæki

Ábyrgðarsjóður launa hefur þurft að taka á sig aukin útgjöld vegna þess að æ fleiri fyrirtæki verða gjaldþrota. Útgjöld sjóðsins voru um 920 milljónir í fyrra en verða rúmlega 1.800 milljónir í ár.

Þetta er gífurleg aukning á milli ára og á enn eftir að aukast, því mörg fyrirtæki ramba nú á barmi gjaldþrots.  Ef ekkert verður gert þeim til aðstoðar þá kemur skriða af gjaldþrotum á næstu mánuðum.


mbl.is 1.600 manns fá laun frá Ábyrgðarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband